Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VmSKIFrifflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 29 Ráðstefna Staðlaráð boðar til„ Utboðsþings“ STAÐLARAÐ íslands heldur sérstakt útboðsþing á morgun, miðviku- dag á Hotel Sögu. Þar verður ljallað um stöðu útboðsmála hér á landi, bæði frá sjónarhóli verkkaupa og verksaia. Iðnaður J. Hinriks- son hefúr framleitt 5000 stál- toghlera J. Hinriksson hf. vélaverkstæði hefur framleitt fimmþúsundasta Poly-Ice stáltoghlerann. Hlerinn verður afgreiddur í danska rækjutogarann M/TR Ocean Prawns, en þetta er flórði hlerinn sem togarinn kaupir af vélaverk- stæðinu. J. Hinriksson hf. mun vera einn stærsti framleiðandi toghlera í heiminum og er 70% framleiðslunn- ar flutt út. Poly-Ice toghlerarnir hafa verið seldir til fimm heimsálfa, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Nær öll fiskiskip á ís- landi eru sögð nota þessa hlera, og einnig nær öll fiskiskip í Færeyjum. Auk þess notar stór hluti græn- lenskra, norskra, danskra og bre- skra togara Poly-Ice hlera. Auk Poly-Ice toghleranna fram- leiðir J. Hinriksson gálgablakkir, dekkrúllur, Gilsablakkir og fleira. ALLS voru fluttir inn 919 bílar á fyrstu tveimur mánuðum árs- ins. Á sama tíma í fyrra var inn- flutningurinn litlu minni eða 885 bílar. Fluttir voru inn 692 fólks- bílar í janúar og febrúar en í fyrra höfðu verið fluttir inn 705 bílar. Markaðshlutdeild Mitsubis- hi í sölu á nýjum fólksbilum það sem af er árinu er afgerandi mest eða 20,8% en Toyota hafði 16,6% hlutdeild og Lada 12,6%. Anders Guldager Christiansen, yfirmaður hjá dönsku innkaupstofn- uninni og fulltrúi I\já Evrópubanda- Samkvæmt nýju _ yfirliti frá Bílgreinasambandi íslands voru fluttir inn 86 sendibílar á fyrstu tveimur mánuðum ársins en í fyrra voru þeir 15 talsins á tímabilinu. Þá má nefna að íjöldi innfluttra vorubifreiða tvöfaldaðist miðað við sama tíma í fyrra og voru fluttir inn 94 nýir og 12 notaðir vörubílar samanborið við 36 nýja og 17 not- aða í fyrra. Þessari aukningu á inn- flutningi vöru- og sendibílá valda laginu á sviði opinberra innkaupa, verður sérstakur gestur þingsins. Hann er lögfræðingur og flytur er- fyrst og fremst áhrif af upptöku virðisaukaskatts. Fyrirtæki frest- uðu kaupum í fyrra fram yfir ára- mót til að geta dregið frá virðis- aukaskatt af bílunum. Það vekur einnig athygli að á listanum yfir sendibíla -eru allmargar tegundir fólksbíla t.d. Daihatsu Charade og Toyota Corolla. Til að fá þá skráða sem sendibíla þarf að fjarlægja aft- ursæti og setja upp skilrúm. indi sitt á ensku um þróun útboðsvið- skiptta í Evrópu og á alþjóðavett- vangi. Þingið hest kl. 13:00 og flytur Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra ræðu. Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti, fjallar um það hvort þörf sé á út- boðslögum. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri, fjallar um handbók um opinberar framkvæmdir. Þor- valdur Jóhannesson, ræðir um notk- un staðla í útboðsviðskiptum og Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins, fjallar um opinber innkaup. Jónas Frímanns- son, verkfræðingur tekur mann- virkjaverð til umfjöllunar og Skapti Harðarson, framkvæmdastjóri segir frá vörum. Skúli Jónsson, fram- kvæmdastjóri, greinir frá skipum, vélum og tækjum í sjávarútvegi og Daði Jónsson, tölvunarfræðingur um hugbúnað. Efni erindis Kolbeins Arinbjarnarsonar, verkfræðings er þjónusta. Ráðstefnustjóri verður Stanley Pálsson, verkfræðingur. Bílar Innflutningur svipaður og í fyrra Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Það er vetrarkvöld á Akureyri Hver kærir sig um að fara þangað? Hvort er orsök og hvort er afleið- ing; framboð og eftirspurn? Um þetta geta menn deilt jafn lengi og þeir leita svars við því hvort komi fyrr, eggið eða hænan. Markaðs- menn verða eiginlega að líta á þetta sem samspil tveggja þátta, því eftir- spurn sprettur sjaldnast af sjálfri sér frekar en flugur kvikni af ryki, og framboðið hefur tilhneigingu til að laga sig að eftirspurninni. Það eru ýmsir og fjölbreyttir þættir í umhverfinu sem hafa áhrif á hvort tveggja og valda samspil- inu, rétt eins og píanisti sem sest við slaghörpuna. Þörf á frumkvæði Samt geta menn haft forgöngu sjálfir og það verður aldrei fram hjá því gengið, að til þess að örva eftirspurn verða menn að þróa framboð og hafa þar'sjálfir frum- kvæði. Tökum sem dæmi Akur- eyrarbæ, áfangastað ferðafólks. Það þurfa fæstir lengur að, koma þangað. Sumarferðalangar til Mý- vatns geta hæglega flogið um Húsavíkurflugvöll,' fólkvangurinn í Bláfjöllum keppir í vaxandi mæli við Skíðastaði í Hlíðarfjalli og ný kynslóð skemmtifíkla þekkir varla hugtakið „Sjallastemmning". Akur- eyri hefur mörg einkenni þess að vera staðnandi ferðamannastaður. En þá er spurningin um úrbætur orðin spurningin um frumkvæði heimamanna. Nægir að veija hundruðum þús- unda króna í hógværar blaðaaug- lýsingar sem dásama kyrrð vetrar- kvölda á Akureyri? Hvað gera ferðaþjónustumenn á staðnum til þess að þessi kyrrlátu kvöld verði að eftirsóknai-verðri stund fyrir að- komufólk úr suddanum? Reynir á þolrifín að bíða Þáð verður ekki séð í fljótu bragði að veitingastaðir, sem flestir eru lokaðir um eða fyrir klukkan 10 á kvöldin, verði hluti af því leiksviði. Það er líka erfitt fyrir aðkomufólk sem vill stunda hið landsfræga Hlíðarfjall að sætta sig við að þar sé dagamunur á þjónustu, eða að upplýsingar séu ófullnægjandi. Það er nefnilega þegar nokkuð gott úrval veitingastaða í bænum og öll aðstaða og nægur starfs- mannafjöldi er í fjallinu til að þar megi bjóða upp á góða og stöðuga þjónustu. Að ekki sé minnst á blóm- legt menningarlíf. Lykillinn að því „Lykillinn að því að laða til sín og halda viðskiptavin- um er fólginn í því að ganga megi að fram- boðinu vísu. Það verður að mega treysta á auglýsingar.“ að laða til sín viðskiptavini og halda þeim er m.a. fólginn í því að það megi ganga að framboðinu vísu. Það verður að mega treysta á aug- lýsingar. Þess vegna er það oft dýrt og reynir á þolrifin að viðhalda fram- boðinu meðan beðið er eftir að eftir- spurnin líkamnist í nýjum viðskipta- vinum. Samt er það nú tilgangurinn með því að veija fé í auglýsingar að fá viðskipti, og það þarf að fylgja auglýsingunni eftir. Það eru útgjöld skyld þróunarkostnaði, að þráast við og halda opnu — þrátt fyrir hálftómt hús — þangað til menn fara að ganga að opnu húsi sem vísu. Að skilgreina samherja Akureyri er einn fárra bæja sem hafa starfandi ferðamálafulltrúa. Það er og verður verkefni hans að laða fólk í ferðaþjónustu til sam- starfs um það að velja sér einkenn- andi þjónustu og standa svo við auglýstu orðin. Bærinn og um- hverfi hans virðist hafa upp á flest að bjóða sem getur laðað þangað ferðamenn. Er að sumu leyti eins og óslípaður demantur. En þeirri hugsun verður ekki varist, að þar hafi menn ekki sest niður saman og skilgreint samkeppnisstöðu sína. í ferðaþjónustu, einkum í dreif- býli, þjást margir nefnilega af þeirri nærsýni að líta á náungann hinu megin við götuna sem helsta keppi- nautinn, en sjá ekki að þar er kannski að finna mikilvægasta samheijann. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- < sett með raf-, Bensín- og Diesel vélum. @acuiirЮQiigj(ui[r Jémiswini &. ©@ M0 Vesturgötu 16 - Simar 14680-13280 Bílalyftur 2ja og 4ra pósta Verð frá kr. 208.700,- án vsk. Olíufélagið hf 681100 CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins 'r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! y fes-»w.i8i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.