Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1-990 * Utgerðarrétturinn á auðvitað að vera í höndum útgerðarmanna eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson Ágreiningur fræðimanna um kvótakerfið í sjávarútvegi hefur ekki verið um hagfræðilega hlið málsins. Ailir eru sammála um það, að út- hluta beri kvótum eða veiðiheimild- um til langs tíma og leyfa frjálst framsal þeirra, svo að kvótakerfið verði hagkvæmt. Mynda verði eins konar eignarrétt á fiskistofnum. Um hitt er deilt, hveijir skuli hirða þann arð, hverjir skuli eiga fiskistofnana, ríkið eða útgerðarmenn. Ég hef sjálf- ur verið hlynntur eignarrétti útgerð- armanna. Margir aðrir hafa fylgt ríkiseignarrétti og þá hugsað sér, að ríkið leigði útgerðarmönnum miðin. Þessi deila er í raun og veru ekki á sviði hagfræði (nema menn geti sýnt fram á það, að önnur lausnin sé hagkvæmari en hin), heldur á sviði stjórnmálaheimspeki. Hún snýst um það, hveijir eigi upphaflegt tilkall til fískistofnanna. Nú tekur Markús Möller, hagfræðingur í Seðlabankan- um, mig á hné sér hér í blaðinu 13. mars og hyggst kenna mér stjórn- máiaheimspeki. Sennilega telur hann, að kennurum mínum í Oxford í þeirri göfugu grein hafi ekki tekist nægilega vel upp. Skal ég hér (í styttra máli en þetta mikla efni verð- skuldar) greina frá nokkrum helstu ástæðum til þess, að ég held fast við hugmynd mína þrátt fyrir kennslu- stundina hjá Markúsi. Kapítalismi krefst kapítalista Fyrst hlýt ég að gera athugasemd við orðnotkun Markúsar. Hann talar um almannakvóta sinn annars veg- ar, fámenniskvóta minn hins vegar. En hvað er almannakvóti? Hann er kvóti í eigu ríkisins. Og hveijir stjórna ríkinu? Þingmennirnir sextíu og þrír, sem sitja við Austurvöll. Þetta er miklu fámennari hópur en íslenskir útgerðarmenn. Hér er beitt mælskubragði. Löng reynsla er enn fremur komin á það, að fé, sem renn- ur í ríkissjóð, er sjaldnast notað í þágu almennings. Atvinnustjóm- málamenn, Stefán Valgeirsson og hans líkar, nota það til þess að kaupa atkvæði af fámennum og öflugum þrýstihópum. Fiskeldisfyrirtæki fá styrki, á meðan Þjóðarbókhlaðan stendur auð og yfirgefin. Markús og nokkrir aðrir hagfræðingar hafa að vísu hrokkið við, þegar ég hef kallað kröfu þeirra um ríkiseign á físki- stofnum sósíalisma. En með því hef ég aðeins notað orðið í hefðbundinni merkingu þess. Það er varla mér að kenna, að þetta hefur nú breyst í skammaryrði. Markús Möller vill vitaskuld ekki vera sósíalisti. En hann og skoðana- bræður hans sjá ekki, að sjálfstýrt hagkerfi krefst raunverulegra fram- kvæmdamanna og eignamanna, ekki aðeins bókhaldara. Hagfræði snýst ekki um dauða hluti, heldur lifandi fólk, eins og Friðrik von Hayek benti Óskari Lange á í frægri deilu þeirra á fjórða áratug um svonefndan mark- aðssósíalisma Langes. Það, sem er líkt með hugmyndum Markúsar og Óskars Langes, er, að gert er ráð fyrir, að helstu framleiðslutæki (hér fiskistofnarnir) séu í ríkiseign og leigð fyrirtækjum á verði, sem ræðst af framboði og eftirspum. Munurinn er sá, að í líkani Markúsar eru fyrir- tækin í einkaeign, ekki ríkiseign. Sami galli er þó á báðum hugmynd- um: Framkvæmdamenn og eigna- menn fá ekki fjármagn til að taka í sundur eða setja saman. Þeir verða ekki aflögufærir um fjánnagn til þrotlausrar þekkingarleitar, tilrauna- starfsemi, áhættu og ögrunar, eins og við eignaeign á auðlindum. Kapít- alismi án kapítalista er eins og vél án hreyfíls. Hann kemst ekki úr spor- unum. Eiga útgerðarmenn að vera leiguliðar? Markús gerir mikið úr því, ef ríkið á fískistofnana og leigir útgerðar- monnum útgerðar- eða veiðiréttinn (kvótana), að ekki sé um skattheimtu að ræða, heldur þurfi útgerðarmenn þá aðeins að greiða rétt verð fyrir aðföng sín. Þetta er fráleitt, eins og sést með því að bera útgerðarmenn saman við bændur. Hliðstætt skipu- lag í landbúnaði væri, að ríkið ætti allar jarðir og bændur yrðu að leigja þær af því (þeir yrðu að „greiða rétt verð fyrir aðföng sín“). Hvort sem þetta héti skattur eða jarðagjald, væri það ný tekjulind fyrir ríkið og þrengdi að sama skapi að bændum. Hagfræðingar inni í Seðlabanka ís- lands mega mín vegna trúa því, að allur almenningur sé betur kominn við það, að bændur séu leiguliðar en eignamenn. En sú kenning hefur verið prófuð víða í þróunarlöndunum, þar sem hagfræðingar úr vestrænum háskólum hafa náð völdum, og alls staðar gefíst illa. Gildir ekki hið sama um útgerðarmenn? Markús þakkar það ríkinu, ef auk- inn arður getur skapast í sjávarút- vegi, þar eð ríkið taki þar að sér að úthluta kvótum. Arðurinn skapist í skjóli ríkisins. Þetta er laukrétt. En hvaða ályktun eigum við að draga af því? Vitaskuld gegnir ríkið lykil- hlutverki í allri arðsköpun með því að skilgreina eignaréttindi og vernda þau fyrir öðrum en eigendunum. Til þess greiðum við því einmitt skatta. Af því leiðir þó ekki, að ríkið eigi að hirða ailan arð, sem það gerir okkur kleift að skapa. Með sömu rökum mætti halda því fram, að ríkið ætti að hirða allan ávinning einstakl- inga, þegar þeir leggja sig fram um að rækta garða sína — af þeirri ástæðu einni, að ríkið vemdar eign- arrétt þeirra á görðunum! Og auðvit- að er hugsanlegur arður af fiski- stofnum ekki sambærilegur við fund- ið fé, eins og Markús telur. Það krefst mikillar útsjónarsemi og at- orku að draga sem flesta þorska úr sjó með sem minnstum tilkostnaði. Eignarréttur í krafti venju Kjarni hins heimspekilega við- fangsefnis er sá, hvernig menn geta réttlátlega eignast það, sem ekki hefur áður verið neinn eignarréttur eftir Garðar Pálsson Fimmtudaginn 14. mars, birti Morgunblaðið viðtal við fjóra sjó- menn á Suðumesjum um skoðana- könnun SKÁÍS, en þar var spurt, hve miklum fiski væri fleygt í sjóinn árlega. Valgarður Ármannsson, skipveiji á Sigurði Þorleifssyni GK, segir orð- rétt: „Því er ekki að neita að til eru dæmi þess að físki sé fleygt einfald- lega vegna þess að hann passar ekki í pakkningamar.“ Síðan segir hann orðrétt: „Við hendum engu hér.“ Sem sagt, það eru einhveijir aðrir sem gera slíkt. Áfram heldur hann orð- rétt: „Ég veit dæmi þess að sjómenn hafa fleygt stórþorski, sem ekki er hægt að flaka í vélunum einungis vegna þess að þeir nenna ekki að handflaka fiskinn." Þessar frásagnir renna styrkari stoðum undir hina vísindalegu könn- un SKÁÍS. Andrés Guðmundsson, skipstjóri á Þuríði Halldórsdóttur GK þorir ekki að nefna neinar tölur varðandi þessi mál og skilur eiginlega ekki hvaðan þær em fengnar. Guðmundur Gils Einarsson og Agnar Jóhannsson, báðir vélstjórar á Stafnesi GK, töldu eitthvað athuga- vert við könnunina. Þeir segjast með engu móti geta sagt til um, hve miklu sé fleygt árlega, en útiloka ekki að svo sé gert. Guðmundur Gils Einars- son, sagði ennfremur. Ég held að þessar tölur hljóti að vera komnar annarsstaðar að en frá sjómönnum. í beinu framhaldi segir hann orðrétt: „Mestu hlýtur þó að vera fleygt í botnvörpuskipunum eins og gefur að skilja." Þá vita menn það, að físki er fleygt frá öllum skipum en þó mest frá botnvörpuskipum. Nokkm á. Hér koma tvær reglur til mála. Önnur er að miða við venjuna. Hver er hún á íslandi? Markús Möller minnist á það í grein sinni, að ekki sé fullkominn eignarréttur í gildi á afréttum og í almenningum. Við skulum því athuga, hvers konar veiðiréttur hefur.verið viðurkenndur á afréttum og í almenningum. í lög- um um lax- og silungsveiði frá 1970 er kveðið á um það, að bændur, sem eigi beitarrétt á afrétt, hafi einir þar veiðirétt. Aðrir eiga þar ekki veiði- rétt. I sömu lögum segir, að landeig- andi, sem eigi land að stöðuvatni, eigi einn veiðirétt í netlögum (115 m frá landi), en í almenningi stöðuvatns eigi landeigendur allir saman veiði- réttinn. Aðrir eiga þar ekki heldur veiðirétt. Lítum þá á veiðirétt undan strönd- um. í konunglegri tilskipun frá 1849, sem enn gildir hér á landi, segir, að eigendur strandfjarða eigi einir veiði- rétt í fjörunni og netlögum (115 m frá landi). Þá má fræðast um það í Islenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar, að eigendur strand- jarða eiga margvíslegan venjurétt til Ijörunytja. Aðrir eiga þá ekki veiði- rétt eða afnotarétt á þessu hafsvæði. Islenskur réttur, fordæmi og venja, viðurkennir því tvímælalaust það, sem Markús Möller kallar „fá- menniskvóta". Annað atriði er mikil- vægt: Skip ganga nú kaupum og söfum miðað við það, að þeim fylgi aflaheimildir. Bankar taka líka veð í skipum miðað við þetta. Eignarrétt- urinn hefur þegar myndast, þótt ófullkominn sé. Ef útgerðarmenn eru skyndilega sviptir kvótum, þá jafn- gildir það stórfelldri eignaupptöku án bóta og varðar líklega við stjórn- arskrárákvæði um friðhelgi eignar- réttarins. Eignarréttur skaðar ekki aðra Hin reglan, sem nota má til að gera grein fyrir myndun eignarréttar á eigendalausum gæðum, er kominn frá John Locke. Hún er, að menn síðar í viðtalinu segir Guðmundur Gils orðrétt: „Menn, sem verið hafa á togurunum og eru hættir, vilja meina að miklum afla sé hent, kannski ekkert í námunda við þessar tölur, en þó töluverðu magni.“ Með frásögnum sínum staðfesta sjómenn á Suðurnesjum að afla er fleygt. Jafnframt viðurkenna þeir að sjómenn, sem þátt tóku í könnun SKÁÍS, séu ekki með stórfelldar ýkjur. Það hefir engin haldið því fram, hvorki Kristinn Pétursson alþingis- maður né neinn annar, að könnunin hafí verið 100% marktæk. Þessi könnun er fyrst og fremst gerð til að opna umræðu um þessi alvarlegu mál, áðuren í hreint óefni er komið. Undirritaður hefir skrifað tvær greinar um þessi mál í Morgunblað- ið, til þess að vekja máls á illri með- ferð á sjávarafla. Margir hafa rætt þessi mál við mig og gefið mér gagn- legar upplýsingar. Þeim kann ég bestu þakkir. Alltaf koma nýjar upp- lýsingar fram í dagsljósið, sem skýra orsakir þessarar sóunar. Fiskurinn passar ekki í pakkningarnar í viðtalinu við Valgarð Ármanns- son, sem hér er greint frá að ofan, segir hann: Fiskinum er einfaldlega fleygt, ef hann passar ekki í pakkn- ingamar sem unnið er í. Stirðnaður fiskur Ef mikill afli berst að á frystitog- urunum og ekki hefst undan að vinna aflann, stirðnar hluti aflans í þeirri stöðu, sem hann liggur. Þessi stirðn- aði afli leggst illa í færíböndin, sem flytja fiskinn að fiökunarvélunum. Þessum fiski er því fleygt fyrir borð að sögn sjómanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson megi slá eign sinni á _gæði, sé það öðrum að skaðlausu. Eg hef haldið því fram, að aðrir tapi ekki á því, að útgerðarmönnum sé kleift að græða (lækka hjá sér óþarfan kostn- að. Þeir, sem verða nú að kaupa sér kvóta til þess að geta hafið veiðar, tapa ekki, þar eð þeir hafa sam- kvæmt skilgreiningu að jafngóðum tækifærum að hverfa í öðrum at- vinnugreinum, eins og sýna má fram á hagfræðilega. En tapar almenning- ur á því, að útgerðarmenn fái útgerð- arréttinn einir? Markús svarar ját- andi. Væntanlega er meginástæðan sú, að ríkið skattleggi nú þegar út- gerðarmenn með því að halda gengi of háu (þ.e. leyfa þeim ekki að selja gjaldeyri sinn .á fpalsum markaði). Hið háa gengi hafi síðan haldið uppi meiri kaupmætti en ella hefði orðið. Tvennt er um þetta að segja. í fyrsta lagi er óskyldum málum bland- að saman. Hugsanlegt væri (þótt ég sé ekki hlynntur því sjálfur) að halda Ég held að það væri hollt fyrir sjómenn, sem eiga allt sitt undir físki og góðum aflabrögðum að vera já- kvæðir í allri umljöllun um þessi mál og reyna að leita lausna sem að gagni koma. Sjómenn verða að hafa það hugfast, að þeir menn sem opn- að hafa umræðu um þessi mál eru fyrst og fremst að vinna með þjóðar- hagsmuni í huga. 28. febrúar birtist athyglisverð grein í Morgunblaðinu, þar sem sagt er frá því að verðmæti séu unnin úr afskurði af sjófrystum fiski frá frystitogurunum, og skapi útflutn- ingsverðmæti allt að 30 miljónum á ári. Marningurinn er saltaður og send- ur til Frakklands, þar sem unnar eru úr honum saltfiskbollur. Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda á þakkir skildar fyrir framtakið, en það stendur að þessum tilraunum. Gunn- ar Tómasson framleiðslustjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík hefír tekið þátt í þessum tilraunum með frysti- togara fyrirtækisins, Hrafni Svein- bjarnarsyni. Hann segir það algjöra reglu hjá þeim að fleygja engum fiski og reyna að fullnýta allan afla. Þetta dæmi sýnir okkur hvað hægt er að gera ef góður vilji er fyrir hendi. Fram að þessu hefir umfjöllun stjórnmálamanna, útgerðarmanna og fiskifræðinga verið heldur rýr í þessu mikla hagsmunamáli. Stjórn- völd ættu tafarlaust að láta gera aðra allsheijar könnun á meðal físki- manna á því, hve miklum afla er fleygt fyrir borð á ári. Með því móti fengist skýrari mynd af þessu vanda- máli. Vísindamenn Hafró gætu þá með meiri nákvæmni metið sóknar- þolið, áður en endanlegar tölur eru gefnar út. Sjómenn á Suðurnesjum staðfesta sóun á sjávarafla gengi áfram of háu þrátt fyrir mynd- un eignarréttar til fiskistofna. í öðru lagi er alls ekki víst, hver áhrifin verða af fijálsu gengi. Þar eru þrír kostir. Verið getur, að gengi lækki. Þá munu aðrar útflutningsgreinar en sjávarútvegur blómgast og al- menningur hagnast. Annar kosturinn er, að gengi breytist ekki, en þá versna hvorki né batna kjör almenn- ings. Og gengi kann að hækka vegna mikils arðs af sjávarútvegi við mynd- un eignarréttar á fiskistofnum. Þá vænkast hagur allra launþega: Þeir geta þá keypt meira fyrir krónur sínar. Ég el í bijósti miklar efasemd- ir um útreikninga blessaðra speking- anna okkar í Seðlabankanum um framtíðaráhrif kvótakerfísins á kjör almennings. Munu þeir útreikningar standast betur en fyrri hagspár þeirra? Dagskránni breytt til hins verra Einn alvarlegasti gallinn við hug- myndir Markúsar Möllers og annarra þjóðnýtingarsinna í sjávarútvegsmál- um er að með því er umræðuefnum og áhersluatriðum í stjórnmálum breytt til hins verra. Þetta fólk sér blika á gull úr greipum Ægis og gleymir því, hveijir draga það að landi. Ef ríkið eignaðist þessa tekju- lind, þá myndu allar raddir um sparn- að í ríkisrekstri þagna. Þá yrði dag- skrárefnið, hvar ætti að eyða, en ekki hvar ætti að spara. Þeir, sem halda, að aðrir skattar myndu lækka við það, að þessi nýja tekjulind yrði til, eru blátt áfram ekki staddir niðri á jörðunni. Þeir vita ekki, hvað varð um olíuauðinn í Noregi og Mexíkó: Skattar lækkuðu ekki, heldur jókst eyðsla ríkisins. En áróðursbrögð þessara manna og blekkingar breyta engu um það, að kvótafrumvarp Halldórs Ásgrímssonar er í senn skynsamlegt og réttlátt. Vonandi bera þingmenn gæfu til að sam- þykkja það, svo að útgerðarmenn geti haldið áfram að vera uppréttir eignamenn, ötulir brautryðjendur, kapítalistar í bestu merkingu orðs- ins, en ekki leiguliðar á hnjánum. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild Háskóla íslands ogerað skrifa rit undir heitinu „Fiskistofharnir við ísland: Ríkiseign eða þjóðareign?" Garðar Pálsson Einar Júlíusson eðlisfræðingur skrifaði stórsnjalla grein í Morgun- blaðið 7. nóvember 1989. Þar ræðir hann um stofnstærðir, kvótakerfíð og handahófskenndar tillögur Hafró um takmörkun á þorskveiðum. Hann telur allar tillögur, sem ekki eru studdar sterkum rökum marklitlar. Hann varar einnig við undanlátssemi við stjómmálamenn, sem oft á tíðum láti stundarhagsmuni villa sér sýn. Hvernig stendur á því, að útgerð- armenn og forysta þeirra í Lands- sambandinu hafa ekkert til málanna að leggja? Skyldi hagfræðingur Landssambandsins hafa ofkeyrt sig á ummælunum um Kristinn Péturs- son alþingismann? Ég fullyrði að enginn á eins mikið undir því og útvegsmenn að já- kvæðra lausna sé leitað í þessu máli. Nú fer senn að líða að því að loka- umræður verði hafnar á hinu háa Alþingi um kvótakerfíð. Alþingis- menn geta ekki látið sem þetta vandamál sé ekki til. Þessi mál þarf að ræða af hreinskilni svo til lausnar leiði. Höfundur er deildarstjóri skipa tæknis viðs Landlielgisgæslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.