Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 23 Reuter Ofurdýrum málverkum ræntíBoston Meðal listaverka sem stolið var úr safni í Boston í Bandaríkjunum um helgina voru nokkrar myndir eftir Rembrandt. Ein þeirra var myndin Kona og svartklæddur herramaður sem hér sést. Tveir menn rændu listaverkunum úr einkasafni í Boston í Bandaríkjunum að- faranótt sunnudags og er verðmæti þeirra talið nema hundruðum milljóna dollara. Mennirnir villtu um fyrir öryggisvörðum með því að klæðast sem lögregluþjónar. Þeir sögðust hafa fengið tilkynningu um óspektir við safnið, bundu og kefluðu verðina sem gátu ekki gert viðvart fyrr en á vaktaskiptunum kl. átta á sunnudagsmorgni. Meðal verkanna eru fágæt meistaraverk málaralistarinnar og líklega er þeirra frægast eina sjávarlífsmynd Rembrandts, Oveður á Genesar- etvatni. Að auki hurfu verk eftir Vermeer, Degas og Manet. Shas-flokkurinn í ísrael: Shamir studdur með skilyrðum Jerúsalem. Reuter. FORYSTU Shas-flokksins, lítils stjórnmálaflokks heittrúarmanna í ísrael, hefúr snúist hugur og er hún nú reiðubúin að styðja ríkis- stjórn Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra úr Likudflokknum. Attu þingmenn Shas-flokksins þátt í að samþykkt var vantraust á Shamir í siðustu viku og setja nú það skilyrði fyrir stuðningi, að fallist verði á tillögur Bandaríkjastjórnar um friðarviðræður við Palestínumenn í Kairó. Leiðtogar Shas-flokksins skýrðu Chaim Herzog forseta frá þessu á sunnudag og eru sinnaskipti þeirra mikið áfall fyrir Shimon Peres, leið- toga Verkamannaflokksins, en hann og Shamir leita báðir eftir stuðningi fjögurra smáflokka heit- trúarmanna. Forysta Verkamanna- flokksins virðist þó viss um, að Shamir muni ekki ganga að skilyrð- um Shas-flokksins um friðarvið- ræður við Palestínumenn. Ovadia Yosef rabbí og einn af frammámönnum Shas-flokksins sagði um helgina, að hefði ekki komið fram vantrauststillaga á Shamir og forsætisráðherrann því fengið sitt fram, hefði hann getað steypt þjóðinni út í stríð. Ef Sham- ir hefði unnið atkvæðagreiðsluna um vantraustið hefði hann tekið inn í stjórnina öfgamenn, sem ekki eru til tals um neinar viðræður. Yosef hefur áður sagt, að rétt sé að af- henda hernumið land til að komast að friðarsamningum en Likudflokk- urinn vill innlima allt land, sem ísra- elar lögðu undir sig árið 1967. Utanríkisráðherrar arabaríkj- anna við Persaflóa og þriggja Evr- ópubandalagsríkja, Bretiands, Frakklands og írlands, hafa for- dæmt landnám ísraela á Vestur- bákkanum og Gazasvæðinu og Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, sem nú er á ferð um Mið- austurlönd, fór í gær hörðum orðum um virðingarleysi Israela fyrir mannréttindum Palestínumanna. Carter kom til ísraels frá Sýrlandi og flutti ísraelum þau boð Assads, Sýrlandsforseta, að hann væri reiðubúinn til viðræðna um sambúð ríkjanna en að því tilskildu, að ísra- elar féllust á alþjóðlega ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum. Plostkassar ogskúHur Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Einnigvagnarog verkfærastatíf. Hentugt á verkstæðum og vörugeymslum. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBODS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SiMI 6724 44 RÖSE-ráðsteftia i Bonn: Frjálst markaðskerfi verði grundvöllur Evrópuviðskipta — er tillaga fulltrúa Evrópubandalagsins Bonn. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐSTEFNA um viðskipti og efiiahagssamvinnu í Evrópu hófst í Bonn í gær. Að henni standa þau 35 ríki sem aðild hafa átt að ráðstefhu um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE). Ráðstefhuna sitja rúmlega eitt þúsund fulltrúar frá ríkisstjórnum og úr við- skiptalífi. Fyrir ráðstefhunni liggur tillaga að lokayfirlýsingu frá aðildarríkjum Evrópubandalagsins (EB). Öll ríki Evrópu nema Albanía eiga fulltrúa á ráðstefnunni auk Kanada og Bandaríkjanna. At- hygli vekur að rúmlega helmingur ráðstefnugesta er úr viðskiptalíf- inu en góðar líkur eru taldar á að þessar fjórar vikur í Bonn skapist fjöldi ábatasamra sambanda á milli fyrirtækja í austri og vestri. Engir fulltrúar úr íslensku við- skiptalífi hafa tilkynnt þátttöku.» Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og samkvæmt heimildum í Bonn fylgjast rúmlega sex hundruð blaðamenn með ráð- stefnuhaldinu. Tillaga EB sem undanfarið hefur m.a. verið til umfjöllunar á fundum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerir ráð fyrir róttækum breytingum á sam- skiptum Evrópuríkja á sviði efna- hags og viðskipta. í tillögunni er gengið út frá því að grundvöllur samskipta Evrópuríkja í framtíð- inni verði frjálst markaðskerfi án hindrana hvað varðar flutning á fjármagni, vörum og fólki. Sam- kvæmt tillögunni er stefnt að sömu markmiðum innan Evrópu allrar og gert er í viðræðum EB við Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, um hið svokallaða evrópska efnahagssvæði (EES). Töluverður áhugi mun fyrir því a.m.k. innan EB að ríkin í Mið- og Austur-Evrópu taki þátt í EES-samstarfinu í framtíðinni. Ljóst er að tillaga EB gengur mjög langt í þá átt að aflétta hvers kyns hömlum af viðskiptalífinu og skapa fyrirtækjum þau skilyrði sem duga til að reisa efnahag kommúnistaríkjanna fyrrverandi úr rústum. Háttsettur embættis- maður í Bonn sagði að óhugsandi hefði verið að leggja fram tillögu af þessu tagi fyrir ári. Ráðstefnan stendur til 11. maí en síðustu dag- ana sitja utanríkisráðherrar þátt- tökuríkjanna hana. Á sama hátt og á öðrum RÖSE-ráðstefnum verða niðurstöðurnar að hljóta samþykki allra þátttökuríkjanna. Opinn fundur Opinn fundur ATVINNULÍF Á KROSSGÖTUH Sjálfstæðisflokkurinn efnir til opins fundar um atvinnumál á Holiday Inn miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 16.30-19.00. Málshefjendur: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, Þorsteinn Arnar Haraldur Haraldsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Setning fundar: Eggert Hauksson, formaður iðnaðarnefndar. Fundarstjóri: María E. Ingvadóttir, formaður viðskiptanefndar. Haraldur Víglundur . Eggert María íslenskt atvinnulíf gengur nú í gegnum mikið breytingaskeið: Fjármagns- kostnaður hefur stórhækkað - eigið fé fyrirtækja rýrnað - samdráttur tekið við af miklu góðæri - gjaldþrotum stórfjölgað - fyrirtæki ganga kaupum og sölum - vaxandi atvinnuleysi - brottflutningur fólks frá landinu - erlend samkeppni harðnar. Á móti kemur: Lækkað raungengi - hóflegir kjarasamningar - minni verðbólga - almenningur festir fé í fyrirtækjarekstri - nýtt álver - ný fiskveiðstefna - Evrópumarkaðurinn á bak við næsta leiti. □ Hvernig vinnum við okkur út úr vandanum? □ Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? □ Hver eru viðhorf forystumanna í atvinnulífinu? Fundurinn er öllum opinn. Allt áhugafólk um atvinnumál er hvatt i M Atvinnumálanefndir Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.