Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 20. MARZ 1930 t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁRÞÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR, Borg, Stykkishólmi, andaðist í St. Franciskusjúkrahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 17. mars sl. Bæring Elísson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, SVEINBJÖRN K. ÁRNASON, Hávallagötu 35, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 17. mars. Stefania Sveinbjörnsdóttir, Karólína B. Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Einar Þ. Mathiesen. t Móðir okkar, GUÐNÝ JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR frá Skálmardal, lést á Sólvangi, sunnudaginn 18. mars. Böðvar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Ingvi Guðmundsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN Ó. ÁGÚSTSSON, skipstjóri frá Sigurvöllum, lést í sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 18. mars. Fyrir hönd vandamanna, Björnfríður Björnsdóttir, Oddur Gíslason, Ágústa S. Björnsdóttir, Magnús Ingi Hannesson, Ólfna Sigþóra Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólöf G. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ GUÐBERGSDÓTTIR, Marklandi 2, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. mars. Óli B. Jónsson Hólmfríður María Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Már Ólason, Björg Sigurðardóttir, Jens Valur Ólason, Ólöf Hjartardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 14, Selfossi, lést á Ljósheimum aðfaranótt mánudagsins 19. mars. Eygló Kristófersdóttir, Björn Sigurðsson, Ester Halldórsdóttir, Steinar Karlsson, Hrefna Halldórsdóttir, Ágúst Morthens og barnabörn. t Jarðarför KATRÍNAR HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR frá ísafirði, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 21. mars kl. 15.00. Margrét Kristjánsdóttir, Óskar Sumarliðason, Jónína Kristjánsdóttir, Sigfús Kristjánsson, Rebekka Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minniiig: Jafet Egill Ottósson Fæddur 4. september 1906 Dáinn 13. mars 1990 Með fráfalli Jafets Ottóssonar má segja að verði einskonar kafla- skipti í baráttusögu róttækra verka- lýðssamtaka. Jafet var einn eftirlif- andi af liðsmönnum ungrar baráttu- sveitar er veitti Ólafi Friðrikssyni fulltingi og studdi hann af dreng- skap er hann varði munaðarlausan dreng, sem hann hafði tekið til fóst- urs. Er öflugur flokkur lögreglu og ljðsmanna hennar sótti að húsi Ólafs í Suðurgötu og hrópaði í víga- móð: „Lögin í gildi,“ svaraði Hendr- ik bróðir Jafets með því að kalla: „Við sem hér erum, metum mann- úðina meira en hegningarlögin." I þessu hrópi Hendriks má gi-eina lífsviðhorf þeirra bræðra og vega- nesti úr foreldrahúsum. Með Jafet er genginn vaskur maður sem jafnan skipaði sér í fremstu fylkingu og vékst eigi und- an þótt örvar beindust að honum, og þrá sér hvorki við barsmíðar né sár. Hans er hvarvetna getið þar sem harðast er barist í stéttaátök- um. í Hvíta stríðinu hlær honum hugur í brjósti er lögreglan smeyg- ir handjárnum á granna unglings- handleggi hans. Þá er hann aðeins 15 ára. Jafet brosir er hann í frá- sögn minnist lögreglumannsins, sem vann það verk og jafnframt undrunar hans er Jafet hafði losað sig úr handjárnunum og var tekinn til óspilltra mála að verja félaga sína þar sem bardaginn var harðast- ur. Áræðni og baráttuhugur ein- kenndi þá bræður Hendrik og Jaf- et. En skapgerð þeirra var einnig ofin þáttum mannúðar og mildi. Góðvild þeirra og hjálpsemi var rómuð. Þá var félagshyggja þeirra flestum nágrönnum kunn og góða vini og félaga eignuðust þeir í sam- tökum bindindismanna og stéttarfé- lögum alþýðu. Á æskuheimili þeirra bræðra naut fjöldi ungmenna til- sagnar í félágsmálum og fundar- sköpum. Hendrik leiðbeindi nem- endum og kenndi tungumál. Hjónin Ottó og Karólína voru bæði í flokki virtustu og áhugasömustu verka- lýðssinna. Á Vesturgötu 29, foreldraheimili þeirra bræðra og systra þeirra, var t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. MATTHÍAS JÓNASSON, fyrrverandi prófessor við Háskóla íslands, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars, verður jarðsunginn á morgun, miðvikudaginn 21. mars, frá Kópavogskirkju kl. 13.30. Gabriele Jónasson, Sigrún Matthiasdóttir, Björn Matthíasson, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Guðmundur Bjarnason, Dagbjört Matthfasdóttir, Jón Þorleifur Jónsson og barnabörn. t Eginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA LOVÍSA KEMP, Vífilsstöðum, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30. Hrafnkell Helgason, Helgi Hrafnkelsson, Anna Gunnlaugsdótir, Stella Stefanía Hrafnkelsdóttir, Einar Sigurgeirsson, Hrefna Hrafnkelsdóttir, Gunnar Karl Guðmundsson og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Uxahrygg, til heimilis í Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30. Jón Þ. Sveinsson, Kristján G. Sveinsson, Magnús L. Sveinsson, Matthías B. Sveinsson, Hafsteinn Sveinsson. Þuríður Hjörleifsdóttir, Margrét Sveinsson, Hanna Hofsdal Karlsdóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN SVALA JÓNSDÓTTIR frá Engey, Vestmannaeyjum, Austurbrún 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ómar Runólfsson, Auður Eiríksdóttir, s Margrét Runólfsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson, Kristfn Helga Runólfsdóttir, Ari Tryggvason og barnabörn. jafnan gestkvæmt. „Það voru allir velkomnir þar inn. Alltaf gaman. Þaf var alltaf verið að ræða eitt- hvað sem allir vildu hlusta á,“ sagði nágranni þeirra, Anna Oddsdóttir, móðir Flosa Ólafssonar er ég leitaði fregna hjá henni árið 1981, vegna þátta um Hvíta stríðið. Anna minn- ist þess einnig sem dæmis um vin- sældir þeirra bræðra og fjölskyldu þeirra hjá nágrönnum, þótt íhalds- samir hefðu talist, að Geir Sigurðs- son skipstjóri hefði lýst því í áheyrn lögreglu, er kom að sækja Hendrik til fangelsisvistar, vegna afskipta hans af máli munaðarlausa drengs- ins, að Vesturbæingar bæru fyllsta traust til þeirra og öll afskipti lög- reglu væru óþörf af því húsi og heimilismönnum. Lýsing Jafets á umsátri því er lögregla og hvítliðar höfðu um heimili Ólafs Friðrikssonar á dögum. Hvíta stríðsins var eftirminnileg. Við gerð þátta um Hvíta stríðið kom glöggt fram hve Jafet voru minnisstæðir þeir dagar. Lýsti hann vel því sérstæða andrúmslofti er var í liði Ólafs Friðrikssonar í Suður- götu er umsátur lögreglu og hvítliða stóð. I varnarliði munaðarlausa drengsins voru ungir menn, sjó- menn og eyrarvinnumenn, er flestir stunduðu erfiðisvinnu og nutu fárra fijálsra stunda. Sinntu lítt bók- menntum eða listum. En vikuna 18. til 23. nóvember kom fjöldi ung- menna og vaskra verkamanna sam- an í Suðurgötu. Þar voru fyrirlestr- ar, upplestur, hljóðfærasláttur, söngur og kveðskapur. Fábrotnar voru veitingar, að sögn Jafets. Kaffisopi, rúgbrauð og margarín, eða kexmoli, en samhugur slíkur og baráttugleði að eigi gleymdist. Jafet ljómaði er hann lýsti fögnuði þeirra sem aldrei höfðu þekkt annað en stefnulaust strit, en komust nú í kynni við bókmenntir og listir. Þessir dagar í Suðurgötu er brauðir var brotið með hugarfari samhjálpar, svipað því sem gerðist í frumkristni og fluttir fyrirlestrar um „allsnægtaborðið, sem gerir ekki mun á manni og mús“, voru ógleymanlegir og lýstu í minning- unni. í félagatali Áhugaliðs alþýðu, samtaka, sem stofnuð eru í desem- bermánuði ánð 1921, að lokinni fangelsisvist Ólafs Friðrikssonar og Hendriks J. Ottóssonar á dögum Hvíta stríðsins er nafn Jafets Ottós- sonar skráð fyrst allra. Hann er númer eitt þegar félagsmenn eru skráðir. Næstur honum er Krist- mann Guðmundsson, sem skráður er verslunarmaður, en verður síðar þjóðkunnur rithöfundur. Svo koma Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Bblómaverkstæðil INNAaJ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.