Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKEPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Tæki Neyðarspennukerfí á Reykjavíkurflugvelfí FLUGMÁLASTJÓRN hefur tekið í notkun nýtt neyðarspennukerfi (UPS-kerfi) í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Hlutverk kerfisins sem byggir á OMEGA-UPS neyðarspennugjöfum, er annarsvegar að sjá tölvum, fjarskiptabúnaði og öðrum flugstjórnartækjum fyrir fullri orku í tímabundnu rafmagnsleysi, en hins vegar að að hindra að spennusveiflur, spennupúlsar og aðrar truflanir á neti h^fi skað- leg eða truflandi áhrif á hin viðkvæmu tæki. I frétt frá Tæknivali segir að þegar haft sé í huga að hér sé um að ræða tækjabúnað sem notaður sé til að fylgjast með allri flugum- ferð sem fari um íslenska flug- stjórnarsvæðið, þurfi ekki að fara mörgum orðum um þá miklu örygg- isbót sem þetta kerfi sé. Afköst aflgjafans eru 30 kw en unnt er að auka þau í 45 kw með viðbótar- einingu. Miðað við venjulega aflþörf í dag getur aflgjafmn séð fyrir orku- þörf tækjanna í u.þ.b. 1 klst. í raf- magnsleysi, en í um 15 mín. miðað við fullt álag. Framleiðandi tækisins er hol- lenska fyrirtækið Victron bv en Tæknival er umboðsaðili hér á landi og sá um uppsetningu tækisins. NEYÐARSPEIMNUKERFI — Neyðarspennukerfi hefur verið sett upp í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Á myndinni eru f.v. Þórarinn Guðmundsson frá Flugmálastjórn, Sigurður Strange frá Tæknival og Eelo Gitz frá Victron í Hollandi. HEILDARGJALDEYRISTEKJUR Islendinga á árinu 1989 voru alls um 109 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtast í nýju fi’éttabréfi Utflutningsráðs Islands. Verðmæti sjávarafúrða var 56,8 milljarðar eða um 52% af heildartekjum, verðmæti iðnaðar- vara um 19,7 milljarðar eða 24,6% og verðmæti Iandbúnaðarafúrða 1.368 milljónir. Gjaldeyristekjur vegna útflutnings á þjónustu voru 28 milljarðar eða um 25% af heildargjaldeyristekjum. Á síðasta ári varð ekki um stór- aukinn útflutning á afurðum fisk- eldis að ræða eins og búist hafði MORATERM verið við. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu íslands voru flutt út um það bil 1.247 tonn fyrir tæpar 373,7 milljónir króna. Spáð var, að útflutningur á árinu 1989 yrði um 4.000 tonn, en þær spár hafa brugðist. Útflutningur á lag- meti minnkar um 245 tonn en verðmæti eykst um 12% og var tæplega 1,5 milljarðar. Kísiljárn var flutt út fyrir rúma 3 milljarða og ál fyrir 10,3 milljarða. Til að meta til fulls breytingar á útflutn- ingi iðnaðarvara þyrfti að liggja fyrir sundurgreining á liðnum aðr- ar iðnaðarvörur en útflutningur Verslun HUJHU.II.MIIJ Heildargjaldeyristekjur um 109 milljarðar á síðasta ári Skrifstofutækninám Betra verö - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Verðmæti sjávarafurða tæpir 57 milljarðar eða 52% Mora sænsk gæðavara fyrir ísienskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. FLUTTIR -■ Gallerí Borg hefur opnað verslanir í Austurstræti 3 og Síðumúla 32. Myndin er frá salnum í Austurstræti. meiri anægja Þú svalai' lestrarþörf dagsins ' Sjöum IVfoggans! H* Gallerí Borgá þremur stöðum GALLERÍ Borg hefúr flutt starfsemi sína sem var á 2. hæð Penn- ans, Austurstræti 10. Salan á smærri myndum, þ.e.a.s. grafík-, vatns- lita- og pastelmyndum og minni olíumyndum fer fram á tveimur stöðum, í Austurstræti 3 á jarðhæð og i Síðumúla 32. Þar hafa samen- ast undir sama þaki Gellerí Borg og Listinn, innrömmunarverk- stæði, sem áður var í Brautarholti. í frétt frá Gallerí Borg segir að auk þess að selja áfram myndir af öllum stærðum og gerðum eftir flesta af þekktustu listamönnum þjóðarinnar verði á boðstólum úrval af keramikverkum og módelskart- gripum úr leir, gleri og silfri. Enn- fremur segir að starfsemin í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, verði áfram með sama sniði og verið hafi. þeirra nam 1.740 milljónum á síðasta ári. Þar er meðal 'annars að finna vodka en útflutningur á því jókst mjög mikið á síðasta ári og nam á verðmætið þriðja hundr- að milljónum króna. í fréttabréfí Útflutningsráðs kemur fram að beinar tekjur vegna erlendra ferðamanna hafi numið 5,7 milljörðum á síðastliðnu ári, en tekjur af samgöngum 11,2 milljaðar. Gera má ráð fyrir að gjaldeyristekjur af ferðamönnum hafi verið um 10 milljarðar. Röð helstu útflutningslanda í fyrra hvað vöruútflutning snertir breytist ekki mikið. Bretland er enn í fyrsta sæti með 16,6 millj- arða (20,8%), Bandaríkin í öðru með 11,4 milljarða (14,3%) og Vestur-Þýskaland í þriðja sæti með 9,7 milljarða (13.1%). í fjórða sæti er síðan Japan með 5,7 millj- arða (7,1%). HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. ■o t --'v-f./v kafrbarinn 1001. Málmstandur kr 150,- Ur. 1.076.- --------STTSv, Sanitals ----- Fyrir fundinn, ráðstefnuna eða kaffistofu fyrirtækisins. Sparaðu tíma og fyrirhöfn notaðu Duni kaffibarinn! Handhægur og þægilegur; ekkert umstang, -ekkert uppvask. Fannlr hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511 ÆTTFRÆÐIIMÁMSKEiÐ Ný námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Upplýsingar og skráning þátttakenda í síma 27101. Ættfræðiþjónustan. BREFA- BINDIN frá Múlcilundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. lintuíiMiir ■ ______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.