Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Launasjóður rithöfunda; 103 ríthöfiindum út- hlutað starfslaunum 181 rithöfiindur sótti um ÁKVEÐIÐ hefur verið hvaða rithöfundar hljóta laun úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1990. AIls munu 103 rithöfundar þiggja rithöf- undarlaun til tveggja og allt að sex mánaða. Laun úr sjóðnum eru veitt samkvæmt umsóknum og bárust alls 181 umsókn um 944 mánað- arlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma sem 8 rithöfundar sóttu um. Sjóðurinn hafði 326 mánaðarlaun til umráða. Ein mánaðarlaun rithöfunda samsvara byrjunarlaunum mennta- skólakennara og eru nú kr. 70.950 á mánuði. Eftirfarandi rithöfundar hlutu að þessu sinni laun úr sjóðn- um: í sex mánuði: 425.700 krónur: Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðbergur Bergsson, Gyrðir Elíasson, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon, Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurð- ■ ENSKJ hugeflisþjálfarinn og miðillinn Ursula Markham dvelur hér á landi dagana 18.-26. apríl og heldur námskeið og býður fólki í einkatíma. Verslunin Betra líf stendur fyrir heimsókn Ursulu Markham hingað til lands. í frétt frá versluninni seg- ir að Markham muni meðal annars halda námskeið í meðferð kristalla og hálfeðalsteina við eflingu inn- sæis og orkustöðva. Hún muni einn- ig spá fyrir fólki, bjóða upp á einka- námskeið í hugefli, og dáleiða fólk og fara með það til baka í fyrri líf. ardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. I 5 mánuði: 354.750 krónur: Birgir Sigurðsson, Guðmundur Steinsson, Isak Harðarson, Ólafur Haukur Símonarson og Þorgeir Þorgeirsson. í 4 mánuði: 283.800 krónur: Birgir Svan Símonarson, Böðvar Guðmundsson, Eyvindur Þ. Eiríks- son, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð- mundur Andri Thorsson, Hannes Sigfússon, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur' Gunnarsson, Sigfús Bjart- marsson, Sigfús Daðason, Sigurjón Birgir Sigurðsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. { 3 mánuði: 212.850 krónur: Anton Helgi Jónsson, Árni J. Berg- mann, Berglind Gunnarsdóttir, Björn Th. Björnsson, Einar Ólafs- son, Geir Kristjánsson, Geirlaugur Magnússon, Guðlaugur Arason, Guðmundur Ólafsson, Hallgrímur Heljgason, Hjörtur Pálsson, Jóhann- es Oskarsson (Jóhamar), Jón Óskar, Kjartan Árnason, Kristín Ómars- dóttir, Kristján Jóh. Jónsson, Krist- ján Kristjánsson, Linda Vilhjálms- dóttir, Magnús Gestsson, Magnús Þór Jónsson, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Ómar Þ. Halldórsson, Páll Pálsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Rúnar Helgi Vignisson, Steinar Siguijóns- son, Sverrir Hólmarsson og Þórunn V aldemarsdóttir. { 2 mánuði: 141.900 krónur: Agnar Þórðarson, Andrés Indriða- son, Ari Gísli Bragason, Árni Árna- son, Benoný Ægisson, Birgitta Jónsdóttir, Björgúlfur Ólafsson, Dagur S. Thoroddsen, Einar Heim- isson, Eiríkur Brynjólfsson, Elísabet Jökulsdóttir, Eysteinn Björnsson, Guðlaug Richter, Guðmundur Hall- dórsson, Gunnar Ágúst Harðarson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Gylfi Gröndal, Hrafn Gunnlaugsson, Hrafn Jökulsson, Hrafnhildur Val- garðsdóttir, Hörður Bergmann, Ið- unn Steinsdóttir, Jóhann Hjálmars- son, Jón Stefánsson, Jónas Þor- bjarnarson, Kristján Þórður Hrafnsson, Njörður_ P. Njarðvík, Oddur Björnsson, Ólafur M. Jó- hannesson, "Ragnheiður Sigurðar- dóttir, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Rósa B. Blöndals, Sigrún Eldjárn, Stefán Jónsson, Stefán Snævarr, Sveinbjörn Beinteinsson, Sverrir Tómasson, Þorsteinn Antonsson, Þorvarður Helgason, Þorvarður Hjálmarsson, Þór Stefánsson, Þór- arinn Ó. Þórarinsson og Þórunn Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, t.v., og Pétur Antonsson, forstjóri Fiskimjöls og lýsis. Grindavík: UMFG fær eina millj- ón króna að gjöf Grindavík. FISKIMJÖL og lýsi hf. í Grindavík ákvað á sljórnarfundi nýverið að veita eina milljón króna til Ungmennafélags Grindavíkur sem viðurkenningu fyrir starf félagsins. Pétur Antonsson, forstjóri Fiski- mjöls og Iýsis, afhenti Gunnlaugi Hreinssyni formanni félagsins gjöf- ina í hálfleik í leik UMFG og IR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Pétur sagði við þetta tækifæri að hann vonaði að þessi gjöf mætti verða til heilla fyrir ungmenni í Grindavík. „Það má líta á þessa gjöf sem viðurkenningu til félagsins fyrir góðan árangurs meistaraflokka fé- lagsins, auk starfs yngri deild- anna,“ sagði Gunnlaugur Hreins- son. Hann sagði einnig að kostnað- ur við rekstur deilda félagsin næmi 13-14 milljónum króna á þessu ári og þessi gjöf létti mikið á vinnu við fjáröflun. Peningaupphæðinni verður skipt milli deilda félagsins þannig að knattspyrnudeild og körfuknatt- leiksdeild fá 400 þúsund hvor deild og handknattleiksdeild og júdódeild fá 100 þúsund hvor deild. Búnaðarbankamótið: íslendingar byrja vel ____________Skák_______________ Bragi Kristjánsson Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið, hið fjórtánda í röðinni, hófst sl. laugardag í skákmiðstöðinni i Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið er að þessu sinni kallað Búnaðar- bankamótið, þar eð bankinn er aðalstyrktaraðili í tilefni 60 ára afmælis hans. Mótið er 11 umferðir, telft eftir svissneska kerfinu, en það þýðir, að í hverri umferð tefla þeir sam- an, sem hafa sömu vinningatölu. Þátttakendur eru 72, þar af 20 stórmeistarar. í hópi „hinna stóru“ eru 11 Sovétmenn, þeirra á meðal tveir af þekktustu skákmeisturum sögunnar, David Bronstein og Efim Geller. Flestir sterkustu skákmenn íslendinga tefla á mót- inu, en þó er stórt skarð fyrir skildi, því Jóhann Hjartarson les Iög þessa dagana. í fyrstu umferð mótsins gekk á ýmsu og margur meistarinn hlaut óvæntan skell fyrir minni spá- manni. Óvæntust voru þó töp Gell- ers fyrir Davíð Ólafssyni og Razúvajevs fyrir Halldóri Grétari Einarssyni. Geller lék af sér með betri stöðu og fékk ekki rönd við reist eftir það. Halldór Grétar Ein- arsson yfirspilaði helsta aðstoðar- mann Karpovs og vann sannfær- andi sigur. Einnig er vert að geta jafnteflis hins unga og bráðefnilega Héðins Steingrímssonar við gömlu kemp- una David Bronstein og jafntefla Akureyringanna, Ólafs Kristjáns- sonar við Tisdall og Arnars Þor- steinssonar við Kamsky. Helstu úrslit í 1. umferð: Dolmatov — Hannes Hlífar Stef- ánsson, 'A; Þröstur Þórhallsson — Pólúgajevskíj, 0-1; Bewersdorff — Helgi Olafsson, 0-1; Jón G. Viðars- son — Margeir Pétursson, 0-1; Halldór G. Einarsson — Razúvajev, 1-0; Davíð Ólafsson — Geller, 1-0; Arnar Þorsteinsson — Kamsky, 'A; Snorri G. Bergsson — Jón L. Árna- son, 0-1; Tisdall — Ólafur Kristj- ánsson, 'A; Kristján Guðmundsson — K. Arkell, 1-0; Héðinn Steingr- ímsson — David Bronstein, 'A; Arinbjörn Gunnarsson — Ernst, 'A; Lárus Jóhannesson — Höi, 'A. í annarri umferð sl. sunnudag héldu sterkustu íslendingarnir áfram sigurgöngu sinni. Helgi Ól- afsson vann fallega skák af Le- vity, Margeir Pétursson vann Brendel skemmtilega, Karl Þor- steins yfirspilaði Browne, Hannes Hlífar vann Tisdall, en stærsta fiskinn innbyrði þó Jón L. Árna- son, sjálfan Rafael Vaganjan. Loks er vert að geta sigurs Akureyrings- ins unga og efnilega, Rúnars Sig- urpálssonar, á Bandaríkjamannin- um Karl Burger. Helstu úrslit annarrar umferðar: Pólúgajevskíj — Makarítsev, 1-0; Wessman — Azmajparasvílí, 0-1; Dreev — Wedberg, 0-1; Jón L. Árnason — Vaganjan, 1-0; Heigi Ólafsson — Levitt, 1-0; Mortensen — Túkmakov, 0-1; Karl Þorsteins — Browne, 1-0; Heliers — Halldór Grétar Einarsson, 1-0; Davíð ÓI- afsson — Ivanov, 0-1; Ólafur Kristjánsson — Dolmatov, 0-1; Margeir Pétursson — Brendel, 1-0; Hannes Hlífar Stefánsson — Tis- da.ll, 1-0; Bronstein — Arnar Þor- steinsson, 1-0; Höi — Héðinn Steingrímsson, 1-0; Ernst — Lárus Jóhannesson, ’/z; Razúvajev — Helgi Áss Grétarsson, 1-0; Geller — Dan Hansson, 1-0; Áskell Örn Kárason — Þröstur Þórhallsson, 0-1; Winsnes — Þröstur Árnason, 0-1; Burger — Rúnar Sigurpálsson, 0-1. Eftirtaldir skákmenn hafa unnið tvær fyrstu skákirnar á mótinu: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Sovétmennirnir Pólúgajevskíj, Azmajparasvílí, Túkmakov, Bandaríkjamennirnir Seirawan og Ivanov og Svíarnir Hellers og Wedberg. Búnaðarbankamótið lofar mjög góðu í byrjun. íslendingar standa sig vel og meðal þátttakenda eru stórmeistarar í fremstu röð, t.d. Dolmatov (2.620 skákstig), Pól- úgajevskíj (2.610), Azmajparasvili (2.610), Dreev (2.605), Vaganjan (2.605), Seirawan (2.595), Sókólov (2.585). Að lokum skulum við sjá sigur- skák Bolvíkingsins Halldórs Grét- ars Einarssonar gegn þjálfara og aðstoðarmanni Karpovs. Öruggur sigur Halldórs er enn athyglisverð- ari fyrir þá sök, að Sovétmaðurinn er þekktur byijanaspekingur. 1. umferð: Hvítt: Halldór Grétar Einars- son Svart: Júríj Razúvajev Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rí3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rc6, 5. Rc3 - a6, 6. Be2 - Dc7, 7. 0-0 - Rc6, 8. Khl - Be7, 9. Be3 - 0-0, 10. f4 - d6, 11. Del - Rxd4, 12. Bxd4 - b5, 13. e5 - dxe5, 14. fxe5!? Skákfræðin telja 14. Bxe5 betri leik, t.d. 14. - Db6, 15. Bd3 - Bb7, 16. Dh4 o.s.frv. (MUffiE m nHBLEGA ilTW >« Frá Búnaðarbankamótinu Morgunblaðið/Rax 14. - Rd7, 15. Re4 - Bb7 Ekki gengur 15. - Rxe5?, 16. Dg3 - f6, 17. Rxf6+ - Bxf6, 18. Hxf6 - Hxf6, 19. Bxe5 - Df7, 20. Bxf6 - Dxf6, 21. Hfl með yfirburðastöðu fyrir hvít. 16. Bd3 - Had8,17. De3 - Rxe5, 18. Bb6 - Hxd3!? í sjö ára gamalli bók heims- meistarans, Kasparovs, um þetta afbrigði Sikileyjarvamar, er 18. - Dc6, 19. Bxd8 - Hxd8, 20. Dg3 - Rxd3, 21. cxd3 - Dd5 talið veita svarti nægilegt mótvægi gegn liðs- yfirburðum hvíts vegna biskupap- arsins. 19. cxd3 - Dc2?! Til þessa hafa keppendur fylgt skákinni Honfi — Jansa, Búdapest 1976. Jansa lék 19. — Dc6 og fram- haldið varð 20. Hacl - Dd5, 21. Hc7? (betra 21. Bd4!) Bd8, 22. Dg3 — Rxd3! og svartur vann. 20. Hadl - Rg4, 21. Dg3 - f5, 22. Hcl! - Dxb2, 23. Hc7 - Bxe4, 24. Hxe7 - Bd5, 25. h3 - De5, 26. Hf4! - DIB Síðustu leikir hafa verið meira eða minna þvingaðir, t.d. gekk 26. — Dd6 ekki vegna 27. Hxg7+ - Kxg7, 28. Hxg4+ ásamt 29. Dxd6 o.s.frv. 27. Bc5 — Hc8, 28. hxg4 — Hxc5 Razúvajev virðist vera að ná einhveiju mótspili, en næsti leikur Halldórs gerir allar vonir hans að engu. 29. Hxf5!! - Dal+ Eða 29. - exf5 (29. - Dxe7, 30. Db8+ og mátar; 29. - Dh6+ 30. Hh5 - Dcl+ 31. Kh2 o.s.frv.) 30. Db8+ - Df8, 31. He8 og hvítur vinnur létt. 30. Kh2 - h6, 31. He8+ - Kh7, 32. g5! — hxgð Eða 32. - exf5, 33.-g6 mát. 33. Hxg5 og svartur gafst upp, því hann á enga vörn við hótunun- um 34. Dh3+ (eða 4) og Hh5+. Halldór Grétar yfirspilaði sov- éska stórmeistarann með góðri taflmennsku í þessari skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.