Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Kaupverð allra hlutabréfa í Samvinnubankanum hf. 1.163 milljónir króna: Kostnaður Landsbankans 1,6 - 1,7 milljarðar króna Hlutabréfín keypt án fyrirvara um töpuð ótlán eða lífeyrisskuldbindingar KOSTNAÐUR Landsbanka íslands af því að kaupa Samvinnuban- kann gæti numið 1.600 til 1.700 milijónum króna sem er lítið eitt hærri upphæð en gert var ráð fyrir þegar Sverrir Hermannsson og Guðjón B. Ólafsson undirrituðu viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um kaup Landsbankans á hlut SIS þann 1. september síðastliðinn. Þá var gert ráð fyrir að 52% hlutur Sambandsins yrði keyptur á 828 milljónir króna, sem jafngilti því að allur bankinn yrði keyptur á tæpar 1.600 milljónir. í samningsdrögum á grund- velli þessa samkomulags voru fyrirvarar um að töpuð útlán, lífeyris- skuldbindingar og fleiri atriði kæmu til frádráttar kaupverðinu. Þegar samið var eftir áramót um að kaupa hlut SÍS á 605 milljón- ir voru engir slíkir fyrirvarar. Hlutabréfin í Samvinnubankanum hafa verið keypt á 2,74 sinnum nafnverði, sem þýðir að kaupverð alls bankans er 1.163 milljónir. Kostnaður Landsbankans hækkar hins vegar um 250 til 550 milljónir króna, ef tekið er tillit til framan- talinna kostnaðarliða. eins numið 300 milljónum. Einkum er það slæm staða ýmissa kaupfé- laga sem veldur ótta um að töpuð útlán verði meiri en gert er ráð fyrir að lágmarki. Verði þessar tölur uppi á tening- unum er endanlegur kostnaður Landsbankans af kaupunum kom- inn upp í 1.600 til 1.700 milljónir króna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stuðlabergssúlurnar úr Hrunamannahreppi eru komnar í Viðey og bíða þess að listamaðurinn komi til landsins til þess að sefja þær upp. Serra gefur listaverk sem sett verður upp í Viðey Eyjólfur K. Siguijónsson, for- maður bankaráðs Landsbankans var spurður hvert endanlegt kaup- verð Samvinnubankans væri, að teknu tilliti til lífeyrisskuldbind- inga, tapaðra útlána og eftir atvik- um annarra atriða. „Við kaupum hlutabréfin bæði með góðu og vondu,“ sagði hann. „Samvinnu- bankinn kom mjög vel út í fyrra og það er alls konar viðskiptavild þar inni í. Kaupverðið er rétt rúm- lega 1,1 milljarður og ég hugsa að það fari ekki neitt mikið fram úr því, að það verði endatalan." Eyjólfur segir að hlutabréf smærri hluthafa verði keypt eftir r að leyfi viðskiptaráðherra fyrir samruna bankanna er fengið. Hann var spurður hvort ekki væru fyrirvarar í kaupsamningum um hlutabréfin um töpuð útlán eða lífeyrisskuldbindingar. „Við kaup- um bara hlutabréfin, bæði gott og vont,“ sagði hann. „Ég held að gengið sé 2,74 og það er sannvirði þeirra. Ég er ánægður með kaupin og tel að þetta sé sanngjamt verð,“ sagði Eyjólfur. Friðrik Sophusson bankaráðs- maður Landsbanka var spurður hvernig hann metur kaupverðið, hvort um sé að ræða sambærilegt verð og upphaflegt samkomulag Sverris Hermannssonar og Guð- jóns B. Ólafssonar gerði ráð fyrir. „Með því að taka í fyrsta lagi breytingar á eignum með því að nota fasteignamat í stað bókhalds- mats eins og gert var í íslands- banka á sínum tíma, með því að taka tillit til tapaðra útlána og með því að taka eðlilegt tillit til Iífeyrisskuldbindinga og síðan að reikna vextina aftur í tímann frá 1. janúar til 1. september, þá má segja að það sé mjög svipað sem kemur út og var í drögum að samn- ingi sem lá fyrir á grundvelli 1. september samkomulagsins. Það er að segja, að samningurinn við Sambandið sé nánast sambærileg- ur við það sem allt ætlaði vitlaust að verða út af í haust,“ sagði Frið- rik. Hann kvaðst ekki geta nefnt einstakar tölur í framangi-eindum liðum. Fram hefur komið áður hér í blaðinu, að í samningsdrögum á grundvelli viljayfirlýsingar Sverris og Guðjóns, voru fyrirvarar sem lutu að útlánatöpum og lífeyris- skuldbindingum. Hins vegar eru engir slíkir fyrirvarar í þeim samn- ingum sem gerðir voru um hluta- bréfakaupin á þessu ári og í þeim kaupum sem eru nýafstaðin. Kaup- verð hlutabréfa Sambandsins, 605 milljónir króna, er því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og samkvæmt því sem Friðrik Sop- husson segir, nánast sambærilegt án slíkra fyrirvara við að kaupa hlutabréfin á 828 milljónir, eins og rætt var um 1. september, en með fyrirvörum um útlánatöp og Iífeyrisskuldbindingar. Heimildir Morgunblaðsins segja töpuð útlán, lífeyrisskuldbindingar og fleiri atriði, kosta Landsban- kann að minnsta kosti um 250 milljónir króna til viðbótar við 1.163 milljóna króna kaupverð allra hlutabréfa í Samvinnubank- anum. Samkvæmt því er kostnaður Landsbankans við að eignast Sam- vinnubankann því ekki lægri en 1.410 milljónir króna þegar öllu er til skila haldið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur bankaeftirlit Seðla- bankans metið lífeyrisskuldbind- ingarnar að lágmarki 120 milljónir króna og töpuð útlán að lágmarki 125 milljónir. Sömu heimildir segja, að allt eins sé líklegt að lífeyrisskuldbindingarnar nemi verulega hærri upphæð en 120 milljónum króna og að töpuð útlán séu algjörlega óviss tala, gæti allt ÁKVEÐIÐ hefiir verið að koma fyrir stóru listaverki eftir bandaríska myndhöggvarann Richard Serra í norðvesturhluta Viðeyjar. Efnið í listaverkið, 18 stuðlabergssúlur sem fengnar voru úr námu í Hruna- mannahreppi, var flutt út í Viðey fyrir skömmu. Listamaðurinn gefur verkið með því skilyrði að stofiiaður verði sjóður til styrktar ungum íslenskum myndhöggvurum. Stjórn Listahátíðar hafði sam- bandi við Richard Serra í fyrra með það fyrir augum að hann setti upp verk á Listahátíð í vor. Hann tók hugmyndinni vel og kom til íslands í fyrra til að kanna aðstæður. Að sögn Ingu Sólnes framkvæmdastjóra Listahátíðar hreifst hann mjög af landinu og bauðst til að setja upp listaverk úr íslensku stuðlabergi í Viðey og skilja það eftir. Inga sagði að Serra setti oft upp stór listaverk utanhúss og yfirleitt væru þau mjög tengd umhverfinu. Því er nær óhugsandi að hann taki niður listaverk sem hann hefur gert og flytji það á milli staða. Listaverkið sem hér um ræðir verður gert úr 18 stuðlabergssúlum sem eru hver um sig um 3 tonn að þyngd og 3-4 metra háar. Hann skipar þeim tveimur og tveimur sam- an eftir hæðarlínum og lætur þær mynda hring. Richard Serra er vænt- anlegur hingað til lands í lok mánað- arins til að hafa umsjón með upp- setningu verksins. Inga sagði að Serra væri þekktur listamaður og merkilegt að hann skuli ætla að gefa þetta verk, en verk hans seljast á um 30-40 milljón- ir króna og prýða margar stórborg- ir, t.d. Berlín og París. Hann hefur unnið mest úr stáli og hefur það vakið athygli að hann mun nú nota íslenskt stuðlaberg og telja margir það vera vendipunkt á ferli hans. Richard Serra setur það sem skil- yrði fyrir þessari gjöf að stofnaður verði þriggja milljóna króna sjóður með hans nafni til styrktar ungum íslenskum myndhöggvurum. Hug- myndin er að sjóðurinn verði í vörslu Listasafns Islands og verði veitt úr honum annað hvert ár. Haraldur Haraldsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna: Iðnlánasjóður ætti fremur að kallast Iðneyðnisjóður Harma slík gífuryrði, segir Bragi Hannesson forstjóri Iðnlánasjóðs „IÐNLÁNASJÓÐUR ætti frekar að kallast Iðneyðnisjóður," sagði Haraldur Haraldsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna á fundi um atvinnumál á miðvikudag í síðustu viku. Hann var að ræða um erfiðleika fyrirtækisins Alpan á Eyrarbakka til að fá lánafyrir- greiðslu hér á landi. „Hér er ekkert veðhæft nema steypa," sagði hann og átaldi að fjárfesting í vöruþróun og mörkuðum teldist ekki lánshæf. Bragi Hannesson forstjóri Iðnlánasjóðs segir sjóðinn starfa eftir þeim lögum sem um hann gilda. „Eg harma svona gífúryrði og mér finnst þau dæma sig sjálf,“ segir hann. Á fundi Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál ræddi Haraldur um rekstrarumhverfi atvinnulífsins hér á landi. Hann gagnrýndi harðlega miðstýringu og tregðu til aðlögunar að alþjóðlegri þróun. Hann sagði meðal annars að hér yrði að stækka Háskólatónleikar: Hrönn og Þóra Fríða flytja sönglög HRÖNN Hafliðadóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir halda Há- skólatónleika miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Gustav Mahler (1860—1911) við texta eftir Riic- kert og úr Des Knaben Wunder- horn. Hrönn Hafliðadóttir er Reyk- víkingur. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962. Árið 1969 hóf hún söngnám hjá Engel Lund og árið 1974—1980 var hún nemandi Garðars Cortes í Söng- skólanum í Reykjavík. Hún lauk einsöngvaraprófí í desember 1980. Hún hefur sótt söngtíma hjá Má Magnússyni og námskeið í ljóðasöng hjá dr. Erik Werba. Sumarið 1981 sótti hún námskeið í Söngskólanum Hrönn Hafliðadóttir Þóra Fríða Sæmunds- dóttir hjá Helene Karusso og um haustið hélt hún_í framhaldsnám til Vínar- borgar. í janúar 1983 kom hún til Reykjavíkur til þess að taka við hlut- verki þriðju hirðmeyjar nætur- drottningarinnar í Töfraflautunni hjá íslensku óperunni. Var það hennar fyrsta óperuhlutverk. Önnur óperuhlutverk hennar eru Katisha í Míkadó, frú Nóa í barnaóperunni Nóaflóðið eftir Britten, Orlofskí fursti í Leðurblökunni, Azucena í II Trovatore, ráðskonan Bagga í Litla sótaranum og Marcellina í Brúðkaupi Fígarós, öll í sýningum íslensku óperunnar og Úlrika í Grímudansleik Verdis hjá Þjóðleik- húsinu haustið 1985. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978 og stundaði síðan framhaldsnám við Tóniistar- skólana í Freiburg og Stuttgart. Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík og tekið þátt í ýmss konar tónlistar- flutningi. Þóra Fríða er félagi í ís- lensku hljómsveitinni. framleiðslueiningarnar og veita nýj- um iðnaði tækifæri. í því samhengi nefndi hann verksmiðju Alpan og gagnrýndi harðlega að þótt fjárfest hefði verið í vöru og öflugum mark- aði með því að flytja verksmiðjuna hingað frá Danmörku, gengi ekkert með lánafyrirgreiðslu. Morgunblað- ið ræddi við Harald og hann var spurður hvað hann ætti við með því að kalla Iðnlánasjóð þessu nafni, Iðneyðnisjóð. „Það gengur ekkert né rekur,“ sagði hann. „Það er ekkert veðhæft nema steypa og ef það er það sem iðnaður á að byggjast upp á, að vera í stóru steypuhúsi, en eiga markað fyrir framleiðsluvöru og það er ekki lánshæft, þá verðum við að eyða öllum peningunum i að byggja steypuhús til þess að geta tekið lán. Með þessu eyða þeir öllum iðnaði, enda sést líka hvernig iðnaðurinn er kominn. Það eru hátt í tvö ár síðan talað var um að skuldbreyta hjá Alpan og það er ekkert búið ennþá, allt á bullandi dráttarvöxtum sem þeir neita að gefa eftir. Þó er búið að samþykkja gjörninginn, en ekkert gert og ekkert skeður. Ef þetta er ekki til þess að eyða öllu, hvað þá?“ sagði Haraldur Haraldsson. Bragi Hannesson forstjóri Iðn- lánasjóðs segist ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini, hins veg- ar starfí sjóðurinn eftir þeim lögum sem um hann eru sett. „Iðnlánasjóð- ur skiptist í tvær deildir sem hann lánar úr, fjárfestingarlánadeild og vöruþróunar- og markaðsdeild. I fjárfestingarlánadeild er ekki gert ráð fyrir því að sjóðurinn veiti áhættulán og gert ráð fyrir því í lögum sjóðsins að hann taki fullar tryggingar fyrir þeim lánum sem eru veitt úr deildinni. Þær trygging- asr geta bæði verið í byggingum og vélum,“ eagði Bragi. Hann sagði að þrátt fyrir tryggingar væri engu að síður tekin áhætta með lánastarf- semi, ekki síst þegar efnahags- ástand er erfitt og fyrirtæki búa við erfið skilyrði. „Þess vegna hefur Iðnlánasjóður lagt til hliðar verulegt fé á síðustu fjórum árum til að mæta töpum. Það er því ekki rátt að við tökum enga áhættu, eitthvað sem ekki er áhætta í dag getur verið það á morgun. Hjá vöruþróunar- og markaðs- deild eru veitt áhættulán og það er heimild til þess að afskrifa lán sem veitt eru ef vöruþróunar- eða mark- aðsaðgerðin tekst ekki.“ Bragi sagði að í fjárfestingar- lánadeild hefðu á síðasta ári verið teknir 1,8% vextir ofan á erlenda vexti, þar sem lánin eru fjármögnuð með erlendum lánum. Þetta segir hann vera minni vaxtamun en víðast hvar tíðkist. Á lánum úr þróunar- og markaðsdeild séu allt að 5% vext- ir, auk þess sem deildin veitir styrki til sérstakra verkefna. Árlega hafa verið til ráðstöfunar um 120 milljónir króna úr vöruþró- unar- og markaðsdeild Iðnlánasjóðs, að sögn Braga, og er tekjustofn deildarinnar að meginstofni Iðnl- ánasjóðsgjald sem lagt er á iðnaðinn í landínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.