Morgunblaðið - 27.03.1990, Page 38

Morgunblaðið - 27.03.1990, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 38 Minning: * Sveinbjörn K. Arna son kaupmaður Fæddur 2. júlí 1904 Dáinn 17. marz 1990 Kveðja til elsku afa í fjarska á bak við allt, sem er, býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér, er ekki þar. (Steinn Steinarr.) Það má með sanni segja að and- blærinn, sem ávallt fylgdi afa Sveinbirni svífí yfir vötnum. Þessi hressilegi og jákvæði andi sem var honum svo eiginlegur. Það er erfitt að reyna að grípa minningar og hugsanir, sem streyma fram þessa daga og ætla að festa þær á blað. Reyndar var allt líf afa og ömmu á Hávallagötunni þannig að við minnumst þeirra alitaf i sömu and- ránni, svo samofin var þeirra ævi- ganga. Fram undir það síðasta var afi eins og hann átti að sér, sló á létta strengi og lét ekki veikindin buga sig. Og þannig var afi, sterk- ur, hraustur, heiðarlegur, léttur á fæti og í skapi. Við minnumst hans þannig ætíð í búðinni og þannig muna afa margir, sem komu að versla við hann. Afi var ekki með langa skólagöngu að baki. En hann lærði í lífsins skóla og var sjálf- menntaður í mörgu. Hann var mannþekkjari og átti gott með að lynda við fólk. Við minnumst líka þeirra stunda þegar hann brá sér á leið með okkur barnabömunum og jafnvel bauð upp í dans þegar hitt fólkið settist og spjallaði. Og hver annar en hann afi kenndi okkur að fara með bænirnar okkar fyrir svefninn. Nú þegar hann er horfínn af þessu jarðneska sviði kunnum við vel að meta hve ríka áherslu þau afi og amma lögðu á að halda fjöl- skyldunni saman. Þau skildu nauð- syn þess, að hver einstaklingur er hlekkur í keðjunni og enginn má án hins vera. A Hávallagötunni bar heimilið og garðurinn vitni um feg- urðarskyn þeirra beggja og afí hafði sérstakelga næmt auga fyrir mál- aralist. Margar stundir átti hann við aðhlynningu og ræktun gróðurs þar og við sumarbústaðinn við Álftavatn. Nú er stutt í vorið hjá okkur. Enn heldur þó vetur konung- ur náttúrunni í sínum hvítu greipum en brátt munu tökin linast. Það vorar senn og þá er gott að minn- ast með þökk alls hins góða, sem við nutum í návist afa og við trúum því að nú séu afi og amma samein- uð á ný. Við biðjum Guð að blessa minningu þeirra. Barnabörn í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Sveinbjöms Karls Ámasonar, kaupmanns, en hann lézt 17. marz tæplega 86 ára að aldri. Sveinbjörn var fæddur í Ólafsvík 2. júlí 1904, sonur hjónanna Ingibjargar Jóns- dóttur og Áma Sveinbjörnssonar, sjómanns. Þegar hann var aðeins 9 ára að aldri fórst faðir hans í sjó- slysi en þá eins og oft tók sjórinn sinn þunga skatt hjá fjölskyldum sjávarþorpanna. Faðir Sveinbjörns var annar eiginmaðurinn sem móðir hans missti í sjóslysi. En hún missti aldrei kjark sinn og ásamt dugleg- um börnunum komust þau af við lítil efni. Oft minntist Sveinbjörn móður sinnar með hlýju og þakk- læti fyrir ást hennar og dugnað við að sjá fyrir barnahópnum. Snemma þurfti Sveinbjörn að leggja til hjálp við heimilið og var þá á bamsaldri allt unnið sem fékkst til lands og sjávar og ekki var hann nema 13 ára þegar hann fór til sjos sem háseti. Allt frá barnsaldri var Sveinbjöm mjög bókhneigður og átti gott með allan lærdóm. Hann las hjá ömmu sinni bæði Passíusálma Hallgríms Péturssonar og Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar, eftir Dr. J.P. Mynster enda var hann trúmikill alla ævi og var hann þakk- látur hlýju ömmu sinnar við þessa kennslu. Hugur hans stóð því til bóknáms og með það veganesti lagði hann, ungur drengurinn, að- eins 15 ára, land undir fót til Reykjavíkur 1919. En þegar til Reykjavíkur kom varð hann að leita sér vinnu til að byrja með og þá skópust örlög hans. Hann hóf störf sem sendisveinn hjá þeim mikla athafnamanni Har- aldi Árnasyni í Haraldarbúð þann 17. janúar 1920. Haraldurtók þess- um efnispilti með mikilli ástúð strax í byrjun og ekki þá síður Arndís, eiginkona Haraldar, en Sveinbirni þótti afar vænt um þessi mætu hjón og minntist oft sinna fyrstu jóla sem hann átti á heimili þeirra. Þessar móttökur mörkuðu ævarandi spor og þessi tryggi og samvizkusami piltur úr Ólafsvík vann Haraldi allt sitt á meðan Haraldur lifði. Hjá Haraldi fékk Sveinbjörn tækifæri til að mennta sig í verzlunarfræðum í kvöldskóla eins og þá var títt og síðar meir sendi Haraldur piltinn til Lundúna til náms í gluggaútstill- ingum og varð Sveinbjörn fyrsti íslenzki verzlunarmaðurinn sem fullmenntaðist í þeirri grein. Smekkmaður var Sveinbjörn mikill og nutu Reykvíkingar um langan aldur hans tilkomumiklu útstillinga og gluggaskreytinga og var til hans leitað við konungs- og forsetakomur til að hafa yfirumsjón með skreyt- ingum veizlu- og móttökusala og var til þess tekið hve stílhreinar og glæsilegar þessar skreytingar vqru. Að öllu leyti var hann mikíll smekk- maður og þá ekki sízt um bók- menntir og málaralist, sem gáfu honum mikið. Hann var ætíð þakk- látur fyrir það tækifæri sem hann fékk á ýmsan hátt að umgangast þessi lífsgæði. í rúm 40 ár starfaði Sveinbjörn í Haraldarbúð og varð einn bezt virti verzlunarmaður Reykjavíkur sem hann þakkaði hinum góða en stranga skóla umhyggjusamra hús- bænda. Síðustu árin í Haraldarbúð var hann verzlunarstjóri eftir að hafa séð um ýmsar deildir verzlun- arinnar. Hann vann allt með sinni hófsemi og alúð skref fyrir skref og þurfti aldrei að stíga til baka. Árið 1959 kaupir svo Sveinbjörn Fatabúðina hf. við Skólavörðustíg og hættir í Haraldarbúð. Fatabúð- ina rak hann fyrst ásamt eiginkonu sinni og síðar með dætrum sínum allt til enda ársins 1989 en þá hafði hann stundað verzlunarstörf sam- fellt í 70 ár. Lipurð hans og hlýja var alla tíð rómuð og margir þakk- látir viðskiptavinir munu sakna hans. Það er mikill vandi að vera góður verzlunarmaður. Það verður enginn nema sá sem' aflar sér góðr- ar þekkingar á því sem hann verzl- ar með og leggur sig fram um að viðskiptaviurinn fái það bezta í vöru og þjónustu. Þetta ræktaði Svein- björn og kunni. Hann varð íslenzkri verzlunarstétt mikil og góð fyrir- mynd. Sjálfsaginn var hans lykill. Árið 1960 gerist Sveinbjörn einn stofnenda E.Th. Mathiesen hf. og sat hann í stjórn þess fyrirtækis í um tvo áratugi. Eg minnist ætíð samstarfsins við hann og Ólaf Tr. Einarsson frænda minn með miklu þakklæti. Þarna fóru tveir valin- kunnir heiðursmenn. Sveinbjörn og Ólafur urðu mjög góðir vinir sem báru hlýhug og virðingu hvor til annars í störfum sínum fyrir fyrir- tækið. Það var mér góð reynsla að kynnast því starfi þeirra sem aldri bar skugga á. Sveinbjörn starfaði mikið fyrir samtök verziunarinnar. Hann var virkur félagi í VR um árabil og varaformaður um skeið. Þá var hann í stjórn Kaupmannasamtaka Islands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í verzlunarsam- tökunum. Hans störf voru ætíð far- sæl og vel af hendi leyst þar sem annars staðar og var hann sæmdur æðstu heiðursmerkjum bæði VR og Kaupmannasamtakanna, gullmerki þeirra fyrir störfin. í öðrum félaga- samtökum lagði hann einnig hönd á plóginn. Hann starfaði í KR og var mjög annt um það félag, en hann var skíðamaður góður og lagði mikla rækt við útivist. Var hann sæmdur gullmerki KR. Þá starfaði Sveinbjörn bæði í Lionsklúbbi Reykjavíkur og Oddfellowreglunni og hlaut viðurkenningar fyrir störf sín þar sem annars staðar. Fyrir störf sín almennt að verzlunarmál- um fékk hann viðurkenninguna „Riddari Hinnar ízlensku fálka- orðu“. Þó Sveinbjörn fengi margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín þá voru það ekki þær sem hann sóttist eftir. Hann var fram úr hófi hógvær maður sem átti manna bezt með að láta farið lítið fyrir sér og láta aðra hafa sem minnst fyrir en hann var metinn af samferðamönnum sínum og þar hlaut hann bezta vitn- isburðinn sem honum þótti vænt um. Hans starf var ætíð að þjóna sem bezt þannig að aðrir hefðu það gott. Hann gaf mikið. Sveinbjörn var gæfusamur mað- ur og fólst það ekki einungis í ár- angursríku og happadrjúgu ævi- starfí. Hann giftist unnustu sinni, Súsönnu M. Grímsdóttur, þann 30. maí 1931 en þau höfðu verið starfs- félagar um skeið í Haraldarbúð og þóttu þau glæsilegt par. Þau Svein- björn og Súsanna lifðu í hamingju- sömu hjónabandi í 56 ár en Sú- sanna lézt 14. maí 1987. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vestur- bænum, lengst af í húsinu sem þau byggðu á Hávallagötu 35 árið 1936 eða í 54 ár og þar átti Sveinbjörn sitt heimili til dauðadags. Sveinbjörn og Súsanna eignuðust þrjár dætur, þær Stefaníu, Emu Ingibjörgu 'og Karólínu Björgu. Barnabömin urðu 10 og barna- barnabörnin eru orðin 9. Einstak- lega vænt þótti Sveinbirni um þenn- an hóp og naut þess að fylgjast með honum vaxa úr grasi og dafna vel. Ætíð var hann tilbúinn að ljá lið ef með þurfti og naut þess þar sem annars staðar að gefa af sjálf- um sér. Að gefa af sjálfumsér er ekki allra og að gefa af sjálfum sér án þess að þiggjandi merki það er list sem aðeins fáir eiga en þá list átti Sveinbjörn. Þau Sveinbjörn og Súsanna voru einstaklega samhent hjón og þau lögðu mörgum lið á búskaparárum sínum. Þegar þau höfðu flutt í hús- ið við Hávallagötuna var ætíð margt um manninn hjá þeim, bæði búandi og stundargestir. Alltaf voru þau tilbúin að gefa. Foreldrar Súsönnu bjuggu um Iangt skeið í húsinu svo og móðir Sveinbjörns og var allt gert til að þeim liði sem bezt. Þá má ekki gleyma öllu unga fólkinu í fjölskyldunni sem hefur hafíð bú- skap sinn í húsinu. Já, þau voru samhent og gjöful. Sveinbjörn hafði ætíð fastmótað- ar skoðanir í þjóðmálum og þar bar hæst virðing hans fyrir einstakl- ingnum og frelsi hans. Frelsi til orðs og æðis. Kúgun og höft voru ekki að hans skapi. Hann vildi sjá lífið og fólkið blómstra til hamingju fyrir alla. Og það geislaði af honum velvildin, þessum einstaka manni. Þetta er aðeins fátæklega sett fram sem kveðja til þessa vinar míns. Það er svo margt sem hægt væri að segja meira en það er ég ekki viss um að hann hefði kært sig um. Það eru margir sem vilja þakka að leiðarlokum. Dæturnar þakka ástríkan föður og barnabörnin og barnabarnabörnin þakka afa sínum ástúðina og gæskuna sem hann gaf þeim. Ég sem þessar línur skrifa vil þakka þessum einstaka tengda- föður, samstarfsmanni og síðast en ekki sízt þessum góðvini fyrir sam- fylgdina og allt sem hann gaf af sjálfum sér. Ég hefði tæpast trúað því hefði ég ekki reynt það sjálfur, að slíkan og einstakan vin væri hægt að eiga. Minningin um hann er djúpt greypt og Iifir. Slíkir menn sem hann lifa þótt þeir deyi. Nú gengur hann á vit vina sinna sem eru hjá þeim sem öllu ræður, þangað sem allt er komið frá og þangað sem allt fer aftur til. Ég bið honum Guðs blessunar á nýjum vegum og við þökkum honum allt. Guð blessi minningu Svein- björns K. Ámasonar. Einar Þ. Mathiesen I dag verður til grafar borinn mektarmaðurinn Sveinbjörn Árna- son, kaupmaður í Fatabúðinni við Skólavörðustíg. Sveinbjörn hefur allra manna lengst unnið að versl- unarstörfum hér á landi og hygg ég að fáir hafi skilað lengra dags- verki í einni starfsgrein en hann eða í 70 ár. Sveifibjörn kom kornungur mað- ur vestan úr Ólafsvík til Reykjavík- ur og hóf verslunarstörf í Haraldar- búð sem var stærsta og glæsileg- asta verslun landsins. Margir eldri borgarar minnast hans frá þeim stað enda starfaði Sveinbjörn þar í nær 40 ár og gegndi þar trúnaðar- störfum. Ég hefí engan hitt úr þess- ari starfsgrein, sem hefur haft eins ríka þjónustulund og borið eins mikla virðingu fyrir starfí sínu og Sveinbjörn. Sveinbjörn nam verslunarfræði í London hjá mönnum, sem á þeim tíma stjórnuðu umfangsmestu og stærstu vöruhúsum í heiminum, svo sem Harrords. Sveinbjörn mun hafa verið fyrsti íslendingurinn sem lagði stund á þá tegund auglýsinga- fræðinnar sem tekur til glugga- skreytinga og eru mörgum minnis- stæðar ævintýralegu gluggaskreyt- ingarnar úr Haraldarbúð sem vöktu athygli ailra bæjarbúa. Á þessum árum var verslunar- glugginn sjónvarpsskjárinn og þar lögðu menn sig fram um að vekja athygli viðskiptavinarins á nýjung- um. Má því segja að Sveinbjörn hafi verið brautryðjandi þessa fags hér á landi. Með skreytingum sínum veitti hann ferskum vindum og nýj- um hugmynduminn i verslunina hér á landi. Vegna vandaðra vinnu- bragða og nýrra aðferða var hann fenginn til þess að setja upp og skreyta ýmsar vörusýningar og jafnvel veislusaii við konungskomu. Sveinbjörn lagði jafnan ríka áherslu á góða framkomu af- greiðslufólks þar sem heiðarleiki og sannleikur um gæði vöru væri haft að leiðarljósi og sagði jafnan að það væri sérstakt fag að stunda verslun- arstörf sem þyrfti að lærast. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — simi 681960 Sveinbjörn tók ríkan þátt í fé- lagsstörfum verslunarfólks og síðan í Kaupmannasamtökum íslands. Hann var einkar stéttvís og sótti vel fundi. Hann sat í stjórn Félags vefnaðarvörukaupmanna um margra ára skeið, var formaður þess félags í nokkur ár. Hann gegndi og fleiri trúnaðarstörfum fyrir KÍ og var á 60 ára starfsaf- mæli sínu, þann 17. janúar 1980, sæmdur gullmerki KÍ. Stjórn og starfsfólk KI minnist unninna starfa hans með þakklæti og sendir aðstandendum samúðar- kveðjur. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastj. Kaupmanna- samtaka Islands. í uppsveitum New York-fylkis hafði ríkt ómunagóð tíð í samfellu fáéinna daga. Hiti og blíða settu svip sinn á geð guma og létti ann- ars gráum vormánuðum venjunnar. Það var því með drunga að fólk vaknaði á laugardegi fyrir skömmu, utan glugga úrhellisrigning, kuldi, hráslagi, veðurlegur fyrirboði til- finninga er hrærðu mig seinna um morguninn. Stóð á að er sest var við vinnuborð til að ná úr sér hrolli utanveðurs að hvellur hljómur síma fyllti herbergið með glugganum og fréttin um andlát afa barst um sæstreng á fjarlægar strendur. Starað var tómt út um gluggann og grámi himinhvolfs tók sér ból- settu í ríki hugans. Endalaust niður- streymi regnsins umhverfðist í stríðan straum minninga sem stutt lífíð þó hefur gefið. Ósamstæð brot runnu fram, óháð tíma og rúmi, sár þrá eftir samstæðri mynd, óupp- fyllt. Afi er sjálfsagt kominn á fyrsta farrými á sólarfley, handan landa- mæra lífs og dauða, hefur leitað uppi ömmu á dekkinu og farinn að hlusta á langþráðan söng hennar aftur. Amma hafði, skömmu 'fyrir andlát sitt, lýst húsakynnum vænt- anlegum og hefur afi beðið vista- skiptanna síðan. Það var söknuður að ömmu og það er söknuður að afa nú, er hann verður borinn til hinstu hvílu við hlið hennar. Saman áttu þau gott líf og hamingjusamt og hamingjunni, lífsgleðinni var miðlað óspart til okkar eftirkom- enda. Þau hjúin skildu eftir sig spor yfirstærða, sem seint ef nokkurn tímann munu fyllast af okkur hin- um. Það var með gömlu hjónin á Hávöllum, sem andstæður í verkum lista, hvort vó hitt upp, balanserað- ur línudans faslegra andhverfa fann sameiginlega djúpöldu kærleikans og kímninnar. Hjá afa var fundin fróun í þögninni, hann var naum- hugull á orð en ríkur af eftir- breytni, líkur klæðastranga ofnum úr gæðaefnum; orð eru til alls nýt, en það er snertingin, návistin, sem segir meir en alla söguna. Afi var hógvær alþýðumaður sem gekk af sér dreifbýlið og klæddist borgarlífinuu snemma á lífsferli sínum. Alþýðumenningin, neistinn, slokknaði þó aldrei og þorsti í and- lega svölun markaði djúp spor í vitund hans. Verzlun var hans vatn og brauð og lífsfylling en heilbrigð- an skammt af ábót fékk hann með leitun til lista og menningar. Hann þekkti efnislega örbirgð en vissi sem var að andleg örbirgð er hálfu verri og leitaðist við að innsetja þann sannleik hjá afkomendum sínum. Ekki með löngum fortölum og eldskírnum, heldur á þann lág- tóna hátt sem öll hans verk voru unnin. Hann leitaði eftir sannleik í verki hugar og handar, sem alla tíð smitaði umhverfi hans og látbragð og seytlaði til okkar hinna sem umgengust hann. Það er sú arfgjöf sem auðgar okkur barnabörnin við viðskilnað afa. Líkt og málverkið sem féll í bak- grunninn er það laðaði fram frá- sagnargleði og bjartsýni gamla mannsins var viðurvist við afa þá og minning hans nú hjúpuð kufli bakraddar sem laðar hið bezta fram í aðalleikaranum, sem afi lét okkur barnabörnin ávallt vera í hans ná- vist. Stoð og stytta, hvenær og hvar sem var, spurði ekki, heyrði ekki, vissi ekki en rétti ávallt út hjálparhönd, á einn eða annan máta. Okkur var hann faðir jafnt sem afí, vinur jafnt sem bróðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.