Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Góð miðdegissaga Jóhanna B. Wathne, Hellu á Rangárvöllum, hringdi: „Eg vil þakka fyrir góða mið- degissögu sem lesin er í Ríkisút- varpinu núna, Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Þetta er merk saga og upplesturinn mjög góður. Þarna bregður fyrir ótrúlegum fj'ölda merkra heimilda og í sög- unni eru vel útfærðar náttúrulýs- ingar.“ Þakkir Kjartan hringdi: „Ég og konan mín viljum færa starfstóiki Flugleiða á söluskrif- stofunni að Suðurlandsbraut 2 þakkir fyrir alla þá þjónustu sem þeir veittu okkur. Þeir útveguðu okkur íbúðarhótel sem heitir The Enclave í Orlando og er það stað- sett á ákjósanlegum stað, stutt í alla þá skemmtigarða sem eru í boði (Disney world og Sea world) og veitingastaðir eru allt í kring. Aðstaða á hótelinu er til fyrir- myndar, sundlaug og góð aðstaða fyrir börn. Við getum mælt með ferð sem þessari fyrir fólk sem vill njóta rólegheita og ekki síður fyrir fólk með börn. Þökk fyrir, Flugleiðir." Hætt í miðju kafi Erik hringdi: „Ég og bróðir minn vorum að horfa Bleika pardusinn í Sjónvarp- inu á fimmtudaginn en þá var hætt að sýna myndina í miðju kafi og byijað að sýna auglýs- ingar fyrir fréttir. Þetta eru ekki nógu góð vinnubrögð." Húfa Svört alpahúfa fannst á bíla- stæðinu fyrir utan Furugrund 28. Upplýsingar í síma 42848. Köttur Svartur köttur með hvíta bringu og loppur, og hvítan blett á trýninu hefur verið í óskilum að Asláksstöðum á Vatnsleysu- strönd síðan í febrúar. Upplýsing- ar í síma 46611 í hádeginu. Veski Svart veski tapaðist, sennilega rétt hjá Miðbæ við Háaleitisbraut. í því voru sænskir peningar og dollaraseðil auk íslenskra pen- inga. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 685283. Fundarlaun. Segularmbönd o g fordómar Til Velvakanda. Um daginn hringdi maður í Þjóðarsálina á Rás 2 og var mikið niðri fyrir út af segularmböndum sem farið er að selja á íslandi. Hann gerði grín að þessu og taldi að verið væri að hagnast á trú- girni fólks. Maðurinn er greinilega einn úr þeim íjölmenna hópi sem ekki getur hugsað sér að neitt lækni mannsins mein annað en meðöl og uppskurðir. Slæmt var líka að maðurinn gerði engan greinarmun á upprunalegu arm- böndunum frá Mallorka og eft- irlíkingunum frá. Hollandi sem eru til sölu í einni búð í Reykjavík. Ég skil vel tortryggni gagnvart armböndunum því að ég hugsaði ekki ólíkt þessu sjálf áður en ég fyrir tilviljun kynntist manninum sem fann þau upp. Ég var við nám á Mallorka fyrri hluta þessa vetrar og þjáðist af þrálátri vöðvabólgu sem fylgdi slæmur höfuðverkur. Mér var sagt að í Palma Nova væri kírópraktor sem væri hrein- asti galdramaður að losa fólk við svona kvilla sem það hefði jafnvel gengið með til lækna árum saman án árangurs. Þannig komst ég í kynni við Manuel Polo. Hann losaði mig ekki bara við höfuðverkinn og vöðvabólguna á örstuttum tíma heldur breyttist öll líðan mín, við- horf og tilfinningar þannig að ég varð öll miklu jákvæðari. Manuel beitti nuddi, hnykkingum og raf- eindatækjum auk þess sem hann gaf mér skriflegar leiðbeiningar um mataræði en það sagði hann að væri aðalatriðið. Ég komst að því að Manuel hefur komið geysi- lega mörgu fólki til góðrar heilsu á skömmum tíma og að hann er allt að því í dýrlingatölu á Mall- orka svo þakklátt er fólkið honum. Og þetta er maðurinn sem fann upp segularmbandið eða lífsegul- jafnarann eins og þetta er víst kallað á íslensku. Þegar ég komst að því að þessi Bio-Ray armbönd sem ég var búin að sjá fullt af fólki með á Mall- orka, voru frá Manuel, þá var ég ekki lengi að kaupa mér eitt. Sömuleiðis fjöldinn allur af því fólki sem. var með mér í skóla. Auðvitað er erfitt að fullyrða eða sanna hvað nákvæmlega það er sem bætir heilsuna. En svo mikið er víst að síðan ég byijaði að ganga með armbandið hef ég ekki fengið höfuðverkinn sem hefur verið minn tryggasti fylgifiskur í fjöldamörg ár. Vinkonur mínar, sem líka ganga með Bio-Ray armbönd, segja líka að þær fái sjaldnar eða alls ekki lengur ýmis óþægindi sem þær hafi annars haft vanda til að fá. Mörgum finnst líka að þær séu betri í skapi og betri á taugum og ég veit að sumar konur segjast finna að armböndin lini tíðaverki ef þau eru borin á vinstri úlnlið og snúið niður eins og ráðlagt er í bæklingnum sem fylgir armbönd- unum. Ég mundi ráðleggja hinum meinfyndna viðmælanda Þjóðar- sálarinnar að fá sér lífseguljafn- ara. Ef hann bryti odd af oflæti sínu og prófaði þetta gæti vel svo farið að hann hætti að láta for- dóma og þröngsýni stýra gamant- ungu sinni. Mér heyrist honum sannarlega ekki veita af að víkka sjóndeildarhringinn úr því að hann óskapast svona út af þessum ágætu armböndum sem ég og margir aðrir vitum að gera engum annað en gagn. Baugalín ENSKA í ENGLANDI Concorde International málaskólinn í suðaustur Eng- landi býður öllum fjölbreytt og skemmtilegt nám í ensku. Almenn námskeið allt árið, námskeið fyrir enskukennara, sérstök námskeið fyrir fólk í viðskipta- lífinu, sumarnámskeið (júlí-september) fyrir 10-20 ára með tómstundaiðju og kynnisferðum inniföldum. Panta þarf með góðum fyrirvara. Upplýsingar í síma 91-74076. Geymið auglýsinguna. NYTTFRA LAURA ASHLEY Mikið úrval af gardínuefni og veggfóðri frá Laura Ashley. Bæklingar fyrir 1990 fáanlegir. Yerð: 330 kr. %istan Laugavegi 99, sími 16646 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.