Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D or0uuliTaíiií» STOFNAÐ 1913 86. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjóprófvegna Scandinavian Star: Nokkrar eldvama- dyr virkuðu ekki Kaupmannahöfn. Frá Nils Jnrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. MARGAR eldvarnadyr virkuðu ekki og ein af alls fimmtán hafði verið fjarlægð úr farþegaferjunni Scandinavian Star. Þetta kom fram í vitnisburði danska eftirlitsmannsins Flemmings Jensen við sjópróf vegna fcrjuslyssins við Noreg um síðustu helgi en þau hóf- ust í Kaupmannahöfn í gær. Skipstjórinn hefúr viðurkennt að eng- in brunaæfing hafi farið fram eftir að siglingar ferjunnar milli Noregs og Danmerkur hófúst 1. apríl. Jensen segist ekki hafa fundið neina galla á slökkvibúnaði feij- unnar. „Búnaðurinn var í góðu lagi en hann virðist ekki hafa verið notaður,“ sagði eftirlitsmaðurinn. Hann áleit að sjálfvirkar, rafknún- ar eldvarnadyr hefðu ýmist ekki virkað sem skyldi, þær ekki verið ræstar eða þeim verið lokið upp á ný. Hugo Larsen skipstjóri hefur haldið því fram að lokur á loftrás- um hafi verið verið aftur en svo var ekki, að sögn Jensens. Hann telur loftrásirnar hafa virkað eins og kveikiþræði og eldurinn borist leifturhratt eftir þeim neðan úr skipinu. Eldur varð laus á a.m.k. þrem stöðum en Jensen tjáði sig ekkert um möguleikann á að brennuvargur hafi verið að verki. Hugo Larsen skipstjóri viður- kenndi að engin brunaæfing hefði farið fram eftir að feijan hóf sigl- ingar milli Oslóar og Fredrikshavn. Hann taldi áhöfnina hafa kynnt sér vel hefðbundnar, skriflegar leiðbeiningar um öiyggisbúnað en fyrsta æfingin var fyrirhuguð síðastliðinn sunnudag. Hann vísaði á bug ásökunum um að skipveijar hefðu reynst lítt hæfir og sagði þá hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga mannslífum. Larsen var þreytulegur og fölur í vitnastúkunni og var oft erfitt að greina hvað hann sagði. Áhöfnin var að mestu láglauna- fólk frá Suður-Evrópu og Asíu en skipið sigldi undir hentifána Bah- ama-eyja. Kaci Kullmann Five, verslunarmálaráðherra Noregs, sagðist í gær vera að íhuga að banna allar siglingar skipa með hentifána í norskri lögsögu. Danski iðnaðarráðherrann mælir hins veg- ar með því að öryggisreglur verði hertar og nái einnig til skipa undir hentifána. Mikil verðlækkun á olíumörkuðum London. Reuter. OLÍUVERÐ lækkaði mikið í gær vegna offramleiðslu í OPEC-ríkjun- um, Samtökum olíuútflutningsríkja, og mikilla birgða vestan hafs. Talsmenn samtakanna töldu þó ekki ástæðu til að boða til fúndar af þessum sökum en Norðursjávarolía af Brent-svæðinu, sem er jafhan höfð til viðmiðunar, gekk í gær á 15 dollara fatið en var í 23 um miðjan janúar. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í 14 mánuði og er verðlækkunin rakin til offramleiðslu OPEC-ríkj- anna, sem eru mjög fjárþurfi, og mikilla olíubirgða í Bandaríkjunum. Hafa þær ekki verið meiri frá árinu 1982. Ginanjar Kartasasmita, olíuráðherra Indónesíu, sagði í gær, að engin ástæða væri til að hrapa að neinu með fundahöldum þótt ástandið væri vissulega alvar- legt. Næsti reglulegi fundur OPEC á að vera 25. maí nk. Á tímanum apríl-júní vill olíu- verðið oft lækka enda er þá vetur úti á norðurhveli og sumarumferðin ekki komin í fullan gang. Sérfræð- ingum kemur þó á óvart hve verðið hefur lækkað mikið eða um átta dollara fatið frá því í janúar þegar vetrarhörkur í Norður-Ameríku héldu því uppi og um 2,5 dollara aðeins í síðustu viku. Haft er eftir heimildum, að mik- il offramleiðsla sé hjá nokkrum OPEC-ríkjanna, einkum Kuwait og Saudi-Arabíu, og með þeim afleið- ingum, að Iranir og Irakar einnig eigi erfitt með að finna kaupendur. Hafi þeir þess vegna dengt miklu magni á skyndimarkaðinn. Mark- aðssérfræðingar telja þó, að eftir- spurn muni aukast þegar líður á árið og verðið hækka. Stjóraarsáttmálinn tilbú- inn í Austur-Þýskalandi Berlín. Reuter og dpa. LONGUM og ströngum stjórnarmyndunarviðræðum lauk síðdegis í gær í Austur-Þýskalandi. Sljórnarsáttmálinn verður undirritaður í dag og kynntur þingi landsins sem síðan mun ganga til atkvæða um nýju stjórnina. Frá því á mánudag hefúr verið ljóst hverjir eru ráðherrar í nýju stjórninni en nær ekkert hefur verið látið uppi um stefnuskrá hennar. Nýja sljórnin er sú fyrsta í Austur-Evrópu sem verður til eftir frjálsar þingkosningar en jafnframt líklega sú síðasta í Austur- Þýskalandi. „Við erum tilbúnir. Allt er í lagi,“ sagði Frank Terpe, samningamaður jafnaðarmanna, er níundu stjórnar- myndunarlotunni lauk í gær. Að stjórninni standa Jafnaðarmanna- flokkurinn, frjálsir demókratar, kristilegir demókratar, Þýska sós- íalsambandið og Lýðræðisvakning en þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu kosningabandalag í þing- kosningunum 18. mars. Kristilegir demókratar sem eru stærsti flokkur landsins lögðu mikla áherslu. á að fá stuðning 2/s þing- manna við stjórnina til þess að hægt væri að samþykkja stjórnarskrár- breytingar sem nauðsynlegar eru til að greiða fyrir sameiningu við Vestur-Þýskaland. Jafnaðarmenn voru lengi vel tregjr til að fallast á aðild Þýska sósíalsambandsins að ríkisstjórninni en það er systurflokk- ur Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi, flokks Franz Jósefs Strauss heitins. Drög að stjórnar- sáttmála voru lögð fyrir þingflokka tilvonandi stjórnarflokka á þriðju- dag. Allir samþykktu þeir drögin án málalenginga nema jafnaðarmenn sem loks veittu samþykki sitt í gær. Áformað er að sameiningarvið- ræður hefjist eftir páskana. Áustur- Þjóðveijar gera ráð fyrir mynt- bandalagi 1. júlí en vestur-þýska ríkisstjórnin hefur gert ráð fyrir því heldur fyrr. Eins og áður segir hefur svo til ekkert verið látið uppi um stjórnar- sáttmálann. Markus Meckel, starf- andi formaður jafnaðarmanna og tilvonandi utanríkisráðherra, sagði þó í gær að í sáttmálanum væri ekki útilokað að stofnuð yrði nú gagnnjósnadeild. Almenningur er tortrygginn gagnvart slíkum fyrir- ætlunum af ótta við að öryggislög- regla á borð við Stasi kunni að verða endurreist. Hans-Wilhelm Ebeling, formaður Þýska sósíalsambandsins, sagði að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði einnig náðst samkomulag um hvað ætti að gera við ríkiseigur. Hann sagði hins vegar ekki í hveiju samkomulagið fælist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.