Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 10
10
MORGUílöfiÁÐÍÖ WtóMfÖÖMJft ¥&'. AtóÍL 'lð'éö
Jón Axel Björnsson og Sóley Eiríksdóttir.
Stórhugnr
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það verður ekki annað sagt
en að stormur í orðsins fyllstu
merkingu einkenni myndsköpun
þeirra hjón Jóns Axels Björns-
sonar og Sóleyjar Eiríksdóttur
um þessar mundir.
Þau hafa lagt undir sig eystri
sal Kjarvalsstaða og sýnir Sóley
tíu rýmisverk í steinsteypu og
ná þau yfir einn þriðja salar-
kynnanna, en Jón Axel sýnir
fjórar myndir blandaðrar tækni
olíu, jáms og trés og fylla þær
afgang salarkynnanna, enda tvö
þeirra ein lengstu málverk, sem
hér hafa sést.
Hér er þannig hraustlega
staðið að verki og ekki ætlað sér
af og einkum mætti ætla, að
vinnubrögð Sóleyjar væru meira
í ætt við karlmennsku en að þau
séu tiltakanlega kvenleg.
Formin í myndum hennar eru
stór og einföld og mjög í sam-
ræmi við það sem maður þekkir
í list nútímans, en við þessi form
hefur hún á stundum bætt ein-
kennandi töktum sínum frá fyrri
tíð, eins og augum og kíminleit-
um andlitum, sem eins og eiga
uppruna sinn einhversstaðar úti
í óræðum verundum.
Einhvern veginn virka þessi
steinsteypuverk í kjarna sínum
meira sem keramik en skúlptúr-
ar, því að þau skortir einhvern
frumkraft myndhöggvarans og
maður óskar sér jafnvel, að þau
væru smærri eða þá a.m.k. færri
en markvissari í útfærslu.
En þó er ótvíræður þokki yfir
sumum verkanna svo sem „Önn-
ur kona“ (5), „Horft yfir hafið
og heim“ (6) og „Varða“ (8), og
þau eru um leið áleitnust.
En kannski koma þessi verk
ekki nægjanlega til skila á þess-
um stað, því að þau virka ein-
hvem veginn hálfutangátta og
sem ókunnir gestir. Slík verk
þurfa nefnilega mikla aðstoð
umhverfisins til að njóta sín til
fulls og fara iðulega illa í sýning-
arsölum nema með miklum og
nákvæmum undirbúningi og
hjálp sérstakrar hnitmiðaðrar
lýsingar.
Myndverk Jóns Axels koma
nokkuð á óvart, því að hann
hefur hingað til verið þekktastur
sem málari, er málar myndir
sínar eins og í þrumustuði.
Vissulega er þrumustuðið ekki
fjarri að þessu sinni frekar en
fyrri daginn, en hins vegar hefur
hann fjarlægst málverkið en
nálgast áferðar- og rýmishugs-
unina.
Þrátt fyrir að myndir hans séu
tvívíðar, þá er þeim meiri uppr-
unaleg rýmishugsun en t.d. í
myndum Sóleyjar, enda er Jón
Axel myndlistarmaður í húð og
hár og menntaður sem slíkur.
Formið í myndunum kemur
mér ekki svo mjög á óvart, en
hins vegar er um mikla upp-
stokkun á útfærsluhugmyndum
myndverka að ræða í sjálfum
vinnubrögðunum og má vera, að
hann hafi orðið fyrir einhveijum
alveg sérstökum áhrifum í París-
ardvöl sinni á sl. ári, en menn
urðu fljótlega varir við nýja
myndhugsun í verkum hans eftir
að þaðan kom.
Ekki er gott að segja hvað
fyrir Jóni Axel vakir með þessum
ógnarstærðum, en þær bera vott
um mikla dirfsku og jafnframt
eru þær til vitnis um listamann,
er vinnur framar öðru sam-
kvæmt listrænni samvisku sinni.
En þau staðfesta einnig, að
myndhugsun sína sækir Jón
Axel Björnsson fyrst og fremst
á alþjóðlegan vettvang og á
þangað brýnt erindi.
Kammermúsikklúbbur Reykjavíkur;
Márkl-kvartettinn
í Bústaðakirkju
KAMMERMÚ SÍ KKLÚBBURINN
heldur sína fimmtu og síðustu tón-
leika á starfsárinu laugardaginn
14. apríl klukkan 20.30, í Bústaða-
kirkju. Á tónleikunum leikur hinn
frægi Márkl-kvartett frá Þýska-
landi og er þetta í fimmta skipti
á fjórtán árum sem kvartettinn
heldur tónleika á vegum Kammer-
músíkklúbbsins. Á því tímabili
hafa orðið nokkur mannaskipti í
kvartettinum, en þeir sem nú skipa
sætin eru: Josef Markl, sem leikur
á 1. fiðlu, Key-Thomas Márkl, sem
leikur á 2. fiðlu, Rúdiger Debus,
lágfiðluleikari, og Guido Schiefen,
knéfiðluleikari.
Fyrir þremur árum lék Márkl-
kvartettinn í Bústaðakirkju fyrir
Kammermúsíkklúbbinn og á efnis-
skránni var, meðal annars, fyrri
strengjakvartett Wilhelms
Kempff. Margir tónlistarunnendur
þekkja hann sem stórkostlegan
píanóleikara frá tónleikum hans
hér á landi, en færri sem tónskáld.
Samt eru tónsmíðar hans miklar
að vöxtum og fjölskrúðugar; sin-
fóníur, konsertar, píanóverk, óp-
eran Midas konungur, ljóðasöngv-
ar og kammertónlist, þar á meðal
tveir strengjakvartettar. Nú gefst
íslenskum tónlistarunnendum
kostur á að heyra þann seinni, sem
Kempff samdi eftir ferð til París-
ar, þar sem hann kynntist ýmsum
listamönnum, meðal annarra Alfr-
ed Corot.
Síðasti kafli verksins er til-
brigði um lag eftir franska 17.
aldar tónskáldið Lully: í skini
mánans.
Josef Markl, sem leikur 1. fiðlu
er prófessor við Tónlistarháskól-
ann í Köln og kennir þar fiðluleik,
lágfiðluleik og samspil í strengja-
kvartettum. Josef Márkl nam
fíðluleik í Tónlistarháskólanum í
Múnchen hjá Wilhelm Stross, próf-
essor, sem var kunnur fiðluleikari
og kennari.
Stross vann mjög að framgangi
kammertónlistar og lék um langt
árabil í strengjakvartetti, sem var
kenndur við hann. Stross-kvartett-
inn fór víða um lönd og lék meðal
annars hér í Reykjavík fýrir Tón-
listarfélagið. Josef Márkl lék þá á
2. fiðlu í kvartettinum, en eftir
fráfall Wilhelms Stross 1966 tók
hann við forystu kvartettsins, sem
er síðan kenndur við hann.
í fimmtán ár lék Josef Márkl í
útvarpshljómsveitinni í Múnchen,
Stuttgart og Baden-Baden og var
konsertmeistari í óperunni í Dús-
seldorf.
Key-Thomas Márkl, önnur
fiðla, hlaut tónlistarmenntun sína
heima í Þýskalandi og í Juilliard-
skólanum í New York og lauk þar
meistaraprófi. Hann byijaði að
leika í Márkl-kvartettinum sautján
ára gamall.
Rudiger Debus leikur á lág-
fiðlu. Hann spilaði á fiðlu þegar á
barnsaldri, en sneri sér síðan að
lágfiðluleik og stundaði nám I
þeirri grein í Lúbeck og Köln.
Guido Schiefen spilar á kné-
fiðluna. Hann byijaði einnig ungur
að læra á hljóðfæri; fiðlu, píanó
og síðan knéfiðlu. I tónlistarhá-
skóla Kölnar innritaðist hann tólf
ára gamall og var kennari hans
Alwin Bauer.
Á tónleikunum á laugardaginn
leikur Márkl-kvartettinn verk eftir
Joseph Haydn, Wilhelm Kempff
og Ludwig van Beethoven. Verkið
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori
EINAR ÞORISSON LONG, solumadur
KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. LÓGGILTURFASTEIGNASALt
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
í Ártúnsholti - næstum fullgert
Nýtt og glæsil. raðhús á tveimur hæðum um 160 fm. Góður bílsk.
Langtímalán um kr. 3 millj. þar af húsnlán kr. 2,2 millj.
Nýtt steinhús við Jórusel
á tveimur hæðum 104 + 108 fm með 6-7 herb. íb. íbhæft næstum
fullgert. Bílsk. 31,5 fm. Lóð að mestu frág. Mikil og góð langtímalán.
Skipti æskil. á íb. í nágr. með 4 svefnherb.
í Smáíbúðahverfi - hagkvæm skipti
Mikið endurn. steinhús um 80 + 65 fm auk kj. Bílskréttur. Skipti
mögul. á nýl. 3ja herb. íb. í Heimum, Vogum eða Laugarnesi.
Glæsilegt endaraðhús
á vinsælum stað í Seljahverfi með 6 herb. íb. á tveimur hæðum. Á
jarðhæð má gera litla suðuríb. Góður bílsk. Ræktuð lóð.
Steinhús við Austurgerði
Vel byggt 20 ára með innb. bílsk. Samtals 356,6 fm. Ný tvær íb.
Glæsil. ræktuð lóð 914 fm. Útsýnisst.
í Suðurhlfðum - Kópavogs
Nýtt glæsil. einbhús um 190 fm nettó. Innb. bílsk. Útsýnisst. Langtíma-
lán þar af húsnlán kr. 3 millj.
Bjóðum ennfremur til sölu við:
Dunhaga 3ja herb. íb. á 3. hæð. Töluvert endurn. Föndurherb. í kj.
Gautland 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sérhiti. Stórar sólsvalir.
Ásbraut 3ja herb. íb. Húsnlán kr. 2,5 millj. Verð kr. 4,7 millj.
Stelkshóla 4ra herb. íb. á 3. hæð. Ágæt sameign. Útsýnisst.
Blesugróf gott endurn. timburhús með 3ja herb. íb. Stór lóð.
Að gefnu tilefni
orðsending til viðskiptavina okkar: Seljið ekki ef útb. er lítil og/eða
mikið skipt nema samtímis séu fest kaup á öðru húsnæði.
• • •
Opið í dag skírdag
frákl. 10-16.
Opið á laugardaginn
á sama tíma.
Gleðilega páska.
AIMENNA
FtSTEIGHASALAH
Spádómarnir miklu
__________Bækur______________
Ævar R. Kvaran
Spádómarnir miklu.
Höfúndur: Guðmundur
S. Jónasson.
Útg. Iðunn, Rvík. 1989.
Spádómar, þ.e. hæfileikar til þess
að geta skyggnst inní framtíðina,
hafa lengi verið taldir óskiljanlegir
okkur mönnunum. Enda beinlínis
ekki í samræmi við það, sem okkur
hefur verið kennt um tímann og
eðli hans. Lengi vel trúðu því marg-
ir, ýmist að allir spádómar um
framtíðina væru hrein hjátrú eða
allar slíkar frásagnir væru ekkert
annað er skrök og að engu haf-
andi. Nú er ekki lengur hægt að
halda slíku fram nema viðurkenna
með því algjöra blindu á sannleik-
ann.
Sannanlegur hæfileiki til að geta
séð ókomna atburði er það athyglis-
vert undur, að enginn þarf að undr-
ast það, þótt slíkt veki mikla at-
hygli og umtal. Þareð sá sem þetta
hripar hefur árum saman verið
heillaður af hvers konar rannsókn-
um ótrúlegra hæfileika, sem ýmsir
hafa sýnt, er hann vitanlega-ekki
síður áhugamaður um þennan
óskiljanlega hæfileika, að geta séð
hið ókomna og hefur gegnum árin
skrifað sitt af hveiju um þessi
áhugaverðu efni.
Það eru því mörg ár síðan sá,
sem þetta skrifar, tók að rannsaka
athyglisverðustu bók, sem um spá-
dóma fjallar, nefnilega spádóma
sjáandans mikla, Nostradamusar,
sem hefur jafnvel verið kallaður
„sagnfræðingur framtíðarinnar",
sökum spádóma sinna um ókomna
sögu heimsins, sem ná framá þenn-
an dag. Því enn eru sýnir hans að
rætast og má nefna spádóma hans
um stjórnarbreytingu í Sovétríkjun-
um og hrun kommúnismans, sem
sagt var frá í fyrri bók Guðmund-
ar, en nú hafa komið fram.
Já, Guðmundur S. Jónasson
skrifaði nefnilega hina ágætustu
bók um Nostradamus, sem bar
nafnið Framtíðarsýnir sjáenda, sem
vkati verðskuldaða hrifningu og
seldist fyrsta prentun hennar upp
á nokkrum dögum. í þessari bók
sýnir Guðmundur fleiri forræða
spádóma sjáandans mikla og sviptir
hulunni af fornum leyndardómum.
Þessi nýja bók, Spádómarnir
miklu, er ekki síður áhrifamikill
lestur en hin fyrri og tel ég að svo
vel sé hér haldið á efni, að betur
verði varla gert.
Um leið og Guðmundur S. Jónas-
son rekur hina stórkostlegu spá-
dóma Nostradamusar segir hann í
rauninni mannkynssöguna í stutt-
um frásögnum að nýju. Þetta er
því afar skemmtileg bók aflestrar
og feikna gagnlegur fróðleikur t.d.
ungu fólki.
Talsvert er um tilvitnanir í þess-
ari ágætu bók, bæði erlendra höf-
unda og íslendinga. Það vill svo til
að meðal þeirra er tilvitnun í orð
þess, sem þetta hripar, því hann
hefur skrifað talsvert um þessi
mál, eins og að framan var minnst
á.
Guðmundur S. Jónasson rekur í
þessari bók sinni ýmsa fagra spá-
dóma um framtíð íslands, sem unun
er að lesa. Þ. á m. eftir dr. Annie
Besant, dr. Helga Péturs og þýskar
og amerískar völvur og að lokum
Adam Rutherford, sem endar frá-
sögn sína með blessunarorðum til
íslands. Á eftir þeirri grein kemur
svo tilvitnun í orð mín, sem ég
ætla að leyfa mér að endurtaka
hér, sökum þess að þau fela í sér
nokkuð af heimspeki minni. Og hér
koma þessi orð þá:
„Arfur okkar er ríkur og ber
okkur skylda til að varðveita hann
af skynsemi. Og vissulega væri það
stórkostlegt af ættland okkar gæti
orðið vitsmunaríki, uppeldisstaður
mikilmenna og miðstöð andlegrar
orku. En hvernig megum við vinna
að undirbúningi svo stórkostlegrar
framtíðar?
Ég hygg að einfaldast væri að
byija á sjalfum sér. Byija á því að
hreinsa til í eigin hugskoti; að gera
sjálfan sig að betri manni. Mann-
kynið er ekkert annað en samsafn
einstaklinga og allar andlegar
framfarir þess hljóta að hefjast í
bijósti einstaklingsins. Ef við í raun
og veru viljum leggja eitthvað af
mörkum til andlegrar framtíðar föð-
urlandsins, skulum við því byija á
sjálfum okkur. Við munum komast
að raun um, að það er hveijum
manni fullkomið dagsverk."
120 fm íbúðir til sölu
Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar
íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir, stórar stofur og
þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast
tilbúnar og sameign fullfrágengin.
íbúðirnar verða til sýnis fullbúnar á næstu dögum.
Örn Isebarn, byggingameistari,
sími 31104.