Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 Ný þingmál ■ FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA: Fram hefur verið lögð tillaga til þingsályktunar um ferðamálaráð- stefnu. Tillagan felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að fram- fylgja sérstakri ferðamálastefnu, sem m.a. felur í sér: 1) að þróa viðurkennda ferðaþjónustu, 2) að bæta almenn lífskjör með fjöl- breyttu framboði ferða á hagstæð- um kjörum, 3) að valda sem minnstri röskun á íslenzkri náttúru, 4) að hafa jákvæð áhrif á viðskipta- , jöfnuð landsmanna, 5) að auka ijöl- breytni atvinnulífs og renna stoðum undir þróun byggðar sem víðast á landinu. ■ STARFSMENNTUN í AT- VINNULÍFINU: Stjórnarfrum- varp um starfsmenntun í atvinnulíf- inu hefur séð dagsins ljós. Frum- varpið setur afskiptum stjórnvalda af starfsmenntun, sem fram fer í atvinnulífinu, lagaramma. Mark- mið: að auka framleiðni, greiða fyr- ir tækninýjungum og framþróun í íslenzkum atvinnuvegum. Ætlunin er að setja upp sérstakt Starfs- menntaráð, sem m.a. úthluti styrkj- um til starfsmenntunar og verði stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á þessum vettvangi. ■ UPPSAFNAÐUR SÖLU- SKATTUR: Friðrik Sophusson (S- Rv) flytur frumvarp þessefnis að á árinu 1990 skuli veittar 170 millj- ónir króna til að endurgreiða iðnfyr- irtækjum uppsafnaðan söluskatt vegna ársins 1989. Tilgangur frum- varpsins er að „tryggja endur- greiðslur á uppsöfnuðum söluskatti til iðnfyrirtækja“ með sama hætti og gengin ár og „koma í veg fyrir að ríkisstjómin gangi á bak orða sinna og haldi áfram innheimtu jöfnunargjalds í ríkissjóð lengur en eðlilegt getur talizt og fjárlög gerðu ráð fyrir“. ■ ÆSKUL ÝÐSMÁL: Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp um æskulýðsmál. Samkvæmt frum- varpinu skulu heildarsamtök æsku- lýðsfélaga fara með stjórn æsku- lýðsmála í umboði og samráði við menntamálaráðuneytið. Þingmenn fóru í páskafrí í gær. Hér má sjá Júlíus Sólnes, umhverfis- ráðherra, Þórhildi Þorleifsdóttur (SK-Rv), Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Eggert Haukdal (S-Sl). + Frumvarp um Stjórnarráð Islands: Ellefu ráðuneyti Æviráðning hjá Stjómarráðinu afiiumin Friðrik Sophusson: Fmmvarp um jöfii- unargjald á iðnvam- ing verði fellt niður FRIÐRIK Sophusson hefúr lagt fram á Alþingi firumvarp til laga um að jöfnunargjald á iðnvarning verði fellt niður og að 170 milljónum króna verði varið á þessu ári til að endurgreiða iðnfyrirtækjum uppsafnaðan söluskatt vegna ársins 1989. í greinargerð með frumvarpi um að fella gjaldið niður, heldur Friðriks kemur fram, að árið 1978 yrði það innheimt óbreytt í 6 mán- Fram hefúr verið lagt stjórnar- frumvarp sem m.a. gerir ráð fyr- ir því að ráðuneyti Stjórnarráðs- ins verði ellefu í stað fjórtán. Helztu breytingar, samkvæmt frumvarpinu, eru m.a. þessar: ★ 1) Ráðuneyti verði ellefu í stað fjórtán. ★ 2) Hagstofa Islands verði stofnun sem heyri undir forsætis- ráðuneytið. ★ 3) Fjárlaga- og hagsýslustofn- un verði ein af skrifstofum fjár- málaráðuneytisins. ★ 4) Samgönguráðuneyti verði byggða- og samgönguráðuneyti. ★ 5) Heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðu- neyti. ★ 6) Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti verði sameinuð í eitt. ★ 7) Gert er ráð fyrir nýju um- hverfismálaráðuneyti. ★ 8) Heimilt skal að skipa ráð- herra án ráðuneytis. ★ 9) Ráðherra er heimilt að setja stofnun, sem heyrir undir ráðuneyti hans, sérstakan eftirlitsaðila um staundarsakir. ★ 10) Ráðherra skal heimilt að ráða sér sérstakan aðstoðarmann í hvert það ráðuneyti er undir hann heyrir. ★ 11) Forsetaskipun ráðuneytis- stjóra, skrifstofustjóra og deildar- stjóra er afnumin. Æviráðning starfsmanna Stjórnarráðsins er og afnumin. hafi 3% jöfnunargjald verið lagt á innflutning sömu iðnvöru og fram- leidd var hér á landi til að vega upp á móti kostnaðarauka í verði inn- lendrar vöru vegna uppsöfnunar söluskatts. Tekjum af jöfnunar- gjaldinu hafi átt að verja að hluta til eflingar iðnþróunar. Þessi ráð- stöfun hafi áttað vera tímabundin. Síðan segir, að þegar lög um virð- isaukaskatt hafi verið samþykkt á . Alþingi hafi verið gengið út frá því að jöfnunargjaldið félli niður. I tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári hafi forsætisráðherra lýst yfir að jöfnunargjaldið yrði tímabundið hækkað úr 3% í 5% en félli síðan niður og hafi lögunum verið breytt í samræmi við það. Við afgreiðslu ijárlaga í haust hafi hins vegar orðið ljóst, að ríkisstjórnin ætlaði ekki að standa við loforð sitt uði. Hins vegar hafi ekki verið gert ráð fyrir því í fjárlögum, að upp- safnaður söluskattur vegna síðasta árs yrði endurgreiddur, heldur hafi til þess verið varið 390 milljóna króna aukafjárveitingu. Af þeirri upphæð hafi 100 milljónir farið til iðnaðarins en nú hafi verið uppiýst að til viðbótar vantaði 170 milljónir. í lok greinargerðarinnar segir flutningsmaður, að tilgangurinn með flutningi frumvarpsins sé ann- ars vegar að tryggja endurgreiðslur á uppsöfnuðum söluskatti til iðnfyr- irtækja vegna framleiðslu síðasta árs og hins vegar að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti gengið á bak orða sinna og haidið áfram innheimtu jöfnunargjalds lengur en eðlilegt geti talist og gert sé ráð fyrir í íjárlögum. Sólveig Pétursdóttir: Tilgangurinn að milda áhrif laga um aldraða SÓLVEIG Pétursdóttir (S/Rv) mælti á þriðjudaginn fyrir frum- varpi um málefni aldraðra, þar sem gert er ráð fyrir að tekjuvið- miðun vegna þátttöku aldraðra í dvalarkostnaði á stofhunum hækki úr 15.700 kr. í 30.000 kr. á mánuði. í ræðu sinni sagðist hún meðal annars vænta stuðn- ings þingmanna Alþýðubanda- Frumvarp sjávarútvegsráðherra um Verðjöfiiunarsjóð: Greiðslur til fyrirtækja tak- markist við innborgun þeirra Yeigamikið skref í rétta átt, segir Einar K. Guðfinnsson HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um Verðjöfnun- arsjóð fiskiðnaðarins í neðri deild Alþingis. Ráðherra sagði, að með frumvarpinu væri ætlunin að ein- falda útreikninga við verðjöfnun- ina, að ákvarðanir um verðjöftiun yrðu að scm mestu leyti sjálfvirkar og að útgreiðslur úr sjóðnum til einstakra fyrirtækja takmörkuð- ust við inneign þeirra þar. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfslæðisfiokki, sagði við umræður í dcildinni, að með frumvarpi væri stigið veiga- mikið skref í rétta átt, þó þar væru enn ýmis álitamál. í máli sjávarútvegsráðherra kom fram, að þijú atriði í starfsemi Verð- jöfnunarsjóðs hefðu einkum valdið deilum á undanförnum árum. I fyrsta lagi að uppgjör hefði verið flókið og ónákvæmt, í annan stað að ákvarð- anir um verðjöfnun hefðu ekki farið eftir hlutlægum viðmiðunarreglum, og í þriðja lagi að útborganir til ein- stakra fyrirtækja hefðu ekki farið eftir innborgunum þeirra í sjóðinn. Ráðhérra sagði að þetta frumvarp væri í meginatriðum byggt á fyrra fyrirkomulagi en leitast hefði verið við að sníða vankantana af. Reynt yrði að gera alla framkvæmd verð- jöfnunarinnar einfaldari; allur út- reikningur á verðjöfnunartiJefnum yrði hjá sjóðnum sjálfum á grund- Einar K. Guðfínnsson velli verðupplýsinga hjá útflytjendum og ætti að liggja fyrir áður en verð- jöfnunartímabil hæfist, þannig að útflytjendur vissu strax hve mikið þeir ættu að greiða á tímabilinu eða hversu mikið þeir fengju greitt frá sjóðnum. Enn fremur væri stefnt að því að sem flestar ákvarðanir, sem tengdust verðjöfnuninni, yrðu sjálfvirkar og jafnframt að sjóðurinn einbeitti sér að verðjöfnun en hirti ekki um aðra þætti, sem skiptu máli fyrir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, eins og til dæmis afla. í þriðja lagi gerði frum- varpið ráð fyrir því, að útgreiðslur Halldór Ásgrímsson úr Verðjöfnunarsjóðnum til einstakra fyrirtækja takmörkuðust við inn- greiðslur þeirra til sjóðsins og ávöxt- un þeirra greiðslna. Þannig yrði kom- ið í veg fyrir að fyrirtæki, sem ekk- ert hefðu greitt í sjóðinn, fengju borgað úr honum. Þannig ættu þeir, sem mynduðu sjóðinn í góðæri, að njóta þess í harðæri. Ráðherra sagði, að samkvæmt frumvarpinu yrði stjóm sjóðsins skip- uð af ráðherra án tilnefningar frá hagsmunaaðilum. Verðjöfnunin ætti að fara fram eftir almennum, hlut- lægum reglum, en sjóðstjórnin hefði það hlutverk að annast rekstur hans. Þá væri gert ráð fyrir því, að ríkis- sjóður tæki yfir skuldbindingar nú- verandi Verðjöfnunarsjóðs. Einar K. Guðfinnsson (S/Vf) sagði, að með frumvarpinu væri stig- ið veigamikið skref í rétta átt varð- andi sjóðinn. Hann væri nú ónýtur sem hagstjórnartæki og afar um- deildur innan greinarinnar. Starf- semi hans hefði ekki byggst nóg á almennum reglum og óánægja væri með pólitísk afskipti af málefnum hans. Jafnframt hefði óréttlæti verið fólgið í því, að ekkert samræmi hefði verið í því, hversu mikið fyrirtæki greiddu til sjóðsins og úr honum. Þingmaðurinn sagði að telja mætti að ekki væri jafn mikil þörf fyrir Verðjöfnunarsjóð nú og þegar hann var settur á stofn fyrir tveimur ára- tugum. Jafnvel mætti spyija hvort yfirleitt væri þörf á honum og hefðu verið uppi hugmyndir um að stofna í staðinn sveiflujöfnunarsjóði innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Niður- staða nefndarinnar sem samdi frum- varpið hefði verið sú, að leggja sjóð- inn ekki niður, heldur bæta starfsemi hans, til dæmis með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki fengju greitt úr sjóðnum, sem ekki hefðu myndað inneign þar. Hann sagði að lokum, að þótt frumvarpið væri skref í rétta átt, væru enn ýmis álitamál þar. Til dæmis væri óeðlilegt að hagsmuna- aðilar hefðu ekki áhrif á val í stjórn sjóðsins. lagsins vegna fyrri afstöðu þeirra til þátttöku sjúklinga í dvalar- kostnaði. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi taka þeir einstaklingar í þjónustuhúsnæði eða á langlegu- deildum, sem hafa eigin tekjur umfram 15.700 kr. á mánuði, þátt, í dvalarkostnaði sínum að hluta eða fullu. í frumvarpi Sólveigar Péturs- dóttur og 5 annarra þingmanna stjórnarandstöðunnar er gert ráð fyrir þeirri breytingu, að þessi tekjuviðmiðun hækki í kr. 30.000. I umræðum um frumvarpið á þriðjudag sagðist Sólveig vænta stuðnings þingmanna Alþýðu- bandalagsins og vísaði í því sam- bandi til orða Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, í umræðum um svokallaðan sjúklingaskatt haustið 1984. Þar sagði Svavar, að hugmyndir þáverandi ríkisstjórnar um kostnaðarþátttöku sjúklinga væru hneyksli og ekki kæmi til mála af hálfu Alþýðubandalagsins að taka undir sjónarmið af því tagi. Jafnframt myndi flokkurinn beita sér fyrir því um leið og færi gæfíst að afnema þennan sjúklingaskatt. Þarna væri um að ræða árás á al- mannatryggingakerfið og hið íslenska velferðarþjóðfélag. Síðan sagði Svavar: „Nú hafa þau miklu tíðindi gerst, að það hef- ur verið lagt til að rukka þá sem eru lagðir inn á sjúkrahús. Það er verið að ráðast hér að almanna- tryggingakerfinu. Með þessu væri ríkisstjórnin að stíga fyrsta skrefið í þá átt að rústa niður það kerfi sem alþýðuhreyfingar þessa lands hafa barist fyrir og knúið fram á síðustu áratugum. Hér er verið að stíga stórhættulegt skref og það er auðvitað grundvallaratriði, að það kemur ekki til greina af hálfu flokks, sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju, að standa að sjón- armiðum af þessum toga.“ Sagði Sólveig Pétursdóttir í lok ræðu sinnar, að Alþýðubandalagið hefði nú tækifæri til að beita sér í þessu máli og flutningsmenn frum- varpsins hlytu að búast við stuðn- ingi þingmanna flokksins við af- greiðslu þessa frumvarps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.