Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 48
48
OGet JIOTA .Sf H'JOAQIJTMMPI QIQAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
+
Ástkær móðir okkar,
ÞORGERÐUR GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
Vatnsdal,
Fljótshlíð,
er látin.
Börnin.
Minning:
Kristjana Asbjamar-
dóttir, Álftagerði
+
Eiginmaður minn,
GUNNARJÓNSSON
frá Breiðabólsstað,
Reykholtsdal,
lést í Borgarspítalanum 9. apríl.
Jarðarför auglýst síðar.
Sigríður Valdimarsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
ELÍSABET L. SIGURÐSSON
fædd WITKOWSKA,
Suðurgötu 68,
Hafnarfirði
lést í Borgarspítalanum 10. apríl. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sverrir Sigurðsson.
+
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR SVAN JÓHANNSSON
prentsmiðjustjóri,
Hörpugötu 14,
lést að kvöldi 9. apríl.
Jóhann Vilhjálmsson,
Margrét Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Fædd 21. september 1913
Dáin 13. mars 1990
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þín, sem áður, þar liggi hjá
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.
Þannig kvað góðskáldið vopn-
firska, Þorsteinn heitinn Valdimars-
son, sveitungi Kristjönu í Alfta-
gerði; því bæði slitu þau barnsskón-
um þar í sveit, þótt ekki bæri ná-
kvæmlega upp á sama tíma.
Með þessum línum vil ég þakka
samfylgd þessarar merku og sér-
stæðu húsfreyju, sem skipaði sinn
sess með okkur í þessari sveit á
sjötta áratug.
Ég veit ekki hvernig það er, en
mér finnst það ágerast með aldrin-
um, að þegar einhver samferðamað-
ur stingur allt í einu við fótum í
sameiginlegri göngu og segir: —
nú er ég kominn á minn leiðarenda;
göngu minni lokið, — þá verður
manni bylt við. Það er eins og
manni finnist nærri sér höggvið,
þótt engin ættartengsl né annar
náinn kunningsskapur eigi þar hlut
að máli. Og á hugann leitar ósjálf-
rátt: — Áttum við ekki eitthvað
ósagt hvort við annað? Þekktum
við hvort annað? Áttum við sameig-
inleg áhugamál?
Slíkum spurningum verður ekki
svarað, þegar leiðir skiljast skyndi-
lega. Á þeim stundum renna
kannski upp fyrir manni þau sann-
indi, að blessuð einstakiingshyggj-
an, sem við höfum lagt sérstaka
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán-
aðar.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", biátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tímaniega
RSK
RÍWSSKATTSTJÓRI ..
rækt við í tíma og ótíma, — hún
er dálítið hættuleg blekking. Og þá
á það við, sem hann Þorsteinn
Valdimarsson kvað:
Og andlitin, sem þér eitt sinn fannst
að ekkert þokaði úr skorðúm,
- hin sömu jafn langt og lengst þú manst -
ei ljóma nú við þér sem forðum.
Og ennfremur:
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum, sem gróa og týnast.
Ef til vill er það svo, að umhverf-
ið, náttúran; undrið stórasveitin
okkar hvers og eins, — og við sjálf,
erum í raun og veru eitt og hið
sama.
Ég var strákur um fermingarald-
ur, þegar ég sá Kristjönu Ásbjarn-
ardóttur fyrst. Þá var þessi vopnf-
irska bóndadóttir kaupakona á
næsta bæ. Tvítug stúlka, stór og
sterkleg, og ekki líkleg til að vinna
ekki vel fyrir kaupinu sínu á Græna-
vatnsengjum. Ég held það hafi þá
þegar legið í loftinu að hún myndi
ílendast hér í sveit áður en langir
tímar liðu, og gekk það eftir.
Þegar svo stendur á er einstakl-
ingurinn settur undir eins konar
smásjá, og er ég ekki viss um að
sá siður sé sér-mývetnskur, — en
hann helst hér enn við lýði, að mér
sýnist.
Mér er í minni, að það orðspor
fór af þessari ungu stúlku að hún
hefði setið tvo vetur í Menntaskól-
anum á Akureyri og lokið þaðan
gagnfræðaprófi með miklum ágæt-
um. Ég held að það hafi nægt til
að taka henni vel inn í þetta samfé-
lag, þegar þar að kom.
Á þeim tíma taldist sá nánast
menntamaður, sem lokið hafði prófi
úr þriðja bekk menntaskóla, orðinn
gagnfræðingur.
I dag skilst mér aftur á móti að
sá teljist ómenntaður, sem ekki nær
því marki og gott betur.
Svo breyttur er aldarandinn. En
spurningin er, hvort mat nútímans
sé óbrigðult.
Eitt er víst, að gömlu, góðu sagn-
fræðingarnir skildu eftir mörg merk
spor í því samfélagi, þar sem þeir
störfuðu með annarri alþýðu. Þeir
voru, að minni hyggju, gagnmennt-
aðir, og liggur þeirra hlutur enn
óbættur hjá garði í sögu okkar.
Það var engu líkara en að þessir
gagnfræðingar teldu sér skylt að
sýna í verki að þeir hefðu ekki til
einskis eytt tíma og fjármunum,
sem námið hafði kostað þá. Þeir
höfðu margir klifið þrítugan hamar-
inn. með lítinn farareyri til að afla
sér þessarar menntunar, af áhuga
fyrst og síðast. Það er ef til vill
skýringin.
En skyldi ekki mörgum gáfuðum
gagnfræðingi hafa sviðið það, ef til
vill alla ævi, að hafa ekki átt þess
kost að halda áfram á menntabraut-
inni?
Og skyldi ekki Kristjana Ásbjarn-
ardóttir hafa verið ein af þeim?
Um það hef ég ekki heimildir frá
fyrstu hendi, því orðmörg var hún
ekki við óvandabundna um það sem
í hug hennar bjó; síst það er varð-
aði eigin hag.
Hitt er ég viss um, að hún hefir
haldið bóknámi áfram til æviloka,
enda bókhneigð og víðlesin. Bóka-
safn Lestrarfélags Mývetninga var
hendi nær, og var henni andleg
gullnáma. Og eitt er víst, að sá sem
á góðar bækur að vini, hann er
ekki einn.
Þess varð ég var, að Kristjana
kunni það vel að meta ef einhver
stal stund frá brauðstritinu til að
leggja eftir sinni getu eitthvað það
fram, sem horfði til menningar-
auka. Þar á ég henni, persónulega,
nokkra þökk að gjalda, þótt aldrei
kæmist í verk að koma þeirri þökk
til skila.
Þegar ungu hjónin, Dagbjartur
og Kristjana, hófu búskap fyrir 54
árum hafa efnin tæpast verið mik-
il, svona í krónum talið. En þau
áttu annað, sem dugði þeim enn
betur: dugnað, bjartsýni, hagsýni,
og að ógleymdri þeirri fornu dyggð,
nýtni, sem bráðum lifir þó aðeins
sem munnmæli. En það er nátengt
því að gæta vel síns aflahlutar.
Þar reyndi ekki síður á húsfreyj-
una en bóndann, svo sem löngum
gilti í landi hér.
Fyrst þurfti að kaupa fjórðapart-
inn úr Álftagerði og nær samtímis
að byggja íbúðarhús. Er tímar liðu,
að gerast þátttakendur í þeirri öru
uppbyggingu í landbúnaði, sem í
hönd fór, með ærinni vinnu og
kostnaði.
Hér munaði mestu hversu sam-
hent þau voru í starfi, þessi hjón.
í fáum orðum sagt: þau voru ein
af þeim mörgu afreksmönnum og
konum, sem finna mátti, ef farið
var bæ frá bæ á þeim tíma, og er
ég þar með ekki að kasta rýrð á
þá sem við hafa tekið og bera nú
hitann og þungann.
Það fór ekki fram hjá neinum,
sem til þekkti, að Kristjana Ás-
bjarnardóttir bjó yfir óvenju miklum
metnaði fyrir sig og sína. Þeim
metnaði fýlgdi hún eftir af dugn-
aði, að ég ekki segi ofurkappi.
Það var metnaðarmál þeirra
hjóna, að af eigin rammleik gætu
þau skilað svo úr föðurgarði sínum
sex barna hópi, að ekkert skorti á
að börn þeirra fengju notið þeirrar
menntunar og þroska, er hæfileikar
þeirra og vilji stóðu til. Og það
tókst.
Ég held að ég fari ekki með rangt
mál, er ég staðhæfi að Kristjana
hafi í ríkum mæli unnið með börn-
um sínum; ekki aðeins unnið fyrir
þau. Hun hafði kallað þau snemma
til ábyrgðar, og leiðbeint þeim til
að rísa undir henni.
Mættu ekki uppalendur nútímans
hugleiða það?
Á þennan hátt hygg ég, að hún
hafi fengið börnum sínum það vega-
nesti, sem vel hafi dugað.
Það er trúa mín, að Kristjana í
Álftagerði hafi, þegar allt kom til
alls, verið sátt við sitt hlutskipti,
og skiptir það ekki mestu máli,
þegar öllu er á botninn hvolft? Ég
held að vorið og gróandinn hafi
verið hennar óskatími, svo sem títt
er um íslensk sveitabörn.
Svo þakka ég fyrir mig og votta
aðstandendum samúð mína. Sér-
staka hluttekningu áttræðum erfið-
ismanni, og nágranna um langa
hríð, Dagbjarti í Álftagerði.
Starri í Garði
+
Elskulegi faðir okkar,
lést 10. apríl.
CECIL BENDER,
Kóngsbakka14,
Börn hins látna.