Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 51

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR; 12. APRÍL 1990 51 Hóflaus bílakaup með fylgjandi kostnaði eftir Guðjón F. Teitsson Frá marz til desember 1988 skrifaði ég 4 greinar, sem birtust í Morgunblaðinu og fjölluðu aðal- lega um hinn hóflausa innflutning fólksbíla til landsins 1986-1988, er leiddi af skyndilegri lækkun verð- tolls af þessum tækjum úr 70% í 10% frá 1. marz 1986, þrátt fyrir miður réttlátar eða viturlegar heml- anir á ný, sem hófust með þunga- skatti af öllum skráðum bílum fyrir síðari árshelming 1987 og síðan áframhaldandi hálfsárslega með nokkrum hækkunum. — Einnig þrátt fyrir aukna hemlun með sér- stökum verðtollsauka við innflutn- ing miðað við þunga bíla og sprengi- rými véla, sem hér greinir: Eigin þungi Sprengir. Verðt,- bíls vclar sra’ auki ’88 '89 Allt að 700 kg. 0-1000 5 16% 701- 800 kg 1001-1300 13% 24% 801- 900 kg 1301-1600 20% 31% 901-1100 kg 1601-2000 27% 38% 1101-1300 kg 2001-2300 37% 48% 1301-1500 kg 2301-3000 46% 58% YfirlðOOkg yfir 3000 55% 66% Endurskoðun á hófleysinu I grein minni í Morgunblaðinu 31. desember 1988 gerði ég iiokkra áætlun um fjárfestihgu í sambandi við hinn hóflausa innflutning 30.000 fólksbíla 1986-1988 og byggði þá nokkurn veginn á gengi og verðlagsstöðu á miðju ári 1987, sem auðvitað hefir breyst verulega frá þeim tíma, svo að mér þykir vert að birta eftirgreindar endur- skoðaðar tölur og sumpart viðbótar- hugleiðingar. í framhaldi af þessu kunna ein- hveijir lesendur að hugsa sem svo, að þarna sé sýnt fram á árlegan rekstrarkostnað upp á 8.040 millj. kr. eða rúmlega 100 þús. millj. kr. (100 milljarða kr.) eyðslu á 12,5 árum, vegna hinnar hóflausu fjár- festingar á umræddu sviði á árun- um 1986-1988. En sá reikningur þarf þó auðvitað nánari athugunar við, bæði varðandi viðauka og frá- drátt. Viðauki Skal t.d. bent á, að vaxtatap við hóflaus kaup 30.000 bíla ætti ekki skv. II/F að reikna með 840 millj. kr. sinnum 12,5 ár, samsvarandi samtals 10.500 millj. kr. (10,5 mill- jörðum kr.) heldur með vöxtum og vaxtavöxtum sem 13.293 millj. kr., eða vegna vaxtavaxta 26,6% um- fram hina fyrrnefndu tölu. Svipað myndi eiga við um vexti skv. II/G, Guðjón F. Teitsson þótt orka myndi meira tvímælis vegna möguleika að nýta mannvirki til annarra þarfa. Ennfremur skal bent á, að fyrningu eigna skv. I/B og C myndi fylgja viðhaldskostnað- ur, sem ekki er talinn, eins og fyr- ir bílana sjálfa skv. II/H. • Frádráttur Óneitanlega er þægilegt fyrir ökufært fólk að hafa einkabíla til umráða og spara þannig oft tíma og útgjöld vegna leigubíla frá stöðv- um ásamt fargjöldum með almenn- ingsvögnum, en sá sparnaður mun þó yfirleitt reynast léttvægur miðað við útgerð einkabíla með öllum hin- um áðurnefnda kostnaði, enda tefj- ast notendur einkabíla oft frá vinnu o.fl. sökum leitar að bílastæðum, tjóna o.fl. Höfundur er fyrrverandi forsijóri Skipaútgerðar ríkisins. Hinn nýi þungaskattur frá 1987 varð að því leyti ranglátur, að hann féll jafnt á þá, sem áður höfðu greitt 70% innflutningstoll og hina, sem aðeins höfðu greitt 10%. — Þetta var einnig allsérkennilegur eignarskattur, þar eð hann var óháður því hversu mikið var ekið til nýtingar og slits vegamann- virkja, en í því sambandi átti auðvit- að benzíntollur og/eða kílómetra- gjald að fela í sér hina eðlilegu skattheimtu af hálfu hins opinbera. Hinn stighækkandi verðtollsauki eftir þunga bíla og sprengirými véla, fyrst lagður á fyrir árið 1988 og síðan hækkaður 1989, fól einnig í sér kákkennda viðurkenningu á þeim miklu stjórnarafglöpum, sem gerð höfðu verið með verðtollslækk- uninni 1. marz 1986. Það þurfti að klóra í bakkann á laumulegan hátt til þess að minna bæri á vitleys- unni, sem gerð hafði verið og var á sínum tíma kennd við „þjóðar- sátt“. — Enn var verið að gæla við aukinn innflutning á litlum bílum og freista fólks til að kaupa slíka bíla, þar eð innflutningstollur t.d. af 700-1000 kg bílum komst ekki nema í samanlagt 15-37% 1988. Leið oss ekki í freistni í þessu sambandi skyldi fólk gleyma hinum nýja þungaskatti, auknum viðgerða- og trygginga- kostnaði vegna stóraukinna tjóna í tengslum við algengt umferðaröng- þveiti á vegum og bílastæðum o.fl. En þótt um hina smærri bíla sé að ræða kostar nú að meðaltali varla undir 150 þúsund kr. á ári að gera út slíka bíla, auk fyrninga og vaxta af höfuðstól, eins og komið skal nánar að síðar. Athyglisvert er, að fyrir nefnda lækkun innflutningstolls af bílum 1986 höfðu á síðastliðnum 6 árum, 1980-1985, verið fluttir inn að meðaltali alls rúmlega 8.000 bílar á ári og þetta nægt til að halda íslendingum meðal þeirra þjóða er næst stóðu Bandaríkjunum, auðug- asta iðnríki heims og mesta bíla- framleiðanda, um mesta bílaeign miðað við íbúatölu. Virtist því alls engin ástæða að ýta undir aukinn bílainnflutning til landsins, svo sem gert var með lækkun verðtolls 1986. Yfrið nóg hefði verið að flytja inn að meðal- tali 8.000 bíia á ári frá 1986-1988 eða samtals 24.000 bíla á þessum árum, en í staðinn voru fluttir inn á þessum árum nálega 54.000 bflar eða 30.000 hílar gersamlega um- fram hóf, og er höfuðtilgangur þessarar greinar að ræða nánar um fjárhagshlið þess máls, þótt einnig væri vert að ræða aukna mengun --o.fl.--------------------------- ... I. Núvirði fjárfestingar A. Fluttir inn 30.000 bílar umfram hóf, greiðslur notenda ca. 700 þús. kr. á bíl. B. Bílskúrar fyrir aðeins þriðjung nefndra bíla, þ.e. 10.000 skúrar á 700 þús. kr. hver. C. Aætluð aukin fjárfesting í bílastæðum við verzlan- ir, skrifstofur, banka, skóla, sjúkrahús, samkomu- hús, ýmiss konar vinnustaði og heimahús, ennfrem- ur aukið húsrými til bílasölu og mannvirkja til þjónustu í sambandi við rekstur bíla (með nokkurri grunnhækkun frá des. áætlun 1988). 21.000 millj. kr. 7.000 millj.kr. 10.000 millj.kr. 38.000 millj.kr. II. Lausleg áætlun um árlegan rekstrarkostnað fylgjandi ofan- greindri fjárfestingu miðað við óbreytt gengi myntar og verðlags D. Reiknað með meðal hámarksendingu bfla í 12,5 ár, samsv. 8% fymingu á ári af 21.000 millj. kr. skv. I/A 1.680 millj.kr. E. Meðal fymingu skv. I/B og C 2% 340millj.kr. F. 4% vextir af21.000 millj. kr. verðmæti 30.000 bíla skv. I/A 840 millj.kr. G. 4% vextir affylgifjárfestingu 17.000 millj.kr. skv. I/B og C 680 millj.kr. H. Annar rekstrarkostnaður umræddra 30.000 bíla í tryggingum, eigin ábyrgð, tjónum og tilfallandi viðhaldi, skoðunarkostnaði, benzíni, olíum, stöðu- mælagjöldum o.fl. að meðaltali varla undir 150 þús. kr. á bíl á ári Samtals áætluð árleg rekstrargjöld 4.500 millj.kr. 8.040 millj.kr. Laugardagur kl. 13:55 15. LEIKVIKA 14. april 1990 1 X 2 Leikur 1 Aston Villa - Chelsea Leikur 2 C. Palace - Arsenal Leikur 3 Derby - Millwall Leikur 4 Liverpool - Nott. For. Leikur 5 Luton - Everton Leikur 6 Man. City - Sheff. Wed Leikur 7 Q.P.R. - Man. Utd. Leikur 8 Southampton - Charlton Leikur 9 Tottenham - Coventry Leikur 10 Wimbledon - Norwich Leikur 11 Barnsley - West Ham Leikur 12 Wolves - Newcastle Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá LUKKULÍNUNNI s. 991002 Okeypis getraunaforr it! BAKER-BRÆÐURNIR Bladaumsagnir: „Baker-bræðurnir er einfaldlega skemmti- legasta mynd ársins" „Frábær skemmtun" „Tilsvörin eru snjöll... Tónlistin frábær" „Mynd sem unun er á að horfa" „Pfeiffer er frábær sem hið kynþokkafulla og djarfa hörkutól, Susie Dimond" „Bridges-bræður koma mjög á óvart" „Michelle Pfeiffer slær í gegn“ Leikstjóri: Steve Kloves Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Michelle Pfeiffer, Beau Bridges MYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ SJÁ |BBl háskolabío ILIiHBmsiMI 2 21 40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.