Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 109. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nicaragua: Chamorro segir landið gjaldþrota Biður Bush um neyðaraðstoð Washington. Reuter. VIOLETA Chamorro, forseti Nicaragua, ritaði George Bush Bandaríkjaforseta bréf sem birt var í gær og fór fram á sér- staka neyðaraðstoð þar sem Iandið væri gjaldþrota. „Land mitt er gjaldþrota,“ sagði Chamorro í bréfi sínu til Banda- ríkjaforseta. Bað hún um 40 millj- óna dollara skyndiaðstoð, jafnvirði 2,4 milljarða íkr. Bush mun ekki hafa svarað er- indinu en emb- ættismenn sögðu að verið væri að leita leiða til að verða við óskum henn- ar. Eftir kosningarnar í Nicaragua í febrúar sl. þar sem Chamorro felldi Daniel Ortega leiðtoga sandinistastjórnarinnar lagði Bush til við Bandaríkjaþing að það sam- þykkti sérstaka 300 milljóna doll- ara efnahagsaðstoð til handa Nic- aragua. Tillagan hefur tafist í meðförum þingsins þar sem af- greiðsla hennar hefur verið tengd við afgreiðslu annarra mála. /~Y * • TT I f •• Reuter SynirHavel verndargnpi Móðir Teresa, kaþólska nunnan frá Kalkútta sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, er nú stödd í Tékkó- slóvakíu. I gær gekk hún á fund Vaclavs Havels forseta og sýndi honum þá m.a. verndargripi sem hún hafði meðferðis. Grænland: Vilja ekki vínkvóta Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landsþingið felldi í gær tillögu um að taka upp áfengisskömmtun á Græn- landi. Tólf þingmenn greiddu tillögunni atkvæði en 13 voru á móti og tveir tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. í atkvæðagreiðslunni réð það úrslitum, að lögþingsmaðurinn og bæjarstjóri Narssaq á Suður- Grænlandi, Torben Emil Lynge, ■greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún var lögð fram eftir að ungur maður þar í bæ myrti sjö menn í ölæði á nýársnótt. Andstæðingar tillögunnar sögðu ástæðulaust að taka upp áfeng- isskömtun þar sem áfengissala hefði dregist saman á undanförn- um árum. Stjornarandstæðingar reyndu innrás í þinghúsið í Tallin: Savisaar bað um hjálp í beinni útvarpssendingn Til átaka kom í gær í Mana- gua, höfuðborg Nicaragua, milli lögreglu og opinberra starfsmanna sem verið hafa í verkfalli. Þar er fyrst og fremst um að ræða stuðn- ingsmenn sandinista-stjórnarinn- ar. Chamorro hefur hvatt þá til að snúa aftur til vinnu. Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. DPA. EDGAR Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, bað fólk um að koma þingmönnum til hjálpar í beinni útvarpsútsendingu í gær er um tvö þúsund manns sem eru mótfallin því að Eistland segi skilið við Sovétríkin ruddust inn á lóð þinghússins í Tallin og reyndu að komast inn í bygginguna. Sat hópurinn um þinghúsið þar til um 20.000 stuðningsmenn stjórnar landsins, sem svöruðu kalli Savisa- ars, komu á vettvang og stökktu stjórnarandstæðingunum á flótta. Ekki kom til átaka er stuðnings- menn eistnesku stjórnarinnar streymdu að þinghúsinu í Tallin. Skoruðu þeir á stjórnarandstæð- inga að hverfa af vettvangi. Voru þeir teknir á orðinu, að sögn frétta- manns Reuters-fréttastofunnar Vei'ja 30 milljörðiim króna til byggða á austurströndinni Samdrattur 1 veiðum Kanadamanna: RÍKISSTJÓRN Kanada áformar að verja 584 milljónum kanad- ískra dala, eða sem svarar rúmum þrjátíu milljörðum íslenskra króna, til að aðstoða einstaklinga, fyrirtæki og byggðarlög á austurströnd Kanada á árunum 1990 til 1995 vegna erfiðleika í kjölfar minnkandi afla á miðum Kanadamanna í Norður-Atlants- halí. Þetta framlag kemur til viðbótar 2,2 milljörðum dala, sem þegar hefur verið ákveðið að verja til eflingar byggðar á þessu svæði á næstu fimm árum. Kanadísk stjórnvöld hafa þegar varið 130 milljónum dala til sér- stakrar aðstoðar byggðum á aust- urströnd landsins vegna minnk- andi sjávarafla. Nú hefur verið ákveðið að 426 milljónum til við- bótar verði varið á næstu fimm árum í því skyni að vernda fiski- stofna, auðvelda aðlögun byggð- arlaga og einstaklinga að breytt- um aðstæðum vegna minnkandi afla og til að skapa aukna fjöl- breytni í atvinnulífinu þar sem sjávarútvegur hefur verið aðalat- vinnuvegurinn. Af þessum 426 milljónum dala verður 150 milljónum varið til rannsókna og verndaraðgerða í því skyni að nytjastofnar í Atl- antshafi, einkum þorskstofninn, nái að stækka. Auka á Veiðieftir- lit og herða viðurlög við ólögleg- um veiðum og einnig er ætlunin Frá St. Anthony á Nýfundna- landi. A miðri myndinni er frystihús bæjarins. að auka samvinnu við sjómenn vegna rannsókna. 130 milljónum dala verður var- ið til að aðstoða fiskverkafólk og sjómenn sem missa vinnuna vegna samdráttar í sjávarútvegi á svæð- inu. Ætlunin er að sérstök áætlun um þessa aðstoð verði mótuð í samstarfi við sveitarstjórnir, fyrir- tæki og verkalýðsfélög. Þá er fyr- irhugað að 146 milljónir dala renni til sköpunar atvinnutækifæra í öðrum greinum en sjávarútvegi. Þessar sérstöku aðgerðir Kanadastjórnar koma til viðbótar 2,125 milljarða dala framlagi hins opinbera, sem þegar hefur verið ákveðið að vetja á næstu fimm árum til að efla byggð á Atlants- hafsströnd Kanada. sem var inni í þinghúsbyggingunni þegar stjórnarandstæðingar rudd- ust inn á lóð þess. Sovétsinnarnir tóku niður eistneska fánann á þinghússbyggingunni og drógu fána Sovétríkjanna að húni. Fréttamaður eistneska útvarpsins var einnig í byggingunni og lýsti atburðunum í beinni útsendingu. Las hann áskorun Savisaars til stjórnarsinna um að koma á vett- vang og að vörmu spori streymdu Jieir að úr öllum áttum. Lauk uppá- komunni við þinghúsið með því að manníjöldinn söng þjóðsöng Eist- lands undir stjórn Savisaars, sem tók lagið ásamt ríkisstjórn sinni á svölum þinghússins. Til átaka kom í gær í Riga, höfuðborg Lettlands, milli and- stæðinga og stuðningsmanna að- skilnaðar landsins frá Sovétríkjun- um. í fyrrnefnda hópnum voru einkum foringjar og liðsforingja- efni úr Rauða hernum sem hugð- ust mótmæla við þinghúsið í Riga. Var þeim meinaður aðgangur af stuðningsmönnum stjórnarinnar sem slógu skjaldborg um bygging- una. Þingmenn frá Litháen heimsóttu Evrópuþingið í Strasbourg í Frakklandi í gær og skoruðu á Vesturlönd að styðja sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna. „Þetta er neyðarkall,“ sagði Egidij- us Klumbys, formaður þingmanna- nefndarinnar og leiðtogi Kristilega demókrataflokksins í Litháen, í ávarpi til þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.