Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVlKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Afinælisgangan Reykjavík — Hvítárnes: Á leið yfir Mosfellsheiði eftir Tómas Einarsson í öðrum áfanga afmælisgöngu FÍ var gengið frá Rauðavatni að Miðdal. Við vegamótin sunnan við Miðdal hefst þriðji áfangi hennar. Verður haldið áfram eftir gamla þjóðveginum yfir Mosfellsheiði að Vilborgarkeldu, þar sem gamli Þingvallavegurinn og sá nýi koma saman austast á heiðinni. Þetta er rúmlega 20 km löng leið. Líklegt er að þessi leið milli Þing- valla og Reykjavíkur hafi verið fjöl- farin frá fomu fari. Hún er greið- fær, laus við torfærur og víða gátu menn „skellt á skeið“. Á árunum 1890-96 vom gerðar miklar vega- bætur á leiðinni og hún gerð vagn- fær frá Suðurlandsvegi við Geitháls að Þingvöllum. En þegar von var á Friðriki 8. konungi til landsins árið 1907 var vegurinn endurbættur mjög, því farið var með konunginn austur að Gullfossi og Geysi um Þingvöll. Þessi „konungsvegur" verður allur genginn í afmælis- göngunni í sumar. Frá vegamótunum liggur leiðin fyrst upp allbratta brekku og skömmu síðar er komið að lítilli dalkvos, sem liggur sunnan við veg- inn. Þetta er Djúpidalur. Þar er skjólgott og mun dalurinn hafa ver- ið grösugur áður fyrr, en það hefur breyst á síðari áram. 1907 komst dalurinn á spjöld sögunnar, því á austurleið áði konungsfylgdin þar og snæddi hádegisverð. Var slegið upp miklu veitingatjaldi innst í daln- um og krásir bornar á borð ásamt viðeigandi vínföngum. Þar var veitt Á slóóum Ferðafélags íslands _____________________________ ríflega, svo ríflega, að mörgum landanum ofbauð braðlið, kannske mest þeim sem ekki fengu aðgang. Þegar komið er lengra upp á brekkubrúnimar austan við Djúpadal víkkar útsýnið að mun. Grímarsfell (af sumum nefnt Grim- mannsfell) blasir við í norðri, Mos- fellsheiðin er framundan og þar ber Borgarhóla hæst, en í suðaustri rís Hengill upp frá sléttlendinu, hömr- um girtur hið efra. Þar sést hæsti tindurinn, Skeggi (805 m y.s.). Að vestan við veginn er lítið stöðuvatn sem nefnist Krókatjöm. Vegna lög- unar sinnar hefur hún stundum verið nefnd Gleraugnatjöm. Sunnan undir Grímarsfelli liggur alldjúp dalkvos, sem nær þaðan og lang- leiðina að Hafravatni. Þetta er Seljadalur og liggur vegurinn eftir suðurbrúnum hans. Vestasti hluti hans nefnist Þormóðsdalur. Dalur- inn er hlýlegur, grasi vaxinn, enda var haft þar í seli áður fyrr, eins og nafnið gefur til kynna. Það sel var frá Nesi við Seltjörn og sjást rúsir þess enn. Við svonefndan Kambhól í miðjum dal eru tóttir af rétt, sem notuð var á vorin, þegar fé var smalað til rúnings. Seljadalsá rennur eftir dalnum og í Hafravatn. Fremst í honum er Silungatjörn. Vestan við tjörnina er lítil hæð, sem heitir Búrfell. Um 1910 fannst þar gull. Næstu árin var unnið að frek- ari rannsóknum á svæðinu, grafin tilraunagöng, sýni tekin og send utan til rannsóknar og fyrirtæki stofnuð til frekari framkvæmda. En þetta rann allt út í sandinn þeg- ar heimsstyijöldin hófst. Eftir stríðið vaknaði áhuginn ekki aftur og gullið bíður því enn í Búrfelli, kyrrt á sínum stað. Frá Djúpadal er gatan nokkuð á fótinn allt að Háamel, sem er á móts við Borgarhóla vestanverða. Þar liggur leiðin hæst, um 340 m y.s. Áður en ráðist var I vegarbæt- umar, sem fyrr eru nefndar, lá reið- gatan eftir Seljadalnum endilöng- um, utan í austurhlíðum Grímars- fells, um Leirdal og upp á Háamel, þar sem götumar komu saman. Frá Leirdal hallar vötnum til norðurs. Þar eru efstu drög Köldukvíslar, ársprænunnar, sem rennur um Mosfellsdalinn fram hjá Gljúfra- steini, húsi Halldórs Laxness. Borgarhólar era skammt austan við Háamel. Þeir era nokkrir talsins (sá hæsti þeirra 410 m y.s.), auð- veldir uppgöngu og því sjálfsagt að leggja smá lykkju á leiðina og ganga þangað. Af þeim er mikið útsýni; til Esju og um Kjöl til Botnssúlna, fjallaklasinn sem um- lykur Þingvallasveit að norðan og austan blasir við og þar fyrir sunn- Tómas Einarsson „Rétt er að geta þess, að í maíbyrjun eru klakabönd víða farin að bresta, snjór að bráðna og aurbleyta á flestum leiðum. Þetta þurfa göngumenn að hafa hugfast og vanda vel til skófatnaðar.“ an taka við Sköflungur, Dyrafjöll, Hengill, Húsmúli, Vífilsfell og síðan fjöllin vestan þess allt til hafs. Þegar vísindamenn fóru að bijóta heilann um myndun Mosfellsheiðar og nágrennis, ályktuðu þeir að hraunið, sem hana þekur hafi kom- ið frá Borgarhólum. En við nánari athugun á síðari áram hefur komið í ljós, að svo er ekki. Borgarhólar era eldri. Hallast menn að því að upptök hraunsins séu vestur af svo- nefndum Eiturhól, sem er austur á heiðinni. Hóllinn fékk þetta nafn •vegna þess að þar var oft eitrað fyrir refi. Um hann liggja mörk Ámes- og Kjósarsýslna. Frá Háamel hallar austur af. Fátt er um kennileiti nærri vegin- um, en ýmislegt er samt að skoða. T.d. handaverk gömlu vegargerðar- mannanna sem era víða sýnileg í vegarbrúnum, ræsahleðslum og vörðum. Austarlega á heiðinni, á sýslumörkum, er tótt af sæluhúsi, sem eitt sinn hafði hlutverki að gegna, en er nú fallið og aðeins minjar um liðna sögu. Örnefni, eins og Sæluhússbrekka og Þrívörður, sem er að finna á þessum slóðum hafa einnig sögur að segja, sem aldrei verða skráðar. Eftir umbæturnar á veginum um síðustu aldamót óx umferð yfir heiðina að miklum mun. Hestvagn- ar voru þá komnir til sögunnar, nokkra síðar reiðhjól og síðast bílarnir, en fyrsta bílnum var ekið austur á Þingvöll yfir Mosfellsheiði sumarið 1913. Til marks um hve umferðin hefur þá verið mikil, má geta þess, að um 1920 byggði danskur maður lítinn veitingaskála sunnan við Háamel, sem hann nefndi Heiðarblómið. Ekki er vitað hvernig þetta fyrirtæki gekk meðan það var og hét, en þegar bifreiða- umferð lagðist niður eftir þessum vegi um það bil áratug síðar var starfseminni sjálfhætt. Þegar farið var að undirbúa Al- þingishátíðina á Þingvöllum sem haldin var 1930, töldu menn hyggi- legra að leggja nýjan veg norðar, þ.e. frá Mosfellsdal til Þingvalla. Unnið var að þessum framkvæmd- um á árunum fyrir hátíðina og þá lagður vegurinn sem allir þekkja. Gamla veginum var ekki haldið við og varð hann því fljótlega ófær bílum. Síðan eru liðin rúmlega 60 ár og komast nú ekki aðrir bílar þessa leið en öflugar torfærubifreið- ar. Þetta sýnir og sannar að flest mannanna verk era forgengileg. Flestum ber saman um það, er hafa farið gömlu Þingvallaleiðina, Hákarlalýsi — hákarlalifrarolía eftir Guðrúnu S. Eyjólfsdóttur Nokkuð hefur verið fjallað um hákarlalýsi undanfama mánuði í fjölmiðlum. Einkum er kvartað yfir því, að ekki skuli vera heimilt að kaupa og selja þessa vöra á almenn- um markaði hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum fáist sama vara í matvöraverslunum. Af þeirri um- fjöllun, sem verið hefur, er ljóst, að nokkuð er á reiki um hvaða vöru eða efni er að ræða. Umræddar vörar, sem ekki fást fluttar inn og seldar hér á landi og sagðar era innihalda hákarlalýsi, innihaida hákarlalifrarolíu en ekki hákarlalýsi. Hákarlalifrarolía er afurð unnin úr hákarlalýsi með ýmsum efnafræðilegum aðferðum og er því ekki hin náttúrulega af- urð, sem látið er í veðri vaka af fram- leiðendum og seljendum. Skal hér leitast við að skýra þetta og upplýsa um ýmis atriði er málið varða. Innflutningur og sala á hákarlalifrarolíu er óheimil á Islandi Snemma árs 1988 var sótt til Lyfjaeftirlits ríkisins um heimild til innflutnings og sölu vörategundar- innar ECOMER á íslandi. Samstarfs- nefnd skipuð fulltrúum Lyfjaeftirlits ríkisins, Hollustuverndar- ríkisins, Landlæknisembættisins og Lyíja- nefndar ákvað þá að veita ekki slíka heimild að svo stöddu. Að mati þess- ara aðila er ekki talið réttlætanlegt að heimila innflutning og sölu vöra sem náttúruvöra eða almennrar neysluvöra meðan grunur Ieikur á, að skaði geti hlotist af notkun henn- ar. Þær upplýsingar, sem lágu fyrir á þeim tíma, voru einkum frá Svfþjóð og vora þess eðlis, að fyrrgreind ákvörðun var tekin. Frá þeim tíma hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi fylgst grannt með framvindu málsins í Svíþjóð og öðram nágrannalöndum okkar og jafnframt upplýst þá aðila hér á landi, sem höfðu hug á að flytja inn og selja vörana, um stöðu málsins á hveijum tíma. Ástæður synjunar Frá árinu 1984 hafa verið á mark- aði í Svíþjóð vörategundir, sem inni- halda afurð úr hákarlalýsi, nánar til- tekið hákarlalifrarolíu. Þessar vörar hafa veríð markaðssettar með heim- ild sænskra heilbrigðisyfirvalda sem „naturmedel", þ.e. sem náttúruvörar og seldar sem almenn neysluvara. Þekktust og mest seld þessara vöra- tegunda er ECOMER. Frá árinu 1988 hafa komið fram í Svíþjóð 30—40 skýrslur um alvar- legar aukaverkanir hjá fólki, sem hefur notað ECOMER. Þessar skýrslur um aukaverkanir hafa kom- ið frá ýmsum læknum víðs vegar í Svíþjóð, sem starfa óháðir hver öðr- um. Þær aukaverkanir, sem um er að ræða, era exem, lifrarbreytingar, blóðbreytingar og blóðtappi. Færustu sérfræðingar Svía á sviði læknis- og lífeðlisfræði hafa rannsakað mjög ítarlega öll gögn varðandi þá ein- staklinga, sem aukaverkanimar hafa komið fram hjá og er niðurstaða þeirra, að ekki sé hægt að útiloka samband á milli notkunar ECOMER og aukaverkananna. í framhaldi af þessari niðurstöðu, nánar tiltekið í janúar sl., tilkynntu sænsk heilbrigð- isyfirvöld, að ECOMER og nokkrar aðrar samsvarandi vörategundir skuli teknar af markaði sem náttúra- vörur og sala þeirra óheimil. í Finnlandi hefur varan verið á markaði um nokkurt skeið og, eru þarlend yfirvöld að íhuga aðgerðir. Guðrún S. Eyjólfsdóttir „Hin „náttúrulega“ vörutegnnd er ekki eins náttúruleg og látið er í veðri vaka af framleið- endum og seljendum.“ í Danmörku og Noregi hefur varan verið seld án heimildar þarlendra yfirvalda. Þar er einnig verið að íhuga aðgerðir. I þessum löndum hefur sala vör- unnar verið umtalsvert minni en í Svfþjóð. Hákarlalýsi Hákarlalýsi er unnið úr hákarlalif- ur og inniheldur umtalsvert magn af A-vítamíni, en nær ekkert D- vítamín. Samsetning hákarlalýsis er nokkuð frábrugðin samsetningu t.d. þorska- og ufsalýsis, sem innihalda bæði A- og D-vítamín. Um langan aldur hefur hákarlalýsi verið notað fyrst og fremst sem A-vítamíngjafi, t.d. þar sem sérstök þörf hefur verið fyrir þetta tiitekna vítamín. Hákarlalýsi inniheldur einnig svo- nefnda alkoxyglyceróla, sem er að finna víðar í náttúranni, t.d. í briósta- *mjmk* fifúr ‘óg *6eihmérg.* Þ'ar" erú þessi efni í minna magni og era efna- fræðilega örlítið frábragðin þeim, sem eru í hákarlalýsi. Hákarlalýsi sem „náttúrulyf ‘ Talsverð umræða hefur verið um notkun á „hákarlalýsi", m.a. við krabbameini, og er vörategundin ECOMER oftast nefnd í því sam- bandi. Það er misskilningur að ECO- MER innihaldi hákarlalýsi, því varan inniheldur hákarlalifrarolíu. Há- karlalifrarolía er afurð unnin úr há- karlalýsi, þ.e. lýsið er hreinsað og þétt með efnafræðilegum aðferðum, A-vítamínið fjarlægt og útkoman verður hákarlalifrarolía. Hákarla- lifrarolían inniheldur hlutfallslega mikið magn alkoxyglyceróla saman- borið við hið náttúrulega hákarlalýsi og lítið sem ekkert A-vítamín. Þann- ig er þessi vara ekki lengur sú nátt- úralega afurð sem hið hefðbundna hákarlalýsi er. Alkoxyglycerólarnir era þau innihaldsefni vörunnar, sem haldið er fram að hafi örvandi áhrif á ónæmiskerfi líkamans, örvi mynd- un hvítra blóðkorna og blóðflagna. Niðurlag Það ætti að vera ljóst af því sem að framan er sagt, að um er að ræða flókið mál sem því miður hefur fengið fremur einhliða umfjöllun í fjölmiðlum fram að þessu. Hin „nátt- úrulega“ vörutegund er ekki eins náttúruleg og látið er í veðri vaka af framleiðendum og seljendum. Ávinningur af notkun vörunnar er einnig mjög óljós, ef nokkur, því ekki hefur tekist að sýna fram á notagildi hákarlalifrarolíu á trúverð- ugan hátt. Með hliðsjón af þeim aukaverkunum sem fram hafa komið og virðast tengjast notkun ECO- MER, er talið að of mikil áhætta fylgi neyslu vörunnar til að heimila sölu hennar. Heilbrigðisyfirvöld leitast við að tryggja með ákvörðunum sínum, að þær vörar, sem settar eru á markað sem náttúruvörur eða almenn neyslu- vara, geti með nokkurri vissu talist skaðlausar neytanda við venjulega notkun. Ilöfíindur er lyfta fræöingur og starlsmaður Lyfjaeftirlits rikisiits. __________' Brids______________ Amór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga, Síðasta reglulega keppniskvöldið hjá Skagfirðingum var síðasta þriðjudag. Konfektmeistarar kvöldsins urðu Bernódus Kristinsson og Sigurður ívarsson. 24 pör mættu til leiks og var spilað í 2 riðlum. Úrslit í A-riðli: Bernódus Kristinsson — Sigurður ívarsson 191 Ármann J. Lárusson — Ólafur Lárusson 184 Ingibjörg Grímsdóttir — Þórður Bjömsson 177 Úrslit í B-riðli: Helgi Víborg — OddurJakobsson 130 (188,5 umreiknað) Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 120 Bernhard Bogason — ViðarÓlason 115 Daði Bjömsson — Guðjón Bragason 115 Bridsfélag Kópavogs Lokið er síðustu keppni félagsins á þessu keppnistímabili sem var Butler- tvímenningur. Úrslit urðu: 1. Ármann J. Lárusson — Ragnar Björnsson 129 2. Bernódus Kristinsson — Murad Serdar 3. Ragnar Jónsson — Sigurður ívarsson Bronsstigameistari félagsins þetta starfsár var Sævin Bjarnason og hlaut hann 432 stig. 2. Magnús Torfason 362 3. Ragnar Jónsson 337 Aðalfundur félagsins verður nk. föstudag í Þinghóli, Hamraborg 11 kl. 20.00. Bikarkeppni BSÍ Skráning stendúr nú sem Jiæst í Bikarkeppni Bridssambands íslands. Skráningarfrestur í þessa keppni er til 28. maí, og verða menn einnig að greiða þátttökugjöldin fyrir þann tíma. Þátttökugjaldið er hið sama og á síðasta ári, eða 10.000 kr. á sveit, og er stefnt að því að greiða 80% þátttöku- gjaldsins í ferðastyrki, Skráningarsími ' ér sfmi' Bridssambandfeins, 689360. Jl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.