Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 25
I' jiao l: YOUNG W er meistarakokkur frá Kína. Hann er nú kominn til starfa á veitingahúsinu Sjanghæ og mun þar framreiða fjölda kínverskra kræsinga / Sjanghæ býður sérstakt tilboð, fyrir tvo eða fleiri á úrvali rétta hans, mánudaga til fimmtudaga. Djúpsteiktur fiskur Nautakjöt í ostrusósu (sterkt) Svínakjöt Kong paw (sterkt) Kínverskt lamba satay (á teini) Kjúklingur Tong Koo (m/kínverskum sveppum) Þetta allt fyrir abeins 1.290,- krónur Auk þess er langur listi annarra girnilegra rétta Jiao á aðalmatseðli hússins. Kinvenka vaitingahúsið Laugavagi 28b • Sími: 16513 Bandaríkin: Vill hemaðaraðgerð- ir gegn samtökum hryðjuverkamanna Washington. Reuter. Rannsóknarnefnd, sem Bandaríkjaforseti hefiir skipað, lagði til í gær að gripið yrði til hemaðaraðgerða gegn samtökum hryðjuverka- manna, sem komið hafa fyrir sprengjum í flugvélum. Hún ávítaði einn- ig bandaríska flugfélagið Pan Am fyrir „stórgallað" öryggiseftirlit. Nefhdin var skipuð til að rannsaka hvernig sprengja komst í farþega- þotu Pan Am, sem fórst yfir Lockerbie i Skotlandi 21. desember 1988. Bandarískir embættismenn sögðu að í skýrslu nefndarinnar, sem lögð var fyrir George Bush Bandaríkjafor- seta í gær, væri hvatt til þess að gripið yrði til hemaðaraðgerða gegn samtökum, sem tengjast hryðjuverk- um í flugvélum og á flugvöllum. Bandaríkjastjóm væri einnig hvött til þess að kanna hvort grípa skyldi til leynilegra aðgerða gegn samtök- um í löndum þar sem árás þætti ekki fýsilegur kostur. „Hryðjuverk er ný tegund hernað- ar og við verðum að bregðast á ein- hvern hátt við henni,“ sagði öldung- ardeildarþingmaðurinn Alfonse D’A- mato, sem á sæti í nefndinni. „Það em til ríkisstjórnir sem notfæra sér þessi herskáu samtök, fela sig á bak við þau og fjármagna starfsemi þeirra," bætti hann við. Hann neitaði að skýra frá niðurstöðum nefndar- innar í smáatriðum. George Bush skipaði nefndina eft- ir að vandamenn farþega, sem fórust í Pan Am-þotunni, höfðu sakað flug- félagið og bandarísk flugmálayfir- völd um ófullnægjandi öryggiseftir- Iit. 259 manns fórust í þotunni og ellefu til viðbótar biðu bana á jörðu niðri er hún hrapaði. í skýrslu nefndarinnar er Pan Am-flugfélagið gagnrýnt fyrir að leyfa að farangur, sem ekki heyrði til farþegum, yrði settur um borð í þotuna. Sprengjan sem grandaði henni var falin í útvarps- og segul- bandstæki. Talsmenn Pan Am og bandarísku flugmálastofnunarinnar sögðu við réttarhöld í liðnum mánuði að far- angur, sem ekki tilheyrði farþegum, hefði ekki verið opnaður, heldur að- eins gegnumlýstur með röntgengeisl- um. Starfsmenn flugfélagsins segja að yfirmaður öryggisdeildar banda- rísku flugmálastofnunarinnar hafi heimilað þeim að setja farangurinn um borð án þess að opna hann og leita í honum. Því hefur yfirmaðurinn neitað harðlega. Leiðrétting í frétt um afvopnun á höfunum sem birtist í Morgunblaðinu í gær misrit- aðist nafn ráðgjafa Ronalds Reag- ans fyrrum Bandaríkjaforseta á sviði afvopnunarmála. Sagt var að Brent Scowcroft hefði verið ráð- gjafi forsetans, sem er alrangt því það var Paul H Nitze sem gegndi þessu embætti. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Keuter Fall- byssu- hlutar fínnast Sérfræðingar breska varnarmálaráðu- neytisins hafa kann- að vélahluta er vestur-þýsk tollyfir- yöld gerðu nýlega upptæk og fullyrða að um sé að ræða hluta í risafallbyssu sem írakar ætili að smíða. írakar vísa því harðlega á bug að ætlunin sé að nota hlutana í byssu; þetta séu rör sem nota eigi í olíu- hreinsistöð. Utanrík- isráðherraþeirra, Tareq Aziz, sagði á blaðamannafundi i Rómaðítaliryrðu að greiða skaðabæt- ur ef þeirneituðu að afhenda vélarhluta sem þeir hefðu heitið að selja Irökum. Breska utanríkis- ráðuneytið skýrði frá því í gær að sendi- herra landsins í Bag- dað héldi aftur þang- að í vikunni en hann var kallaður heim í mars vegna aftöku blaðamannsins Farzad Bazoft. TÖLVU- MÖPPUR frá Múlalundi... þar er tölvupappírinn vel geymdur. Múlalundur SlMI: 62 84 50 I _ v~ O Vantar þig þvottavél og þurrkara, en hefur ekki pláss fyrir bæði? Candy hefur lausnina! ALÍSE 28 er sambyggð þurrkara- og þvottavél á aðeins kr. 75.700,- eða staðgr. kf. 71.915,- Gæði og góð þjónusta = WMMh7 PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni S: 26788 S: 689150 Og umboðsmenn okkar um land allt. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.