Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 35 umræðum um reikningsskilavenjur sé talnagrundvöllur ákærunnar þarna byggður á misskilningi. Þetta sé enn eitt dæmi þess að endurskoð- endurnir hafi gert mistök af því að þeir hefðu ekki haft staðreyndir á valdi sínu. Var skipaverðið vanmetið um 360 milljónir? í ákæru vegna ársreikningsins er Hafskipsmönnum og endurskoð- anda gefið að sök að hafa oftalið bókfært verð skipastóls félagsins um 40,6 milljónir króna. Um er að ræða skipið Rangá. Þessi niður- staða er byggð á ákvæði hlutafé- lagalaga um að lækki raunvirði fastafjármuna niður fyrir bókfært verð af ástæðum sem ekki verði taldar skammvinnar skuli færa það niður í bókum félagsins. Lögmaður- inn vísaði fyrst í skýringar með umræddum ársreikningi þar sem fram hefði komið að tryggingaverð- mæti skipanna væri 16,5 milljónir bandaríkjadala en bókfært verð þeirra um 6,1 milljón dala. Jafn- framt að áætlað markaðsverð, sam- kvæmt mati skipamiðlara, væri 37,5 milljónum íslenskra króna hærra en bókfært verð. Lögmaðurinn mótmælti þessu og gerði ýmsar athugasemdir við for- sendur endurskoðendanna, meðal annars að þeir virtust ekki viður- kenna hvað í því fælist að flutninga- skip ættu sér heimsmarkaðsverð. Bein afleiðing þess væru verðsveifl- ur, sem markaðurinn ylli og leið- rétti sjálfur. Lækkandi verð valdi minni framleiðslu og því minna framboð, sem leiði af sér að verð hækki á ný. Því megi ávallt gera ráð fyrir að þegar verð lækki verði einungis um tímabundið ástand að ræða. Þá fann hann að því að endur- skoðendurnir hefðu engrar sérþekk- ingar aflað sér á skipamarkaði og hefðu ekki leitað eftir sérfræðiáliti á þróun skipaverðs og því hneigst til alhæfinga án tillits til gerðar og sérstöðu skipa. Hann rökstuddi ítar- lega að skip Hafskips hefðu verið á litlum markaði til sérhæfðra flutn- inga. Hann sagði Ijóst að endur- skoðendurnir hefðu ekkert vitað í hvaða efnum Rangá hefði verið frá- brugðin svokölluðum systurskipum sínum en á skipinu hefðu verið gerð- ar ýmsar breytingar, svo sem þær að það brenndi grófari olíu og var ári yngra en þau skip sem miða'ð var við til lækkunar. Þá rakti hann að þess hefðu engin dæmi verið á þessum tíma að fyrirtæki hefðu fært niður bókfært verð fastafjár- muna sinna vegna ákvæðis hlutafé- lagalaganna. Þá ítrekaði hann að samkvæmt fyrirmælum hlutafé- lagalaga þyrfti eingöngu að færa niður verð fastafjármuna ef raun- virði þeirra lækkaði af ástæðum sem ekki yrðu taldar skammvinnar. Verðlækkunin hefði verið skamvinn og áhrif hennar löngu að engu orð- in. Stærstu mistök Hafskips? Um verð skipastólsins nefndi hann einnig að Valdimar Guðnason hefði sem endurskoðandi útgerðar- fyrirtækisins Skagstrendings hækkað bókfært verðmæti fiski- skipa þess fyrirtækis um 140 millj. króna með því að miða við 90% af tryggingaverðmæti og sagði að hefði Helgi Magnússon beitt þeirri aðferð væri Hafskip enn í fullum rekstri. Vátryggingaverðmæti skipastóls félagsins hefði verið 16,5 milljónir dala og 90% af því sam- svaraði um 15 milljónum banda- ríkjadala, eða um 605 milljónum króna á gengi í árslok 1984. Helgi Magnússon hefði hins vegar skráð bókfært verðmæti skipastólsins á um 6 milljónir dala eða 244 milljón- ir króna. Þessi aðferð Valdimars hefði því nýst Hafskip vel á sínum tíma og ef til vill væru það stærstu mistök Hafskipsmanna að hafa ekki látið Valdimar Guðnason annast reikningsskil fyrir sig. Jón Steinar rakti að í dómskjölum hefðu verið lagðar fram þijár síður af ellefu í skýrslu sem starfsmenn Hafskips hefðu ritað um skip sem skoðað hefði verið í Noregi og ver- ið hefði eins og Rangá að ytri gerð. Þá væri þriggja fylgiskjala að engu getið og skýrslan nötuð .til j að styrkja málflutning ákæruvaldsins. Þegar öll skýrslan væri lesin kæmi hins vegar í ljós að skipin væru ósambærileg. Hið erlenda hefði ver- ið ávaxtaflutningaskip með annarri millidekkjaskipan og öðru olíukerfi en Rangá, sem hefði auk þess verið 2 árum yngri. Að loknu máli Jóns Steinars hóf Jónas Aðalsteinsson hrl., veijandi Páls Braga Kristjónssonar, fyrrum framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Hafskips, varnarræðu sína. Hann rakti fyrst að ófullnægj- andi grein hefði verið gerð fyrir tengslum móðurfélagsins, Haf- skips, við dótturfélög þess í ýmsum löndum, sem hvert hefði haft sjálf- stæða stjórn og verið bundið af lög- um og sætt lögbundnu eftirliti í hveiju landi. Þannig hefðu starfs- menn dótturfélaganna á engan hátt verið settir undir boðvald starfs- manna móðurfélagsins. Hann sagði þetta mál grundvallað á þeirri kenn- ingu að tjón Útvegsbankans af gjaldþroti Hafskips mætti annars vegar rekja til blekkinga sem Haf- skipsmenn hefðu haft í frammi og hins vegar til vanrækslu forsvars- manna bankans. Hann sagðist mundu sýna fram á að bankinn hefði frá upphafi reiknað með tapi ef svo færi að Hafskip yrði gjald- þrota og allar aðgerðir bankans hefðu miðað að því að lágmarka það tap sem Hafskipsmenn væru nú ákærðir fyrir að hafa valdið með blekkingum. Hann rakti að sam- skipti fyrirtækisins við viðskipta- banka sinn hefðu verið óvenju náin og streymi upplýsinga frá Haískip til bankans ítarlegt og nákvæmt vegna þröngrar greiðslustöðu fyrir- tækisins frá upphafi. Jónas rakti að bankastjórar Útvegsbankans hefðu svarað skýrslu lögskipaðrar rannsóknarnefndar með annarri þar sem fram kæmi að bankastjóm hefði verið ljós staða fyrirtækisins og hver áhætta bankans væri en hefði talið til mikils að vinna að vel tækist til með breytingar í rekstri fyrirtækisins, svo sem Atlantshafs- siglingar. Lögmaðurinn sagði það ljóst að rannsakendur málsins hefðu hvorki tekið mið af rekstrarum- hverfi Hafskips né þeim grundvall- arsjónarmiðum sem ættu við um slíkan rekstur. Röng ákvörðun áverstatíma Hann sagði að gjaldþrot Hafskips hefði verið augljós afleiðing þeirrar ákvörðunar bankastjórnarinnar að stöðva eðlilega rekstrarfjárfyrir- greiðslu til fyrirtækisins. Eftir þá stöðvun í október 1984 hefði fyrir- greiðsla bankans verið af svo skorn- um skammti að gert hefði Hafskips- mönnum ókleift að selja eignir fyrir- tækisins og rekstur á markaðsverði þar sem viðsemjendur hefðu vitað að staða fyrirtækisins væri svo þröng að þeir gætu leyft sér að hverfa frá og bíða þess að hirða eignir félagsins .úr þrotabúi án greiðslu fyrir viðskiptavild og þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. Þetta væri því meiri sorgarsaga sem ljóst væri að árið 1985 hefði kreppa flutningaskiparekstursins náð hám- arki og greinin hefði byijað að rétta úr kútnum _ fyrir lok þess árs. Ákvörðun Útvegsbankans hefði ekki getað verið tekin á verri tíma fyrir Hafskip. Hefðu bankamenn borið gæfu til að verða við eðlilegum fyrirgreiðslubeiðnum í lok ársins 1984 og 1985 hefði Hafskip náð að rétta úr kútnum og nú stæði að líkindum yfir blómaskeið íslenskrar kaupskipaútgerðar erlendis. Það hafi aftur á móti orðið ógæfa bank- ans að taka skammsýna, kjarklausa og ranga ákvörðun, sem valdið hefði gjaldþroti fyrirtækisins og þangað væri að leita ábyrgðar á tjóni bank- ans. Hann rakti eigin reynslu, sem fyrrum stjórnarmaður í Stöð 2, af þátttöku í fjárhagslegri endurskipu- lagningu og fjármögnum þess fýrir- tækis. Þar hefði með aðstoð og stuðningi Verslunarbankans tekist að endurfjármagna reksturinn og fá inn nýja hluthafa. Nú sé þessu fyrirtæki lýst sem fjársterkum fjöl- miðlarisa sem áhrifamiklir aðilar keppist um að eignast hlutabréf í. Bankinn hafi ekkj orðið fyrir tjóni en hefði I'yriríækið veijð svelt með rekstrarfé á þessum tíma hefði það orðið snarlega gjaldþrota. Jónas fjallaði um fyrsta kafla ákæiainnar þar sem skjólstæðingi hans er ásamt forstjóra, stjórnar- formanni og endurskoðanda Haf- skips gefið að sök að hafa beitt stjórn félagsins og Útvegsbanka blekkingum með rangfærðu bráða- birgðauppgjöri félagsins fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984. Hann fann að verknaðarlýsingu í ákæru sem hann sagði nánast enga og rakti að fyrir lægi í málinu að skjólstæðingur sinn hefði hvergi komið nærri gerð bráðabirgðaupp- gjörsins. Auk þess sé borðliggjandi að það sem í ákæru er rakið sé ekki refsivert og eigi ekki við til- greind refsiákvæði. Hann rakti hvern lið ákærunnar og vitnaði í framburð skjólstæðings síns og annarra því til stuðnings að þau mál sem þar væri ákært út af hefðu, utan eitt, hvorki komið inn á borð Páls Braga né verið á verk- sviði hans. Páll Bragi hafi á þessum tíma þegar ákveðið að hætta störf- um hjá fyrirtækinu, en hann lét af störfum í mars 1985, og það hefði mótað störf hans á þessum tíma. Hann hefði mest sinnt verkstjóm, því að sjá um að verkin yrðu unn- in, án afskipta af efnisþáttum enda hefði verið unnið á grundvelli þeirra reglna sem fyrirtækið hefði starfað eftir um árabil. Hann sagði að eng- in skjalleg sönnunargögn lægju fyr- ir í málinu sem gæfu til kynna að Páll Bragi hefði ákveðið að rang- færa eða hindra réttar færslur í bókhaldi fyrirtækisins. Um þann eina ákærulið sem fyrir lægi að umbjóðandi hans hefði haft afskipti af við gerð milliuppgjörs, ákærulið vegna vantalins rekstrartaps eign- arhaldsfélagsins Hafskip Holdings Inc. í Bandaríkjunum um 3,6 millj- ónir króna, sagði hann ljóst að sak- sóknari þyrfti að lesa skjöl málsins aftur og spyija sig hvort það sem þar kæmi fram gæfí vísbendingu um einbeittan brotavilja. Svo væri ekki og hveijum manni hlyti að vera ljóst að þar hefði verið á ferð raunverulegt álitaefni sem menn hefðu lagt sig í líma við að leysa og upplýsa. Þessi ákæruliður stydd- ist við þann framburð þáverandi framkvæmdastjóra dótturfélags Hafskips, Cosmos, að lagt hefði verið að honum að lækka bókfært tap fyrirtækisins. Rétt væri að nauðsynlegt hefði verið talið að kanna málið betur og því hefði ver- ið tekin málefnaleg ákvörðun um að fresta millifærslu 120 þúsund dala til ársreikningsgerðar. Þetta hefði ekkert haft með það að gera að fegra efnahag félagsins. Hefði það verið viðfangsefni þessara manna hefðu þeir átt margar ein- faldari leiðir að því marki. Þá væri ljóst að æðsta yfirstjórn hefði tekið af skarið í þessu álitaefni milli tveggja félaga með sjálfstæða yfir- stjórn. Voriílboðá BV-handfjökkum Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast. Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonarstörf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. || Eigum ávallt fyrirliggjandi jf hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SÍMI672444 TELEFAX672580 SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 SUMARSALAN '90 í MAX-HÚSINU SUER í GEGN Opið virki Max og Henson m í MJtmmu við hliðina á Hagkaupi, Skeifunni. Frábært verú - bóú slmmm a daga frá kl. 12-18. Laugardaga frá kl. 10-16 * * *úmÉs c ásiiatíkkc sjk& ir y i' %: % & ic m. ■'■■ ■ ■.■'X.'shEsstSiK©.«■ ■■ ■ sla.'t. sv sl® crtti sji • u » m.» -y|'‘vv~'''Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.