Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 40_________________ Magnús Björnsson símamaður - Minning Fæddur 24. júní 1914 Látinn 9. maí 1990 Ástkær tengdafaðir minn verður jarðsunginn í dag. Andlát hans bar brátt að. Það kom eins og reiðarslag, þótt ekki hafi það komið óvænt. Magnús var búinn að vera hjartveikur undanfarin ár og dó úr hjartabilun á Landspítalanum miðvikudaginn 9. maí síðastliðinn. Það eru aðeins liðnar rúmar tvær vikur síðan fyrsta stóra niðjamótið var haldið í Þorbergsstaðaættinni. Þangað komu um 600 manns. Það var í alla staði mjög vel heppnað og fróðlegt fyrir mig að kynnast ætt konu minnar. Það vakti athygli mína hve vel fólkið var máli farið. Þeir, sem ávörpuðu hópinn töluðu án hiks. Þarna var haldinn merkilegur fyrir- lestur í máli og myndum um ættina, sem upplýsti fyrir hinum yngri uppr- una þeirra. Magnús fæddist 24. júní 1914 á ættaróðalinu Þorbergsstöðum. For- eldrar hans voru venjulegir íslenskir bændur, sem hófu búskap með tvær hendur tómar. Þegar 7 börn voru fædd áttu þau engra annarra kosta völ en að flytjast að afdalakotinu Skógsmúla. Tún voru svo iítil að þau gátu aðeins gefið af sér hey fyrir 2 kýr og 40 kindur. Húsakynni voru lítil. Þarna fæddist 1 barn til viðbót- ar. Til að framfleyta fjölskyldunni stundaði heimilisfaðirinn, Björn Magnússon, margvísleg störf utan heimilis. Hann þótti mjög laginn og var margt til lista lagt. En þrátt fýrir fátæklega umgjörð dafnaði þama þróttmikil menning og mikil Íífsgleði. Útvarp var þá ekki komið til sögunnar svo að heimilisfólkið varð að skapa sína eigin dægradvöl. ' Þarna dafnaði íslenska kvöldvakan vel. Dagsverki fátæka bóndans var ekki lokið með gegningum á kvöld- in. Hann var bókhneigður og fékk lánaðar bækur í lestrarfélaginu. Hann hlýtur að hafa verið með af- brigðum vel gefinn því að við daufa skímu í þröngri baðstofunni samdi hann mörg leikrit upp úr bókunum. Síðan voru þau sett á svið í hjöllum og skemmum. Hápunkti náði leiklist- in sennilega, þegar Skugga-Sveinn var settur upp í baðstofunni á Þor- bergsstöðum. Þetta var félagslífið í sveitinni, auk kirkjugöngu. Að sjálf- sögðu tók öll fjölskyldan þátt í leik- listinni, Magnús jafnt sem aðrir. Öll systkini Magnúsar eru sammála um, að árin 14 í Skógsmúla hafí verið besti tírpi æskunnar. Þar ríkti ávallt góður andi, lífsgleði og kærleikur. Þessi bakgrunnur Magnúsar upp- lýsir vel, hver hann var. Hann kom frá miklu menningarheimili, þar sem lífsafstaðan og mannlegt viðmót var allt mjög jákvætt. Systkinin þráðu að komast í skóla, enda erfðu þau gáfur föður síns og móður, en sökum efnaleysis var sá möguleiki ekki fyr- ir hendi. Á unglingsárum Magnúsar var sími lagður um Dalina. Þar fékk hann vinnu á sumrin. Kaupið lagði hann til hliðar með von um að geta farið í skóla. Sá draumur rættist, er hann settist á skólabekk í Reykja- skóla í Hrútafirði. Síðar meir tókst honum að safna fyrir árs námi á Bændaskólanum á Hvanneyri. Það- an útskrifaðist hann sem búfræðing- ur. Árið 1937, þegar Magnús var 23 ára gamall, flutti fjölskyldan að ættaróðalinu Þorbergsstöðum. Að- eins ári síðar dó faðir hans sviplega af slysförum. Eftir stóð ekkjan, Hólmfríður Margrét. Benediktsdóttir, með 8 börn. Það var kona með stórt og hlýtt hjarta. Magnús var þriðji í systkinaröðinni og elstur bræðranna. Það kom því í hans hlut að sjá um búið ásamt móður sinni og yngri systkinum, en síðar tóku yngri bræð- ur hans við eftir því sem þeir uxu úr grasi. Systkini Magnúsar eru öll á lífí, en þau eru Margrét, Ása, Ragna, Benedikt, Kristján, Sigurður og Arni. Það hafa án efa verið Magn- úsi mikil vonbrigði að verða að flytja úr sveitinni eftir að vera búinn að fá búfræðingsmenntunina. En hann fékk heymæði og varð að fara. Það var í kringum 1940. í Reykjavík fékkst hann við ýmis störf. Fljótlega fékk hann vinnu hjá símanum við skeytaútburð. Hann hélt tryggð við þessa stofnun og vann þar svo lengi, sem hann mátti; til 71 árs aldurs. Síðustu árin var hann varðstjóri. Auk þess vann hann ýmis önnur störf til að endar mættu ná saman. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Inger Ester Nikul- ásdóttur, í höfuðborginni. Þau giftu sig 10. maí 1947 og hefðu haldið upp á 43 ára brúðkaupsafmæli sl. fímmtudag, ef hann hefði lifað degi lengur. Sex mannvænleg börn sáu dagsins ljós, sem öll eru á lífi. Þau eru: Björn Hólm, kvæntur Önnu Fíu Emilsdóttur; Valdís, gift Kjartani Jónssyni; Oddur Örvar, kvæntur Huldu S. Skúladóttur; Hafrún, gift Karli Halli Sveinssyni; Elínborg, gift Gunnari Þór Guðjónssyni og Mar- grét Ólöf, gift Benedikt Grétari Ás- mundssyni. Barnabörnin eru þegar orðin 14 og tvö eru á leiðinni. Magnús erfði mikið félagslyndi frá bernskuheimili sínu, enda tók hann alla tíð eins mikinn þátt í fé- lagslífi og aðstæður leyfðu. Hann var einn af stofnendum bridsdeildar Breiðfirðingafélagsins og lét sig aldrei vanta á spilakvöldin. Þegar hann varð „löglegt gamalmenni", eins og hann sagði sjálfur, tók hann til óspilltra málanna við þátttöku í félagslífi aldraðra. Hann gekk að því sem hverri annarri vinnu. 5-6 daga í viku fór hann að spila við félaga sína, bæði vist og brids. Hann sá það sem hlutverki sitt að drífa með sér einmana fólk, sem dvaldi heima í einsemd. Kvaðst hann hafa séð ýmsa „rísa upp frá dauðum" við að fara út í félagslíf aldraðra. Önnur áhugamál hans voru ferðalög um ísland. Þau hjónin ferðuðust á hveiju sumri og það eru ekki margir staðir á landinu, sem þau hafa ekki komið á. Magnús hafði yndi af að ráða krossgátur og vann til margra verð- launa fyrir það. Minningin um Magnús er björt. Hann var alltaf hress og kátur og reyndi að gera gott úr öllum hlutum. í hópi var hann hrókur alls fagnaðar og setti iðulega saman vísur, sem glöddu samferðamenn hans. Tryggð og lipurð í allri umgengni eru eigin- leikar sem menn munu minnast. Magnús var blátt áfram í framkomu og iaus við allan tepruskap. Hann var fremur lágur vexti með hið mikil- úðlega Þorbergsstaðasvipmót. Að leiðarlokum þakka ég Guði fyrir Magnús og bið hann um hugg- un fyrir Ester og alla fjölskylduna. Á slíkum tímamótum verður söknuð- urinn og treginn sár. Mætti hin kristna upprisuvon beina sjónum okkar fram á við til þess tíma, þeg- ar börn Guðs fá að hittast frammi fyrir hástóli Guðs og lifa að eilífu í gleði og fögnuði með honum. Dauð- inn er ekki endalok kristins manns, Kristur hefur sigrað hann. Kjartan Jónsson ga'nga fatlaðra haustið 1978. í kröfugöngunni voru milli 12 og 13 þúsund manns og mér er til efs að önnur eins ganga hafi farið fram á íslandi. Ég fullyrði að ekkert hefur haft jafnmikil áhrif á framvindu hags- munamála fatlaðra og þessi ganga. Sú reynsla og skilningur sem ég öðlaðist á fundum með þessum eld- hugum nýtist mér ævilangt og fyrir það er ég sérstaklega þakklátur. Ég hef legið á deild A-7 á Borg- arspítalanum, sömu deild og Sigur- sveinn andaðist á, síðan 30. apríl og’ vérð 'þar þegar útför hans fer Magnús Björnsson fæddist á Þor- bergsstöðum í Dalasýslu. 24. júní 1914 og lést í Reykjavík 9. maí 1990. Foreldrar Magnúsar voru Hólmfríður Benediktsdóttir frá Þor- bergsstöðum og Björn Magnússon frá Hellissandi. Þau hjón eignuðust átta börn: Margréti, Ásu, Magnús, Ragnheiði, Benedikt, Kristján, Sig- urð og Áma. Magnús kvæntist Inger Ester Nikulásdóttur frá Selfossi 10. maí. Magnús elst upp hjá foreldrum sínum vestur í Dölum, er einn vetur við nám í Reykjaskóla, fer síðan á Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifast þaðan sem búfræðingur 1937. Ári seinna dó faðir hans, og var Magnús við búskap hjá móður sinni og systkinum þar til hann flyst suður til Reykjavíkur skömmu eftir hernám Breta 1940. Er hann þá í vinnu hjá setuliðinu í nokkurn tíma, en 1943 ræðst hann til starfa hjá Ritsímanum og starfar þar til ársins 1984, er hann lætur af störfum vegna aldurs eftir fjögurra áratuga starfstíma. Það er mikill fengur stóru fyrir- tæki að njóta starfsorku góðra manna svo árum skipti. Póstur og sími sýndi það með þeim viðurkenn- ingarskjölum, sem Magnús fékk er hann lét af störfum, að verk hans voru vel af hendi leyst og vinnuveit- andinn treysti störfum hans. Magnús var maður þrekinn, kvik- ur á fæti, handtakið snöggt og fast, svipurinn mikilúðlegur, augun leiftr- andi og kvik undir þykkum auga- brúnum. Vottaði fyrir glettnis- glampa í þeim þegar sérstök spila- skipting kom upp. Magnús hafði mjög gaman af að spila brids og var einn af stofnendum Bridsfélag Breiðfirðinga fyrir 40 árum og spil- aði ávallt í því félagi meðan heilsan leyfði. Við félagarnir, sem spiluðum með honum í tugi ára, söknúðum hins glaðsinna vinar og félaga, sem ávallt hélt á lofti glaðværum samræðum eða lét fjúka í hnyttnum vísum, sem hann var oft fljótur að yrkja. Líka var hann góður sögumaður og naut þess að vera í glöðum vinahópi. Við söknum þessa góða félaga, en erum þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta þess að verða honum samferða nokkurn spöl í rúmi tímans. Ég færi ekkju hans og börnum og öllum aðstandendum samúðar- kveðjur. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason. Og vertu nú sæli. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þið breiði, og sætt er það þreyttum að sofa’ eins og þú með sólskin á minning og leiði. (Þorsteinn Erlingsson.) fram. Ég bið því fyrir samúðarkveðj- ur til vina og aðstandenda hans. Arnór Pétursson Kveðja frá Lúðrasveit verkalýðsins Mánudaginn 14. maí var Sigur- sveinn D. Kristinsson til moldar bor- inn frá Langholtskirkju. Sigursveinn var ásamt Stefáni Ögmundssyni einn helsti forgöngu- maður að stofnun Lúðrasveitar verkalýðsins hinn 8. mars 1953 og var stofnfundurinn haldinn á heimili hans við Grettisgötu. Tengsl Sigur- sveins við sveitina voru löngum ná- in, meðan honum entust starfskraft- ar, efnt var til tónleika í samstarfi við kóra og fleiri menningaröfl á vegum verkalýðshreyfíngarinnar, sem Sigursveinn átti aðild að, og stjórnandi var hann árin 1962-1964. Við tónskóla hans hafa ótal félagar Lúðrasveitar verkalýðsins menntast á hljóðfæri sin, sem sannar að enn býr sveitin að framtaki hans og eld- móði og megi svo Iengi verða. Lúðrasveitin taldi sér sóma að því er hún gerði hann að heiðursfélaga sínum á fyrra ári og þann 1. maí sl., daginn fyrir dauða Sigursveins, kom út fyrsta hljómplatan með leik sveitarinnar, þar sem 1. maí svíta hans er meðal helstu viðfangsefna. Sveitin kveður Sigursvein nú með þökk og virðingu og sendir aðstand- endum hans einlægar samúðarkveðj- ur, Lúðrasveit verkalýðsiris Sigursveinn D. Krist insson - Kveðjuorð Fæddur 24. apríl 1911 Dáinn 2. maí 1990 Fljótlega eftir að ég slasaðist flutti ég frá Akranesi til Reykjavík- ur, þá varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast þeim mikla heiðurs- og baráttumanni, Sigursveini D. Kristinssyni. Ég sat mitt fyrsta Sjálfsbjargar- þing 1974 og þá kynntist ég fundar- stjóranum Sigursveini. í öllu því fé- lagsmálstarfi sem ég hef tekið þátt í hef ég ekki kynnst neinum í líkingu við hann, sérstaklega þegar komið var undir þinglok og mikið af tillög- um og ályktunum lá fyrir hvað hann var þá snöggur að greina aðalatriðin frá aukaatriðum, og að sameina tvær og jafnvel þrjár í eina með smá orðalagsbreytingum eða lagfæring- um þannig að allir gátu verið sáttir. Á einu þingi særði ég hann óvart, þá hafði ég flutt tillögu sem ég reyndar mann ekki í dag. Sigur- sveinn lagði til að henni væri vísað frá. Sagði ég þá í hálfkæringi „hún ríður ekki við einteyming íhaldssemi fundarstjóra". Ég frétti síðan eftir á að honum hafði sámað mikið. Ég notaði því fyrsta tækifærið þegar ég vissi af .honum á fundi i Sjálfsbjargarhúsinu að fara og biðja hann afsökunar. Þegar ég hitti hann segi ég „sæll, Sigursveinn minn“ og hann svarar snöggt „ég hélt að þú talaðir ekki við íhaldsmenn". Ég baðst afsökunar á ummælum mínum og síðan var þetta mál úr sögunni. Þetta er rifjað upp hér því Sigur- sveinn var svo mikill og sannur só- síalisti að verra var ekki hægt að gera honum eti að tengja hann á einhvern hátt við íhald eða íhalds- semi. Best kynntist ég Sigursveini 1978 en þá höfðum við og Magnús heitin Kjartansson haldið nokkra „símafundi” um málefni fatlaðra. Nú var ákveðið að hittast í Stóra- gerðinu hjá Sigursveini og stilla saman strengina. Þar sat ég sem lærisveinn við fótskör meistaranna því inn í viðræður okkar blönduðust upprifjanir og endurminningar þeirra um verkalýðsbaráttu, sveitar- stjórnar- og landsmálapólitík og bar- áttuna gegn hemum sem stóð þeim báðum hjartanu næst. Ekki gat ég hjá því komist að taka eftir h\-að einlægt og ástríkt hjónaband þeirra Ólafar heitinnar og Sigursveins var. Síðar bættist í þennan hóp Rafn Benediktsson þá- verandi formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík. Afraksfur þes^ara fijnda var svo hin stórglæsilega jafnréttis- Magnús Björnsson fæddist á Þor- bergsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hugur Magnúsar beindist snemma að búskap og í rökréttu framhaldi af því hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi sem búfræðing- ur árið 1935 með góðum vitnisburði. Margt fer öðru vísi en ætlað er. Að lokinni námsdvölinni á Hvann- eyri gerðist Magnús bóndi á Þor- bergsstöðum en varð fljótlega að bregða búi sakir heymæði. Ég veit að það var Magnúsi ekki sársauka- laust að hverfa úr sveitinni enda hafði hann alla tíð mjög sterkar taugar til búskapar og landnytja: Leiðir Pósts- og síma og Magnús- ar liggja fyrst saman í nóvember 1943 er hann hóf störf á skeytaút- sendingu ritsímans í Reykjavík sem sendimaður. Magnús hlaut skipun í fyrrnefnt starf 1. janúar 1949 og varð yfírsendimaður / varðstjóri 1. september 1973. Ýmsir Reykvíkingar muna eflaust eftir Magnúsi frá hans fyrstu árum í starfi, en þá voru skeyti keyrð út á mótorhjólum. Eins og nærri má geta gat verið svalt og volksamt á þessum mótorhjólum þegar þannig viðraði og byggð einnig mikið dreifð- ari á þessum árum. Seinna komu svo bílarnir til sögunnar og þá gjör- breyttist öll vinnuaðstaða um leið. Magnús var samviskusamur í -starfi og óeigingjarn og eftir að hann varð varðstjóri kom fljótt í ljós hve laginn hann var við að fínna út hveijir ættu skeyti með ófullnægj- andi utanáskriftum. Magnús átti gott með að umgangast fólk, hvort heldur sem voru samstarfsmenn eða viðskiptavinir. Þetta er eiginleiki sem er hreint ekki léttvægur í slíku starfi sem Magnús gegndi, og þetta er jafnframt eiginleiki sem aldrei verður til fjár metinn. Magnús var glaðsinna, þannig glaðsinna að það smitaði út frá sér og hafði bætandi áhrif á þá, sem hann umgengust. Lengi vel voru unglingar starfandi á skeytaútsend- ingunni sem viðbótar vinnuafl, sér- staklega á sumrin. Allir vita að ungu fólki fylgir tíðum galsi og svolítil fyrirferð en Magnúsi gekk vel að beisla orku þessa æskufólks með glettni sinni og stundum smástríðni, sem alltaf var græskulaus. Ekki þurfti að eiga langar sam- ræður við Magnús til að komast að því, að þar fór vel gefínn maður og víðlesinn, þrátt fyrir skamma skóla- göngu. En eins og hjá svo mörgum á Magnúsar reki þá bætti sjálfsná- mið upp skortinn á skólagöngunni. Ein var sú náðargáfa, sem Magn- ús hefur sjálfsagt fengið í vöggu- gjöf, en það var hve létt hann átti með að kasta fram stöku. Tækifær- isvísurnar, sem Magnús hefur ort í gegnum tíðina skipta örugglega hundruðum. Oft var nú leitað til Magga Björns og hann beðinn að koma með eina lauflétta af ein- hveiju tilteknu tilefni. Og það var einmitt í þessum stökum, sem glettni og gáski Magnúsar kom vel í ljós. Magnús lét af störfum hjá Pósti og síma 31. desember 1984, þá lið- lega sjötugur að aldri. Nokkrum árum áður hafði hann kennt þess sjúkdóms, hjartveiki, sem að lokum varð honum að aldurtila. Ekki lét Magnús krankleika þennan alveg hindra það, að hann sinnti sínum áhugamálum, sérstaklega stundaði hann bridsspilamennsku af miklum móð. Magnús var áreiðanlega sáttur við sitt lífshlaup, hann og eftirlifandi eiginkonu hans, Inger Ester Nikul- ásdóttir, komu sex börnum til manns og það er ekki lítil Guðsgjöf. Að endingu vottum við eiginkonu, börnum, tengdabörnum og öðru skylduliði innilega samúð. F.h. starfsfólks á ritsímanum í Reykjavík. Oli Gunnarsson. Magnús Björnsson frá Þorbergs- stöðum verður jarðsunginn í dag. Vegna sérstakra aðstæðna get ég ekki minnst þessa vinar míns og góða drengs nú. Við hjónin sendum Ester, börnum þeirra og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Þóraririn St. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.