Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1990 Með mprgunkaffínu Þú manst þú lolaðir að segja aldrei íirá því að þú „fannst mig“ í forngripadeild- inni. .. ? Blóðblöndun og bíldhöggvarar Velvakandi. Lesandi þinn spyr um ættir Ed- vards Eriksen, myndhöggvarans danska, sem átti íslenska móður. í bók Vilmundar landlæknis Jónsson- ar, Með hug og orði, birtist grein þar sem rakin er ætt hans og störf hans rakin. Pétur Pétursson, þulur. Í fyrra hefti bókarinnar segir eft- irfarandi um ættir Eriksens í kafla er ber heitið Blóðblöndun og bíldhöggvarar: „Nú varð hinn almenni hafmeyj- aráhugi Reykvíkinga til þess, að hinn sami borgari heyrir ávæning af og leggur hlustir við, að bíldhöggvari sá hinn danski, er Eyr- arsundsméyna skóp, Edward Eriks- en, sem furðulega fáir kunna að nefna, hafi reyndar líka verið íslenzkur í aðra ætt og meira að segja í þá ættina, sem öruggari er, sjálfa móðurættina. Fýsti borgarann að fá þetta rækilega staðfest, og var ekki laust við, að hann sæi sig í anda gera hinum danska vini sínum við tækifæri kost á að segja í annað sinn: „Det siges,“ í þeim tón, sem þá félli að staðreyndum. Fljótgert var að fá það staðfest, að ávæningurinn um móðurætt Eriksens bíldhöggvara var ekki úr lausu lofti gripinn. í dönskum ævi- skrám (Bricka) er þjóðerni móður Eriksens að vísu ekki beinlínis greint, en sjálft nafnið tekur af öll tvímæli, því að hún hét Svanfríður Magnússon, jafnvel eð-inu, aldrei þessu vant í dönskum texta, ekki undan stolið, heldur svo mikið fyrir haft að afla sér þess úr annarri let- urgerð. En borgarinn vildi vita betur. Hver var hún, þessi Svanfríður Magnússon? Hvaðan af landinu var hún og hverra manna? í ljós kom, að þetta vissi enginn hinna líklegustu manna. Jón biskup Helgason, sem skrifað hefur heila bók um íslendinga í Danmörku, nefnir hana ekki á nafn og ekki heldur hinn merka son hennar. Þeir, sem skyldastir voru til að vita deili á henni, eftir því sem síðar kom í ljós, þeir Sighvatur Borgfirðingur, Hannes Þorsteinsson og Páll Eggert Ólason, nefna hana að vísu allir og vita, að hún hafði horfið ung til Danmerkur, en síðan kunnu þeir ekkert af henni að segja. Fyrir þeim öllum var hún aðeins nafn eitt. Er þetta eitt með öðru glöggur vitnis- burður um það, hve Islendingar hafa allt til þessa gert sér ótítt um hafmeyjar. Lesendur Frjálsrar þjóðar munu minnast þess, að snemma á síðast- liðnum vetri (í 7., 8. og 9. tbl. þ. á.) birtist þáttur af heldur lánlitlum manni, Jóni Hjaltasyni, silfursmið, er eyddi ævidögum sínum fyrir og eftir miðja síðastliðna öld í Stein- grímsfirði, Breiðafirði og ísafjaröar- djúpi, illa leikinn af valdamönnum og ekki að öllu leyti óverðskuldað. En athvarf átti hann um einn tíma ævi sinnar á prestheimili vestra og var þó einkum skjólstæðingur maddömunnar, sem var fjórða kona manns síns, er var nærri 25 árum eldri en hún, drykkfelldur í meira lagi og allhrumur orðinn, en madda- man með nokkrum ólíkindum frjó- söm í sambúðinni, nema nokkuð hafi til borið um dáleika hennar á silfursmiðnum, sem mun hvergi nærri hafa verið grunlaust. Umræddum presthjónum á Brekku í Langadal í ísafjarðar- djúpi, þeim séra Torfa Magnússyni (fæddur-24. janúar 1786, dáinn 17. mars 1863) og Ijórðu konu hans, Kristínu Pálsdóttur (fædd 29. sept- ember 1810, dáin 28. nóvember 1867) Guðmundssonar frá Fagurey á Breiðafirði, fæddist hinn 3. dag febrúarmánaðar 1854 dóttir, er hlaut nafnið 'Svanfríður Torfadóttir, enda þótt almannarómur drægi fað- ernið í efa og muni hafa þótt silfur- smiðurinn prestinum á allan hátt til þess líklegri. Hefði óneitanlega ver- ið fróðlegt að vita, hvort Jón okkar Hjaltason var aðeins réttur og slétt- ur klambrari á silfursmíðar eða af- brigðilega hagvirkur, því að barnið, sem vafí leikur á, hvemig feðra skuli, er engin önnur en Svanfríður Magnússon, móðir hins lístfenga danska bíldhöggvara, sem haf- meyna gerði fagurlegast handa Dönum, en þó einkum til augnaynd- is gestum þeirra, og nú hefur gold- ið íslendingum móðemið með því að verða óbeinlínis að því valdur, að þeim hefur áskotnazt hin kali- forníska hafmeyjarmynd í Reykjavíkurtjörn, og er það ekki Edvard Eriksen með líkan af hinni frægu höggmynd sinni. hans sök, þó að henni líði þar auðsjá- anlega einhvern veginn ekki vel. Ferill Svanfríðar Torfadóttur á íslandi er fljótrakinn. Hún lifði bernsku sína með foreldrum sínum, yngst fimm alsystkina, á Brekku í Langadal, fráleitt við mikinn kost. Föður sinn, prestinn, missti hún níu ára og móður sína þrettán ára. Hún fermdist að Kirkjubóli munaðarlaus einstæðingur, að vísu eflaust frá vænu fólki, Guðmundi Ásgeirssyni, bónda á Arngerðareyri, bróður Ás- geirs skipherra, og konu hans, Dag- björtu Sigurðardóttur, sýslumanns, Guðlaugssonar. Við fermingu er Svanfríður dável læs, dável kunn- andi og hegðar sér ágætlega. Árið eftir er hún komin í vist á ísafirði, hjá Sófusi Nielsen, verzlunarmanni, síðar verzlunarstjóra þar og kaup- manni um langan aldur. Hjá honum er hún í þrjú ár, en flyzt þá (1872) af landi brott, að því er virðist ein síns liðs, til Kaupmannahafnar, og lýkur þar með sögu hennar á ís- landi þar til nú. Eftir ekki langa dvöl í Kaup- mannahöfn mun Svanfríður hafa gifzt þar dönskum skósmið, Martin Eriksen (fæddur 1850, dáinn 1933). Sonur þeirra, bíldhöggvarinn, fæðist 10. marz 1876. Svanfríður náði sjö- tugsaldri og dó 1924. Ókunnugt er, hvað Eriksen gerði úr íslenzku ætt- erni sínu, nema hvað vitað er, að hann hefur gert sér far um að halda óbijáluðu svipmóti nafns móður sinnar, og segir það að vísu sína sögu. Með honum sjálfum og beztu listamönnúm íslendinga á liðnum tímum er það ættarmót, að sjálfur er hann stórum minna frægur en verk hans.“ HÖGNI HREKKVlSI ,, &ARA SPAU&- * Víkveiji skrifar Víkverji minnist þess þegar hann var ungur að árum að fikta við blaðamennsku ásamt með öðr- um, sem nú gegnir ábyrgðarstöðu í fjölmiðlaheiminum, að þeir lentu í vandræðum vegna frásagnar hér í blaðinu af framleiðslu á Coca Cola. Með því að segja frá því hve mikið sykurmagn væri notað í ein- hveija blöndu af kóki, þótti fram- leiðandanum gengið of nærri hinni leynilegu formúlu um þennan töfra- drykk, sem alls staðar hefur náð feiknavinsældum og þykir skapa „alveg einstaka tilfinningu“. Þessu gamla ævintýri sló niður í hugann við lestur auglýsingar frá Coca Cola, þar sem stendur meðal annars: „Nýtt frá Coke: Koffeín- laust Diet-Coke, ef þú vilt halda vextinum og halda ró þinni.“ Víkveiji velti því fyrir sér, hvað hefði gerst ef frá því hefði verið skýrt hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum áratugum, að með því að drekka venjulegt kók gætu menn bæði tapað vextinum og ró sinni! Er unnt að skilja auglýsinguna frá Coea Cola á annan veg? Kosningabaráttan tekur á sig ýmsar myndir. Meðal annars var þeirri ábendingu komið á fram- færi við Víkveija, að í útvarpsþætt- inum „Á dagskrá" þriðjudaginn 8. maí hefði ölvunarakstur og hertar reglur gegn honum verið til um- ræðu . I þáttinn hefði Ragnheiður Davíðsdóttir hringt, en hún er með- al annars formaður Nýs vettvangs, og talað um nauðsyn þess að settar yrðu strangar reglur um þau mörk sem gilda um áfengismagn í blóði. Ragnheiður hefur auk nýlegra af- skipta af stjórnmálum látið öryggi í umferðinni til sín taka. Viðmælandi Víkveija sagði, að í útvarpssímtalinu hefði Ragnheiður skorað á stjórnvöld að hætta að veita áfenga drykki í móttökum á vegum ríkisins t.d. í lok funda og ráðstefna, meðal annars vegna þess að fólk kætni oft á bílum sínum til slíkra samkvæma. Tekur Víkveiji undir þá áskorun. Þá var Víkveija bent á, að hinn sama dag og Ragnheiður vakti máls á þessu í útvarpinu hefði ver- ið auglýsing frá Nýjum véttVangi um stjórnmálafund í Breiðholti, nánar tilgreint í Bjórhöllinni og þar hefði hin sama Ragnheiður verið kynnt sem fundarstjóri. Vaknaði þá sú spurning, hvort fundarmenn ættu að koma akandi til stjórnmála- fundar í Bjórhöll? xxx Ahaustin er venjulega gripið til vel skipulagðra aðgerða af hálfu yfirvalda til að minna menn á hætturnar í umferðinni. Tengjast þær viðvaranir upphafi skólaársins og lækkandi sól. Því miður benda umferðarslysin undanfarið til þess að samskonar átak ef ekki meira þurfi að gera á vorin þegar snjóa leysir og hlýnar í veðri. Ráðstafanir til dæmis í Reykjavík til að stemma stigu við umferðar- slysum hafa borið gleðilegan al- mennan árangur. Hitt er ljóst að á vissum árstímum er herferð um land allt nauðsynleg til að minna fólk á hætturnar í umferðinni. Vor- ið og upphaf sumars er slíkur tími ekki síðúr én haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.