Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAN Schalke einsog grár köttur áeftir Ásgeiri MIÐVIKUDAGUR 16. MAI GREINILEGT er að margir trúa því ekki að Ásgeir Sigurvinsson sé að hætta að leika knatt- spyrnu. Mörg félög og um- boðsmenn hafa haft samband við Ásgeir síðustu daga. Harð- ast hafa menn frá hinu forn- fræga og ríka félagi Schalke 04 gengið, en þeir hafa hringt í Ásgeir nær daglega og boðið honum gull og græna skóga komi hann til félagsins og verði leikstjórnandi næsta keppn- istímabil, en Schalke er að berjast fyrir sæti í Bundeslig- unni. Maður hefur varla fengjð frið síðustu daga,“ sagði Ásgeir. „Það er eins og að mennirnir frá Schalke hafi ekki skilið það sem ég hef verið að segja. Fyrst þjálfarinn, þá fyrirliðinn, síðan for- seti féíagsins og einnig fram- kvæmdastjórinn. Eg hef átt í vök að verjast. Það er eins og menn neiti að gefast upp. En ég er ákveð- inn í að hætta og það verður ekki aftur tekið,“ sagði Ásgeir, sem fær smá frí frá símhringingum næstu daga. Hann fer til Frakklands og Spánar til að leika þar fjóra síðustu leiki sína með Stuttgart. „Við leikum æfingaleik gegn heimsmeistaraliði Sameinuðu Arabísku furstadæmanna í Frakk- landi, en síðan höldum við til Spán- ar og leikum þar tvo leiki,“ sagði Ásgeir, sem bíður nú eftir löngu og góðu sumarfríi, en hann hefur ekki fengið almennilegt sumarfrí í sautján ár, eða síðan hann fór til Standard Liege 1973. Bless Bund- esliga segir á spjaldinu sem Ásgeir heldurá. Hanner ákveðinn íað hætta þrátt fyrir gylliboð frá Schalke 04. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND HANDBOLTI / SPANN Tvöfalt hjá Ingu og Brodda Inga Kjartansdóttir og Broddi Kristjánsson urðu tvöfaldir sigur- vegarar á Opna meistaramóti KR í badminton sem fram fór í KR-heimil- inu um síðustu helgi. Broddi og Ármann Þorvaldsson sigruðu í tvíliðaleik karla, eftir mjög jafna og skemmtilega viðureign við Guðmund Adolfsson og Jóhann Kjait- ansson, 15:12, 11:15 og 18:13. Broddi og Inga Kjartansdóttir sigr- uðu í tvenndarleik, sigruðu Guðmund Adolfsson og Kristínu Berglind, 12:15, 15:5 og 15:12. Inga og Kristín Berglind sigruðu Sigríði Jónsdóttur og Elínu Agnarsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Ásgeir vill ekki kveðju- leik hjá Stuttgarl Það hefur vakið athygli í Stuttgart að Ásgeir Sigur- vinsson hefur hafnað boði Stutt- gart um sérstakan kveðjuleik á ^^■■■■1 Neckar-Ieikvang- FráJóni inum. Ekki kemur Halldóri það öllum þó á GarðarsByni óvart, því margir þekkja hledrægm Ásgeirs, sem segist frekar vilja bjóða félögum sínum í íslenskan mat og drykk, heldur en að kveðja með sérstökum leik á knatt- spyrnuvellinum, Það eru margir j Stuttgart sem trúa því varla að Ásgeir sé búinn að leika síðasta leik sinn með Stuttgart, en hann hefur verið einn mikilvægasti og vinsælasti leikmaður félagsins. Hann sýndi það gegn Homburg að hann á mikið eftir og gæti leikið tvö til þijú ár í viðbót. „Ernst Happell er besti þjálfar- inn,“ sagði Ásgeir, þegar hann var spurður um hvaða þjálfari væri bestur af þeim sem hann hefur verið hjá. Happel var þjálf- ari hjá Standerd Liege þegar Ás- geir lék þar. Þegar Ásgeir var spurður um Arie Haan, sagði hann: „Samkomulagið hjá okkur var ekki eins og ég vonaðist, en það var einmitt ég sem óskaði eftir því að Haan yrði ráðinn þjálf- ari Stuttgarts." ÉÉÉl_______I Schuster Riley ÍÞRÚmR FOLK ■ BERND Schuster segist ætla að fara frá Real Madrid þegar samningur hans rennur út í júní. Hann segist ekki vilja leika með öðru félagi á Spáni en vill ekki láta uppi hvert hann fer. ■ PAT Riley, þjálfari Los Ange- les Lakers, var í gær kjörinn þjálf- ari ársins í NBA-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Riley fær bikar- inn, sem kenndur er við Red Au- erbach, fyrrum þjálfara Boston. Það þykir reyndar undarlegt að Riley skuli ekki hafa fengið bikar- inn fyrr en hann hefur slegið flest met í deildinni og náð ótrúlegum árangri með Lakers, þrátt fyrir að útlitið sé ekki gott í úrslitakeppn- inni. Riley fékk 52 stig, af 92 mögulegum, í kjöri blaða- og frétta- manna í Bandaríkjunum. í öðru sæti varð Jim Lynam, þjálfari Philadelphia 76ers, með 14,5 stig og Rick Adelmann, þjálfari Port- land, varð þriðji með 12,5 stig. ■ BRYAN Gunn, markvörður Norwich, fær gullið tækifæri til að tryggja sér fast HM-sæti í kvöld er hann leikur sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland. Gunn tekur sæti Jim Leighton, sem er að leika með Manchester United gegn Crystal Palace á Wembley á morgun. ■ LEIKURINN gegn Finnum í kvöld verður kveðjuleikur Liam Bradys með landsliði íra. Hann fer útaf eftir 20 mínútur og segist ákveðinn í að hætta. „Það er til- gangslaust fyrir mig að halda áfram og ég er sáttur við að enda ferilinn á þennan hátt,“ sagði Brady. ■ BRASILÍSKI landsliðsmaður- inn Julio Cesar, sem leikur með Montpellier í Frakklandi, hefur gert samning við ítalska liðið Ju- ventus og leikur með því næsta vetur. Landsliðsmennirnir Rui Bar- ros frá Portúgal og Alexander Zavarov frá Sovétríkjunum eru líklega á förum en búist er við því að Sergei Aleiníkov verði áfram hjá félaginu. ■ ANDERLECHT og Atletico Madrid beijast um framheijann Dragan Jacovljevic hjá Nantes. Franska félagið vill þó ekki sleppa honum fyrr en eftir heimsmeistara- keppnina og vona að góð frammi- staða hans þar eigi eftir að hækka verðið. BADMINTON Meistararnir skáluðu of snemma Leikmenn Bayern Múnchen léku síðustu þijár mínúturnar áður en þeir tóku á móti V-Þýskalandsmeistaratitlinum, í kampavínsvímu. Ástæðan fyrir því var sú að þegar þrjár mín. voru eftir af leik þeirra gegn Dortmund í Múnchen á laugardag, varð að stöðva leikinn þar sem áhorfendur, sem héldu að leikurinn væri búinn, ruddust inn á völlinn. Það tók 25 mín. að koma þeim útaf. Á meðan sátu leikmenn Bayem inni í búningsklefa og skáluðu í kampavíni. Sumir leikmanna Bayern voru hreint ekki í ástandi til að spila er þeir komu inn á til að ljúka leiknum, sem þeir unnu, 3:0. BADMINTONÞJALFARI Badmintonfélag Akraness vill róóa þjálfara fyrir næsta keppnistímabil eöa lengur. Upplýsingar gefur Jón Runólfsson, heimasími 93-12190, vinnusími 93-11785 Badmintonfélag flkraness. Granollers úr leik GRANOLLERS tapaði óvænt fyrir San Antonio á heimavellli um helgina, 29:30, og getur því gleymt meistaradraumnum. Teka og Barcelona sigruðu bæði en Barcelona er einu stigi á undan þegar þrjár umferðir eru eftir. Granollers var undir lengst af gegn San Antonio og í leikhléi var staðan 15:16, gestunum í vil. Granollers náði að jafna 29:29 en sigurmarkið gerði Sovétmaðurinn Lvov úr vítakasti þegar leiktíminn var útrunninn. Geir Sveinsson gerði þijú mörk fyrir Granollers en Atli Ililmarsson lék ekki með vegna meiðsla. Teke sigraði 'Ponte Vedra mjög örugglega, 33:23. Kristján Arason gerði sex mörk en varamenn Teka fengu að spreyta sig i leiknum. Bidasoa sigraði Malaga, 21:20 á útivelli. Alfreð Gíslason lék ekki með vegna meiðsla og dróst nokkuð afturúr í baráttunni um marka- kóngstitilinn. Hann hefur gert 171 mark. Rúmeninn Vaseli Stinga hef- ur gert 178 og Daninn Kim Jacobs- en 202 mörk. Barcelona sigraði Paulu Tordera, 27:18 og hefur því enn ein's stigs forskot á Teka. Staðan er þannig að Barcelona er efst með 46 stig, Teka 45, Gran- ollers 42, Atletico Madrid 40 og Bidasoa og Caca Madrid 36 stig. Um næstu helgi leikur Granollers á útivelli gegn Barcelona og Alfreð Gíslason og félagar í Bidasoa taka á móti Teka. Geir Sveinsson og félagar í Gran- ollers eiga litla sem enga möguleika ;iá pieistaratitlj. FráAtla Hilmarssyni á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.