Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1990 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 691 187 á'milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Leikvöllur við Jórusel Guðjón Jónasson, Jórusel 26, spyr: „1981 fenguin við lóð til að byggja á hér í Jóruseli og 1982 flytjum við inn. Við enda göt- unnar er svæði sem ætlað var undir leikvöll og hefur hann verið á fjárhagsáætlun frá 1981 en gerð hans alltaf verið fre- stað, nú síðast á þeim forsendum að ekki sé hægt að hafa lei- kvelli við hverja götu hér í hverfinu. Börnin eiga að sækja á leikvelli í öðrum götum en heimur ungra barna nær bara ekki svo langt og auk þess eru þau ekki alltaf velkomin á aðra leikvelli. Umrædd lóð er nú eitt moldarsvað og ekkert verið gert, fyrir hana. Það myndi nægja að slétta lóðina þannig að krakk- arnir geti þó farið í boltaleiki þar.“ Svar: í Seljahverfi hefur- verið gengið frá einu eða fleiri leiksvæðum á hverju ári eftir því sem hverfið hefur byggst. Leikvöllurinn við Jórusel er sá eini sem er ekki lok- ið við á þessu svæði og verður hann gerður að ári. Þessi leikvöllur hefur verið í heildaráætlun um leiksvæði í hverfínu, sem gerð var fyrir nokkrum árum, og til þeirra hefur árlega verið veitt fé í fjár- hagsáætlun, en ekki sérstaklega til vallarins við Jórusel. Leiksvæði fyrir lítil börn eru í næstu götum, við Jakasel og Kaldasel og spark- völlur neðan við Jarðarsel. Félagsheimili heyrnarlausra Haukur Vilhjálmsson, Frosta- fold 107, spyr: Heyrnarlausir á Reykjavíkur- svæðinu geta ekki notfært sér hverfafélagsmiðstöðvar vegna þess að þar er engin þjónustu ætluð heyrnarlausum. Heyrnar- lausir notfæra sér þess i stað eigið félagsheimili sem er í mið- bænum. Mér er kunnugt um að allar hverfamiðstöðvar hafa þjófavarnakerfi og eftirlitskerfí frá Vara og Securitas. Félag heyrnarlausra hefur ekki fjár- magn til að kaupa slík þjófa- varnakerfi. Spurning mín til borgaryfirvalda er hvort þau séu tilbúin til að standa straum af slíkri þjónustu fyrir heyrnar- lausa. Ég vil i þessu sambandi benda á að heyrnarlausir greiða sama útsvar og skatta og aðrir Reykvíkingar en fá ekki notið sömu þjónustu. Heyrnarlausir eru mjög virkir í félagsmálum í félagsheimili heyrnarlausra. Ég held að það sé tiltölulega auð- velt að kippa þessu í Iiðinn og skora ég á borgaryfirvöld að gera það hið fyrsta." Svar: Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs var samþykkt að veita Félagi heyrnarlausra 500 þúsund króna styrk og er það undir stjórn félagsins komið hvernig honum er varið. Efstaleiti-Miðleiti Gústaf Björnsson, Neðstaleiti 6, spyr: „Hvað líður frekari fram- kvæmdum á opna svæðinu milli Efstaleitis og Miðleitis? Hvað er fyrirhugað að verði á þessu svæði? Svar: Milli Efstaleitis og Miðleitis var gerður leikvöllur í fyrrahaust. Um leið og jörð er orðin ptplöntunar- hæf verður hafist handa við að gróðursetja í tijábeðin og setja upp leiktæki. Vargur á Tjörninni Sveinn Björnsson, Grana- skjóli, spyr: „Hvað liyggjast borgaryfir- völd gera til að útrýma vargnum af Tjörninni svo fuglalíf geti þrifist þar með eðlilegum hætti?“ Svar: Sílamáfs fer að verða vart á Tjörninni í aprílbyijun ár hvert. Tegundin er að stærstum hluta farfugl. Tjörnin í Reykjavík, er eins og aðrar tjarnir náttúrulegur viðkomustaður sílamáfsins eins og annarra vatna- og vaðfugla. A hveiju ári berast kvartanir til borg- aryfirvalda vegna sílamáfs þegar fólk fer niður að tjörn með börn sín að gefa öndunum brauð. Mein- dýravarnir hreinsunardeildar reyna að sinna þessum kvörtunum eins og tök eru á, með því að skjóta varginn og eins með notkun fælingarskota en af augljósum ástæðum er afar erfitt að athafna sig með skotvopn á þessum til- Fyrirspyrjandi vildi vita hvað gert verði til að útrýma varg af Tjörninni. Borgarstjóri segir að nokkrir tugir upp í nokkur hundr- uð fúglar séu skotnir á hverju ári við Tjörnina. tekna stað í borginni. Þrátt fyrir þetta eru nokkrir tugir og upp í nokkur hundruð fuglar skotnir á hveiju ári á Tjörninni. Á vegum meindýravarna borgarinnar er einnig unnið starf sem vonast er til að skili árangri þegar litið er til framtíðar. Á hveiju ári, frá vori til hausts, er reynt að koma í veg fyrir að varp síiamáfsins takist í varplöndum í nágrenni borgarinn- ar. Einnig er mikill fjöldi fugla skotinn í þessum aðgerðum og á sorphaugunum í Gufunesi að með- altali 5.817 fuglar á ári frá árinu 1975.^>á hafa 15-16 þúsund varg- fuglsegg verið eyðilögð frá 1986. Svar: Búið er að steypa verulegan hluta gangstétta við Vesturás. Gert er ráð fyrir að halda verkinu áfram samhliða því sem húseig- endur ganga frá lóðum sínum. Frágangur grænu svæðanna fylgir svo á eftir. Bílskúrar og golf við Hraunbæ Jón Hassing, Árbæ, spyr: 1. „Búið er að ryðja ofan í lóðina á horni Brúaráss og Rofa- bæjar en ennþá hefur borgin ekki efht það loforð að sá í svæð- ið. Þarna er nú ruslahaugur, gömul bílhræ, byggingarefni og afgangar úr görðum, og allt fyk- ur þetta inn á lóðir i næsta ná- grenni. Ég spyr: Hvenær verður sáð í lóðina eða hún tyrfð? 2. Hvenær stendur til að reisa bílskúra við Hraunbæ? Sóst hefúr verið eftir því í 15 ár að fá að reisa þarna bílskúra en íbúar hafa fengið neitun frá tveim borgarstjórum. 3. Þá vil ég spyrja hvað borgarstjóri hyggst aðhafast varðandi golfiðkun á bæjarl- andinu austan bílastæðanna við Rofabæ og Hraunbæ. Þarna hafa skemmdir orðið á bílum vegna golfkúlna og börn eru í stórhættu þegar þau hlaupa á eftir kúlunum út á umferðaræð- ina sem þarna er. Komið var upp skilti á sínum tíma þar sem golfiðkun var bönnuð á svæðinu en starfsmenn gatnamálastjóra rifu þau niðui\“ Svar: 1. Fyrirspyijandi mun, vænta- lega eiga við lóðina nr. 1-19 við Brúarás. Er ég honum ■sammála um það að ástand hennar er óþol- andi. Borgaryfirvöld eiga stundum í erfiðleikum með einkaaðila sem ekki hlýða fyrirmælum, því vald- beiting er neyðarúrræði og oft er- fitt að koma henni við. Á um- ræddri lóð, sem er í einkaeigu, var á sínum tíma samþykkt raðhús og byggingarframkvæmdir hafnar, en þeim hætt, þegar þær voru komn- ar skammt á veg. Haustið 1986 var jarðvegi rutt yfir það sem framkvæmt hafði verið, og svæðið girt af, en þrátt fyrir aðvaranir og áminningar hefur eigandi lóðar- innar ekki hirt um að halda girð- ingunni við, né hirða lóðina, og hefur ástand hennar valdið íbúum hverfisins óánægju og óþægindum. Að tillögu borgarráðs hefur bygg- ingarnefnd samþykkt að fella byggingarleyfi hússins úr gildi og jafnframt sett lóðareigandanum frest til 1. júní nk. til þess að jafna lóðina og tyrfa hana. Mun þessari samþykkt verða fylgt fast eftir. 2. Á síðasta ári var samþykkt breyting á skipulagi svæðisins á milli Bæjarháls og Hraunbæjar, sem m.a. gerir ráð fyrir 5 bílskúrs- þyrpingum með samtals 210 bílskúrum fyrir íbúa fjölbýlishú- sanna við Hraunbæ. Til þess að tryggja hraða og örugga uppbygg- ingu bílskúranna mun Reykjavík- urborg sjá um framkvæmdina, en selja síðan íbúunum þá á kostnað- arverði. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar íbúum hverfisins og hlotið góðar viðtökur. Fyrirhugað- ur er fundur með þeim á næstu dögum til frekari kynningar. I sumar verður hafist handa við byggingarframkvæmdir við vest- ustu bílskúraþyrpinguna. 3. Borgaryfirvöld geta að sjálfsögðu ekki komið í veg fyrir tiltekna leiki barna á útivistar- svæðum borgarinnar, eða borið ábyrgð á því tjóni sem af kann að hljótast. Við skipulag borgarhverfa er þess gætt, að hafa næg leik- svæði fyrir börn en þar að auki eru ýmis opin svæði og ennfremur athafnasvæði íþróttafélaga. For- eldrar verða að reyna að beina börnum sínum á þessi svæði. Ung- um golfáhugamönnum er rétt að benda á golfkennslu, sem fer fram á Korpúlfsstöðum á sumrin á veg- um Golfklúbbs Reykjavikur. Ljósmyndasafii borgarinnar Einar Vilhjálmsson, Garðabæ, spyr: „Ljósmyndasafii Reykjavíkur Borgartúni 1 er með meiri menningarstofnunum bæjarins. Borgarsljóri sá hvað þarna var í húfi og skapaði safninu aðstöðu í Borgartúni 1. Haldin var sýn- ing á gömlum myndum í eigu safnsins á 200 ára aftnæli borg- arinnar á Kjarvalsstöðum og búið er að setja upp myndraðir og sýningar fyrir íjöldanri allan af stoftiunum bæjarins, þar á meðal Vatnsveituna, Hitaveit- -una, Rafinagnsveituna og Höfn- ina. Nú hefur borist að svo mik- ið efni að átak verður að gera varðandi varðveislu á filmum. Hvað hugsar borgarstjóri sér að gera á næstunni í málum safhsins? Það er þakkarvert það sem gert hefúr verið en það verður að huga að framtíð safns- ins.“ Svar: Reykjavíkurborg yfirtók rekstur ljósmyndasafnsins árið 1987. Áður hafði safnið verið í eigu einstakl- inga, sem unnið höfðu ötullega að uppbyggingu þess. Frá því að borgin tók við rekstri safnsins hef- ur verið unnið að því að koma því fyrir. Safnið hefur nú ágæta að- stöðu að Borgartúni 1 og er sífellt verið að vinna að eflingu þess saf- mfara skráningu á myndefninu. Það er ánægjulegt til þess að vita hversu margir sækja myndefni til safnsins, jafnt fyrirtæki, stofnanir sem einstaklingar. Skolaskylda sex ára barna eftir Birgi ísleif Gunnarsson Um alllangt skeið hefur það verið áhugamál margra að lögfesta skóla- skyldu sex ára barna og svara þann- ig kröfum tímans um aukinn þátt skólanna í fræðslu og uppeldi barna á þessu aldursskeiði. Stærstur hluti íslenskra barna á þessum aldri hefur sótt forskóla. 95% sex ára barna sækja nú forskóla. Kennslumagn fyrir sex ára börn er nú miðað við fjölda þeirra í viðkomandi skóla, þ.e. ein stund á viku fyrir hvert barn. I þessu felst mikil mismunun, þar sem kennslustundir geta verið allt frá einni stund á viku í minnstu skólun- um upp í 20 í þeim stærstu. Tvö frumvörp Til að ráða bót á þessu máli voru í neðri dejld Alþingis flutt tvö frum- vörp á síðastliðnum vetri. í upphafi þings á síðastliðnu hausti líuttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Ragnhildur Helgadóttir, Þorsteinn Pálsson og sá sem þetta ritar, frum- varp til nokkurra breytinga á grunn- skólalögum og var skólaskylda sex ára barna ein þeirra. Þá flutti menntamálaráðherra frumvarp til nýrra grunnskólalaga á vorþinginu, þar sem tillaga var gerð um skóía- skyldu sex ára barna. Menntamálanefhd flytur nýtt frumvarp Báðum þessum frumvörpum var vísað til menntamálanefndar neðri deildar. Ekki vannst tími til að af- greiða frumvarp ráðherra, en niður- staða nefndarinnar eftir athugun á báðum frumvörpunum var sú að öll „Nauðsynlegt er að endurskipuleg-gja nám- ið í grunnskólunum, og reyndar einnig í fram- haldsskólunum, til að reyna að stytta heildar- skólagönguna á þessum tveimur skólastigum.“ nefndin flutti í sameiningu sérstakt frumvarp þar sem þetta eina atriði var tekið út úr. Það frumvarp varð að lögum nú fyrir þinglok. Frá og með næsta hausti eru sex ára börn því skólaskyld og er ráðgert að viku- legur kennslutími á hvern nemanda verði sem næst 880 mínútur. Birgir ísleifur Gunnarsson Endurskipuleggja þarf námið Með þessu er grunnskólinn orðinn 10 ára skóli. Þótt þessi ákvörðun sé fagnaðarefni má þó ekki láta við það sitja að lengja grunnskólann um eitt ár. Nauðsynlegt er að endurskipu- leggja námið í grunnskólunum, og reyndar einnig í framhaldsskólun- um, til að reyna að stytta heildar- skólagönguna á þessum tveimur skólastigum. Við íslendingar út- skrifum okkar stúdenta einum til tveimur árum eldri en nágrannaþjóð- irnar og sama má segja um útskrift nemenda í öðru framhaldsnámi. Þegar ég var í menntamálaráðuneyt- inu skipaði ég sérstaka nefnd til að íjalla um þetta mál. í henni áttu sæti fulltrúar frá öllum skólastigum. Þess er að vænta að hún Ijúki senn störfum og verður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða hennar. Höfundur er eiiui af alþingismönnum Sjálfstæilisflokks í Reykjavíkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.