Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 37 100 ára afinæli: Guðrún Bergþórs- dóttir, Borgarnesi Hundrað ára Borgnesingur! Það er gleðilegt tímanna tákn og sómi þjóðarinnar hve langlífi er að aukast í landinu. Það er vitni um heilbrigði og skynsamlegt líferni. Nú hefur einn af okkar ágætu Borgfirðingum stigið þetta mikla skref. í fljótu bragði minnist ég ekki að hafa heyrt talað um, að neinn hafi lifað svo langan dag í Borgarfirði fyrr. Guðrún Bergþórsdóttir er fædd á Brennistöðum, dóttir hjónanna Halldísar Guðmundsdóttur og Berg- þórs Bergþórssonar. Þau bjuggu lengst á Olvaldsstöðum í Borgar- hreppi og ólust börnin þar upp. Hún flutti til Borgarness með Þorkeli Guðmundssyni frá Jafnaskarði. Hann var mest sjálfmenntaður ágæt- ismaður. Tíminn var alltaf naumur til lestra, þess vegna var spurt: „Er bókin góð“? Afþreyingarbækur voru ekki til og aldrei heyrði ég þetta ljóta orðatiltæki: „Að drepa tímann.“ Þor- kell setti upp smáverslun í Borgar- nesi, vann nótt og dag ef með þurfti, mjög ábyggilegur og duglegur. Frá honum segir meira í grein sem kom í Morgunblaðinu 19. maí 1985, þegar Guðrún Bergþórs var 95 ára. Þau Guðrún og Þorkell eignuðust tvær efnilegar dætur, sem hlutu ágætis uppeldi og menntun og reynd- ust þar eftir. Guðrún Lilja fór í hjúkr- unarfræði og vann við það í Reykjavík. Missti manninn eftir stutta sambúð, ól upp son þeirra, sem er sálfræðingur. Hún bjó í Reykjavík og vann þar til fyrir örfáum árum, þegar hún missti heilsuna og getur nú ekki einu sinni talað í síma við móður sína á 100 ára afmælinu. Það er mikil sorg. Hin dóttirin, Þórdís, varð íþróttakennari, en giftist Kristj- áni Fjeldsted og býr í Feijukoti. Húsið þeirra Þorkels og Guðiúnar var eitt hið veglegasta í þorpinu í þá tíð, svo sem þeirra var von og vísa, á besta stað, við aðalgötuna, en byggt með það fyrir augum að verða líka læknisbústaður. Héraðs- læknirinn, Þórður Pálsson, flutti strax á neðri hæðina. Þar var geng- ið beint inn, engar tröppur. Hús- bændurnir byijuðu búskap á efri hæðinni, einnig ungur skólastjóri, Magnús Jónsson, sem byggði nokkr- um árum síðar fallegasta húsið í Borgarnesi, „Sparisjóðinn". Svo voru þvottahús og geymslur í kjallara eins og gengur. Að ósk og eftir fyrirsögn læknisins var svo byggt við norðurgafl húss- ins. Þar fékk hann stofu og apótek. Þá var liðinn tugur af öldinni. í stríðsbyijun 1914 lagði Þorkell niður verslun sína og tók að sér umsjón með utanbúðarverslun hjá vinum sínum „Jónunum“, ,„Suð- urfrá“, eins og ég heyrði þessa versl- un ávallt nefnda. En ritstjórinn Jón Helgason hefur betri nöfn á taktein- um, t.d. „Undir Búðarkletti" o.s.frv. í bókinni „Hundrað ár í Borgarnesi". Þorkell hefur sjálfsagt álitið, að með þeirri ráðabreytni, að hætta við sína eigin verslun, fengi hann meiri tíma til að hugsa um heimilið. Hann keypti landspildu milli Beigalda og Ölvaldsstaða og ræktuðu þau hjónin hana. Þau komu sér upp snotru útihúsi í horni stóra matjurtagarðsins síns, sem var í brekkunni bak við húsið. Þar höfðu þau kúna sína og hestinn. Þar fengu líka samastað tvær kýr, sem nágrannarnir áttu, svo voru þar oft kálfar og kvígur að auki. Hænsin voru höfð fremst í húsinu. Öllu var þessu vel og fallega fyrir komið og þó nokkuð ríkmannlega eftir því sem þá gerðist. Fuglarnir byggja sér hreiður handa ófæddum ungum sínúm. Það gerir líka hyggið fólk. Ég hygg, að lífshamingja Þorkels og Guðrúnar hafi verið mest, þegar þau höfðu eignast dæturnar sínar tvær, sem voru indæl börn og hafa reynst eftir því úrvalspersónur alla tíð og eiga báðár afkomendur. Því miður dregur oft ský fyrir hamingjusólina fyrr en varir. Þorkell Guðmundsson veiktist og dó þegar dæturnar, augasteinarnir hans, voru 9 og 13 ára. Þá reyndi á, hver mað- ur bjó í Guðrúnu. Engar tryggingar eða bætur. Aðeins eitt, að standa fast í fæturrta og standa sig. Aldrei hafa mæðgurnar mátt heyra, að um erfiðleika hafi verið að ræða. „Hann Þorkeil skildi svo vel við,“ var viðkvæðið. „Það, sem hann lánaði mönnum var að borgast inn á heimilið í mörg ár eftir að hann dó.“ Svo sannarlega er það rétt. En það hefur líka verið skilið vel við margt höfuðbóiið, en erfingj- arnir sullað öllu niður í rusl og drasl á stuttum tíma. Guðrún missti síðan læknishjónin úr húsinu. Þórður Pálsson dó því miður, sem fleiri, langt um aldur fram, og læknirinn sem settist að í staðinn vildi heldur kaupa hús en að leigja íbúð. Guðrún flutti með dæ- turnar á neðri hæðina, en leigði út loftið og viðbygginguna. Hún hélt svo sannarlega öllu við. Mæðgurnar bjuggu í tjaldi á sumrin og heyjuðu fyrir skepnunum sínum. Það er ynd- islegt í góðri tíð, en erfitt þegar fer að rigna þrotlaust og allt verður rennblautt úti og inni. En nágrennið hefur verið þeim hlýlegt svo nálægt æskuheimili Guðrúnar, þar sem Bergþór bróðir hennar bjó. Aðeins það eitt, að afla heyja uppi í sveit og flytja þau niður í Borgar- nes og koma þeim þar vel og snyrti- lega fyrir undir veturinn er mikið átak, en hún var ung og segist alltaf hafa verið heilsugóð, og fljót hefur hún verið að vinna og kunnað að láta lítið fara fyrir því. Þrifnaður og reglusemi eins og best var á kosið. Hún var alltaf ein af heldri konun- um í þorpinu. Alltaf vel klædd, aldr- ei neitt að flyta sér, alltaf í góðu skapi, gaf sér tíma til að setjast nið- ur og rabba. Ekki talaði hún samt um einkamál sin eða annarra, heldur um almennar fréttir eða félagsmál. Því miður var ég ekki í kvenfélag- inu, en þar var Guðrún driffjöður og stundum formaður. Þó að ég væri ekki með henni á félagsfundum fór það ekki framhjá mér, hve greind hún var og skemmtileg í tali og lagði alltaf gott til allra mála. Um líkt leyti og eldri dóttirin fór suður til framhaldsnáms giftist Guð- rún seinni manni sínum, Jóhanni Magnússyni sparisjóðsstjóra. Þau eignuðust einn son, sem líktist mjög foreldrunum og var að allra domi öðlingspiltur. Hún hefur nú orðið að horfa á eftir þeim báðum í gröfína líka og einnig stjúpdótturinni hug- ljúfu, Unni Jóhannsdóttur. Leiðir skilja, sumir vita ekki hvers vegna, en oftast er það vonin um að höndla eitthvað, sem menn þrá, sem ræður ferðum. Það eru liðnir áratugir síðan ég hef komið heim i Borgarnes, 'nema sem gestur. Fyrstu árin að minnsta kosti, voru það æði margir, sem ég þurfti að sjá, helst allir, en aldrei var ég svo naum fyrir með tímann, að ég léti það ekki eft- ir mér að heimsækja Guðrún Berg- þórs, og alltaf mér til óblandinnar ánægju. Alltaf fannst mér hún vera eins, broshýr og höfðingleg og allt að einu, húsið hennar og heimili. Fram á tíræðisaldur ræktaði hún matjurtagarðinn sinn ein, en fjósið er löngu horfið úr garðshorninu, eins og önnur slík hús í þorpinu, enda ekki þörf fyrir kýr eftir að mjólkur- stöðin tók til starfa, þar sem fæst nóg af mjólk og besta skyr í heimi. Eg kom til Guðrúnar fyrir tæpum tíu árum, þá var hún skemmtileg í tali og minnug sem fyrr og minnti mig enn á blóma- og ávaxtastúlkuna á myndinni, sem ég átti þegar ég var lítil og skældi út af í viku við rifuna, sem ég missti myndirnar mínar í og náði þeim ekki aftur, því þær runnu niður á milii þilja. Skapari alheimsins hefur verið örlátur á mannkosti við Guðrúnu og nú síðast gefið henni þrek til að mæta elli kerlingu af sömu reisn og ástvinamissi og öðrum erfiðleikum mannsævinnar. Eftir nírætt dreif hún í því að komast á spítala, þar var hún fimm klukkustundir á skurðar- borði vegna stórrar aðgerðar. Morg- uninn eftir kl. 9 kom yfirlæknirinn á stofugang og sagði: „Guðrún fer á fætur og sýnir hvað hún getur.“ Hún gat aðeins mjakað fótunum fram á við þegar hún steig á gólfið og það var met, það hafði engum þeirra, sem gengist höfðu undir svona aðgerð, tekist í.fyrstu tilraun. Tveim mánuðum síðar var hún kom- in í sólarlandaferð með Þórdísi dóttur sinni.' Að lokinni þeirri ferð tóku opnir armar og heimili fjölskyldunnar á móti mæðgunum, allir vildu gera sitt besta til þess að henni liði eins vel og kostur væri. Að sjálfsögðu var hún sem fyrr, broshýr og þakklát, en innst í sál hennar hljómaði: „Heim, heim, hve ljúfan heim,“ og heim komst hún „Guði sé lof“. Þó að íbúð- in biði hennar mannlaus eru þar fagrar minningar ljóslifandi um allt, út í hvern krók og kima, og Guðrún brosti sínu fallegasta brosi. Dæturn- ar voru ekki alls kostar ánægðar með að skilja hana eftir eina í íbúð- inni, en hún var þar í sínu gamla góða nágrenni, og get ég þá ekki stillt mig um að nefna Freyju Bjarna- dóttur, sem býr hinum megin við sömu götu. Enda er nú styttra að Ölvaldsstöðum og Feijukoti, þegar nóg er af góðum bílum og bílpróf er jafn sjálfsagt og fermingin, heldur en þegar farið var á hestum. Enda mætti mörg dóttirin læra mikið af Þórdísi í Feijukoti. Það er engin húsnæðisekla í Borg- amesi og hefur eiginlega aldrei ver- ið. Það hefur löngum verið aðals- merki Borgnesinga að vilja eiga sitt eigið þak yfir höfuðið á sér og sínum og kunna að sníða sér stakk eftir vexti. Ef litlar tekjur, þá lítið hús, en lífsgleðin engu síðri fyrir það, engir níðþungir skuldabaggar til að sligast undir. Það lætur því að líkum, að mikið hefur verið byggt þar á síðustu uppgangsárum. Flestir íbú- arnir, sem eru á góðum aldri, búa nú í nýtísku eigin húsnæði, en íbúum fækkar í eldri húsunum; hönd eyði- . leggingarinnar er þegar farin að setja klærnar í sum gömlu húsin með eldi og jarðýtum, en flest standa þau þó enn með sína sögu og þokka, sem betur fer. Skemmtilega viðbyggingin hjá Guðrúnu Bergþórs, sem Þórður Páls- son læknir hannaði, stóð síðast auð og tóm, en hún lánaði íbúðina á efri hæðinni til þess að eiga eitthvert gott fólk að nálægt sér. Hún var líka ákaflega þakklát við unga og elsku- lega stúlku sem kom til hennar einu sinni í viku og hjálpaði henni við að halda heimilinu hreinu og vistlegu, líkt og það hefur alltaf verið, heimil- inu sem hún ann. Það vita allir sem til þekkja, að hún unni hveijum þuml- ungi af húsinu sínu og lóðinni, sem von er, svo mikils virði sem hvort tveggja hefur verið henni á lífsleið- inni og þar sem hún átti heima næst- um alla sína ævi. Fyrir nálægt tveimur árum gafst Guðrún Bergþórs upp á að búa ein í húsinu og fluttist á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Það er alltaf dálítið erfitt að skilja við æskustöðvarnar, en það er létt að fljúga til baka og hafa hvort tveggja í huga samtímis, nútfð og þátíð. Ég reika um og strýk blöð tijáa sem horfin hönd gróðursetti eða hönd, sem gæti sem best sáð góðu fræi í andans akur, bara ef þjóðin verður ekki of sein að þiggja það, svo önnum kafin sem hún er við gler- hallabyggingar. „Drag skó af fótum þér, sá staður sem þú stendur á, er heilagur." Guðrún Brynjúlfsdóttir NYBÖKUÐ VINARBRAUÐ Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Nýbökuð vínarbrauð Nýbökuð vínarbrauð, heimagerð eða úr bakarii, eru góð með kaffinu svona stöku sinnum. Einhver auð- veldasta leið til að baka vínarbrauð er að kaupa smjördeig tilbúið, fletja svo út og setja krem eða sultu á að eigin geðþótta. Smjördeig (bútt- erdeig) er að sjálfsögðu hægt að búa til heima líka. Annað deig, með þurrgeri eða venjulegu, er einnig fyrirhafnarlítið að eiga við og vel þess virði að grípa til þegar andinn kemur yfír mann. Vínarbrauð 1 250 g hveiti, 150 g smjörlíki, 1 msk. sykur, 1 egg, 50 g þurrger, 1 dl volgt vatn. Smjörlíki er blandað saman við hveitið, gerið hrært með volgri mjólkinni, egginu bætt saman við, deigið hrært saman eða hnoðað léttilega. Deigið sett í toppa á bök- unarplötuna og látið hefast í um það bil eina klst., kanil stráð yfír og bakað í ca. 10 mín. við 250°C. Sykurbráð sett á nýbökuð brauðin. Vínarbrauð 2 200 g hveiti, 125 g smjörlíki, 1 msk. sykur, 50 g þurrger, 1 egg, 1 dl volgt vatn. Hveitið sigtað, smjörlíkið sett saman við ásamt sykrinum og jafn- að vel. Gerið er hrært út með volgu I ill I IIIIUIIII I 1111X11 MM S UIKI ■ vatni, gerð hola í miðju deigsins gerið sett þar í og að síðustu er þeytt eggið sett saman við, hrært eða blandað saman án þess að hnoða. Deigið sett með skeið á smurða plötu, haft gott bil á milli og látið standa í um það bil eina klukkustund áður en bakað er í 10—15 mín. við 250°C. Úr þessu verða 18—20 stk. Gott er að stijúka sykurbráð á vínarbrauðin á meðan þau eru volg. Vínarbrauðslengjur 4 dl hveiti, 1 'Adl sykur, 1 tsk. lyftiduft, rifinn börkur af hálfri sítrónu, 150 g smjör eða smjörlíki, 1 egg. Inn í vínarbrauðin er hægt að setja sultu, krem, hálfsoðin epli, rúsínur, sveskjur o.fl. ■ i«a»iu3S2jaiciisait?« mu**&.«*% Bakaðar vínarbrauðslengjur. Þurrefnin sigtuð saman, smjör- inu blandað saman við og sömuleið- is egginu. Deigið hnoðað saman og flatt út í þá þykkt sem óskað er, gerðar úr lengjur sem settar eru á smurða plötu. I miðja lengj- una er sett krem, sulta eða annað, brotið yfír að hluta, penslað með þeyttu eggi. Bakað í 12—15 mín. við 175—200°C. Þvottavélar Örbylgjuofnar GœÖatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND , Nóatúni 4 - Sími 28300 ^^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! fftiragimMafrii)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.