Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 17 NORRÆNA STÓRSVEITIN Norræna stórsveitin í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Kristján Magnússon __________Jass______________ Guðjón Guðmundsson NORRÆNA stórsveitin hélt tón- leika í Borgarleikhúsinu á sunnu- dag og voru tónleikarnir jafn- framt lokaviðburður fjölbreyttrar og velheppnaðrar jassveislu sem staðið hafði yfir í eina viku. Varð sumum tónleikagestum í Borgar- leikhúsinu að orði að ekki hefði áður betri stórsveit leikið hér á landi. Hér hafa að vísu ekki ómerkari sveitir en stórsveit Clark Terry og Lionel Hamptons leikið, en í norrænu stórsveitinni er val- inn maður í hveiju rúmi og eitt helsta stórsveitartónskáld samt- ímans, Jukka Linkola, skrifað fyr- ir flestum verkanna á efnis- skranni. Á laugardagskvöld var húsfyllir á Hótel Borg þegar fjórar sveitir sem voru fulltrúar á norrænu jass- útvarpsdögunum léku. Af öðrum ólöstuðum bar hljómsveit Jukka Linkola ægishjálm yfir aðrar sveitir. Þar verður vart þverfótað fyrir snillingum og skal þó helstan telja Markku Johansen flugel- hornleikara, með breiðan og dún- mjúkan tón og mikla tækni, verð- ur hann helst settur í flokk með Freddie Hubbard. Þá lék Timo Salinen á alt- og sópransaxafóna. Sveitin flutti verk eftir meistara sinn Jukka og má segja að eldur hafi orðið laus við leik sveitarinn- ar. Það var því hálfgerður and- klímax þegar Ellen Kristjánsdóttir og sveit mannsins hennar steig á svið og flutti standarda sem þau hafa flutt æði oft áður. Sveitin hefur alla burði og hana skipa hæfustu jasstónlistarmenn lands- ins, en það verður að semja eða taka ný lög á efnisskrána eða gengur maður bara á skýjum eft- ir alla veisluna? Uppselt var á tónleikana í Borgarleikhúsinu og ákaflega góð stemning skapaðist við það ágæta nýnæmi að bjóða gestum upp á öl fyrir tónleika og í hléi. Fyrir hlé lék sveitin, sem hefur æft fjór- um sinnum saman, verk eftir Ole Kock Hansen og Stefán S. Stef- ánsson. Síðasta verkið fyrir hlé var svíta í þremur þáttum eftir Gugge Hedrenius. Gugge, sem stjórnar eigin dansbandi í Svíþjóð, stjórnaði sjálfur eða öllu heldur dansaði eftir tónlist sinni. Eftir hlé hófst þáttur Jukka Linkola og lék sveitin fimm verk eftir meist- arann. Styrkur norrænu stórsveitar- innar er ekki síst fólginn í því að hún er skipuð gífurlega snjöllum blásurum og skal þar fyrsta telja trompetleikarana Markko Johans- en og Brusse Broberg og Hakan Werling saxafónleikara. Ríkisútvarpið á heiður skilinn fyrir þetta veglega framtak sem jasshátíð er og er þeirri ósk kom- ið á framfæri að þetta verði fram- vegis árlegur viðburður í bæjarlíf- inu. Ríkisútvarpið hefur burði og hæft starfsfólk til að standa að slíkri hátíð og, eins og kom í ljós í síðustu viku, þá skortir ekki áheyrendurna ef vandað er til verka. kominn í 1 ■ MáOUŒ 0-19-30 FösWdagakLi Laugardagak ■ 8 Sunnudagakt ðvi&skipW. Gjöriösvovel,reyn yyx /HIKUG4RDUR GARÐABÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.