Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Hafskipsmálið: Tími reikningsskila og upp- reisnar koniinn eftir 4 löng ár - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., verjandi Helga Magnússonar JÓN Steinar Gunnlaugsson hrl., verjandi Helga Magnússonar fyrr- um endurskoðanda Hafskips, lauk varnarræðu sinni í sakadómi Reykjavíkur í gær. Hann tók til máls á fimmtudag. Jón Steinar lauk máli sínu á að segja að hann teldi sig hafa sýnt fram á að end- urskoðun og gerð reikningsskila Hafskips hefði verið í góðu lagi. jafnvel hefði verið betur að þeim staðið en gerist og gengur. Jafh- vel þótt dómurinn teldi sýnt fram á að í einhveiju tilfelli hefði góðri reikningsskilaveiyu ekki verið fylgt hefði slíkt ekkert með refsi- mál að gera. Skýlaust þyrfti að sanna að það hefði verið gert með þeim ásetningi að blekkja. Hann ítrekaði að Haf- skipsmálið væri grundvallað á hálf- pólitískri móðursýki sem komið hefði upp í þjóðfélaginu á sínum tíma, og undan þeim áhrifum hefði það fyrst losnað við meðferð fyrir sakadómi, þar sem komið hefði skýrt í ljós að málið hefði aldrei átt erindi fyrir dómstól. Hann sagði að ýmsir hefðu lagt mikið undir og sótt mál þetta fast en dómur mætti ekki vera undir áhrifum frá slíku enda blasi við að sýkna beri menn í stórum stíl. Hann sagði að Helgi Magnússon hefði verið algjörlega óháður Hafskip, utanaðkomandi verktaki. Engin rök styðji ákærur um að hann hafi staðið í rangfærsl- um og lagt framtíð sína að veði fyrir Hafskip. Hagsmunir hans hafí verið þeir að varðveita starfsferil sinn, mannorð og rekstrargrundvöll endurskoðunarskrifstofu sinnar. Með ákærunni væri óbeint sagt að maðurinn væri hálfgeðveikur. Til að sakfella verði að sýna fram á að Helgi hefði á einhvern hátt hagn- ast á þessum meintu brotum. Helgi hafi þegar orðið að þola handtöku, gæsluvarðhald og sleggjudóma al- mennings auk þess sem hann hafi orðið að láta af starfi endurskoð- anda. Nú fyrst sé málið komið til þeirrar hlutlausu meðferðar sem ráð sé fyrir gert að mál af þessu tagi fái í réttarríki og sé ekki prófsteinn á neitt annað en hvort það hljóti slíka meðferð. Þegar málið komi til dóms standi ekki steinn yfír steini í ákæru og eftir fjögur löng ár sé sá tími kominn að Hafskipsmenn hljóti uppreisn æru. „Kannski ætti að segja að tími reikningsskilanna sé runninn upp,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Jón Steinar hafði í máli sínu gert ítarleg skil þeim ákæruliðum sem lúta að reikningsskilum Haf- skips í ársreikningi 1984 og einnig fjallað um gerð milliuppgjörs átta mánaða þess árs, auk almennrar umfjöllunar um málið, gögn þess og málflutning saksóknara. Hann ræddi meðal annars ítarlega þá aðferð sem Hafskip viðhafði við lotun flutningstekna og -gjalda vegna þeirra skipaferða sem stóðu yfír á uppgjörsdegi um áramót 1984-1985. Hafskip hafði þann hátt á að færa tekjur og gjöld til bókar á upphafsdegi skipaferðar og því voru tekjur vegna ferðar sem stóð fram yfír uppgjörsdag að öllu leyti taldar með í uppgjöri. Þessa aðferð telur ákæruvaldið ólögmæta og einn lið í þeim blekkingum sem Hafskipsmenn eru ákærðir fyrir að beita stjórn félagsins og Utvegs- banka Islands. Akæruvaldið telur að annaðhvort hafí átt að lota þess- ar tekjur hiutfallslega miðað við heildardagafjöida ferðar þannig að hluti teknanna yrði færður á næsta reikningstímabili eða allar tekjur að aflokinni ferð. Lögmaðurinn færði rök að því að þegar skip léti úr höfn hefði félagið tryggt sér flutningatekjur. Þá væri vandséð að þeir dagar sem skip væru í hafí skiptu höfuðmáli fyrir rekstur skipafélags þar sem öll starfsemin væri liður í að koma vörum á áfangastað. Hann sagði endurskoðendur skiptaréttar og ákæruvalds hafa lýst því yfir að þeir hefðu einungis kynnt sér hvaða aðferð Eimskipafélag íslands beitti í þessum efnum nú og leiddi hún til svipaðrar niðurstöðu og þeir teldu rétta. Hins vegar lægi fyrir að þeir hefðu ekki kannað hvaða aðferðum skipadeild SÍS, Ríkisskip eða önnur íslensk skipafélög beittu. Hann vitnaði til bréfs sem lagt var fram í málinu þar sem forstjóri Skipaútgerðar ríkisins staðfesti að þar séu allar tekjur færðar á fyrra ár, standi ferð fram yfír áramót. Lögmaðurinn sagðist draga þá ályktun af tregðu skipadeildar SIS til að svara spurningum um þessi efni að þar hefði til skamms tíma einnig verið beitt sömu aðferð. Hann vitnaði til álits fjögurra lög- giltra endurskoðenda sem telji tekjufærsluaðferð Hafskips eðli- lega. Lögmaðurinn greindi frá bréfi sem forstjóri breska félagsins Anglia-Shipping hefði ritað og stað- fest að fyrirtæki sitt og annað nafn- greint, sem hann þekkti til hjá, við- hefðu aðferð Hafskips. Flutningatekjur færðar í slippnum Jón Steinar Gunnlaugsson sagði umsagnarendurskoðendur ekki greina á milli inn- og útflutnings- tekna af hverri ferð heldur líta á hveija hringferð skips sem heild. Hafskip hafði hins vegar fært við brottför skips úr höfn tekjur vegna þess farms sem þá var um borð. Lögmaðurinn -sagði þessa aðferð umsagnarendurskoðenda gefa al- ranga mynd þar sem ljóst væri að í ferðum þeirra skipa í Atlantshafs- siglingum, sem staðið hefðu yfir við áramót á þessum tíma, hefðu um 90% tekna orðið vegna flutnings vestur um haf en einungis 10% á Ieiðinni frá Bandaríkjunum til Evr- ópu. Til útskýringar á því hve að- ferð umsagnarendurskoðenda gæfi villandi mynd rakti Jón Steinar að eitt þeirra skipa, sem verið hefðu í hafí um áramót, hefði lagt af stað frá Reykjavík þann 27. desember 1984 og komið til Hamborgar þann 2. janúar 1985. Þar hefði skipið verið í slipp til 14. janúar er það lét úr höfn og kom til íslands 22. janúar. Endurskoðendurnir hafi tal- ið þetta órofna ferð og látið hlutföll- un teknanna jafnt ná yfir þá daga sem skipið var tómt í slipp í Ham- borg og þá sem það var í flutning- um í hafi. Ljóst sé að hvað sem líði sjálfstæðiskvenna Fundur með frambjóðendum Laugardaginn 19. maí 1990 kl. 14.00 heldur Landssamband sjálf- stæðiskvenna fund með kvenframbjóðendum Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum 1990. Fundurinn verður haldinn í Valhöll í Reykjavík og yfirskrift hans er: Sveitarstjórnarkosningar 1990. Áfram stelpur. Ræðumenn verða: Katrín Fjeldsted, Reykjavík, Sigurbjörg Ragnars- dóttir, Akranesi, Birna Friðriksdóttir, Kópavogi. Athugið: Hópmynd verður tekin af frambjóðendum. Allir velkomnir. Kópavogur - opið hús Opið hús verður i Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, i dag, miðvikudaginn 16. maí, milli kl. 17 og 19. Frambjóöendurnir Guðni Stefánsson, Sigurður Helgason og Steinunn H. Sigurðardóttir verða á staðnum. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins: Leggið ykkar af mörkum við mótun kosningabaráttunnar. Verið velkomin. Heitt á könnunni. Kosningaskrifstofan er opin frá kl. 9-19 mánudaga-föstudaga, símar 40708 og 40805. Kosningastjóri er Þorgeir P. Runólfsson. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi. Akureyringar Hverfafundir um bæjarmál á vegum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins: Utan Glerár - í dag, miðvikudag 16. mai, í sal KFUM í Sunnuhlíð kl. "20.30. Fundarstjóri: Sveinn Brynjólfsson, arkitekt. Ávörp flytja: Valgerður Hrólfsdóttir, Jón Már Héðinsson og Hólmsteinn Hólm- steinsson. Sunnan Glerár - fimmtudag 17. maí í sal Sjálfstæðisflokksins í Kaup- angi kl. 20.30. Fundarstjóri: Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt. Ávörp flytja: Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Kr. Sólnes og Gunnar Jónsson. Frambjóðendur svara fyrirspurnum úr sal. Komið og kynnið ykkur stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélögin. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Austurlands- kjördæmi Egill Jónsson og Kristinn Pétursson mæta á almenna stjórnmálafundi í kjördæminu sem hér segir: Reyðarfjörður: Fundartími: Miðvikudagurinn 16. maí kl. 20.30. Fundarstaður: Félagslundur. Eskifjörður: Fundartími: Fimmtudagurinn 17. maí kl. 20.30. Fundarstaður: Strandgata 45. Neskaupstaður: Fundartimi: Föstudagurinn 18. maí kl. 20.30. Fundarstaður: Egilsbúð. Seyðisfjörður - Egilsstaðir - Vopnafjörður: Auglýst síðar. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi. 5KAST KEYPT Kaupi málma Ál, kopar, eir, zink og ryðfrítt stál. Upplýsingar gefur Alda í síma 91-667273. KENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. V ÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hf, H ÚTIVIST GRÓFIHNI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI 14606 Kvöldganga Miðvikudaginn 16. maí Bessa- staðanes. Brottför kl. 20.00 frá BSÍ, bensínsölu. Verð kr. 600 kr. Sjáumst. Útivist. '5* SAMBAND ÍSLENZKRA // KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma verður í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Ástráður Sigursteindórsson. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur I kvöld kl. 20.30. „Lifandi steinar í lifandi bygg- ingu“. Ræðumaður: Hafliði Krist- insson. Allir hjartanlega vel- komnir. FERÐAFÉLAG @ ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Helgarferð 18.-20. maí Vestmannaeyjar Með Herjólfi báðar leiðir. Gist i svefnpokaplássi. Gönguferðir um Heimaey. Bátssigling kring- um eyjuna. Brottför frá BSl, föstudaginn kl. 19.30. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Helgarferðtr 25.-27. maí: Þórs- mörk og Eyjafjallajökull—Selja- vallalaug. . Ferðafelag Islands. Miðvikudagur 16. maí kl. 20 Sólarlagsganga við Slunkaríki og Lónakot. Mætum vel í fyrstu kvöldgöngu vorsins. Verð kr. 500,-, frítt fyrir böm með fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Verið velkomin! Munið þriðja áfanga í afmælis- göngunni kl. 10.30 og 13.00 sunnudaginn 20. maí. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.