Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 fclk í fréttum Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Börnin viröast ánægö á hestbaki í hesthúsahverfinu á Þórshöfii. ÞORSHOFN Líflegt í hesthúsahverfinu JANNISPIES A ENN VON Á SÉR Bændur bíða nú eftir sauðburði og það styttist óðum í hann. Einstaka bóndi er þó frjálslegur I búskapnum, en 7 vikna gömul lömb eru í fjárhúsi í hesthúsa- hverfínu á Þórshöfn. Börnin kunna vel að meta það að geta séð dýrin á hvetjum degi og hafa öll börn gott af því. - L.S. Nú titrar allt enn og skelfur i Danaveldi. Frændur vorir höfðu vart jafnað sig á þeim tíðind- um að Jóakim prins væri í þann mund að opinbera trúlofun sína, er upplýst var að Janni Spies, eða Janni Spies Kjær eins og hún heit- ir nú, ætti von á sér. Þó er ekki opinbert enn nákvæmlega hvenær. Danir elska þessa ungu konu, fyrr- um maka ferðaskrifstofukóngsins SMEKKUR Stallone vill þær hávaxnar og danskar Augljóst þykir nú, að Sylvester Stallone megi helst ekki augum líta hávaxnar norr- ænar þokkagyðjur, þá falli hann fyrir þeim. Og alveg sérstaklega ef þær eru danskar. í fersku minni er stormasamt hjónaband hans og Gitte Nielsen. Nýja konan í líf hans heitir einfaldlega Delia og eins og Danir segja hróðug- ir, þá er hún jafn dönsk og rúsínubolla. Delia er gffðarstór stelpa 1,80 á hæð sem er meira en allnokkuð af kvenmanni að vera, en ekki dugir minna til að ganga í augun á vöðvabúnt- inu Stallone. Hún hefur sitthvað haft fyrir stafni, einkum þó fyrirsætu- og fatafellustörf. Delia hefur nú aflagt það síðarnefnda áhang- endum hennar til armæðu, en þreifar þess í stað fyrir sér sem leikkona. Delia segist alltaf hafa dreymt um að hitta Stallone, rétt eins og Gitte forðum, enda sé kappinn „ævintýralega sætur“. Þegar þetta gekk eftir liðu nokkrir pínlegir dagar meðan Stallone herti sig upp í að bjóða henni út að borða. Eftir það hefur gatan verið greið. Sem fyrr segir þreifar ungfrúin fyrir sér sem leikkona. Tvö smáhlutverk hefur rekið á fjörur hennar og hefur Stallone þar haft hönd í bagga. Ef til vill vegnar Deliu betur en Gitte sem varð oftast að sætta sig við minni háttar hlutverk eða stór hlutverk í lélegum myndum, enda hætt að leika að mestu og farin að snúa sér að söngnum í ríkari mæli. Delia, danska rúsínubollan. og sérvitringsins Simon Spies. Hún hefur til brunns að bera margt af því sem Danir bera virð- ingu fyrir, fyrst og fremst hlýju, alúð, innri og ytri fegurð og ekki skemmir að frúin veit ekki aura sinna tal. Þykir mörgum þessi blanda merki fullkomleikans og Danir bera Janni á höndum sér og hún má vart opna munninn eða hnerra án þess að frá því sé skil- merkilega greint í dönskum fjöl- miðlum. Ólétta Janni komst fyrst í há- mæli er karl hennar, Christian Kjær, mætti maður einsamall í afmælisveislu Margrétar drottn- ingar. Skýringin á fjarveru Janni var að hún væri með magapínu. Hvernig lýsti hún sér? Jú, henni var óglatt! Það þurfti ekki frekar vitnanna við. Var þetta aðalum- ræðuefnið í veislu drottningar sem stóð til klukkan þijú að nóttu. Daginn eftir kom Kjær enn í móttöku, en Janni var hvergi sjá- anleg og enn var skýringin maga- verkur frúarinnar. Nú vita Danir sem aðrir, að konur geta fengið magapínu af fleiru en óléttu, hins vegar rifjuðu heitustu áhuga- mennirnir umsvifalaust upp, að fyrstu þijá mánuði meðgöngu 10 mánaða barns þeirra hjóna var Janni svo óglatt að hún var meira og minna rúmliggjandi. SUMARSALAN '90 í MAX-HÚSINU SUER í GEGN Opiö virk a daqa frá kl. 1 2 Max 05 Henson íMÁX-húsioo ið hliðina á Hagkaupi, Skeifunni. 'iábært irnð - góú stemnwing !-l 8. Laugardaga frá kl. 10-16 Morgunblaoið/Svernr Á myndinni eru langömmubörnin fímm sem fengu orgelpípurnar (talið f.v.): Sigrún Jóhannesdóttir, Eiríkur Orn Jóhannesson, Bryn- hildur Eggertsdóttir, Kristín Viktorsdóttir, Sonja Ýr Eggertsdóttir, og þeir séra Karl Sigurbjörnsson og Hörður Áskelsson organisti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.