Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 27 flfairigisstMitMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Alþjóðaátak í umhverfismálum Idag lýkur ráðstefnu 34 ríkja' um umhverfismál, sem haldin er í Björgvin i Noregi. í síðustu viku voru það sérfræðingar sem réðu ráðum sínum en undanfarna daga hafa ráðherrar setið á rök- stólum. Er ætlunin að gefin verði út sérstök yfirlýsing fundarins sem marki stefnuna og verði með- al annars til stuðnings við ákvarð- anir á umhverfisráðstefnu í Bras- ilíu árið 1992, en þangað hefur verið stefnt fulltrúum frá öllum þjóðum heims. Ráðstefnan í Björgvin er hefð- bundin að því leyti, að þar hefur sérhvert ríki neitunarvald, þannig að við gerð ályktunarinnar verður ekki gengið lengra en það ríki vill, sem skemmst fer og á aðild að samþykktinni. Bandaríkja- menn og Bretar hafa sætt gagn- rýni á ráðstefnunni fyrir að vilja ekki ganga nægilega langt. Bandarísku fulltrúarnir, sem ekki hafa ráðherratign, hafa skýr fyrir- mæli frá yfirmönnum sínum um að eiga ekki aðild að neinum bind- andi loforðum um að draga úr koltvíildi. Þá vilja Bandaríkja- menn hvorki fallast á eitt helsta baráttumál Norðmanna, sem' snýst um að túlka allan vafa vegna hættulegrar starfsemi eða hættulegra efna náttúrunni í vil, né hitt, að ekki sé nauðsynlegt að fá ótvíræða vísindalega sönnun fyrir umhverfisspjöllum til að setja skorður við mengun. Ottast ýmsir að af þessum sökum og öðrum verði árangur ekki jafnmikill af þessari ráðstefnu og að var stefnt og jafnvel minni en af sambæri- legum alþjóðafundum áður. Hitt er augljóst, að íslendingar hljóta að taka þátt í skipulagsbundinni baráttu gegn mengun í náttúr- unni, bæði hér heima og annars staðar og þá ekki síst loftmengun. Dagur jarðar var áminning þess efnis enda eigum við það erindi við jörðina og umhverfi okkar, að þar fari saman verndun og upp- bygging með’ sem minnstri áhættu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra ávarpaði fundinn í Björgvin á mánudag og fagnaði þá meðal annars stefnu vestur- þýsku ríkisstjórnarinnar er miðar að því að draga út koltvíildi fyrir árið 2005 og skoraði á allar iðnað- arþjóðir, þar með Breta og Banda- ríkjamenn, að setja sér slík mark- mið. Síðan sagði ráðherrann: „Ég hlýt að lýsa miklum vonbrigðum með það litla sem sagt er um los- un úrgangsefna í hafið. Getur verið að hér séu einhveijir sem enn líta á hafið sem botnlausa ruslatunnu? Ef svo er, er það al- varlegur misskilningur. Höfin eru lungu heimsins og þau hafa sín takmörk — sinn botn. Að sjálf- sögðu á að banna losun skaðlegra efna í höfín án tafar og sönnunar- skylda á að hvíla á þeim sem slíkt aðhefst, en ekki hjá okkur hinum, sem lifum af auði hafsins.“" Undir þessi hvatningarorð til varnar hafinu skal tekið. Vonandi verður haldið þannig á málum við lokagerð ályktunar ráðstefnunnar í Björgvin að hún hafi að geyma ákvæði sem eru viðunandi að mati þeirra þjóða, sem eiga allt sitt undir auðæfum hafsins. Hjá Arafat Deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafs eru langvinnar og erfiðar. Um langt árabil hafa hinir hæfustu menn frá fjöl- mörgum löndum lagt mikið af mörkum til að finna þar viðun- andi lausn,_ sem tryggi í senn tilverurétt Ísraelsríkis og þeirra Palestínumanna sem eru land- lausir. í mars 1988 þegar Steingrím- ur Hermannsson var utanríkis- ráðherra lýsti hann í fyrsta sinn sérstökum vilja til að ræða við Yassir Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, og kaus Steingrímur þá frekar að hitta Arafat í Túnis en í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra þáv. stjórnar, var andvígur viðræðum við Ara- fat og af þeim varð ekki. Nú hefur Steingrímur hins vegar látið langþráðan draum sinn rætast og brugðið sér til Túnis og hitt hinn umdeilda Arafat, sem á síður en svo friðsaman feril að baki, og ræddu þeir um leiðir að friði fyrir botni Miðjarð- arhafs. Þegar deilt var um viðræður við Arafat 1988 sagði Morgun- blaðið í forystugrein: „Við hér á norðurhveli jarðar, sem höfum búið við frið í meira en 40 ár, getum ekki sett okkur í spor þeirra þjóða, sem eru á þessum spennu- og átakasvæðum. Frið- artal ýmissa hér hlýtur að hljóma eins og óráðshjal í eyrum flestra íbúa þessara ríkja ... Það er fráleitt að ætla að bein afskipti íslenskra stjórnvalda af málunum fyrir botni Miðjarðar- hafs breyti nokkru um gang mála þar, þau gætu hins vegar kallað vandræði yfir okkur sjálfa. Þörfnumst við þeirra?“ Þessi orð halda gildi sínu enn í dag. Heimsókn forsætisráð- herra til Arafats skiptir engu fyrir friðarviðleitni á þessum slóðum, þar sem margir eiga um sárt að binda vegna aldagamals haturs og illvilja. Við eigum ekki að þykjast vera stærri en við erum — og allra síst að taka að okkur hlutverk kraftaverka- manna í heimspólitík. Sorpstöð rís af grunni í Gufimesi: Lausn á 336 þúsiind rúm- metra umhverfisvanda- málí á ári innan seilingar „SVEITARFÉLÖGUM á höfúðborgarsvæðinu hefúr í langan tíma verið ljós sú staðreynd, að sá tími kæmi, að haugarnir í Gufúnesi yrðu fullir og leita þyrfti nýrra leiða við sorpeyðingu." Svo fórust Ógmundi Einarssyni framkvæmdastjóra Sorpeyðingar höfúðborgar- svæðisins orð í samtali við Morgunblaðið um hina nýju móttöku- og flokkunarstöð fyrir sorp, sem nú er að rísa í Gufunesi við hlið Áburðarverksmiðju ríkisins. Grunnurinn er þegar risinn og áætlar Ögmundur að stöðin taki til starfa að ári og þá verði í siðasta sinn ekið rusli á hefðbundinn hátt á haugana á höfuðborgarsvæðinu. Hinar nýju leiðir sem hann nefnir felast meðal annars í því, að flokka nýtanleg efúi úr því rusli sem kemur frá fyrirtækjum, pressa sorp sem kemur frá heimilum og urða það baggað, flokka og pakka hættulegum úrgangi og senda til eyðingar í Danmörku svo eitthvað sé nefút. Þá hefúr tekist samstarf við Kaupmannasamtök íslands um sérstakt verkefni til að flokka og endurvinna umbúðapappa. Markmiðið er að nýta allt sem nýtilegt er og koma hinu fyrir á hreinlegan og öruggan máta. Vandamálið Hvað á að gera við þau tæplega 800 kíló af sorpi og rusli sem hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu þarf að Iosa sig við að jafnaði á ári hveiju? Samtals eru það um 110 þúsund tonn og yrði því öllu staflað óþjöpp- uðu í einn haug yrði hann um 336 þúsund rúmmetrar. Það er álíka mikið og rúmmál þúsund meðal- íbúða. Og í þessum haugi væru alls kyns efni, misjafnlega holl eða óholl umhverfinu. Málmar og mat- arúrgangar, spýtnarusl og plast, hvaðeina sem fer á haugana í dag og hefur farið til þessa. Langan tíma hafa menn haft áhyggjur af því, hvernig með sorp- ið skyldi fara. Ttl að koma þessum málum í eitthvert viðunandi horf var undirritaður samstarfssamn- ingur átta sveitarfélaga á höfuð: borgarsvæðinu 25. júlí 1984. í þeim samningi segir meðal annars að markmiðið sé „að ljúka öllum tæknilegum, fjárhagslegum og umhverfislegum athugunum, sem nauðsynlegar kunna að vera og leiða til framtíðarlausnar á sor- peyðingu fyrir höfuðborgarsvæðið í heild.“ Sveitarfélögin átta eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Ilafnarfjörður, Bessastaðahrepp- ur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjalarnesshreppur. Að loknum at- hugunum stofnuðu sveitarfélögin Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðis- ins, byggðasamlag, 15. febrúar 1988, og skyldi það fyrirtæki hafa með höndum alla framkvæmd sor- peyðingarinnar. Fyrsti áfangi Nú er risinn grunnur að 5.600 fermetra móttökustöð í Gufunesi. Ætlunin er að þar verði tekið við öllu sorpi frá höfuðborgarsvæðinu, öðru en efnaúrgangi, sem tekið verður við í aðskilinni byggingu á lóð fyrirtækisins. í húsinu verða í reynd tvær móttökustöðvar. Annars vegar fyr- ir húsasorp svokallað, það er frá heimilum, hins vegar iðnaðarsorp. Úr iðnaðarsorpinu verður flokkað allt sem nýtanlegt er. Þegar hefur verið samið við Islenska stálfélagið hf. um að taka við því brotajárni og bílflökum sem berast í stöðina. Þá hefur verið samið við Islenska járnblendifélagið á Grundartanga um að taka við tréflís, sem unnin er úr spýtnaúrgangi sem að berst. Jarðefni og garðaúrgangur, það er gras, greinar og þess háttar, verður nýtt sem fyllingarefni. Þá er ótalinn efnaúrgangur, en hann fer um sérstaka rás og er sendur utan til eyðingar. Afgangurinn, sem ekki er nýtanlegur, er settur með húsasorpinu, sem tekið verður við á öðrum stað í byggingunni. Þar er því þjappað í einn tíunda hluta rúmmáls, bundið um bagg- ana sem koma úr pressunnij og þeir síðan sendir til urðunar í Álfs- nesi á Kjalarnesi. Öll gerð sorpmóttökustöðvarinn- ar er við það miðuð, að sögn Ög- mundar Einarssonar, áð hún geti þjónað sem forvinnslustöð fyrir enn frekari úrvinnslu sorpsins, ef þörf þykir vera á því, eða það verð- ur hagkvæmt, einhvern tíma í framtíðinni. Hún er því í reynd fyrsti áfangi þess, að hagnýta öll nýtileg efni úr sorpinu. Enginn óþrifnaður í skýrslu verkefnisstjórnar um sorpeyðingu á höfuðborgarsvæð- inu um móttökustöðina segir: „Menn þurfa ekki að óttast nábýli slíkrar móttökustöðvar við aðra byggð, henni fylgir ekki óþrifnað- ur, starfsemin fer öll fram undir þaki, sorpinu verður þjappað sam- an í gáma og flutt jafnóðum í burtu á áfangastað.“ Ögmundur leggur áherslu á þessi atriði. Hann segir að hvorki lykt né sýnilegur óþrifnaður verði af stöðinni. Sorpið stendur ekki við þar nema á meðan verið er að vinna það, nokkrar klukkustundir í senn, frá því það kemur í stöðina þar til því er ekið á brott í lokuðum bílum. „Það er gífurleg framför frá haug- unum sem við höfum núna,“ segir hann. Staðsetning Gufunes er fjórði staðurinn sem valinn hefur verið undir móttöku- stöðina. Ögmundur segir að fyrst hafi verið valin hagkvæmasta stað- setningin með tilliti til allra flutn- inga að og frá stöðinni: Fífu- hvammur í Kópavogi. Sú staðsetn- ing var kynnt haustið 1988 og segir Ögmundur að bæjarfulltrúar í Kópavogi hafi þá tekið hugmynd- inni vel, en þeir hafi síðan skipt um skoðun og fallið var frá hug- myndinni. Þá var valinn næst besti staður- inn, Bæjarháls í Reykjavík. Borg- aryfirvöld tóku hugmyndinni vel, „en þegar við komum þangað upp eftir mætti okkur heldur óblítt við- mót íbúa, sem töldu sig vera að fá einhveija ófreskju," segir Ög- mundur. Enn var leitað að nýjum stað og þá hafði urðunarstaðurinn veru- leg áhrif. Á þeim tíma var einkum Morgunblaðið/Þorkell Ögmundur Einarsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins bs. við grunn móttökustöðvarinnar í Gufunesi. Húsasorp ■ Rummál ■ 111 n og böggun Iðnaöarsorp Hey, garðarusl lll Bílar - málmar Kostnaður við sorphirðu á Höfuðborgar- svæðinu (á verðlagi í mai 1990 m/v 100.000 tonn) AfgangurÍBBB 45.0001 30-35.0001^^^ 75.0001 T 6921 verður 1 Jarðefni 'til uppfyllingar 10-20.0001 Lífræn efni ' tii uppfyllingar Sorptiirða Urðun og böggun Baggað sorp Að stöð: 35 sorp- bílar/dag 170 aðrir bílar/dag Bílhræ - Hættuleg Tréflís + málmar úrgangs- kögglað -10.0001 efni eldsneyti tiiíSF 15-20.0001 til Járnbl. fél. Umferö að og frá sorpflokkunar- og böggunarstöð Urðun- Sorphirða- 2898 1988 Stefnir í með sorp- böggunar- stöð c S 0 r P h f. 0 Frá stöð: iili 12 dráttar- oó bílar/dag s o i p t öö ‘öö 4gáma- , s bílar/dag 10 aðrir bílar/dag rætt um urðun í Krýsuvík og því valinn staður í Hellnahrauni við Hafnarfjörð. „Það er alóhagkvæm- asti kosturinn," segir Ögmundur, „einkum vegna þess að flutningar að stöðinni eru stærsti kostnaðar- liðurinn og á þessum stað hefðu ’þeir orðið mjög dýrir.“ Sumarið 1989 opnaðist mögu- leiki á áð urðunarstaðurinn yrði í Álfsnesi á Kjalarnesi og var þá leitað eftir stað fyrir móttökustöð- ina nær urðúnarstaðnum. Samn- ingar tókust við Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi um að hún afsalaði sér lóð við hlið verksmiðj- unnar til Reykjavíkurborgar sem síðan úthlutaði lóðinni til Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins og þar rís móttökustöðin nú af grunni. Kostnaðurinn Stofnkostnaður við móttöku- stöðina í heild sinni er áætlaður á bilinu 600 til 620 milljónir króna, á verðlagi aprílmánaðar síðastlið- ins. Uppreiknuð áætlun frá febrúar Ljótí andarmiginn FUNDUR í borgarstjórn Reykjavíkur, 3. maí 1990, umræður utan dagskrár. Tilefhi: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks og Alfreð Þorsteinsson varafulltrúi sama flokks, kærðu til félagsmálaráðherra byggingu sorpmóttöku- stöðvarinnar og kröfðust afturköllunar byggingarleyfís. Brot úr umræðunum: Alfreð Þorsteinsson, Fram- sóknarflokki: „Sorpböggunar- stöðin og hin rnikla umferð, sem henni fylgir, ógna umhverfi í þessu hverfi (Grafarvogshverfi, innsk.). Þess vegna á þessi verk- smiðja engan rétt á sér á þeim stað, sem borgarstjóri hefur valið henni.“ Davíð Oddsson borgarstjóri (svarar AÞ): „Kynning hefur ver- ið meiri heldur en oftast áður. Það hefur verið séð til þess að þetta færi ekki framhjá neinum manni. Haldnar sýningar, haldn- ar kynningar og það þarf mann, sem sefur í 6 mánuði þyrnirósar- svefni til þess að koma með kæru 3 mánuðum eftir að allir kærufrestir eru útrunnir. Þú hef- ur haft 6 mánuði til að ígrunda málið. Þessi maður er að bjóðast til að stjórna borginni og er 6 mánuði að skrifa bréf.“ Bjarni P. Magnússon, Al- þýðuflokki: „Við sem höfum ver- ið að ræða þessi mál, bæði þeir sem hafa skoðað sorphirðustöðv- ar í Englandi og við sem áttum kost á því að skoða brennsluverk- smiðjuna á Amager, við urðum þess áskynja að það að reyna að höfða til þeirrar tilfinningar að af slíkri starfsemi stafaði meng- un vegna ódauns eða lyktar, ... sáum og fundum að það var á engum rökum reist og var alger- lega og er óábyrgt að halda slíku fram.“ Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi: „Það er talað um flutninga að stöðinni. Þá eru menn að bera saman við núver- andi flutninga á haugana eins og þeir eru, og allir þeir sömu flutningar, sem verða í hina nýju sorpböggunarstöð, eiga sér stað í dag á öskuhaugana í Gufunesi. Munurinn verður hins vegar sá, að það er í vaxandi mæli verið að setja upp gámamóttökustöðv- ar á svæðinu öllu. Það rusl, sem menn þannig losa sig við í gám- ana, verður flutt í lokuðum ílát- um inn í sorpböggunarstöðina. I dag er því hins vegar hrúgað upp í jeppakerrur eða upp á vörubíla og ekið með það hossandi þannig að það getur hrunið af hvar sem er og hvenær sem er. Þetta horf- ir sem betur fer til framfara og þess vegna held ég að við eigum ekki að vera að ala á óþörfum ótta í sambandi við þessa verk- smiðju.“ 1989 er 591 milljón, þannig að frávik á þessum tíma er 10 til 30 milljónir, eða á bilinu 1,5 til 5%, eftir því hver verður endanleg nið- urstaða. Ögmundur segir margt hafa verið gert til sparnaðar, þar á meðal var hætt við að reisa hús fyrir skrifstofur og aðstöðu starfs- manna, þar sem_ öll sú aðstaða fæst leigð hjá Áburðai’verksmij- unni. Áætlaður rekstrarkostnaður á ári, að meðtöldum söfnunarkostn- aði sveitarfélaganna, er um 700 milljónir króna. Rekstrarkostnaður sjáifrar móttökustöðvarinnar er áætlaður tæpar 290 milljónir sem hún á sjálf að standa undir með gjaldtöku fyrir móttöku sorpsins. Væntanlega greiða sveitarfélögin úr sjóðum sínum gjaldið fyrir húsa- sorpið frá heimilunum. Þeir sem koma með sorpið í stöðina greiða fyrir hveija losun samkvæmt gjald- skrá. Þá verður tekna aflað með sölu nýtanlegra efna frá stöðinni eins og tréflísar og hugsanlega pappa. I skýrslu verkefnisstjórnarinnar segir um gjaldtökuna: „Sú gjald- taka sem beitt yrði, á gagnvart notendum að koma fram sem sann- gjarnt endurgjald fyrir veitta þjón- ustu, en ekki sem skattheimta.“ Staðsetning móttökustöðvar í Gufunesi og urðunarstaðar í Álfs- nesi sparar umtalsverðar upphæð- ir, miðað við þá staðsetningu sem næst á undan var fyrirliuguð, það er móttökustöð sunnan Hafnar- fjarðar og urðun í Krýsuvík. Sam- kvæmt gögnum frá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins munar á verðlagi þessa mánaðar rúmum 132 milljónum króna á stofnkostn- aði og árlegur munur á rekstrar- kostnaði er áætlaður vera um 85 milljónir. Flokkun og flutningar Ögmundur Einarsson segir eng- an vafa vera á því, að í framt- íðinni verði allt tilfallandi sorp flokkað og því breytt í nýtileg verð- mæti sem hægt er. Til þess þurfi þó að flokka sorpið enn frekar áður en það kemur til móttöku- stöðvar. Sveitarfélögin muni setja upp gámaþjónustu þar sem strax verði viss flokkun og við heimilin verði mismunandi ílát fyrir tvo eða fleiri flokka sorps. „Reykjavíkur- borg hefur þegar sýnt fordæmi í þessum efnum þar sem eru gám- arnir við Sléttuveg. Þar er sorpið flokkað í timbur, málma, hættuleg efni og blandað,“ segir hann, „en hins vegar munu sveitarfélögin ábyggilega þurfa að hafa vakt við gámana til að fylgja flokkuninni eftir.“ Flokkun og annarri meðferð sorps, eins og fyrirhuguð er í Gufu- nesi, fylgir aukinn kostnaður frá því sem nú er. Sá kostnaðarauki er óhjákvæmilegur segir Ögmund- ur, þar sem ljóst sé að ekki var lengur hægt að halda áfram óbreyttu ástandi. „Þetta er gífur- leg bylting í allri umhverfisvernd á þessu svæði og umgengni við landið og byggðina,“ segir hann. Starfsmenn Sorpeyðingarinnar verða 15 til 20 talsins. Allir flutn- ingar að móttökustöð verða á veg- um sveitarfélaganna, einstaklinga og fyrirtækja, sem þurfa að losa sig við sorpið. Flutningar frá stöð- inni á urðunarstað verða væntan- lega boðnir út og því í höndum verktaka. Ögmundur bendir á, að þótt mönnum hnykki ef til vill við auk- inn kostnað nú, sé ekki þar með sagt að ódýrara yrði að taka ekki á vandanum, því fylgdu vafalaust dýrar aðgerðir síðar, einkum ef ekki væri sinnt óæskilegum urðun- arefnum, auk þess sem nýtanleg efni færu forgörðum. Þá bendir hann á jákvæðan þátt hins aukna kostnaðar, einkum vegna efnaeyð- ingarinnar: „Þegar það fer að kosta peninga að losa sig við ef- naúrganginn, verður jafnvel dýr- ara en að kaupa inn efnin, þá munu fyrirtækin leita eftir ódýrari hráefnum og jafnframt nýta þau betur.“ Apríl 1991 íslendingar kasta frá sér meira rusli og sorpi á hvern mann en fléstar aðrar þjóðir. Um það segir í skýrlu verkefnisstjórnarinnar: „Hér er á ferðinni meira magn á íbúa en menn þekkja til í öðrum löndum." Áætlanir nú standa til þess, að við getum byijað að koma haugn- um, sem lýst var í upphafi greinar- innar, í sómasamlega vinnslu í aprílmánuði á næsta ári, eða eftir um 11 mánuði, en þegar er hafin móttaka efnaúrgangs og pökkun hans í bráðabirgðaaðstöðu í Kópa- vogi. „í maílok 1991 má því búast við að Gufuneshaugarnir lokist og liægt verði að hefjast handa við að gera golfvöllinn sem þar á að koma,“ segir Ögmundur Einars- son. Hús Nordmannslaget í Heið- mörk. N ordmannslaget: Dagskrá á þjóðhátíð Norðmanna, NORDMANNSLAGET á íslandi lieldur á morgun þjóðhátíðardag Norðmanna, 17. maí, hátíðlegan. Að morgni, klukkan 9.30, verður athöfii í Fossvogskirkjugarði, þar sem lagðir verða blómsveigar að minnisvarða um fallna Norðmenn. Þá verður sérstök hátíð fyrir börnin við Norræna húsið, skrúð- ganga, guðsþjónusta í Neskirkju, móttaka hjá sendiherra Noregs á íslandi og hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu. Við athöfnina í Fossvogskirkju- garði verða flutt stutt ávörp. Þá munu þeir Per Aasén, sendiherra Noregs á íslandi og Matthías Jo- . hannessen, ritstjóri, leggja blóm- sveiga að minnismerkinu, frá ríkis- stjórn Noregs og Nordmannslaget. KÍukkan 11 verður barnaskemmtun Norræna húsið. Þar verður farið í leiki, sýnt leikritið „Sögur af Frans“ og börnin fá pylsur, gosdrykki og ís. Klukkan 13 verðurgengið í skrúð- göngu frá Norræna húsinu að Nes- kirkju, þar sem sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson messar. Karsten Anker Solhaug, sem var foringi Hjálpræðis- hersins á Islandi í síðari heimstyij- öldinni, flytur ræðu dagsins. Organ- - isti verður Hörður Áskelsson. Klukkan 17.30 taka Per Aasen sendiherra og frú Liv Aasen á móti gestum í Norræna húsinu. Um kvöldið, klukkan 20, hefst hátíðar- kvöldverður í Skála á Hótel Sögu. Veislustjóri verður Karl Sellgren og Reynir Jónasson leikur undir borð- um. Sæbjörgin lögð af stað í hringferð SÆBJÖRG, skólaskip Slysavarna- félags íslands, er lögð af stað í hringferð í kringum landið í ár- legt námskeiðahald, en haldin • verða slysavarnanámskeið á átta stöðum á landinu í sumar. Fyrsti áfangastaður skipsins var Rif á Snæfellsnesi. Þaðan fer skipið til Sauðárkróks, Ólafsfjarðar, Hríseyjar, Akureyrar, Dalvíkur, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Að sögn Þóris Gunnarssonar hjá Slysavarnaskólanum er þetta önnur hringferðin sem Sæbjörg fer til nám- skeiðahalds, en mikil þátttaka hefur verið undanfarin ár. Þórir sagði að slysavarnadeildirnar úti á landi sæju um að bóka þátttakendur á nám- skeiðin í sumar og væri nú þegar orðið yfirfullt. Elísabet Erlings- Selma Guðmunds dóttir sópran- dóttir pianóleikari. sðngkona. Verk Brahms á Háskóla- tónleikum ELÍSABET Erlingsdóttir sópran og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Johannes Brahms á Háskólatónleikum í dag, miðviku- daginn 16. maí, kl. 12.30. Tónleik-1 arnir verða að venju lialdnir í Norr- æna húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.