Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 íþróttahöll 1 Kópavog - lottóvinningur eða ekki? eftirGunnarl. Birgisson Mikið hefur verið ritað og rætt um byggingu íþróttahallar í Kópa- vogi. A-flokkarnir þar í bæ hafa reynt að telja okkur Kópavogsbúum trú um að nú værum við að fá stærsta lottóvinninginn frá því að Kópavogur byggðist. Við sjálfstæðismenn erum stuðn- ingsmenn byggingar íþróttahallar en höfum aftur á móti haldið því fram að framlag ríkisins til íþrótta- hallarinnar væri alltof lágt. Það hafa leynst skemmd epli í körf- unni, þótt aðeins heilu eplin væru sýnileg. Eftirfarandi atriði verður að hafa í huga þegar kostnaður við íþrótta- höllina er metinn. a) Af 300 mkr. framlagi ríkisins kemur ekkert inn á þessu ári og greiðslurnar á árunum 1991-94 eru ekki dagsettar. b) Lánið sem Kópavogsbær fær frá ríkinu greiðist eftir framkvæmd- um, þ.e. greiðslurnar eru heldur ekki dagsettar. c) Fífuhvammsvegur, ásamt teng- ingum, sem telst þjóðvegur í þéttbýli, er nauðsynlegur með tilliti til íþróttahallarinnar. Ekk- ert var samið við ríkið um hve- nær þessar framkvæmdir yrðu á vegaáætlun. Samkvæmt reynslu sveitarfélaga í samskipt- um við ríkið gæti liðið langur tími þar til Kópavogsbær fær þetta endurgreitt. Að mati bæj- arverkfræðings Kópavogs kosta þessar framkvæmdir a.m.k. 190 mkr. d) Aðrar gatna- og vegafram- kvæmdir, sem óhjákvæmilegar eru í tengslum við íþróttahöllina, hafa ekki verið settar fram sem hluti af heildarkostnaði. Ein- hvern tíma í framtíðinni verður að framkvæma þetta, en Kópa- vogsbær situr uppi með Ijár- magnskostnaðinn af flýtingu framkvæmdanna vegna hallar- byggingarinnar. Bæjaiverk- fræðingur Kópavogs hefur einn- ig metið þennan kostnað alls um 57 mkr. e) Ljóst er að 600 bílastæði eru langt frá því að vera nægilegt fyrir heimsmeistarakeppnina. Bæta þarf við að minnsta kosti um 1.400 bílastæðum. Reiknað er með að bærinn geti selt þessi bílastæði aftur, t.d. BYKO eða Hagkaup. Þessir aðil- ar munu þó ekki ætla að hefja framkvæmdir fyrr en eftir 1994. Kostnaður við þessi bílastæði er áætlaður um 100 mkr. Sundurliðun kostnaðar Sundurliðun kostnaðar vegna framkvæmdanna við íþróttahúsið og öll hliðarmannvirki, ef reiknað er með 9% vöxtum, er sem hér segir: (Liðir 1-4 eru samkvæmt kostn- aðaráætlun núverandi meirihluta bæjarstjórnar.) Sjá töflu 1. Mismunurinn er því 1.175 mkr. Þetta eru svolítið aðrar tölur en við Kópavogsbúar höfum fengið frá núverandi meirhluta bæjarstjórnar. Það sem hefði þurft að byggja hvort eð var til ársins 1994 Ef íþróttahöll hefði ekki komið til hefði Kópavogsbær þurft að byggja íþróttahús og skóla á svæð- inu ásamt nauðsynlegum tengi- mannvirkjum. Tímapressan hefði ekki verið til staðar og því hefði fjármagnskostnaður orðið hverf- andi og mannvirkin verið byggð með framlögum úr bæjarsjóði. Þó er reiknað með talsverðum fjár- magnskostnaði vegna þjóðvega í þéttbýli. Skólinn yrði byggður eftir byggðaþróun á svæðinu. Á þessu skólasvæði er áætlað að rísi um 3.500 manna byggð, sem gefur um 600 skólaböm. Hvenær er óþekkt, en eins og útlitið er í dag, verður fæst af þessu fóiki flutt þangað árið 1995. Fullur fjöldi er áætlaður kominn 2005 og þá miðað við svip- aðan byggingarhraða og undanfar- in ár. Samkvæmt þessu má álykta að um 400 skólabörn yrðu fyrir hendi á þessu svæði árið 2000. Skóli fyrir þennan fjölda kallar á ca. 160 mkr. fjárfestingu 1993- 1998 og 80 mkr. 2000-2003. Þess- ar framkvæmdir myndu þá kosta: Sjá töflu 2. Niðurlag Eins og sjá má af niðurstöðum þessum vantar verulega upp á að þetta dæmi gangi upp hjá okkur Kópav'ogsbúum. Framlag frá ríkinu þarf að vera a.m.k. 700 mkr. í stað 300 svo við getum talist koma út á jöfnu. Það er því augljóst að þennan samning verður að endurskoða því það vantar um 400 mkr. auk vaxta. Fyrir þetta fé hefðum við Kópa- vogsbúar getað endurbyggt allar götur í vesturbænum. Eða byggt höfn fyrir fískiskip og smábáta. Eða fullbyggt Hjallaskóla, Snælands- skóla og ein 5 dagheimili. Eða lok- ið bæði listasafni og sundlaug. Eða Gunnar Birgisson „Fyrir mér er þessi samningur hreinn af- leikur fyrir Kópavog en hinsvegar lottóvinning- ur fyrir ríkið.“ byggt íþrótta- og félagssvæði fyrir ÍK og Breiðablik. Dæmi svo hver fyrir sig hvílíka fjármálasniild A-flokkarnir og Kristján bæjarstjóri, að ógleymdum Loga Kristjánssyni, formanni Breiðabliks, hafa sýnt í þessu máli fyrir hönd Kópavogs. Fyrir mér er þessi samningur hreinn afleikur fyrir Kópavog en hinsvegar lottóvinningur fyrir ríkið. Höfundur skipar fyrsta sæti á tramboðslista Sjálfstæðisflokksins íKópavogi. Tafla 1. 1. Byggingarkostnaður íþróttahallar 654 mkr. 2. 600bílastæði 63 mkr. 3. Skólahús 173 mkr. 4. Breytingar á hluta íþróttahúss í skólahús 84 mkr. 5. Viðbótarbílastæði (1.400) 100 mkr. Fjármagnskostnaður: 6. Vegna láns, 354 mkr., til 12 ára (afb. 1996—2007). 7. Vegna skóla — að hluta til byggður of snemma 45 mkr. 8. Vegna viðbótarbílastæða (1.400) 30 mkr. 9. Vegna fjármögnunar á þjóðvegum í þéttbýli 50 mkr. 10. Vegna undirbúningsframkvæmda 1990 8 mkr. 11. Vegna fjárfestingar í gatnaframkvæmdum og 18 mkr. ‘ tengingum Samtals: 1.575 mkr. Til frádráttar er eftirfarandi: Framlag frá ríki 300 mkr. Endurgreiðsla á bílastæðum 100 mkr. Samtals: 400 mkr. Tafla 2. 1. íþróttahús fyrir 2.500 áhorfendur með félagsaðstöðu og bílastæðum 220 mkr. 2. Skóli (um 2.400 m2) ásamt lóð og bílastæðum 240 mkr. 3. Fjármagnskostnaður vegna Fífuhvammsvegar og tenginga 40 mkr. Samtals 500 mkr. Kostnaður Kópavogsbúa vegna samnings um íþróttahús 1 .175 mkr. Nauðsynlegar framkvæmdir -500 mkr. Mismunur 675 mkr. Þingræðið fótum troðið eftirKristin Pétursson Fiskveiðistjómun I Þá er kvótafrumvarpið orðið að lögum. Greinarhöfundi líður ekki sem best að hafa þurft að sætta sig við þá málsmeðferð á Alþingi ísiendinga, að neðri deild Alþingis fékk aðeins að fjalla um málið í rúman sólarhring. Sjávarútvegs- nefnd neðri deildar fjallaði lauslega um málið í klukkustund eða þar um bil. Meirihluti nefndarinnar ákvað að taka málið út úr nefndinni óbreytt og án efnislegrar umfjöllun- ar. Það sem minnihlutinn vildi gera var að halda áfram að vinna í mál- inu í sumar og leggja það svo fyrir Alþingi í haust. Fyrir því eru mörg rök og fyrst og fremst þau, að nefndinni bar skylda til þess að láta efnislega umfjöliun fara fram af þeirri augljósu ástæðu að alþingis- menn eru kosnir sem fulltrúar þjóð- arinnar til þess að fjalla um málið og bera þeir fulla ábyrgð á því að svona mikilvægt málefni sé rætt í smáatriðum. Það eru léttvæg rök í málinu að „samráðsnefndin“ sem vann að málinu „hafí verið búin að íjalla lengi um það“. sjávarútvegsnefndir Alþingis áttu að fá málið til ræki- legrar efnislegrar umfjöilunar. Það var skylda nefndarmanna í neðri deiid að skoða málið rækilega eftir að efri deild hafði breytt ölium for- sendum með því að blanda „hag- ræðingarsjóði“ inn í málið. Fyrir svo utan þkð að endurskoða rækilega forsendur frumvarpsins, t.d. út frá sjónarmiðum sem grein- arhöfundur hafði hugsað sér að leggja til að farið yrði ofan í saum- ana á. Það skal útskýrt hér nánar: Forsendur frumvarpsins Flestum er kunnugt um að lög- gjöf um fiskveiðistjórnunina er til komin á þeim forsendum að af- rakstursgeta fískistofnana sé minni en afkastageta flotans. Það sem er gagnrýnivert í fyrsta lagi er að umfjöllunin um málið er einungis um skömmtunarkerfi (kvótakerfi). Umfjöllun um afrakstursgetu físki- stofnanna vantar alveg. Hvað er að í hafinu? Þessari spurningu er ég búinn að varpa margsinnis fram í umræðunni og svörin vantar. Mikil umræða á sér stað nú í Noregi um þessi málefni, sbr. þrjú síðustu hefti sjómannablaðsins. Hér á landi verður að fara fram meiri opin umfjöllun um þessi mikilvægu mál. Nú þegar er það skylda fram- kvæmdavaldsins að kanna hvað er á seyði undir yfirborði sjávar. Af hverju gefur þorskstofninn minna og minna af sér? Alþingismenn í sjávarútvegsnefnd og þjóðin öll á heimtingu á svari. Eg dreg í efa að sóknin sé of mikil. í „togararaiiý- inu“ kom fram að jafngamall þorsk- ur er 5-10% léttari en fyrir ári síðan. Þessi niðurstaða er í meira lagi uggvænleg. Hvað á svo að skerða kvótann mikið um næstu áramót vegna þessa, 5-10% eða meira! Þessi niðurstaða segir okkur fyrst og fremst að þorskurinn hafí ekki fæði og þess vegna þarf að fjalla um Kristinn Pétursson „Nú þegar er það skylda frarakvæmda- valdsins að kanna hvað sé á seyði undir yfir- borði sjávar. Af hverju gefur þorskstofninn minna og minna af sér? Alþingismenn í sjávar- útvegsnefiid og þjóðin öll á heimtingu á svari. Ég dreg í efa að sóknin sé of mikil. I „togara- rallýinu“ kom fram að jafhgamall þorskur er 5-10% léttari en fyrir ári síðan.“ þetta mál út frá þeirri forsendu. Hefði stofninn verið stærri þá væri fæðuskorturinn meiri eða hvað. Auðvitað ber alþingismönnum að grandskoða þessi mál frá öllum hlið- um þar sem löggjöfín stjórnun físk- veiða byggist á afrakstursgetu nytjastofna öðru fremur. Ráðgjafar og sérfræðingar eru tii þess að gefa alþingismönnum og stjórn- málamönnum upplýsingar og ráð- gjöf en ekki til þess að taka ráðin af þeim. Löggjöf er á ábyrgð alþing- ismanna. Sá sem ábyrgðina ber verður að vita hvað hann er að gera. Nú þegar verður að stórefla rannsóknir á fæðukerfí nytjastofna og stjórna svo fiskveiðum í sam- ræmi við fæðuframboð og stofn- stærðir en ekki bara stofnstærðir. Niðurstaðan úr „togararallýinu" bendir til að fæðuskortur sé hjá þorskstofninum og við því verðum við að bregðast skjótt. Þorskstofn- inn er minni en haldið var sem nem- ur 60-120 þúsundum tonna. Hér er stórmál á ferðinni og mér er sem ég sjái framan í suma út- gerðarmenn þegar þeir fá kvóta- blaðið sitt eftir næstu áramót. Sóknarmarkið burtu, þorskkvótinn skertur enn frekar, og 5% í „ha- græðingarsjóð". Tekjuhrunið vérð- ur mjög alvarlegt hjá útgerð og sjómönnum. Skoðum fleiri stoflia Þorskstofninn átti að vera 1.200 þúsund tonn en er 5-10% minni. Síldarstofninn er hins vegar um 400 þúsund tonn, bara hrygningarstofn- inn. Ég spyr: Hvað á að gera með alla þessa síld ...? Ég spyr vegna þess að síldin þarf fæði. Síldin geng- ur norður fyrir land á sumrin og hlýtur að vera í samkeppni við smáþorskinn um fæðu, sem er al- varlegt mál undir þessum kringum- stæðum. í hvaða tilgangi er verið að stækka síldarstofninn? Hvert á að selja síldina? Rétt væri að mínu mati að veiða meira af síld nú strax til bræðslu, því það skilar útgerð- inni tekjum og þjóðinni allri. Ekki veitir af. §vo eigum við auðvitað að hlusta á þá fiskifræðinga og líffræðinga sem halda því fram að það sé ekki hægt að geyma fisk í sjónum og láta hann stækka, því vistkerfið bjóði ekki upp á slíkt. Allir eiga rétt á því að hlustað sé á þá, líka þeir sem ekki eru sam- mála kerfinu. Það er tilgangslaust að vera með fordóma. Fjöllum um þetta opinskátt. Málefnið er of mik- ilvægt til þess að pláss sé fyrir for- dóma í einhverri mynd. Þorskstofn- inn í Barentshafi hrundi og er á niðurleið í Kanada og á Islandi. íslendingar eiga hér svo mikilla hagsmuna að gæta að við verðum að fjalla um þetta og kryfja málið. Lífskjör okkar sveiflast til með vexti og viðkomu nytjastofna okkar. Það hafa verið haldnar ráðstefnur af minna tilefni og væri það gott inn- legg í málið að halda ráðstefnu um þetta mál í haust. Kjarni þessa máls er sá að lífskjör íslensku þjóðarinnar standa og falla með því að okkur takist vel til í fiskveiðistjórnunni. Þess vegna er það mikilvægast í dag að auka rannsóknir á vistkerfi hafsins og nýta okkur þekkinguna til bættra lífskjara. Höfundur cr alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir A usturlnndskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.