Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 49 ^ínyoJlmr™ i VelvaknnHí _ I igætí Velvakaiidi. fn STieiS,"tthv*a ErSSSSjs |k7P's fyrir fisk I Elliða- eða IhT ^veiðimála hafa talið það yauppi Góð grein J.S. hringdi: „Ég vil þakka Bjarna Valdi- marssyni fyrir athyglisverða grein sem hann skrifaði í Velvakanda fyrir nokkru. Það er áreiðanlega rétt hjá honum að veiði er víða vannýtt í vötnum og myndu fiski- stofnarnir þar aðeins hafa gott af að grisjað væri með netum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem eiga veiðirétt í vötnum og ám reyni að halda verðinu uppi. En það er allra hagur að sem mest sé veitt án þess að gengið sé á stofninn." Kettlingar Kettlingar fást gefíns. Upplýs- ingar í síma 39289. Læða Lítil gulbröndótt læða fannst í Þingholtunum 2. maí. Hún er með dökkum flekkjum, hvít á bringu og hvíta sokka á öllum fótum. Upplýsingar í síma 10539. Góð þjónusta Kona hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá Sólningu hf. Eg lét setja sumardekkin undir bílinn minn hjá þeim en skömmu síðar tapaði ég hjólkopp af einu hjólinu. Ég sagði þeim frá þessu og fékk að taka út nýjan á þeirra kostnað hjá Glópus, þeir settu hjólkoppinn meira að segja á fyrir mig. Ég vil þakka fyrir þessa frábæru þjónustu." Týndur köttur Þann 29. maí fór kötturinn Loppi að heiman, frá Þverási 49 sem er efst í Seláshverfi. Hann er mjög stór og bústinn, svartur en hvítur á löppum, bringu, höku og nefi. Augun eru mislit, annað gult en hitt brúnt. Hann var með rauða hálsól og við ólina fest merki með nafni og heimilisfangi. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru beðnir að hringja í síma 672937. Týnd læða Hvít angóralæða með svart- brúnt skott tapaðist 30. mars í Hlíðahverfi. Upplýsingar í síma 19262. Kettlingar Þijár þrílitar læður, átta vikna gamlar, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 22613. Kettlingar, fress og læða, fást gefíns. Upplýsingar í síma 27758. Þessir hringdu . . . Vel af sér vikið Eldri samborgari hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til okkar ágæta borgarstjóra fyrir að forða Hótel Borg falla í hendur nágrannanum við Austurvöll og þar með spara ríkinu milljóna króna sem breyt- ingar á húsinu hefði kostað. Bygging Hótel Borgar árin 1929 til 1930 mun hafa kosta 350 þús- und krónur. Hvert einasta hantak við bygginguna var handunnið, steypan hræð á brettum og höluð upp með handafli. Man ég hina miklu gleði bæjarbúa er þetta fyrsta hótel okkar á heimsmæli- kvarða var fullbúið. Gaman væri fyrir næstu kynslóð að komið yrði fyrir töflu í húsinu þar sem lesa mætti sögu þess. Hjartans þakkir og kveðjur til okkar farsæla borg- arstjóra fyrir kaupin. Þá langar mig til að minnast á annað. A Hofsvallagötunni, þar sem ég býr, er mikil umferð og mengunin er eftir því. Ekki er hægt að opna glugga fyrir hávaða og loftið er mjög mengað af út- blæstri frá bílum. Það þyrfti að gera ráðstafanir til að draga úr þessari miklu umferð um götuna. Mörg slys hafa orðið á gatna- mótum Hofsvallagötu og Hring- brautar. Ég tel að það ætti að setja þar upp búnað sem gefur hljóðmerki til að auðvelda fólki að átta sig á hvenær óhætt er að fara yfir götuna." VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UUHWÆakMtíUUl Lítil börn mega ekki hjóla í umferðinni Til Velvakanda. Mikið um smábörn sem hjóla á götunum núna þegar verðrið er gott. Fólk varar sig ekki á því hvað lítil börn eru miklir óvitar og er því slysahættan mikil. í fyrra var kom- ið með sex börn á slysadeild Borg- arspítalans sem voru undir fjögura ára aldri og höfðu slasast á hjóli, og 40 börn á aldrinum 5 til 9 ára. Lítil börn þurfa mikið eftirlit. Reið- hjól eru bara leikföng. Börn mega að sjáfsögðu bara hjóla á gangstétt- um, þau eru ekki fær um að hjóla þar sem umferð er. Ég hef orðið vitni að því undan- farið að lítil börn hjóla í umferð- inni. Fyrir skömmu sá ég börn á aldrinum þriggja til fjögTira ára hjóla ein úti á vegi og var enginn sem leit eftir þeim. Þá sá ég lítið barn á hjóli á Skólavörðustígunum, þar sem umferð er mjög mikil, og annað lítið barn á hjóli á Suðurgötu í Hafnarfirði. Við megum ekki gleyma að börn eru óvitar og geta ekki bjargað sér ein í umferðinni. Ég skora á foreldra að taka þessi mál til athugunar. Magrét Sæmundsdóttir, starfsmaður lyá Umferðarráði. HEILRÆÐI Foreldrar verða að sjá um að börn leiki sér ekki úti á götu. Þeim hættir til að gleyma sér, og taka ekki eftir bílum sem koma. Hvetjum börnin til að leika sér þar sem engin hætta er á slíku. Hugheilar þakkir sendi ég öllumfyrir auðsýnd- an hlýhug á áttrœÖisafmœli mínu. Guö blessi vkkur öll. Kristín Friöriksdóttir frá Hvoli. Innilegar þakkir sendi ég ykkur öllum, sem sýnduÖ mér vináttu og velvilja á 60 ára afmœl- isdegi minum 4. maí sl. Jóhann Agústsson, Fífuhvammi 7, Kópavogi. 1940 - 10. maí - 1990 Þökkum viðskiptamönnum, starfsfólki, félaga- samtökum og öörum velunnurum fyrir blóma- kveðjur og á annan hátt góöar kveÖjur í tilefni 50 ára starfsafmœlis. Sveinn Björnsson <6 co. Öllum þeim sem minntust min á 70 ára af- mœli minu, þann 8. maí sl., með heimsóknum, yndislegum blómum og öðrum fögrum og góÖ- um gjöfum, ávörpum og heillaskeytum, sendi ég hugheilar þakkir. Sérstaklega þakka ég af alhug bróÖursyni mínum, Hirti Pálssyni, og konu hans, Stein- unni Bjarman, fyrir að bjóða mér og mínum gestum til veglegs afmœlisfagnaöar á heimili þeirra. Dagurinn var hinn fegursti, sól úti og sól inni. Mun hann gleðja og ylja vel og lengi í minningunni. GuÖ oggœfanfylgi ykkur öllum á komandi tiö. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Köflóttar dragtir og jakkar frá [ H M c HUCtt M 0 0 i coiticnon INTtRNATIONAl Gx v/Laugalæk, sími 33755. Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissajpnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaöi með verulegum afslætti er Ú Apple-umboðið Radíóbúðin hf. ai Innkaupastofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.