Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 Forráðamenn Grundarkjörs á firnd skiptaráðanda á föstudag: Staðan verri en talið var Búvörudeild SÍS rifti kaupleignsamningi vegna Furugrundar og þar hefiir verið lokað Grundarkjörsversluninni við Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað. Halldór Jensson verslunarstjóri, einn af eigendum Grundar- kjörs hf., tók' við rekstri verslunarinnar um mánaðarmótin þegar Grundarkjör hætti rekstri. Honum gekk hins vegar illa að fá keypt- ar vörur auk þess sem búvörudeild Sambandsins, sem hafði kaup- leigusamning KRON og Grundarkjörs hf. sem tryggingu fyrir skuld KRON, sendi Halldóri skeyti um riftun á samningnum. Stjórn og lögmaður Grundarkjörs hf. fara á fund skiptaráðanda næstkomandi fostudag. Ólafur Thoroddsen lögmaður fyrirtækisins segir að þá verði óskað eftir heimild til nauðasamninga við kröfúhafa eða gjald- þrotaskiptum. Ólafur sagði í gær að nú væri verið að vinna að bráðabirgðaupp- gjöri bókhalds Grundarkjörs hf. Endanleg niðurstaða væri ekki fengin en sagði þó ljóst að staðan væri til muna verri en menn hefðu talið. Hann sagði að ef í ljós kæmi að fyrirtækið ætti eignir sem dygðu fyrir forgangskröfum og greiðslu á verulegum hiuta almennra krafna yrði væntanlega óskað eftir heimild til nauðasamninga. Annars yrði að óska eftir gjaidþrotaskiptum. Vífilfell hf. hefur kært Grundar- kjör til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að hafa komið ógreiddum vörubirgðum undan með því að selja þær. Ólafur segist hafa kynnt mér gögn um þessi viðskipti og af þeim væri ljóst að þrátt fyrir umtalsverð- ar skuldir Grundarkjörs hf. hafi verið dregið verulega úr vörukaup- um síðustu vikumar. Krafa Vífil- fells mun vera 1.300 þúsund kr. RLR hefur einnig til athugunar skjöl, merkt Grundarkjöri, sem reynt var að brenna í malargryfjum í Þingvallasveit um síðustu helgi. Ólafur sagðist ekkert þekkja til þessa máls og sagði að aðaleigandi Grundarkjörs hefði í samtali við sig ekki kannast við að skjalabrennan væri á þeirra vegum. Sagðist Ólafur heldur ekki sjá tilgang þess fyrir fyrirtækið eins og málum væri kom- ið. Nú þegar Grundarkjörsverslun- inni á Furugrund 3 í Kópavogi hef- ur verið lokað eru þijár af sex versl- unum fyrirtækisins lokaðar. Auk Furugrundarinnar eru það verslan- irnar Reykjavíkurvegi 72 í Hafnar- fírði og Stakkahiíð 17 í Reykjavík. Ólafur Thoroddsen sagðist ekki standa að ráðstöfun eigna Grundar- kjörs í þessum verslunum fyrr en hugsanlega eftir fundinn með skipt- aráðanda á föstudag. Verslanirnar við Eddufell og Bræðraborgarstíg eru reknar af öðrum og Mikligarður hf. opnar verslun á Garðatorgi á morgun. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 16. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir íslandi og hafinu umhverfis er 1.022 mb hæð en 1.000 mb lægð skammt vestur af írlandi, þokast norðaustur. SPÁ: Hæg breytileg átt. Þokuloft við norðurströndina, skýjað sunn- anlands en léttir sums staðar til inn til landsins yfir daginn. ( þoku- loftinu verður svalt í veðri en 6-11 stiga hiti í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða suðaustlæg átt. Súld viö austurströndina, smáskúrir sunnanlands en þurrt og sums staðar bjart veður norðanlands og vestan. Svalt við austurströnd- ina en annars 6-12 stiga hiti. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 6 þoka Reykjavik 7 skýjaö Bergen 11 léttskýjað Helsinki 13 sktir Kaupmannahöfn 14 alskýjað Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk +2 snjókoma Osló 18 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 21 hálfskýjað Berlín 15 alskýjað Chicago 11 þokumóða Feneyjar 24 heiðskírt Frankfurt 21 skýjað Glasgow 11 þokumóða Hamborg vantar Las Palmas 22 skýjað London 20 skýjað Los Angeles 14 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madrid 25 léttskýjað Malaga 23 hálfskýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 14 alskýjað NewYork 16 léttskýjað Orlando 23 léttskýjað Parfs 19 rigning Róm 21 þokumóða Vín 20 skýjað Washington 15 mistur Winnipeg 7 léttskýjað ■ Morgunblaðið/Runar Þór íbúar í Grafarvogi afhentu borgarstjóranum í Reykjavík, Davíð Oddssyni, undirskriftir í gær, þar sem mótmælt var byggingu sorp- böggunarstöðvar í Gufúnesi. Undirskriftasöfiiun í Grafarvogi: 1278 motmæla sorpböggunarstöð FULLTRÚAR íbúasamtaka Grafarvogs afhentu Davíð Oddssyni, borgar- sljóra, 1278 undirskriftir íbúa í hverfinu, sem mótmæla byggingu sorp- böggunarstöðvar í Gufúnesi. Borgarstjóri segir að þessi mótmæli nú komi sér á óvart, enda hafi stöðin verið kynnt fyrir sex mánuðum. Hins vegar muni stjórn byggðasamlags um sorpeyðingu á höfúðborgar- svæðinu kanna málið. I mótmælaskjalinu, sem afhent var borgarstjóra, segir að íbúar i Grafar- vogi mótmæli staðsetningu sorp- böggunarstöðvar og eiturefnamót- töku í Gufunesi. Undir skjalið rituðu 1278 Grafarvogsbúar 18 ára og eldri, en á kjörskrá í hverfínu eru 2725. Undirskriftunum var safnað dagana 10. til 13. maí. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir að ákvörðun um byggingu sorpbögg- unarstöðvarinnar hafi verið tekin fyrir sex mánuðum og hann telji þessa aðferð við vinnslu sorps mikla framför. Akvörðunin hafi verið tekin af stjórn byggðasamlagsins Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins, sem sveitarfélögin þar eigi aðild að, og hafi síðan verið samþykkt samhljóða í bgrgarráði. Borgarstjóri segir, að eftir að stað- setning böggunarstöðvarinnar hafi verið ákeðin hafi mikil kynning á málinu farið fram í Grafarvogl; bækl- ingi hafi verið dreift í öll hús í hverf- inu og kynning farið fram í félags- miðstöðinni Fjörgyn í heila viku. Þessi mótmæli nú komi sér því á óvart. Á hitt bæri hins vegar að líta, að ákveðin öfl, einkum Alfreð Þor- steinsson varaborgarfulltrúi, hefðu haldið röngum upplýsingum að fólki um málið. Borgarstjóri sagði, að í ljósi þess- ara mótmæla væri eðlilegast, að stjóm byggðasamlagsins færi ofan í málið og kannaði hvernig bregðast ætti við þessu. Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt að vísa málinu til Sorpeyðinga höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt minnti Alfreð Þorsteinsson, Fram- sóknarflokki á að Hafnarfjarðarbær hafi á sínum tíma boðið lóð fyrir sorpböggunarstöðina í Bæjarhrauni. Sjá grein í miðopnu um Sorpbögg- unarstöðina. I ÍMmf-Ád*.,. * — ; * * Lést af slysförum DRENGURINN" sem lést í Helguvík á mánudagskvöld, hét Sigurður Kristinn Ár- sælsson, ellefu ára til heimil- is að Heiðarholti le, Keflavík. Tveggja hæða strætó og bílaumferð um Austurstræti á ný? ÁSKORUN samtakanna „Gamli miðbærinn", um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð á ný og að sérstakur strætisvagn gangi um Laugaveg og miðbæinn að Hlcmmi var lögð fram á fundi borgarráðs í gær. Borg- arráð samþykkti, að gerð yrði kostnaðaráætlun vegna breytinga á göngugötunni í Austurstræti og að leitað yrði umsagnar umferðarnefnd- ar og umhverfísmálaráðs vegna opnunar á Austurstræti og að stjórn Strætisvagna Reykjavíkur íjallaði um sérstakan miðbæjarvagn. Davíð Oddsson borgarstjóri telur hugsanlegt að fengnir verði tveggja hæða strætisvagnar á miðbæjarleiðina. „Ég tel vfst að menn muni gera þarna tilraun í þá átt, sem verið er að biðja um,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Ég á ekki von á að kostnaður verði óyfírstíganlegur og úr því að þessir hagsmunaaðilar hafa trú á að það sé til bóta að hafa göt- una hálf opna en þó þannig að gang- andi hafi allan forgang, þá má at- huga hvort tilraunin verði til þess að efla miðbæinn. Við höfum verið að kanna mögu- leika á tveggja hæða strætisvagni niður Laugaveginn og að hann verði öðruvísi en þeir vagnar sem fyrir eru. Þetta yrði sérstakur raiðbotgar- vagn en ekki er hægt að koma tveggja hæða vögnum við annars staðar vegan vinds. Á þessum slóðum ætti það að vera í fínu lagi. Menn verða þá að sæta lagi í þeim fáu til- vikum sem vindur gæti skapað örð- ugleika. Þetta verða að vera sérstak- lega skreyttir og líflegir vagnar með til dæmis auglýsingum.“ Guðlaugur Bergmann fram- kvæmdastjóri segist vera ánægður með viðtökurnar fyrir hönd „Gamla miðbæjarins" og að loks sé farið að .huga að þeim breytingum sem sam- ’tipkin telji nauðsyn á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.