Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 41 Sigiiður Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 28. febrúar 1950 Dáin 7. maí 1990 Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. í dag kveðjum við hana Siggu. Henni var ekki ætlað lengra líf, þetta er ótrúlegt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Sigga var næstyngst af 9 börnum Guðrúnar Ebbu Jörundsdóttur og Sigurðar Kristjáns Guðmundssn- ar, d. 1974. í dag eru þau 7 á lífi. Hún eignað- ist 2 syni, Hauk Örn, f. 1972, og Þorstein, f. 1978. Þeir voru hennar augasteinar. Sigga var alltaf til staðar, ef ein- hver var í vandræðum, þá var hún tilbúin til hjálpar. Sigga var mjög handlagin, ef bíllinn bilaði sá maður hana iðulega á kafi ofan í vélinni eða undir bílnum. Síðustu árin sýndi hún handlagni sína í listaverkum úr gleri. Það lék allt í höndum henn- ar. Þær eru ófáar nælurnar eftir hana og listaverk í gluggum víðs vegar. Margar minningar eru bundnar útilegum þegar við fórum að veiða með börnin. Þá vai' Sigga iðulega með gítarinn og sungið fram á nótt. Um daginn sagði sonur okkar allt í einu: „Mamma, veistu það hún Sigga var alltaf svo góð við mig, ég sakna hennar svo.“ Hann talar fyrir munn okkar allra. Nú er hún komin á æðri stigu, við vitum að pabbi hennar og Kristín systir hafa tekið á móti henni opnum örmum. Við þökkum fyrir þær stundir, sem við áttum með henni. Guð veri með okkur öllum. Auður, Jenni og synir Sigga er dáin, aðeins rétt orðin fertug. Þó svo að hún væri orðin mikið veik trúði ég því ekki að henni myndi ekki batna aftur, svo mikill var lífskraftur hennar. En eins og þar stendur: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir og henni hefur verið ætlað annað og meira starf hinum megin. Eg kynntist Siggu þegar hún hóf störf hjá Ispan fyrir tæpum níu árum. Hún var einstaklega dugleg og ósérhlífin til vinnu. Hún var trú og traust, bæði okkur sem unnum með henni og fyrirtækinu og sást það best þegar Sigga var orðin veik af þessum skæða sjúkdómi, sem varð henni að falli, að þegar birti aðeins til fyrir rúmlega tveim árum mætti Sigga-aftur til starfa svo sárlasin en dugnaðurinn og lífskrafturinn hélt henni gangandi. Þegar Sigga gat ekki lengur unnið utan heimilis fór hún að hanna og smíða nælur, myndir og fleira úr gleri og speglum. Afköstin voru mikil og eftirspurnin enn meiri. Heimili hennar var bæði snyrti- legt og smekklegt. Öll fallegu blóm- in sem hún átti, ræktaði og hugs- Sigurbjörg Þorláks- dóttir - Minning Fædd 3. ágúst 1905 Dáin 5. maí 1990 Mikið er orðið starf elstu kynslóð- ar Islendinga sem nú horfir yfir farinn veg að loknum löngum starfsdegi. Þessir jafnaldrar aldar- innar geta með sanni sagt að þeir hafi með starfi sínu gjörbreytt þessu þjóðfélagi. Starfsævin var æði löng hjá mörgum, því hún hófst snemma, strax á barnsaldri hjá sumum. Það vildi líka oft teygjast úr henni í hinn endann af ýmsum ástæðum ef heilsan var góð. Flestir af þessari kynslóð unnu einfaldlega eins lengi og kraftar og heilsa leyfðu. Vinnudagurinn var líka oft langur í bókstaflegri merkingu og frídagar fáir. Framan af öldinni voru þeir sigrar óunnir sem færðu mönnum vinnudag og vinnuviku af umsaminni lengd ásamt öðrum mannréttindum. Því eru þessi alkunnu sannindi hér sett á blað að mig langar að minnast nokkrum orðum frænku minnar, Sigurbjargar Þorláksdótt- ur, sem í dag er lögð til hinstu hvílu. Hún telst til þeirrar kynslóðar sem að framan getur, og hennar starfsdagur var bæði langur og strangur. Starf hennar var heldur ekki af léttara tagi heldur vann hún lengst af við erfið vinnu við hús- störf á heimilum annarra, og fisk- vinnslu. Atvinnuleysi kreppuáranna sem hamlaði starfslöngun margra virðist hafa birst konum á annan hátt en körlum, þvi þær gátu oftast fengið tímabundna vinnu við hús- störf, þvotta og hreingerningar. Gæfa Sigurbjargar var að þrátt fyrir álag sem oft var meira en góðu hófi gegndi entist henni aldur og heilsa. Því gat hún í hárri elli notið hvíldar, og litið stolt yfir far- inn veg og unnin störf, en þó af lítillæti þeirrar konu sem finnst í einlægni að hún hafi einungis verið að gera skyldu sína. Sigurbjörg Þorláksdóttir fæddist 3, ágúst 1905 að Hvoli í Þverár- hreppi í V-Húnavatnssýslu. For- eldrar hennar voru Þorlákur Jóns- son og Sæunn Kristmundsdóttir, bæði ættuð úr Húnaþingi. Sigur- björg var þriðja í röð sjö systkina. Elst var Ingibjörg, þá Jónína, Sigur- björg, Ásta, Sigurbjartur, Soffía og Kristín yngst, nú eru aðeins Ásta og Soffía á lífi. Þorlákur og Sæunn voru í húsmennsku á ýmsum bæjum í Þverárhreppi og fyrir fátæktar sakir tókst ekki að halda systkina- hópnum saman og flestum þeirra var komið í fóstur til vandalausra. Slíkt var ekki einsdæmi í þá daga, en nærri má geta að slík tvístrun ástvina hefur ekki verið léttbær. Því var það að Sigurbjörgu var komið í fóstur að Kistu í Þverár- hreppi hjá hjónunum Sigríði Hann- esdóttur og Jónasi Jóhannssyni. Þar ólst hún upp í hópi fóstursystkina fram til tvítugsaldurs. Ekki veit ég hvern hug hún bar til fósturforeldra sinna, en hitt veit ég að ung hefur hún þurft að leggja sitt af mörkum. Munu húnvetnskir bændur á þess- um árum vera þekktir að öðru en hlífa hjúum sínum við vinnu. Um’ tvítugt flutti Sigurbjörg til Reykjavíkur og hóf vinnu við öll algeng störf hér í bænum og mun hennar fyrsti vinnustaður syðra hafa verið á Kleppsspítala. Einnig fór hún í síld ellefu sumur til Siglu- fjarðar. Hún vann alla algenga vinnu hér eins og áður sagði en mun mest hafa verið við ræstingar og önnur hússtörf. Hún var sam- viskusöm og ósérhlífin svo af bar o'g því eftirsótt til þessara starfa hjá öllum sem til hennar þekktu. Þessu til vitnis er hve margir af þeim sem hún vann fyrir reyndust henni vel, og báru til hennar hlýhug alla tíð. í kreppunni miðri hóf hún búskap á Frakkastíg 19 með Kristni Sig- urðssyni, ættuðum úr Borgarfirði, og eignuðust þau tvær dætur, Sigríði og Helgu. Ekki varð þeim Kristni langrar sambúðar auðið, en dætrunum tveimur helgaði hún líf sitt upp frá þessu. Mæðgurnar fluttu að Laufásvegi 10 þar sem þær bjuggu allt til þess er dæturn- ar giftust, en Sigurbjörg miklu lengur. Hún starfaði við Miðbæjar- skólann í Reykjavík, þar sem hún vann við ræstingar, en til að sjá þeim farborða þurfti Sigurbjörg að nota hveija stund og féll aldrei verk úr hendi. Því vann hún öll þau störf sem til féllu, auk þess sem hún var rnikil hannyrðakona og seldi af- rakstur þeirrar vinnu eins og við var komið, einkum hekluð sjöl svo og lopapeysur. Hannyrðirnar voru hennar yndi allt fram á síðustu ár. Síðusta áratug bjó Sigurbjörg í Lönguhlíð 3, í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Þar átti hún góða daga, laus við amstur og áhyggjur. Hún naut þar góðrar aðstöðu, en ekki hefði það samt dugað til eftir að kraftar fóru þverra nema til kæmi umhyggja og , stöðug, aðstoð frá I dætrum og tengdasonum, sem reyndust henni afbragðs vel eins og við var að búast. Síðasta árið sem hún lifði dvaldi hún svo í Skjóli, þar sem hún fékk þá hjúkrun og aðhlynningu sem best varð á kosið. Starfsfólk þar svo og í Lönguhlíð 3 á þakkir skyldar fyrir þá umhyggju. Sigurbjörgu varð alla ævi vel til vina. Ilún hafði yndi af að umgang- ast það fólk sem henni var kært, og var dugleg að rækta góð kynni og vináttu með heimsóknum. Hún var hvarvetna aufúsugestur. í Lönguhlíð 3 og í Skjóli vann hún hug hvers manns sem með henni var. Þrátt fyrir að upp úr slitnaði með þeim Kristni átti hún mjög gott samband við ættingja hans, sem reyndust henni vel í hvívetna. Sérstaklega var kært með henni og móður Kristins, Helgu Jónsdóttur, sem hún mat mjög mikils. Þá höfðu hún og systur- hennar, sem allar bjuggu í Reykjavík, ávallt mikið samband sín á milli. En kærastar voru henni dætur, tengdasynir og barnabörn. Og hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að mega eiga með þeim margar gleði- og hamingju- stundir í ellinni. Aldrei lét hún sig vanta þegar fjölskyldurnar komu saman. Eiginmaður Sigríðar er Sig- urður E. Sigurðsson, starfsmaður Rafveitu Reykjavíkur, en maður Helgu er Jón Sigurvin Sigmundsson trésmiður. Báðir hafa þeir sýnt í verki hve mikils þeir mátu tengda- móður sína. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörn átta. Við Guðrún kona mín og fjöl- skylda okkar vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð og þökkum Sillu frænku fyrir góða vináttu hennarogtryggð. Hvíli hún í friði. Sverrir Sveinsson aði svo vel um bera því vitni. Sigga var með eindæmum já- kvæð og hreinskiptin kona. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann og alltaf sá hún björtu hlið- arnar í lífinu. Eg minntist Siggu með gítarinn sinn, hún kunni að spila flest allt og texta við öll þessi lög á þorrablót- um og í Þórsmörkinni, alltaf svo hress og skemmtileg. Mikið þótti henni vænt um dreng- ina sína og mikið hefur hún verið þeim góð móðir og vinkona. Einnig var hún móður sinni traust dóttir. Missir þeira er mikill. Það er falleg og góð minning sem ég á um Siggu og megi það verða móður, sonum, vinum og öðrum ættingjum huggun og styrkur í þeirra miklu sorg. Elsku Haukur, Steini og Guðrún, megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. ________ Elin Grímsdóttir Mig langar að minnast systur minnar, Sigríðar, í fáeinum orðum. Það er svo sárt að eiga hana ekki lengur að. Iiún var svo sterk allan þennan erfiða tíma, sem hún var búin að vera veik. Það verður erfitt að geta ekki talað við hana og átt með henni stund á hverjum degi, en það var orðinn viss þáttur í lífi mínu. Nú þegar ég lít til baka kem- ur svo margt upp í huga minn. Alltaf’ gat ég leitað til Siggu með allt, sama hvað það var. Hjá Siggu var alltaf eitthvað um að vera. Hún hafði gaman af að spila á hljóðfæri og syngja. Sigga gat spilað á mörg hljóðfæri, en aðallega spilaði hún á gítar og söng með. Henni var líka annað til lista lagt, en það var list- glerskurður. Sigga bjó til marga fallega hluti, sem prýða mörg heim- ilin. Eg þakka Siggu fyrir allt sem hún var okkur. Eg vil þakka Auði mágkonu, en hún hefur alla tíð verið eins og systir okkar, hún er búin að vera okkur öllum svo hjálp- söm. Einnig vil ég þakka starfsfólki A-7 á Borgarspítalanum fyrir þá alúð, sem það sýndi Siggu og okkur á þessum erfiðu stundum. Elsku Haukur, Steini og mamma, það er erfitt að kveðja, en nú er Sigga hjá Guði. Guð styrki okkur öll. Imba Eg kveð f dag yndislega vinkonu mína. Það er mikill tómleiki og söknuður í hjarta okkar en ég er guði þakklát að hafa notið sam- fylgdar þessarar yndislegu og lát- lausu konu. Hún geislaði af lífi og áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Við áttum nmrgar gleðistundir sam- an og það er sárt að hugsa til þess að nú er Sigga ekki lengur á meðal okkar. Eg kynntist Siggu fyrir rúmum níu árum. Strax við fyrstu kynni átti hún stóran hlut í mínu hjarta. Hún var sannur vinui', sem ávallt var tilbúinn að rétta hjálparhönd. Elsku Haukur og Steini, ykkar missir er mikill en minningin um góða móður mun lifa. Og ég á eftir minningu um góða og trygga vin- konu, sem ég gleymi aldrei. Eg og fjölskylda mín sendi ykkui' og öðrum aðstandendum pkkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið algóðan guð sem kallaði mína kæru vinkonu svo fljótt á sinn fund að vernda hana og blessa. Þórunn og fjölskylda Kveðja firá móður og systkinum Staðreyndin er köld. Sigga lifði ekki þennan sjúkdóm af. Hún sem var svo full af lífskrafti og bjart- sýni ætlaði sko ekki að láta þetta fara með sig í gröfina. Hún veiktist fyrir 4 árum, allt leit ágætlega út, .en fljótt skipast veður í lofti. Eftir áramótin veiktist hún meira og meira og allt í einu var allt búið. Við stöndum eftir full af söknuði. Sigga eignaðist tvo yndislega syni, Hauk Örn og Þorstein, megi Guð styrkja þá í þeirra missi. Við þökk- um fyrir þær stundir, sem við áttum með Siggu. Nú fylgist hún með okkur ásamt pabba og bróður okk- ar, því hún lætur sig áreiðanlega varða velferð allra í kringum sig eins og áður. Guð blessi minningu hennar. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÁSA GÍSLADÓTTIR, Breiðagerði 6, sem lést fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavfk, föstudaginn 18. maí kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra njóta þess. Gísli Einarsson, Sigrún Benediktsdóttir, Ása Björk Gísiadóttir, Einar Örn Gíslason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KLARA MARGRÉT ARNARSDÓTTIR, Grjótaseli 10, sem andaðist 10. maí sl., verður jarð- sungin frá Langholtskirkju fimmtudag- inn 17. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélagið eða líknarstofnanir. Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson, Hjördís Magnea Guðmundsdóttir, Halldór Ágústsson, Sigurður Hafsteinsson, Maríanna Björg Arnardóttir, Arnar Hafsteinsson, Eva Hrönn Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, PETREA INGIMARSDÓTTIR HOFFMANN, Eiríksgötu 31, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 8. maí sl., verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni á morgun, fimmtudaginn 17. maí, kl. 13.30. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og ann- arra aðstandenda, Inga Harðardóttir, - Hermann Pétursson, Sveinbjörg Pétursdóttir, Gunnar Pétursson, Sigurdís Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.