Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KNATTSPYRNA Spáin 1. Fram...........273 2. KR.............237 3. KA.............230 4. FH.............202 5. Valur..........179 6. ÍA.............160 7. ÍBV............ 96 8. Víkingur....... 84 9. Þór............ 79 10. Stjarnan....,.. 55 KA — Fram 1 : 0 Meistarakeppni KSÍ, gervigrasið í Laugardal, þriðjudaginn 15. maí 1990. Mark KA: Jón Grétar Jónsson á 53. mín. Gult spjald: Ekkert. Dómari: Egill Már Markússon. Áhorfendur: 658 greiddu aðgang. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrím- ur Birgisson, Hafsteinn Jakobsson, Arnar Bjamason, Bjarni Jónsson, Erl- ingur Kristjánsson, Halldór Halldórs- son, Gauti Laxdal, (Ámi Hermannsson vm. á 76. mín.), Ormarr Örlygsson, Jón Grétar Jónsson, Kjartan Einarsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þoi*steinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, (Amljótur Davíðsson vm. á 51. mín.), Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steinsson, (Anton Björn Markússon vm. á 74. mín.), Baldur Bjarnason, Steinar Guðgeirsson, Ríkharður Daðason. fatfm FOLK ■ HEIMIR Guðjónsson, leikmað- ur KA, tók út leikbann í leiknun^ _ gegn Fram í Meistarakeppni KSl í gær. Hann verður því með er KA mætir FH í fyrstu umferð íslands- mótsins í Kaplakrika á sunnudag- inn. ■ BO Johannsson, landsliðsþjálf- ari íslands, var á meðal áhorfenda á leik KA og Fram í gær. Hann sagði að leikurinn hafi ekki verið góður. „Sigur KA var sanngjarn. Þeir hafa mjög góðri vörn á að skipa og það réði úrlsitum í þessum leik,“ sagði hann. ■ SIGURJÓN Gunnarsson efa varaformaður handknattleiksdeild- ar Hauka, en ekki Gunnár Einars- son, eins og sagt var frá í blaðinu I fær. Gunnar er stjórnarmaður deildarinnar. ■ JÓN Þór Þórisson, sem leikið hefur í 3. deildinni í Svíþjóð undan- farið ár, hefur gengið til liðs við Skallagrím í 4. deildinni í knatt- spymu. Jón Þór lék með Nassjö FF og gerði tíu mörk í 3. deildinni. H GARY Lineker tryggði Eng- lendingum sigur gegn Dönum í vináttulandsleik á Wembley í gær. Hann gerði eina mark leiksins á 54. mínútu og er það 31. mark hans með enska landsliðinu. Þett*-— var jafnframt 17. leikur Englend- inga í röð án taps og var ekki til að draga úr bjartsýni fyrir heims- meistarakeppnina sem hefst 8. júní. Englendingar, sem léku án Bryan Robsons og Neil Webbs sem leika með Manehester United gegn Crystal Palace á morgun, gátu þakkað markvörðum sínum Peter Shilton, í fyrri hálfleik, og Chris Woods, í þeim síðari, að liðið fékk ekki á sig mark en þeir vörðu mjög vel. ■ GERARD Rodax, sem nýlega gerði samning við Atletico Madrid, missti af tækifæri til að ná gull- skónum sem markahæsti leikmaður Evrópu. Hann náði ekki að skorlT ~ með liði sínu Admira Wacker í síðasta leik þess í austurrisku deild- arkeppninni í gær. Hugo Sanchez hjá Real Madrid hlýtur því gullskó- inn með 38 mörk en Rodax, sem var sá eini sem gat náð Sanchez, verður að láta sér nægja silfur með 35 mörk. „Sigurinn gefur okkur byr undir báða vængiu - sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, eftir sigurinn á Fram í Meistarakeppni KSÍ Fram spáð sigri annað árið í röð - en Þór og Stjörnunni spáð falli Framarar verða íslandsmeistar- ar í knattspyrnu í sumar, ef marka má spá 1. deildarfélaganna ^sem lögð var fram á blaðamanna- fundi í gær. Framarar, sem urðu á láta sér lynda þriðja sætið í fyrra, fengu 273 af 290 mögulegum at- kvæðum. KR-ingar komu næstir en íslandsmeistarar KA í þriðja sæti með 230 atkvæði. Greinileg skil eru um miðja deild. Skagamönnum er spáð 6. sæti með 160 stig en næsta lið, ÍBV, fær aðeins 96 stig. Víkingar koma næstir með 84 og samkvæmt spánni fellur Þór, með 79 stig, og Stjarn- an, með 55 stig. Undanfarin ár hefur þessi spá verið, nokkuð örugg, a.m.k. hvaði varðar meistara. Það brást þó í fyrra, og reyndar með öll lið nema IBK sem féll, enda margt sem kom á óvart. Til gamans látum við fylgja spána fyrir árið í fyrra og fyrir aftan má sjá lokastöðuna: 1. Fram....................... 3 2. Valur...................... 5 3. KR......................... 4 4. ÍA......................... 6 5. KA......................... 1 6. Víkingur................... 8 7. FH......................... 2 8. Fylkir..................... 9 9. Þór........................ 7 10. ÍBK.......................10 ÍSLANDSMEISTARAR KA hófu þetta keppnistímabil eins og þeir enduðu í fyrra, með því að hampa bikar, nú bikarnum í Meistarakeppni KSÍ og öðlast þar með sæmdarheitið meist- arar meistaranna. Þeir unnu bikarmeistara Fram, 1:0, á gervigrasinu í Laugardal í gær- kvöldi. Jón Grétar Jónsson skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks með skalla. Leikurinn var frekar daufur og fátt um marktækifæri. Leik- menn voru mjög varkárir í sóknar- aðgerðum sínum og tóku enga áhættu I fyrri hálf- ValurB. leik. Eina umtals- Jónatansson verða marktækifæri skrifar fyrri hálfleiks fékk Kjartan Einarsson á 9. mínútu er hann komst í gegnum vörn Fram, en Birkir varði meist- aralega í horn. KA sótti meira fyrstu mínútur leiksins en síðan jafnaðist leikurinn, en Fram var þó meira með boltann. Síðari hálfleikur var ekki nema átta mínútna gamall er Jón Grétar Jónsson skoraði með skalla eftir sendingu frá Hafsteini Jakobssyni og reyndist það sigurmarkið. „Ég fékk knöttinn óvænt inn í vítateign- um og náði að skjóta mér á milli varnarmanna Fram og hitti boltann ágætlega," sagði Jón Grétar. Það sem eftir var leiks voru Framarar meira með boltann en varð lítið ágengt gegn sterkri vörn KA-manna. Til marks um það fengu Framarar ekki eitt einasta mark- tækifæri í leiknum. „Við ákváðum að láta Fram vera meira með boltann en tókum fast á þeim er þeir nálguðust vítateig okkar. Beittum síðan skyndisóknum sem gáfu góða raun. Þeir fengu bókstaflega ekkert marktækifæri í leiknum. Þessi sigur gefur okkur byr undir báða vængi fyrir íslands- mótið og hann var kærkominn eftir frekar slaka leiki af okkar hálfu í vorleikjunum“ sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA. Sigur KA var mjög sanngjarn og ef marka má þennan leik verða þeir ekki auðunnir í sumar. Vörnin var aðal liðsins með Steingrím Birg- MorgunblaÖið/Rúnar Þór Magnús Helgason, forstjóri Hörpu, og Þórir Jónsson, formaður SFL, skrifa undir samstarfssamninginn. Áfram Hörpudeild Fyrsta deild íslandsmótsins í knattspyrnu kemur til með að heita Hörpudeild eins og í fyrra. A fundi með fulltrúum fyrstu deildar- liðanna í gær var skrifað undir samning Samtaka fyrstudeildarliða og Hörpu. Harpa leggur fram 3,5 milljónir sem renna beint til félaganna og miðast hlutfallið við árangur í deild- inni. Efsta liðið fær hálfa milljón króna, annað sætið^efúr 410 þús- und, þriðja sætið 370, fjórða 350, fímmta 340, sjötta 330, áttunda og níunda 310 og tvö neðstu sætin 290 þúsund krónur. Þórir Jónsson, formaður SFL, sagði að þessi samningur markaði tímamót fyrir 1. deildina. Ekki væri aðeins um þessa hálfu fjórðu milljón að ræða, heldur væri hægt að gera ráð fyrir sex milljónum ef auglýsingar eru taldar með. Morgunblaðið/Einar Falur Kjartan Einarsson átti góðan leik með sínu nýja félagi, KA. Hér á hann gott skot að marki Fram. Þorsteinn Þorsteinsson reynir að koma vörnum við. A minni myndinni hampar Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, bikarnum eftir- sótta. isson og Erling sem bestu menn. Bjarni Jónsson vann vel á miðjunni og Kjartan Einarsson var mjög ógnandi frammi, hafði geysilega yfirferð og gafst aldrei upp. Framarar sáu á eftir öðrum titlin- um á aðeins sex dögum og hlýtur það að vera sárt fyrir bikarmeistar- ana. Þeir söknuðu greinilega Péturs Ormslev, sem var meiddur. Þeir létu boltann ganga vel á milli sín frá vörn að miðju en sóknin var algjörlega bitlaus. Bestu leikmenn liðsins voru Kristinn R. Jónsson, Viðar Þorkelsson og Pétur Arnþórs- son. KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.