Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 9 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar 679053 - 679054 - 679056 Utankjörstaðakosning fer fram íÁrmúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Aldrei meira úrval! Sportblússur, meðal annars yfirstærðir. Buxur, peysur, skyrtur. GElSiBr Ráðherrann og Sovétmenn Af og til hafa borist óljósar fréttir af því, að Steingrímur J. Sigfús- son samgönguráðherra væri að bögglast með drög að loftferða- samningi við Sovétríkin, sem honum væri sérstakt kappsmál að kæmist til framkvæmda. Fyrir ráðherra sem ekki fer með utanríkismál þjóðar sinnar kann að vera ýmsum erfiðleikum bundið að gera milliríkjasamninga við aðrar þjóðir. Þetta er sérstaklega vandasamt fyrir Steingrím J. Sigfússon sem nýtur ekki trausts í utanríkis- og varnarmálum, hvorki innan ríkisstjórn- ar né utan. Er staldrað við þetta mál í Staksteinum í dag. Einkennileg boðleið Skömmu eftir að Steingrímur J. Siglusson, núverandi varaformaður Alþýðubandalagsins og fulltrúi þess arins innan flokksins sem vill ekki gera upp við komm- úniska fortíð og tengslin við Sovétríkin, varð sam- gönguráðherra í ríkis- stjórn Steingríms Her- maimssonar i september 1988, tóku að berast fréttir af áhuga Sovét- manna um að gera loft- ferðasamning við Islend- inga. Þeir sem hafa fylgst náið með samskiptum Is- lands og Sovétríkjanna urðu ekki undrandi yfir þcssum fréttum, þar sem sovésk sijómvöld hafa oft áður haft í frammi svip- aðar óskir. Hið nýja í málinu var hins vegar tvennt. I fyrsta lagi að sovéska sendiráðið skyldi snúa sér beint til sam- gönguráðherra en ekki íara eðlilega boðleið í gegnum _ utanríkisráðu- neytið. I öðm. lagi að Sovétmenn skyldu sam- stundis fá málsvara innan ríkisstjómarimiar sem var reiðubúinn að reka erindi þeirra á pólitisk- um nótum og með það fyrir augum að nota það til að koma illu af stað í umræðum um öryggis- og vamarmál þjóðarinn- ar. Hið nýjasta i þessu máli er að Steingrímur J. Sigfússon er tekimi til við að flargviðrast yfír afstöðu bandariska vam- arliðsins til sovésku hug- myndanna um loftferða- samning en segir þó i Þjóðvifjanum að hann hafí ekki aðrar heimildir til stuðnings gagnrýni sinni en Ríkisútvarpið; það er ráðherra tekur til við að skammast út í Bandarikjamcnn án þess að hafa kynnt sér ná- kvæmar eftii málsins en það sem fram hefúr kom- ið i fréttum hljóðvarps rikisins. Ættu þó allir sem vifja að hafa áttað sig á því, að fréttastofa hþ'óðvarps rikisins er sjaldan á hálli is en þegar hún tekur til við að bregða fjósi sínu á vara- arsamskipti íslands og Bandaríkjanna eða við- kvæma þætti i sambandi við þau. Á forsíðu Þjóðviljans í gær kvartar ráðlierrann síðan undan þvi sem hann kallar „alvarlega afskiptasemi" banda- rískra stjómvalda og hef- ur síðan gamalkunnan söng um að i samskiptum við varnarliðið séu íslenskir hagsmunir létt- vægir „þegar á hólminn væri komið" eins og ráð- herraim orðaði það. En er ekki ástæða að staldra við og spyija samgöngu- ráðherra: A hvaða hólm vom samningar hans við Sovétmemi komnir? Hvað hafði hami gengið langt til viðræðna við sovésk stjómvöld? í Þjóð- viljanum í gær stendur: „Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hamiibalsson, hefúr sagt að samninga- viðræður við Sovétmenn hafi ekki fíirið réttar boð- leiðir. Steingrímur sagð- ist fyrst og [fremst hafa] rekið þetta mál á þeim grundvelli að það væri islenskum hagsmunum Hhgstætt." I forsíðufrétt Þjóðviþ'- ans er hins vegar hróp- andi þögn um efrii við- ræðna samgönguráð- herra við Sovétmenn. Hvað em þær komnar langt og um hvað em þær? Islenskir hags- munir Steingrimur J. Sigfús- son segist haia rekið málið á þeim grundvelli, sem hann telji islenskum hagsmunum hagstætt. Hvað er það nákvæmlega sem samgönguráðherra vísar til í því sambandi? Á hann við að íslending- ar hafi mikinn hag af því að Aeroflot, sovéska rikisflugfélagið, fari að stunda hingað áætlunar- flug? Vill hann að Aero- flot opni hér söluskrif- stofú með fjölda starfe- manna? Er liaim kannski þeirrar skoðunar, að Aeroflot komi sér upp bækistöð og þjónustu- miðstöð í kringum flug- rekstur héðan, þamiig að hér verði ef til vill nokkr- ir tugir starfinanna þessa sovéska flugfélags, sem hefúr víða starfeð sem einskonar útibú frá KGB, sovésku njósna- og ör- yggislögreglunni? Þeir sem segjast viþ'a gæta hagsmuna íslands í þessu máli hljóta að líta á þætti sem þessa. Vafa- laust hafe sérfræðingar vamarliðsins á Keflavik- urflugvelli gert það, ef leitað hefúr verið álits þeirra á þessu máli. Væri rétt að máSuin staðið af hálfú Steingríms J. Sig- fússonar hefði haim nú þegar átt að gera opin- berlega grein fyrir atrið- um sem þessuin, er óþjá- kvæmilega tengjast fyrir- huguðum samningi hans við Sovétmenn. Reynslan af því hvemig Sovétmenn liafe þanið starfeemi sendiráðs síns hér á landi út yfir öll liæfileg mörk ætti að verða víti til vam- aðar á öðmm sviðum. Ekki hefúr lieyrst um nein áform islenskra flugfélaga um að hefja ferðir til Sovétríkjanna. Á sinum tíma var látið í veðri vaka að það væri islenskum flugfélögum mikilvægt að öðlast rétt til að fljúga yfir Sovétrík- in til aimarra landa, hins vegar er ekki sjálfgefið að slík heimild fengist með venjulegum loft- ferðasamningi. I Sovétríkjunum em nú að gerast breytingar sem aðeins verður líkt við byltinguna í landinu fyrir rúmum 70 ámm. Sjónarmið eins og þau sem hafa gert Steingrim J. Sigfússon og fleiri flokksbræður hans að sérstökum aðdáendum Sovétrikjamia eiga sem betur fer undir högg að sækja. Líklegt er að þær kröfúr verði gerðar til Aeroflot að rekstur fé- lagsins verði með ein- hveijum hætti arðbær og markaðslögmálin ráði þar fremur en hagsmunir sovéska ríkisins, jafiit hemaðarlegir sem póli- tískir; Aeroflot verði með öðmm orðum einkavætt með einum eða öðmm hætti. Þegar sá timi rennur upp yrði allt ann- að að semja um loftferðir við Sovétríkin en núna og þá yrði það gert á allt öðmm forsendum en hjá núverandi _ sam- gönguráðherra íslands, sem ætti fremur að gera grein fyrir því að hveiju hann stefiiir i viðræðum við Sovétmenn en velta því fyrir sér, hver era sjónarmið bandaríska varnarliðsins. sem haim þekkir þó ekki og er allt- af á móti, hver svo sem þau era. VERÐBRÉFAREIKNIN GUR VÍB Verðbréfaviðskipti án fyrirhafnar Verðbréfareikningur VÍB er sérstaklega hugsaður fyrir þá sem eiga nokkurt sparifé fyrir og vilja njóta ávöxt- unar af verðbréfum á áhyggjulausan og fyrir- hafnarlítinn hátt. Ráðgjafar VIB veita þér persónulega þjónustu, sjá um vörslu verðbréfanna auk þess að innheimta skuldabréf, kaupsamninga og húsaleigu. Yíirlit yfir verðbréfaeignina er sent út ársfjórðungslega og mánaðarfréttir VIB í hverjum mánuði. Þannig færð þú heildaryfirsýn yfir ávöxtun tjármnna þinna en lætur starfsmenn VÍB um alla fyrirhöfnina. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.