Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 39 Rýnt í skýrslu Afengisvam- arráðs árin 1988 o g 1989 eftir Jón Á. Gissurarson Þann 1. mars 1989 var bann gegn sölu áfengs bjórs á Islandi fellt úr gildi. Það hafði þá staðið látlaust frá 1915 og nú eina tegund áfengis sem ekki var á boðstólum lögum sam- kvæmt. Andstæðingar bjórs fóru hamför- um gegn þessari lagabreytingu, töldu að neysla hans yrði „hrein við- bót“ við aðra áfengisneyslu, enda að þeirra dómi veikur bjór meiri skaðvaldur en sterkustu brenndir drykkir. Til andsvara urðu fáir, enda tald- ir vargar í véum. Helstu rök þeirra voru: bjór yrði veikasta tegund áfengis á boðstólum, hann myndi að nokkru leyti leysa sterkari drykki af hólmi yrði hann verðlagður í sam- ræmi við áfengisinnihald, öldrykkja — jafnvel í óhófi — róaði menn and- stætt brenndum drykkjum, bjór hefði næringargildi en annað áfengi ekki, tollfijáls innflutningur bjórs, smygl og brugg myndi minnka en ríkissjóður fá tekjur af sinni sölu. Nú liggur fyrir skýrsla Áfengis- varnarráðs ríkisins um áfengis- neyslu íslendinga 1988 og 1989 samkvæmt heimildum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR). í engu er getið áfengissölu á Keflavíkurflugvelli, áhafnaáfengis hvað þá smygls né bruggs. (Raunar telur getspá Gallups þennan inn- flutning lítt marktækan. Trúa þær tugþúsundir íslendinga, sem um Keflavíkurflugvöll komu, það sann- leikanum samkvæmt?) Ljóst mátti verða að ásókn í bjór yrði mikil í fyrstu lotu. Tvennj, kom til: annars vegar nýjabrum, hins vegar offors bjórandstæðinga. Segja má að þefr hafi „unnið að markaðs- setningu" bjórs á íslandi með bæg- slagangi sínum. Snúum okkur nú að skýrslu Áfengisvarnarráðs sem styðst við sölu ÁTVR eingöngu. Sé heildar- áfengismagni skipt jafnt á alla landsmenn 15 ára og eldri hefur hún aukist um liðlega einn lítra á mann milli ára. Hins vegar minnkaði neysla brenndra drykkja um laklega sjöttung og léttra vína um ríflega fjórðung. Þar með er kenning um „hreina viðbót" að engu orðin. Sam- kvæmt söluskýrslu ÁTVR fyrsta ársijórðung 1990 minnkaði selt alkó- hólmagn um 7,5% miðað við fyrra ár, þrátt fyrir aukna bjórsölu. Þótt of snemmt sé að draga ályktanir um framvindu mála, þá bendir þetta þó til að íslensk þjóð sé að ná áttum — og síst vanþörf á. Góðtemplarar hafa löngum þóst í „Mönnum verður að lærast að búa í sambýli við áfengi án þess tjón hljótist af.“ fylkingarbijósti áfengisvarna á ís- landi. En spor þeirra hræða. Höfuð- synd þeirra var áfengisbannið 1915, sem hófsamir menn sáu fyrir að leiða myndi í algjört öngþveiti svo sem nú er bert orðið. Öfgafullur áróður þeirra hefur tíðum snúist í and- Heimilisþjónusta - Gildismat þjóðfélagsins eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur Á síðustu áratugum hefur íslenskt þjóðfélag verið að breytast frá bæn- dasamfélagi til þess samfélags sem við búum við í dag þ.e.a.s. hver ald- urshópur býr sér má segja. Og önn- ur veigamikil breyting hefur einnig orðið. Við lifum lengur. Konur á íslandi eru með tiltölulega lengstan meðalaldur í heimi — hæstan — kringum 80 ár. íslenskir karlar eru líka afar ofarlega í meðalaldri í kringum 76 ár. Þessar tvær veigam- iklu breytingar kalla á nýjar aðferð- ir til að gera eldra fólki efri árin mannsæmandi. Það að fjölga öld- runarstofnunum, þjónustuíbúðum og sérhæfðum íbúðum fyrir eldri stefnir allt að sama marki, að bjóða upp á valkosti er við eldumst. Einn valkost- ur er þó sem langflestir aðhyllast í dag en það er að geta verið heima á heimili sínu eins lengi og fært er. Þá kemur til kasta félagsmálastarfs „Öll eldumst við og þá kemur röðin að okkur að þiggja heimilisþjón- ustu. Verum því búin að skapa þessari stétt virðingu og aðbúnað sem hún á skilið.“ sveitarfélaga. í öllum sveitarfélögum er yfirsýn yfir þennan málaflokk mjög einföld vegna íbúafjölda. End- urbætur á heimilisþjónustu hafa víða verið unnar t.d. í Kópavogi, Garðabæ og víðar. Hér á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna að mun stærra verki. 1.200 heimili fá aðstoð og um 500 manns vinna heimilisþjónustu- störf frá nokkrum klukkustundum á viku upp í fulla vinnu. Það segir sig sjálft að þetta er mikið skipulags- starf. Nú á síðustu mánuðum hefur verið u'nnið að því að hverfaskipta heimilisþjónustunni. Bundnar eru Þórunn Sveinbjörnsdóttir miklar vonir við hverfaskiptinguna fyrir starfsmennina og þá sem þjón- ustunnar njóta. Allt starfið mun verða markvissara og tengsl starfs- manna aukast þar sem þeir eiga nú Hvernig má slíkt vera? eftir Árna Helgason Hið góða sem ég vil, geri ég ekki.'Hvernig má slíkt vera þegar mælikvarði á heilbrigt líf er að hafa hið góða með í förinni. Lífið okkar hér á jörð byggist á því hversu vel okkur gengur að um- gangast hver aðra. Eins og þú ávarpar aðra, ávarpa aðrir þig. Óskar ekki hver maður farsældar í lífi sínu? Auðvitað. Hvers vegna erum við þá að gera allt svona erfitt í kringum okkur. Til þess þarf ei lög að læra, að lifa vel og breyta rétt, segir Örn Arnarson og getum við ekki öll tekið undir það. Ef þetta gengi í reynd þyrft- um við færri löggæslumenn og ýmislegt annað sem við erum að elta eða beijast á móti myndi hverfa af sjálfu sér. En þetta er bara svona. Guð gefur okkur í upphafi til varðveislu heilbrigt líf í hraustum barnslíkama. Þetta eigum við að varðveita. En óvinur- Árni Helgason inn, fjandinn sjálfur, sér um að þetta sé okkur erfitt. Hann vill ekki' að við eigum farsælt líf og gerir sitt. Og eiturefnin eru hans besta vopn. Og hugsa sér að í dag er engu að treysta. Við jafnvel greiðum morðfjár fyrir lyf, vímu- efni sem eyðileggja manngildið. Hörmulegt og svo þegar við að lokum gerum upp líf okkar og horfum til baka, þá kemur iðranin. Og því rniður er erfitt að iðrast eftir misfarið lif. Og ekki hægt að byrja á nýjan leik. Þetta er alvara lífsins. Hlýða ekki þeim sem benda veg heilla og hamingju. Við tölum um unglingavandamál, sem eru ekki til í samræmi við for- eldra- og eldrimannavandamál. Það er talað um fræðslu. En er hún ekki daglega fyrir augunum? Hvenær ætlum við að skoða eigin verk? Itannsaki Jiver sjálfan sig. Drottinn segir: Ég mun gefa þér lífsins kórónu, og þetta er sagt við allar fermingar, og hvað svo? Nenna menn ekki að vinna fyrir henni? Alvarlegt ástand, aum handleiðsla. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. hverfu sína. Þeir ná ekki eyrum al- mennings, síst ungs fólks, enda eng- in fjöldahreyfing lengur, skráðir fé- lagar 1989 873. Engum, jafnvel ekki templurum, kemur nú til hugar bann, enda orð Magnúsar Einarsson- ar, dýralæknis, sígild: „áfengi hverf- ur ekki úr heiminum, þótt því sé bægt um stund frá íslands strönd- um.“ Mönnum verður að lærast að búa í sambýli við áfengi án þess tjón hljótist af. Að sjálfsögðu er enginn að ainast við templurum. Þeir geta öðrum að meinalausu skemmt sér við dans og bingóspil, en til forystu í áfengis- vörnum hefur reynslan dæmt þá úr leik. AA og SÁÁ hafa hjálpað mörgum sem hafa orðið áfengissýki að bráð en einskorða starf sitt við það. Þeir hafa náð undraverðum árangri og eiga hrós skilið. En það skortir skelegga forystu, framvarðarsveit sem fengi sem flesta til að skynja hættu þá sem áfengisneyslu fylgit', ekki með blekk- ingum svo sem þeim, að veikir drykkir séu hættulegri en sterkit', heldur með skýrum rökum og skilj- anlegum og löðuðu fólk — einkum unglinga — til bindindis eða hóf- semi. Tóbaksvarnarnefnd er hér góður kostur. Á örfáum árum hefur henni tekist að snúa almenningsáliti gegn reykingum svo, að tóbakssala dregst saman ár frá ári. Ef henni yrði ágengt svo sem í tóbaksvörnum, kynni að skapast sama hugarfar gagnvart áfengi og hér ríkti í byijun þessarar aldar en bannið eyðilagði með öllu. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. í fyrsta sinn ákveðinn vettvang í sínu hverfi. En við viljum meira. Það' er vissulega gott sem er verið að gera en þörfin fyrir nýtt mat á gildi þessara starfa er nauðsynlegt. Starfsmaður í heimilisþjónustu gegnir mjög margháttuðu hlutverki og er oft eini einstaklingurinn sem kemur á heimili hjálparþegans svo dögum skiptir. Helstu störf heimilis- þjónustustarfsmannsins eru öll þau störf sem hjálparþeginn getur ekki lengur sinnt. Að ryksuga, þurrka af, ræsting, innkaup, matargerð, bankaferðir, þvottar, viðgerðir, lyfj- atiltekt, umönnun og félagsleg sam- skipti. Af þessu má sjá að miklar kröfur eru gerðar til starfsmanna. Þessir starfsmenn hafa meira og minna verið eins og hulduher sem fer á hin ýmsu heimili og liðsinnir hinum eldri og gerir þeim kleift að vera sem lengst á sínu heimili. En hvaða mat er lagt á þessa þjónustu? Þessi störf? Er þessu fólki sagt að það sé ómissandi? Er það vel laun- að? Er borin virðing fyrir störfum þess? Er því hampað við hátíðleg tækifæri? Vissulega eru margir sem eru þakklátir fyrir störf heimilisþjón- ustunnar og þá fyrst þeir sem henn- ar njóta. En þjóðfélagið sem slíkt hampar ekki þessum störfum. Þau snerta ekki unga fólkið á uppieið. Þetta er eitthvað sem einskorðast við eldra fólk og erfið veikindatilfelli. Nú er tímabært að allir sameinist í að leggja nýtt gildismat á þessi störf. Þau eru mikilvæg og þau eru hluti af því velmegunarkerfi sem við viljum lifa við. Óll eldumst við og þá kemur röðin að okkur að þiggja heimilisþjónustu. Verum því búin að skapa þessari stétt virðingu og að- búnað sem hún á skilið. Höfundur er formaður Sóknar. Y GJOF sem gleöur.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.400 stgr. Einar Farestveít&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍM116995. L«tA 4 stoppar vtA dymar L /■/:/■/:/''/:/’/ Falleg tevél! TA 90001 • Hellir upp á 1 - 8 bolla. • Samowar-aðferð við telögun. • Valsnerill fyrir 1 SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 iárniðnaðarmanna Skemmtiferð 1990, fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra, verður farin dag- ana 25. til 27. maí nk. Lagt verður af stað frá Suðurlandsbraut 30 föstudaginn 25. maí kl. 12.30 og komið heim sunnudaginn 27. maí 1990. Ferðast verður um Breiðafjörð og gist í Stykkis- hólmi (2 nætur). Sjá nánar heimsent bréf um ferðalagið. Skráning er í síma 8 30 11 milli kl. 8 og 16. Félag járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.