Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 52
•o Kringlan Sími 692500 SinVAaila Al MFNNAR vt&uttbUðtíb Engum líkur H MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Miðbærinn: Hiti í götur *aá 3 árum BORGARRÁÐ hefur saraþykkt til- lögu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, um að á næstu þremur árum verði kominn hiti í íillar götur og torg í miðbænum. Áætl- aður kostnaður vegna þessa er 130 til 140 milljónir króna. Að sögn Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, er þetta fyrsta skrefið í að nýta vaxandi jarðhita frá Nesja- völlum. Sagði hann að aðbúnaður og aðkoma að miðbænum muni taka stakkaskiptum við þessa fram- kvæmd. Næsta skref yrði að hita upp erfiðar brekkur víðsvegar í borginni. _ ^ Guðlaugur Bergmann fram- kvæmdastjóri og forsvarsmaður samtakanna „Gamli miðbærinn," segist vera ánægður með þessa framkvæmd sem yrði til mikilla bóta. Sjá frétt á bls. 22 Cavendish-bridsmótið: Sveit Islend- *4nganna efst eftir 4 leiki Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson voru í efsta sæti sveitakeppni Cavendish-brids- mótsins þegar fjórum umferðum var lokið af níu. Mótinu lauk seint í nótt að íslenskum tíma. Aðalsteinn og Jón spila í sveit með Andrew Robson frá Bretlandi og Kitty Bethe frá Bandaríkjunum. I fyrstu umferð mótins unnu þau sveit 20-10, sem skipuð var Marty Bergen og Larry Cohen en þeir hafa verið sterkasta bridspar í Bandaríkjunum undanfarin ár. nnar leikurinn vannst 25-5, gegn sveit sem í var m.a. formaður Ca- vendish-bridsklúbbsins. Þriðji leik- urinn vannst 17-13, gegn sveit Johns Solodars, sem var í sigurliði Bandaríkjanna á Heimsmeistara- mótinu 1981. I fjórðu umferð vann íslendingasveitin 30-0, sveit, skip- aða áströlsku hjónunum Jim og Normu Borin, sem margoft hafa spilað í landsliði Ástrala; og hjónun- um Alan og Dorothy Truscott, en Alan er bridsfréttamaður dagblaðs- ins New York Times og Dorothy er margfaldur heimsmeistari kvenna. Klippt á borðann Þrír nýir leikskólar voru opnaðir formlega í gær með athöfn í Heiðarborg í Seláshverfi. Tvö börn af leikskólanum klipptu á borða við athöfnina, þau Elí Bæring Frímannsson og Emilía Björg Óskarsdóttir." Höfti Hornafirði: Tilraunir með frystingu hiunars með köfhunarefiii Hvítanes sigldi um ósinn fyrst flutningaskipa síðan í janúar Höfn, Hornafirði. Frá Guðjóni Guðmundssyni blaðamanni Morgunblaðsins. KAUPFÉLAG Austur - Skaftfellinga á Höfn ráðgerir að frysta hum- ar, sem á land kemur á morgun, fimmtudag, með köfnunarefni fyrir markað á Spáni. Það er í fyrsta skipti sem slíkri frystingaraðferð er beitt á humar hér á landi. Góð veiði er hjá humarbátum frá Höfn, en vertíðin hófst á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Tólf bátar eru á veiðum á Breiðamerkurdjúpi. Páll Dagbjartsson skipstjóri á Lyng- ey var kominn með 650 kíló af humri þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær og sagði hann byrj- unina á vertíðinni þokkalega. Hann sagði, að svo virtist, sem hagstæð skilyrði væru í sjónum núna fyrir humarinn. Flutningaskipið Hvítanes fór frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi til Vestmannaeyja, en Hvítanes er fyrsta stóra flutningaskipið, sem fer um Hornafjarðarós, síðan í janúar sl. Siglingin gekk að óskum. Dýpkunarskipið Perla sem hefur unnið við dýpkun innsiglingarinnar fór frá Hornafirði á laugardaginn. Enn er unnið við að setja sandsekki í skarðið sem myndaðist í Suður- fjörutanga í marz sl. og verða á föstudag komnir 800 sekkir í skarð- ið, en í fyrstu var ráðgert að setja aðeins 400 til 600 sekki í skarðið. """'Sigfus Jónsson bæjarstjóri á Akureyri: Um líf og dauða að tefla að við náum álverinu til okkar „EF VIÐ horfum þröngt á eyfirska hagsmuni, þá má segja að það sé verri kostur fyrir okkur að álver rísi á suðvesturhorninu en að »ekkert álver verði reist. Ef álver risi á suðvesturhorninu, þá hefði það gífurlega neikvæð áhrif hér á okkar svæði, á Norðurlandi, það myndi draga fólkið með sér," sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri í ávarpi sínu á fjölmennum fundi sem haldinn var í Sjallan- um í gærkvöld. Til fundarins boðuðu Iðnþróunar- félag Eyjafjarðar og álviðræðu- nefnd sveitarfélaga við Eyjafjörð "'vog var tilefnið að kynna heima- mðnnum stöðu mála og einnig að ná fram samstöðu um álverið þeirra á meðal. Tæplega 400 manns sóttu fundinn og var Sjallinn troðfullur. í máli bæjarstjóra kom fram að um væri að ræða mikið hagsmuna- mál, þar sem atvinnuleysi er hvergi meira en á Norðurlandi, eða 3,5% á meðan það er um 1,9% yfir landið allt. „Hér er um líf eða dauða að tefla, að við getum náð til okkar álverinu, ef það á annað borð verð- ur reist hér á landi," sagði Sigfús, en hann bætti við að Eyfirðingar væru ekki tilbúnir að kaupa það hvaða verði sem væri. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar ræddi um möguleika svæðisins, og sagði að staðan væri sú að nú stæðu Eyjafjörður og Keilisnes í Vatnsleysustrandar- hreppi nokkuð jafnfætis varðandi -staðsetningu.álvers., „„„'„ í máli Andrésar Svanbjörnssonar yfirverkfræðings markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunar kom fram að endanlegar niðurstöður úr Nilu — mengunar- varnaskýrslunni — lægju ekki fyrir, en samkvæmt þeim athugunum sem gerðar hefðu verið á Eyjafjarð- arsvæðinu miðað við 200 þúsund tonna álver virtist sem álver af þeirri stærð og 130 þúsund tonna álver hefðu svipuð áhrif á umhverf- ið, þ.e. á slæmum degi með mikilli norðanátt 'væri áhrifasvæðið um þrír kílómetrar.»«»« Yoko Ono sýnir á Kjar- valsstöðum YOKO Ono hefur þegið boð menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur- borgar um að sýna á Kjarvalsstöð- um í apríl á næsta ári. Sýningin sem um ræðir kemur hingað frá Sonju Heine safninu í Ósló og er það fyrsta sýning sem Yoko Ono heldur í Evrópu en þaðan fer hún til Milanó áður en hún kemur til íslands. Að sögn Gunnars Kvaran listráðu- nauts Kjarvalsstaða, hafði hann sam- band við umboðsmann Yoko Ono þegar hann frétti af sýningunni í Ósló og óskaði eftir að fá hana hing- að. „Yoko Ono varð þegar hrifín og samþykkti strax að sýna hér og er von á listakonunni til landsins í til- efni sýningarinnar," sagði Gunnar. Á sýningunni verða aðallega sýndar höggmyndir frá 7. áratugnum. Yoko Ono tilheyrir Fluxus-sam- tökunum, en það er hópur listamanna sem kom fyrst fram á 7. áratugnum og er þekktastur fyrir að vilja brjóta af sér gamlar listhefðir. Einn í þess- um hópi er Nam Jun Paik en hann kom hingað á vegum Musika Nova, á sínum tíma. Að sögn Gunnars vöktu tónleikar hans eða öllu heldur sýning hans mikla hneykslan en nú er hann meðal virtustu listamanna heims og sýnir verk sín í þekktum sýningarsölum og helstu listasöfn státa af verkum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.