Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 31 Askorendaflokkur Skákþings Islands; Sigiirður Daði Sigfusson sigraði örugglega __________Skák_____________ Bragi Kristjánsson DAGANA 7.-16. apríl sl. var keppt í áskorenda- og opnum ilokki á Skákþingi Islands í Skákmiðstöð Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands íslands við _ Faxafen 12 í Reykjavík. Askorendaflokkur- inn var með daufara móti að þessu sinni og tvö sæti í lands- liðsflokki, sem í boði voru, megnuðu ekki að draga marga þátttakendur að mótinu. 28 skákmenn mættu til leiks, og var fyrirfram búist við harðari keppni tveggja af efiiilegustu skákmönnum Islands, Sigurðar Daða Sigfússonar og Héðins Steingrímssonar, sem báðir eru í Taflfélagi Reykjavíkur. Sigurður Daði og Héðinn mætt- ust í 4. umferð, og hafði sá fyrr- nefndi sigur. Sigurður Daði hélt sínu striki til loka mótsins og hafði, þegar upp var staðið, 8 vinn- inga í níu skákum. Hann er aðeins 18 ára, vandvirkur skákmaður í stöðugri sókn. Jafnir í 2.-3. sæti komu Helgi Áss Grétarsson og Árni Ármann Árnason, báðir í TR, hlutu 6‘A vinning hvor. Þeir verða að tefla fjögurra skáka einvígi um keppnis- rétt í landsliðsflokki, sem fylgir öðru sætinu. Helgi Áss er aðeins 13 ára, og verður hann yngsti keppandi í landsliðsflokki frá upphafi, ef hann vinnur einvígið við Árna. Helgi er alinn upp á heimili, þar sem skák- listin er í hávegum höfð, en meðal systkina hans eru Andri Áss og Guðfríður Lilja, íslandsmeistari kvenna. Árni Ármann Árnason er vel að sæti sínu kominn, og væri gaman að sjá þann mikla keppnismann í landsliðsflokki. í fjórða sæti varð Haraldur Baldursson, Taflfélagi Kópavogs, með 6 vinninga. Af Héðni Steingrímssyni er það ■að segja, að hann hætti keppni sakir veikinda eftir 5 umferðir með 2'Á v. í opna flokknum tefldu 59 kepp- endur. Sigurvegari varð 18 ára Bolvíkingur, Stefán Andrésson, með 7 vinninga af 9 mögulegum. Sigur hans kom ekki á óvart, því hann var stigahæstur keppenda. í öðru sæti, með sömu vinningstölu, varð Jóhann H. Sigurðsson, 16 ára skákmaður úr TR. í 3.-8. sæti komu Kjartan Á. Maack, TR, Jón Viktor Gunnarsson, TR, Sigur- björn Björnsson, Skákfélagi Hafn- arfjarðar, Óðinn Gunnarsson, TR, Páll Árnason, TK, og Stefán F. Guðmundsson, SH, með 6 'A vinn- ing hver. Árangur Jóns Viktors Gunnars- sonar er sérstaklega athyglisverð- ur, því drengurinn er aðeins 9 ára. Hann er mikið skákmannsefni. Við skulum að lokum sjá hand- bragð Sigurðar Daða Sigfússonar, sigurvegara í áskorendaflokki: 4. umferð: Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon. Svart: Uros Ivanovic. Enski leikurinn. 1. Rf3 - Rf6, 2. g3 - b6, 3. Bg2 - Bb7, 4.0-0 - c5, 5. c4 - d6. Algengt er að leika.hér 5. — g6, 6. d4 — cxd4 o.s.frv. 6. d4 - Rbd7, 7. Rc3 - e6 Svartur hefði betur leikið 7. — cxd4 eða 7. — g6 ásamt — Bg7 og 0-0. 8. d5! - e5 Eða 8. — exd5, 9. Rh4 með góðri stöðu fyrir hvít. 9. Rh4 - h6? Svartur hefði iíklega best leikið 9. — Be7 ásamt 10. — 0-0, þótt hann ætti erfiða vörn fyrir höndum í því tilviki. Vandinn er sá, að leik- irnir — b6 og — Bb7 eru nánast tímaeyðsla í þeirri stöðu, sem upp er komin. Með leikjum 9-11 breytir svartur erfiðri stöðu í tapaða. 10. a4 - a5? Svartur lokar að tilefnislausu öllum gagnsóknarmöguleikum sínum á drottningaramii. 11. Dd3 - Rh7? Svartur varð að leika 11. — Be7 ásamt — 0-0. 12. Rg6! - Hg8 Ekki 12. - fxg6, 13. Dxg6+ - Ke7, 14. De6 mát. 13. Rxe5 — g6 Skárra var 13. — dxe5, 14. Dxh7 — Rf6, 15. Dd3, þótt svartur fái engar bætur fyrir peðið, sem hann missti. 14. Rc6 — Bxc6, 15. dxc6 — Re5, 16. De3 - Rf6 Svartur á enga vörn gegn hótun- um 17. f4 og 17. c7 ásamt 18. Bxa8. 17. c7 - Dc8, 18. f4 - Ha7 Eða 18. —. Rfg4, 19. Bc6+ — Ke7, 20. Rd5+ - Ke6, 21. fxe5! - Rxe3, 22. Hf6+ - Kxe5, 23. Bxe3 — g5 (hvað annað?), 24. Bd2 - Bg7, 25. Bc3+ - Ke4, 26. Re3+ - Kxe3, 27. Hf3+ - Kxe2, 28. Hel mát. 19. fxe5 — Rg4, 20. exd6+! og svartur gafst upp, því hann verður mát eftir 20. — Rxe3, 21. Bc6+ - Dd7, 22. c8H. Samviskufangar Amnesty Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli þesara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mann- réttindabrotum á borð vi_ð þau, sem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 15-18 í síma 16940. Saudi Arabía: Abdul-Aziz al- Faris, Ali Al-Lail, Salah Nisfan, Hussein Subait og Hatim al- Saddiq eru námsmenn við King Saud-háskólann'i Riyadh. Þeir hafa verið í haldi án dóms og laga í alt Mabahithy al-Amma fangelsinu í Riyadh frá því að þeir voru handtekn- ir í júní 1989. Þeim hefur verið neit- að um lögfræðilega aðstoð og ráð- gjöf. Félagarnir fimm voru í hópi sjö shíta múslima sem handteknir voru eftir að eldur braust út í stúdenta- görðum King Saud-háskólans 15. og 16. júní. Tveimur hinna handteknu, Abdullah Thulais og Ali Saddiq var sleppt. Námsmennirnir höfðu reynt að ráða niðurlögum eldsins og nokkr- ir þeirra þ. á m. Abdul-Azis al-Faris og Ali AlLail, þurftu að láta gera að brunasárum. Samkvæmt upplýsingum Amnesty áttu félagarnir fimm engan þátt í því að eldurinn braust út og eru því hafðir í haldi vegna friðsamlegrar andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinn- ar í málefnum shíta múslima, en þeir hafa löngum kvartað yfir því óréttlæti að fá ekki að stunda trú sína til jafns við aðra þegna lands- ins. Ekki er vitað til þess að náms- mennirnir fimm tilheyri skipulögðum hópum stjórnarandstæðinga. I júlí 1989 gaf Amnesty út yfirlýs- ingu þar sem farið var fram á að þremur þeirra yrði sleppt vegna fregna um að þeir hefðu mátt sæta pyntingum. Ekki er vitað um hvernig félagarnir eru á sig komnir og engin svör hafa borist frá yfirvöldum. Fyrr- verandi fangar telja pyntingar við yfirheyrslur sérstaklega meðal fanga sem haldið er í einangrun um ótiltek- inn tíma, allt að hálft ár. algengustu pyntingaraðferðir eru barsmíðar á iljar, föngum er neitað um svefn og úlnliðir eru bundnir saman og fangar látnir hanga í lausu lofti. Vinsamlega skrifið kurteislegt bréf og farið fram á að námsmenn- irnir verði látnir lausir. Skrifið til: The Custodian of the Two Holy Shrines Fahd bin Abd al-Aziz Riyadh Saudi Arabia Kína: Zhang Jingshen er 35 ára og var dæmd- ur í 13 ára fang- elsi í desember 1989 fyrir „and- byltingarkennda,, glæpi“ í mótmæl- um fyrr á árinu. Hann var dæmd- ur af Alþýðudóm- Stólnum í Changsha, höfuðborg Hunan-sýslu. Zhang Jingshen var dæmdur sek- ur fyrir að hafa flutt ræðu í Huan- háskólanum til stuðnings frelsi og lýðræði, fyrir þátttöku í hinu óháða bandalagi verkamanna (sem er ólög- legt), fyrir að hvetja verkamenn til verkfalla og námsmenn til að snið- ganga kennslutíma og fyrir að skrifa bækling í andstöðu við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Bandalög verka- manna og námsmanna voru stofnuð víða um Kína í maí 1989, en voru bönnuð í kjölfar neyðarlaga sem sett voru í Bejing 20. maí. Zhang Jingshen hefur áður verið SUNBEAM GRILL MEÐ FJÖLMÖRGUM FYLGIHLUTUM í HÆSTA GÆÐAFL0KKI FeröagasgrllllB Fái& scrtdan (slenakan myndaliata (póatí Hfbtján»on hF FAXAFENI 9 S. 91 - 67 88 00 samviskufangi Amnesty, þegar hann sat í fangelsi fyrir „andbyltingar- kenndan áróður". Hann vann'i véla- verksmiðju í Changsha þegar hann var handtekinn í apríl 1981, en þá stóð yfir herferð stjómvalda gegn lýðræðissinum. Þá starfaði hann jafnframt sem ritstjóri óopinbera tímaritsins „Lýðveldissinninn" (Gonghebao) en því tímariti var kom- ið á fót 1978 af lýðræðishreyfingu sem hvatti fólk til að láta skoðun sína í ljós á réttarkerfi landsins. Fjöldi fanga sem handteknir vora á þessum tíma eru enn í haldi, þ. á m. Wei Jingsheng, Zu Wenli og Wang Xizhe. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf og farið fram á að Zhang Jings- hen verði látinn laus. Skrifið til: Prime Minister Li Peng Gudwuyuan Beijingshi Peoples Republic of China Kamerún: Oumarou Aman er 32 ára og hefur verið í haldi án dóms og laga í meira en fimm ár. Oumarou Aman er frá Garoua í norðurhluta Kamerún og stefndi að því að verða lögregluforingi þegar hann var handtekinn 13. apríl 1984. Hann var á meðal 1.000 manna sem handteknir voru þegar öryggissveitir réðust á forsetahöliina og ýmsar opinberar stofnanir í höfuborginni Yaoundé í því skyni að steypa af stóli ríkisstjórn Paul Biya forseta. Valdaránstilraunin mistókst. Miklir bardagar brutust út og talið er að hersveitir hliðhollar Biya forseta hafi líflátið fólk sem grunað var um aðild að valdaránstilrauninni. Ríkisstjórnin ásakaði Ahmadou Ahidjo, fyrrum forseta landsins og stuðningsmenn hans um að hafa skipulagt valdaránstilraunina úr út- legð sinni í París. Ahidjo og helstu stuðningsmenn hans eru frá norður- hluta Kamerún. 270 einstaklingar voru sakfelldir eftir að hafa verið leiddir fyrir herrétt og fóru réttar- höldin fram fyrir luktum dyrum. Af þessum 270 einstaklingum var 51 tekinn af lífí. Oumarou Aman var leiddur fyrir herrétt í Yaoundé 8. ágúst 1984, sakaður um þátttöku í valdaránstil- rauninni. Hann var sýknaður og því sleppt úr haldi, en handtekinn aftur ■14. janúar 1985 án nokkurra skýr- inga. Hann er í haldi ásamt nokkrum öðrum sem haldið er í tengslum við valdaránstilraunina. Yfii-völd í Kamerún hafa ekki get- að réttlætt þetta ótakmarkaða varð- hald Oumarou Aman. Amnesty telur hann samviskufanga þar sem hann er hafður í haldi vegna uppruna síns. Vinsamlegast skrifíð kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði látinn laus tafarlaust. Skrifíð til: President Paul Biya Palais de la Presidence Yacindé Cameroon/Kamerún Okeypis heiCun (orÍQimiðCun) Lífsafí mun bjóða ókeypis fuiCunfyrir meðCimifrá 17. maí tiC l.juní. ‘Einnig verður fiaCdið námsfeið fefgina 19. og 20. maí nfí í Oíugrcekt-HCeiCun-LíföncCun en það er eitt vinsceCasta námsfeið í cCag. LeiðbeinancCi er CFriðrififP. Ágústsson FL.V.iP.. fíánari uppC. fjá: LífsafC Laugavegi 178 2.ficeð. Sími: G22199 RENAULT 21NEVADA 4x4 FJÓRHJÓIADRIFINN í FULLRI STÆRÐ. Rúmgóður ferðabíll fyrir þá sem gera miklar kröfur: öflug og sparneytin 120 hestafla vél, fimm gírar, framdrif/aldrif með læsanlegu afturdrifi og sjálf- stæð, slaglöng fjöðrun, vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, full- komlega stillanlegt bílstjórasæti, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3-2/3), farangursgrind. Renault 21 Nevada 4x4 er traustur ferðabíll allt árið, hvernig sem viðrar. Reynsluakstursbíll bíður þess að þú takir hann til kostanna. Staðgreiðsluverð frá 1.495.000,- kr. skv. tollgengi í maí 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSI I.REYKJAVlK.SlMI 686633 RENAULT I’er á kostum ;i cí ViCiUU 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.