Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 30
Bifreiðaverk- stæðið Víking- ur verður að tjónaskoð- unarstöð VÍS SJS verktakar hafa keypt hús- v næði bifreiðaverkstæðisins Víkings við Furuvelli, en starf- semi á verkstæðinu verður hætt 1. júlí. Vátryggingafélag Islands mun leigja hluta af húsinu undir tjónaskoðunarstöð. Vátryggingafélagið hefur ekki haft tjónaskoðunarstöð á Akureyri áður, en félagið mun leigja fimm bil, af þeim átta sem í húsinu eru, ti! að skoða tjónabíla. SJS verktak- ar munu nota þijú bil sjálfir undir sína starfsemi. Að sögn Jóhanns Kristinssonar, eiganda bifreiðaverkstæðisins Víkings, hættir verkstæðið starf- semi og verður húsið afhent 1. júlí * næstkomandi. Peugout-umboðið, sem fyrirtækið hefur haft, flyst að líkindum til Skálafells, sem nú hef- ur umboð fyrir Jöfur hf. Kristinn Halldór Jóhannsson, sonur Jóhanns, verður umsjónar- maður tjónaskoðunarstöðvar VÍS. „Ég ætla bara að lifa lífinu, ég hef mörg áhugamál sem ég hef í hyggju að sinna og ég reikna með að taka því bara rólega á næst- unni, “ sagði Jóhann, sem byggði verkstæðishúsið á árinu 1968 og * hefur rekið það frá því í febrúar 1969. Vortónleikar blásarasveita Vortónleikar blásarasveita Tón- listarskólans á Akureyri verða í íþróttaskemmunni í kvöld, miðviku- dagskvöld, ki. 20.30. Á tónleikun- um koma fram A-, B-, C- og EHblás- arasveitir og leika íjölbreytta efnis- skrá. D-sveitin tekur á móti hljóm- leikagestum með léttum lögum frá — kl. 20.00. í blásarasveitunum eru u.þ.b. 100 nemendur á öllum aldri. Skógræktarfélag Eyfírðinga 60 ára: Tómas Ingi Olrich Frá afmælishófinu, á myndinni má meðal annars sjá Jón Loftsson skógræktarstjóra, Sigurður Blönd- al fyrrverandi skógræktarstjóra og Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóra. Aukin unisvif í suinar í kjöl- far góðrar Qárhagsstöðu SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga eftidi til hátíðarfúndar í tilefni af 60 ára afmæli sínu um síðustu helgi, en félagið er elsta skóg- ræktarfélagið í landinu. Á fundinum var greint frá úrslitum í samkeppni um myndverk, heiðursfélagar voru útnefndir og félag- inu barst íjöldi gjafa og heillaskeyta. Veitingar voru í boði bæjar- stjómar Akureyrar. Á aðalfúndi félagsins, sem haldinn var sama dag, kom fram að fjárhagsstaðan er sterk, þannig að aukning í umsvifúm félagins verður talsverð á árinu. Páll Rúnar Gíslason, nemandi Bragi Bragason, Bröttuhlíð- í Gagnfræðaskóla Akureyrar, hlaut fyrstu verðlaun, kr. 50 þús- und, í samkeppni um myndverk, en viðfangsefnið var tré, maður , land og þátttakendur voru nem- endur í grunnskólum af Eyjafjarð- arsvæðinu. Alls bárust 110 mynd- verk í samkeppnina og voru 42 þeirra valin á sýningu sem nú stendur yfir í Dynheimum og verður opin frá kl. 14-22 fram til föstudagskvölds. Sérstaka viður- kenningu fyrir myndverk hlutu: arskóla, Edda Kristjánsdóttir, Svalbarðstrandarskóla, Einkur Gunnarsson og Elmar Bergþórs- son, Lundarskóla, Helgi Heiðar Jóhannesson, Oddeyrarskóla, Hólmfríður Pálmadóttir, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, Jóhanna Erla Jóhannesdóttir, Gagnfræða- skóla Akureyrar og Þórdís Hauks- dóttir, Síðuskóla. Þrír félagsmenn voru útnefndir heiðursfélagar Skógræktarfélags Eyfirðinga á hátíðarfundinum, þau Ingibörg Sveinsdóttir, Þor- steinn Davíðsson og Jón Dalmann Ármannsson. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var sama dag, kom fram að fjárhagsstaðan er mjög sterk, en félagið skilaði 3,5 milljónum króna í rekstrarafgang og að sögn Tómasar Inga Olrich, formanns félagins, er ætlunin að veija því fé til uppbyggingarstarfsemi í gróðrarstöðinni Kjarna. Þar er ætlunin að byggja nýtt, stórt gróðurhús, 400-.500 fermetra að stærð, og með tilkomu þess mun framleiðsla félagins aukast úr hálfri milljón planta í um eina milljón plantna. Framkvæmdir hefjast nú í sumar og er áætlað að þeim verði lokið næsta sumar. Tómas Ingi sagði að sérstakt átak hefði verið gert í félagsmál- um m.a. með útgáfu fréttabréfa og auk þess er höfðað sérstaklega til yngri skógræktarmanna með því að afhenda öllum þeim börnum sem mæta í fjögurra ára heilbrigð- isskoðun ávísun fyrir einu tré. Þá sagði Tómas Ingi að á síðasta ári hefði mikill samdráttur verið í framkvæmdum við nytja- skóga þar sem framlög ríkisins hefðu verið skorin niður, en 58 þúsund plöntur voru gróðursettar í fyrra. Ríkisframlagið hefði verið aukið verulega nú og næmi það um 3,9 milljónum og er nú áætlað að gróðursettar verði um 120 þúsund plöntur í löndum bænda. I tengslum við Landgræðsluátak verða 112 þúsund plöntur gróður- settar á þremur stöðum í hérað- inu, í Ólafsfirði, Hrísey og á Mel- gerðismelum. STEFANÍA AKUREYRI er 5 ára 17. maí I tilefni dagsins bjódum við öllum Stefaníum hvar sem er á landinu til ókeypis veislu þann 17. maí. Mœting kl. 18.00. SJ aJ STEFANIA AKUREYRI Hárgreióslu- eéa hárskemvein vantar á SyPhársnyrtistofa Artbmis Nánari upplýsingar í síma 96-22820. Afkoma bátaflotans afar slæm: Einiing’is 40 bátar skiluðu 15% eða meiru til greiðslu afborgana og vaxta Bátar á Vestur- og Norðurlandi með lökustu afkomuna AF 157 smábátum, sem voru í úrtaki nefndar sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði til að kanna afkomu smábáta, skiluðu 43 engn til greiðslu afborgana og vaxta, en 40 bátar skiluðu um 15% eða meira af heildartekjum til greiðslu afborgana og vaxta. í heild var bátaflotinn rekinn með tapi árið 1988. Sjávarútvegsráðherra skipaði nefhd að ósk Landssambands íslenskra útvegsmanna til að gera athugun á þeim mikla mun sem kemur firam á afkomu báta og togara í afkomureikningum Þjóðhagsstofnunar. Neftidin byggði athugun sína á úrtaki Fiskifélags Islands út rekstrar- reikningum útgerðarfyrirtækja á árinu 1988. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ kynnti niðurstöður skýrslunnar á fúndi Útvegsmannafélags Norðurlands sem haldinn var á Akur- eyri. í skýrslunni kemur fram að af- koma báta er mjög mismunandi eftir landsvæðum, en bátar sem gerðir eru út frá svæði er nær frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur hafa besta afkomu. Verst var af- koman á Vestur- og Norðurlandi. Afkoma báta sem hafa síldveiði- réttindi var best, en lökust hjá bátum sem hafa sérveiðiréttindi í hörpuskel. Aflaverðmæti bátaflotans í heild á föstu verðlagi hefur lækkað meira á síðustu tveimur árum en aflaverðmæti minni togara, þar vegur þungt verðlækkun og aflas- amdráttur mikilvægra sérveiðiteg- unda. Þá kemur fram i skýrslunni að heildarlaunakostnaður sem hlutfall af tekjum hjá bátaflotan- um er mun hærri en hjá minni togurum, en launakostnaður var þó mismunandi milli báta. Olíu- kostnaður sem hlutfall af tekjum virðist ekki hafa lækkað jafn mik- ið á síðustu árum og hjá minni togurum. Afkoma bátaflotans hef- ur verið slæm í mörg ár, segir í skýrslunni, jákvæðir raunvextir og misgengi milli afkomu og skulda á síðustu þremur árum krefst þess að reksturinn skili hærra hlutfalli af tekjum til greiðslu afborgana og vaxta en áður. Þrátt fyrir slæma meðalafkomu bátaflotans er söluverð þeirra hátt, sem stafar m.a. af mismunandi rekstraraf- komu á milli landsvæða og því að aðrir útgerðarhættir skila betri rekstrarárangri. Ekki liggur ljóst fyrir að hve miklu leyti bati í skilyrðum sjávar- útvegsins hefur skilað sér í betri afkomu bátaflotans, en í skýrsl- unni er talið fullvíst að sérstakt heimalöndunarálag sem ákveðið var við síðustu fiskverðsákvörðun muni bæta afkomu flotans. Einnig er nefnt að fiskverð hafí hækkað á innlendum og erlendum físk- mörkuðum frá árinu 1988 og bætt stöðu þeirra báta sem ráðstafa afla sínum á þá markaði. Lækkun á tryggingariðgjöldum hafi einnig haft talsverð áhrif á útgjöld, sér- staklega minni báta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.