Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 Aðalftmdur Vinnuveitendasambands íslands Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ: Kosningaár löngum verið ógæfuár í ís- lenskri efiiahagssögu EINAR Oddur Krisljánsson formaður Vinnuveitendasambands íslands sagði í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ í gær að þótt fjölmargir hafi orðið til að leggja aðilum vinnumarkaðarins lið við að gera samningana írá því I. febrúar sl. mögulega hefðu sumir valdið miklum vonbrigð- um og vísaði til ákveðinna sveitarfélaga. „Mjög mörg sveitarfélög nýttu sér heimildir í lögum til að hækka aðstöðu- og fasteignagjöld óhóflega. Þetta er þeim mun sorglegra, þegar haft er í huga, að í flestum þeirra sveitarfélaga, sem lengst gengu í þessum efiium, eru atvinnufyrirtækin limlest á gjörgæslu opinberra sjóða,“ sagði einar Oddur. Morgunblaðið/KGA. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ og Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra slá á létta strengi. í upphafi máls síns sagði Einar Oddur að flest það sem valdið hefði mestum búsifjum hjá fyrirtækjunum væru heimatilbúin vandamál. „Það erfiðasta og hvimleiðasta af öllu er viðureignin við þann her vitringa, sem iðnír hafa verið við að boða þá speki að fijáls samkeppni og frjáls verslun ætti alls ekki við hér á landi, en þess í stað væri miklu betra að notast við lög og reglur, sem sömu vitringar höfðu fundið upp af hyggju- viti sínu. Þetta hefur þeim oft tekist og þjóðin orðið fyrir ómældum skaða,“ sagði Einar Oddur. Formaðurinn sagði að engar for- sendur hefðu verið fyrir þeim samn- ingum sem gerðir voru í april í fyrra og ríkið hafði forgöngu um. Því hefði síðastliðið ár orðið enn eitt verð- bólguárið og enn eitt ár skuldasöfn- unar og efnahagslegrar óstjórnar. Því næst rakti hann gerð kjarasamn- inganna sem undirritaðir voru 1. febrúar sl. og sagði að strax í upp- hafí viðræðna við ASÍ hefði komið fram mikill skilningur launþega- hreyfíngarinnar á því að aðilar vinnu- markaðarins þyrftu að sameinast um þau markmið að ná hér niður verð- bólgu, stöðva kaupmáttarhrapið og koma í veg fyrir stóraukið atvinnu- leysi. Einar Oddur vitnaði í 1. og 10. grein samningsins sem fjallar um forsendur samningsins, en þar segir: „Launaþróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í samningi þess- um.“ „Með þessum ákvæðum tóku tóku viðsemjendur okkar fulla og óskoraða ábyrgð á þessari samnings- gjörð, og ber að fagna svo einarðri afstöðu. Jafnframt má öilum vera ljóst að með þessum samningsá- kvæðum skuldbundu vinnuveitendur sig til að gera ekki aðra og hagstæð- ari samninga við þá launþegahópa, sem stóðu fyrir utan þetta samkomu- lag. Slíkt hefðu verið algjör svik við verkalýðshreyfinguna. Það kom aldr- ei til greina að svíkja verkalýðshreyf- inguna í þessum efnum, hvað svo sem á hefði dunið,“ sagði Einar Oddur. Formaðurinn gerði það að umtals- efni að í umræðunni um kjarasamn- ingana á undanförnum mánuðum, hefði það verið næstum viðtekin venja að tala um hinar „litlu launa- hækkanir", sem hann kvaðst ekki telja rétt mat. I.aunahækkanir í við- skiptalöndum íslendinga væru á bil- inu 5-7% og þar væri þó nokkur hagvöxtur, en ekki hér á landi. Út frá þessum forsendum sagði hann launahækkanirnar vera miklar. Einar Oddur ræddi sérstaklega þátt bændasamtakanna við gerð kjarasamninganna og sagði þá m.a. : „Ég vil geta þess sérstaklega að það atriði í samkomulaginu við bændur, sem ég tel merkast hefur litla umfjöllun hlotið. í fyrsta lið sam- komulagsins eru allir aðilar sammála um, að fulltrúar launþega, atvinnu- rekenda, samtaka bænda og fulltrúar stjórnvalda, eigi að taka að sér það hlutverk að setja fram tillögur um stefnumótun, sem miði að því, að innlend búvöruframleiðsla verði hag- kvæmari og kostnaður lækki á öllum stigum framleiðslunnar.. .Kaupmátt- ur á mælikvarða matvöruverðs er hér mjög slakur og stenst ekki sam- anburð við nálæg ríki. Búvöruverðið hefur hér afgereandi áhrif... vonandi verða íslenskir atvinnu- rekendur þeir gæfumenn að geta hjálpað til við að finna lausn, sem yrði viðunandi fyrir bændur og íslenska framleiðslu, því ef ekki verð- ur grundvallar stefnubreyting í land- búnaðarmálum okkar þá verður okk- ur ekki heldur stætt á því að leggj- ast gegn innflutningi búvara." Er formaðurinn minntist aðeins á hlut stjórnvalda hvað varðar kjara- samningana sagði hann: „Stjórnvöld hafa heitið að veita þessum kjara- samningum stuðning með öllum til- tækum ráðum. En nú reynir á hvort hugur fylgir máli....Þróunin næstu mánuði og misseri er fyrst og fremst undir því komin, hvemig stjórnvöld- um tekst til um almenna hagstjórn í landinu." Einar Oddur rgpddi um stjórn ríkis- fjármála og sagði þá m.a.: „Óstjórn- in í ríkisfjármálum hefur oftast átt drýgstan þátt í því að setja hér allt á annan endann og það gæti auðveld- lega gerst ennþá einu sinni...Nú er brýnt að fylgjast af gaumgæfni með framvindu þessara mála, ekki hvað síst fjárlagagerð næsta árs, þar sem næsta ár er kosningaár. Kosningaár hafa löngum verið ógæfuár í íslenskri efnahagssögu." Formaður VSÍ kvaðst vonast til þess að samningar um nýja stóriðju tækjust á næstunni, en varaði um leið við þenslu sem framkvæmdum myndi fylgja. Á meðan að fram- kvæmdir stæðu sem hæst á árunum 1992 og 1993 þyrfti að draga úr öðrum framkvæmdum, til þess að atvinnustig vinnumarkaðarins rask- aðist ekki. Einfaldast sagði hann að draga stórlega úr lánum til íbúða- bygginga þannig að samdrátturinn kæmi á þessum framkvæmdaárum, en auka síðan lánveitingar á nýjan leik Þá yrðu stjórnvöld að vera ófeim- in við að nota þau tæki sem þau hefðu til hagstjórnar: „Færa raun- vextina upp eða niður eftir því sem þörf krefur og minnka eða auka pen- ingamagnið eftir því sem aðstæður segja til um.“ Þegar Einar Oddur ræddi sameig- inlegan evrópskan markað og framt- íðartengsl íslendinga við hann sagði hann m.a.: „ísland er hluti af þessum heimi og í þessujn heimi keppa menn. Því betur sem þeim farnast í þeirri keppni, þeim mun meiri hagsæld og þeim mun betri lífskjör er hægt að bjóða þjóðfélagsþegnunum...En ef við vinnum ekki vel og skipulega við að efla íslenskt atvjnnulíf og ætlum að mæta til þessa leiks kófkrukknir eða koltimbraðir eftir áratuga vcyð- bólgufyllerí, þá þarf ekki að spyija að leikslokum. Við verðum slegnir út í fyrstu lotu.“ Vinnuveitenda- sambandið; Hvatt til að- lögunar íslensks atvinnulífs að Evrópu- þróun í ÁLYKTUN, sem samþykkt var á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands í gær, segir að markviss aðlögum starfsskilyrða íslensks atvinnulífs að þvi sem er að gerast á meginlandi Evrópu, þoli enga bið, og íslensk atvinnu- fyrirtæki verði að njóta sambæri- lcgra skilyrða til samkeppni og keppinautar erlendis. Á aðalfundi VSÍ var sérstök um- ræða um Evrópu og þróunina þar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, Jörgen Rönnest forstöðu- maður alþjóðadeildar Vinnuveitenda- sambands Danmerkur, Vidar Linde- fyeld yfirmaður skrifstofu norsku at- vinnurekendasamtakanna í Briissel og Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi VSÍ hjá UNICE, Evrópusamtökum vinnuveitenda, fluttu þar framsögu- ræður. í ályktun fundarins segir að breyt- ingar á starfsskilyrðum atvinnulífs í Evrópu, serii nú standi yfir, muni leiða til lægri framleiðslukostnaðar og sterkari samkeppnisstöðu atvinn- ulífs í E.vrópubandalaginu. Markviss aðlögun íslensks atvinnulífs að þessr þoli enga bið. Einn mikilvægasti þáttur þessa, sé gjörbreytt skattakerfí, þar sem mestu máli skipti að horfið verði frá skattlagningu ^ostnaðar við atvinnu- starfsemi á borð við aðstöðugjöld, og að hvatt sé til aukningar eigin fjár í atvinnutekstri. „Síðast en ekki síst verður að draga úr opinberum umsvifum og þannig úr sífelldum kröfum um aukna skattheimtu. Að öðrum kosti mun íslenskt samfélag ekki standast samanburð við nálæg- ar þjóðir með þeim afleiðingum sem af því leiða,“ segir síðan í ályktun- inni. Reykjavík; Götur miðbæjar- ins hitaðar upp - * Aætlaður kostnaður um 130 til 140 milljónir BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða tillögu Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, um að á næstu þremur árum verði allar götur og torg í miðbæ Reykjavíkur hitaðar upp með heitu frárennslisvatni. Áætlað- ur kostnaður, er talinn vera um 130 til 140 milljónir króna. „Ég verð að lýsa sérstakri ánægju með þetta framtak," sagði Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri og formaður samtakanna „Gamli mið- bærinn.“ „Þetta á eftir að verða til mikilla bóta í miðbænum." „Ég tel að þetta sé mjög þýð- ingarmikil tillaga fyrir miðbæinn því þama er í raun ákveðið að hita hann allan upp og styrkir það ör- ugglega stöðu hans,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Kostnaður er áætlaður um 130 til 140 milljón- ir og verður verkið unnið á þremur árum. Eftir það verður aðbúnaður og aðkoma fólks í miðbænum all miklu skemmtilegri hvemig sem viðrar. Þetta er fyrsta skrefið í að nýta vaxandi heitt vatn, sem við fáum frá Nesjavöllum. Næsta skref verð- ur að ákveða upphitun á tilteknum erfiðum brekkum víðsvegar um borgina en fyrsta skrefíð er mið- bærinn. Ég held að menn eigi eftir að finna og reyndar strax eftir næsta vetur, töluverðan mun.“ Svæðið sem samþykkt hefur ver- ið að hita upp er 24.000 fermetrar auk gatna í Grjótaþorpi. Gert er ráð fyrir að bakvatni frá húsunum verði safnað saman í þijár stöðvar í miðbænum og vatninu miðlað þaðan inn á snjóbræðslukerfið. Þá verði þess jafnframt gætt að jafnan verði veitt nægilega heitu vatni til viðbótar við bakvatnið til þess að halda götum, gangstéttum og torg- um í bænum hreinum að vetri til. í greinargerð með tillögunni seg- ir að: „Mjög hefur færst í vöxt að húseigendur nýti fráveituvatn af hitakerfum húsa sinna og leggi hitaslaufur til hálkueyðingar á lóð- um sínum og gangstéttum með- fram þeim. Mest af þessu hefur verið gert í gamla bænum, þar sem um einfalt hitaveitukeifi er að ræða og vatninu hefur verið veitt beint út í fráveitukerfið að lokinni hring- rás um hitakerfí bygginganna. Húseigendur liafa hver fyrir sig verið með sitt kerfi og nýting verið slæm, þar sem sumir hafa nægilegt affallsvatn og aðra vantar uppá. Nú eru uppi hugmyndir um að bæta hér um með samnýtingu, sem gerði það að verkum að hægt yrði að hita upp alla Kvosina. Sam- starfsfundir hafa farið fram undan- farið með þátttöku borgarverk- fræðings, gatnamálastjóra, hita- veiturstjóra og Fjarhitun, ráðgjafa- fyrirtæki Hitaveitunnar, um fram- gang slíks verkefnis. Lagt er til við borgarráð að í þetta verið ráðist í áföngum, en Hitaveitan mun leggja tvöfaldar lagnir sem að- og fráveitulagnir eftir því sem eldri hitaveitulagnir eru endurnýjaðar í miðborginni.“ Þá segir að með vorinu hefjist framkvæmdir við gerð bifreiða- stæða fyrir Alþingi auk þess eru Brattagata og Mjóstræti á fram- kvæmdaáætlun. í bifreiðastæðin og göturnar er fyrirhugað að leggja hitaslaufur til hálkueyðingar. Hita- veitan ráðgerir að endumýja nokkrar lagnir í Kvosinni og verður þá lagt tvöfalt kerfi, en þá næst betri nýting á frárennslisvatninu. Útvega þarf aðstöðu fyrir þijár dreifistöðvar og hefur Alþingi þeg- ar gefið vilyrði fyrir herbergi í Vonarstræti 8 fyrir eina stöð. í áföngum þarf að endurnýja holræs- in í miðborginni og verðurþá lögð sérstök fráveitulögn frá dreifi- stöðvunum beint út í höfnina. I / ) l r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.