Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 Stórkaup- menn aft- ur í VSÍ EINAR Oddur Kristjánsson var í gær endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands Islands á aðalfundi VSÍ. Gunnar Birgisson var endurkjörinn varaformaður og framkvæmdastjórnin var öll endurkjöin, utan þess að inn kom Gísli Guðmundsson í stað Jósefs H. Þorgeirssonar. Að afloknu stjórnarkjöri kvaddi Haraldur Haraldsson, formaður Fél- ags íslenskra stórkaupmanna sér hljóðs og tilkynnti um þá ákvörðun samtaka hans að ganga á nýjan leik til liðs við VSÍ, en um nokkurra miss- era skeið hafa samtökin staðið utan VSÍ. Einar Oddur tók til máls að for- mannskjöri loknu og sagði þá m.a.: „Eg þakka ykkur það traust að end- urkjósa mig sem formann þessara samtaka... Án þess að við hefðum getað sýnt þá miklu samstöðu og stuðning um þau mál sem við höfum verið að vinna að, hefðum við aldrei komið neinu í framkvæmd." Þeir sem skipa framkvæmdastjóm VSÍ næsta árið eru: Einar Oddur Kristjánsson, formaður, Gunnar Birgisson, varaformaður, Amar Sig- urmundsson, Ámi Brynjólfsson, Bjarni Finnsson, Einar Sveinsson, Eiríkur Tómasson, Gísli Guðmunds- son, Jón Sigurðsson, Konráð Guð- mundsson, Kristinn Björnsson, Ólaf- ur B. Ólafsson, Pétur Óli Pétursson, Sigurður. Helgason, Sigurður G. Pálmason, Sturlaugur Sturlaugsson, Víglundur Þorsteinsson, Þórður Magnússon og Öm Jóhannsson. Sjá bls. 22 Dagvistun 1 Reykjavík: Morgunblaðið/Bjami Reykjavíkurborg hefúr tekið í notkun þrjá nýja leikskóla; Heiðarborg í Seláshverfi, Gullborg í Grandahverfi og Klettaborg í Grafar- vogi. Á myndinni er Heiðarborg, en hinir leikskólarnir eru byggðir eftir sömu teikningum. Dagvist barna í Reykjavík: Þrír nýir leikskólar teknir í notkun DAGVIST barna í Reykjavík hefur opnað þrjá nýja leikskóla nú í maí; Heiðarborg við Selásbraut, Klettaborg við Dyrhamra og Gullborg við Rekagranda. Heildarkostnaður vegna leikskólanna er að upphæð um 154 miHjónir króna, en hver þeirra rúmar 109 börn. Hinir nýju leikskólar eru hver um sig 476 fermetrar að stærð, en lóðirnar 2.300 til 3.300 fer- metrar. Húsin eru steinsteyptar einnar hæðar byggingar og jafn- hliða ferhyrningar að grunnfleti. Hver leikskóli rúmar 109 börn og er stefnt að því að þau geti dva- list þar fjórar, fimm, sex, átta eða níu stundir á dag. Leikskólarnir voru byggðir að undangengnu alútboði samkvæmt forsögn frá Dagvist barna, þar sem tekið var mið af niðurstöðum þróunarverkefnis innan stofnun- arinnar, sem miðar að því að sam- eina rekstur og starf dagheimila og leikskóla. Arkítektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson teiknuðu húsin, Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsens annaðist verkfræðiteikningar og byggingarfélagið Röst sá um framkvæmdir. Alls nemur kostnaður vegna leikskólanna þriggja um 154 millj- ónum króna; Heiðarborg og Klettaborg kostuðu 36,4 milljónir hvor um sig án búnaðar, en bygg- ing Gullborgar kostaði 44 milljón- ir þar sem djúpt var niður á fast. Forstöðumenn nýju leikskól- anna eru: Emelía Möller í Heiðar- borg, Sigfús Að&lsteinsson í Klettaborg og Hjördís Hjartar- dóttir í Gullborg. Börn missa ekki rými þóttfor- •• * xi eldri giftist Samgongnraöherra seg- Arnarflug; STJÖRN Dagvista barna í Reykjavík hefur samþykkt, að afiiema það fyrirkomulag að börn þurfi að hætta á dagheimili ári eftir að foreldri þeirra hefur gengið í hjónaband. Til þessa hefur sú regla gilt, að börn verði að hætta á dagheimili ári eftir að foreldri þeirra gangi í hjónaband. Á fundi stjómar Dag- vista barna í-Reykjavík á mánudag var samþykkt samhljóða tillaga frá Kristínu Á. Ólafsdóttur, borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. HÖRÐUR Einarsson stjórnar- formaður Arnarflugs hf. fúllviss- aði Steingrím J. Sigfusson sam- gönguráðherra á fúndi þeirra í hádeginu í gær um að unnið væri hörðum höndum að ná heim leigu- þotu og koma henni í áætlun á fimmtudag og að jafhframt væri unnið að endurfjármögnun félags- ins og að fá inn nýtt hlutafé. Steingrímur sagðist f gær bíða eftir að úr rættist hjá félaginu. En ef vélin yrði ekki komin á fimmtudag myndi hann ræða strax við forráðamenn Arnarflugs. Steingrímur sagðist treysta því að leiguþotan kæmist í áætlun á fimmtudag. Nú væri ferðamanna- tíminn að fara í hönd og mikið í húfi, bæði fyrir farþega og ferða- Húsbréfaviðskipti með notaðar íbúðir opin öllum: Um 500 umsóknir frá síðustu mánaðamótum Húsbréfaviðskipti þegar orðin fyrir tæpar 500 milljónir HÚSBRÉFAKERFIÐ var í gær opnað fyrir alla þá sem hyggjast kaupa notaðar íbúðir, en fram að því hafði það einungis verið opið þeim sem sótt höfðu um húsnæðislán fyrir 15. mars á síðasta ári. Um 500 umsóknir biðu afgreiðslu í gær og höfðu þær borist frá síðustu mánaðamótum. Alls hafa verið seldar um 180 fasteignir í húsbréfakerfi og gefin út húsbréf vegna þeirra fyrir tæpar 500 miilj- ónir króna, að sögn Sigurðar Geirssonar deildarstjóra hjá Húsnæðis- stofiiun. Sigurður segir að þessa dagana sé unnið fram á kvöld og um helg- ar við að afgreiða umsóknirnar og vonast hann til að það takist fyrir næstu mánaðamót. Frá upphafi húsbréfaviðskipta hafa um 780 umsóknir borist, þar af er þegar búið að afgreiða 180, 30 samningar bíða,endanlegrar afgrejðsiu qg 500 nýjar umsóknir bíða sem fyrr segir. Hann segir að ekki hafi orðið vart við að húsbréfin hafi haft áhrif á fasteignaverð og hann telur ólík- legt að svo verði. Búast megi við að líf færist í fasteignamarkaðinn, en nokkuð gott jafnvægi verði á markaðnum, þar sem flestir þeir sem sækja um húsbréfalán eigi jbúðir fyriij ^epi þejr setji j (sölu. Hann kveðst gera ráð fyrir, eftir því sem athuganir hafi gefið til kynna, að framboð og eftirspurn muni haldast nokkum veginn í hendur. Hægt er að fjármagna allt að 65% af verði íbúðar með húsbréfa- lánum. Bréfin í þeim flokki sem nú er afgreiddur eru öil gefin út miðað við 15. nóvember síðastliðinn og reiknast gengi þeirra út frá þeirri dagsetningu. Sigurður Geirsson segir að í dag séu afföll af húsbréf- um 9,2% af uppreiknuðu verði bréf- anna, sem þýðir að kaupverð þeirra sé nálægt nafnverði. ___Húsbrér éní heyjjtj í b]lumfyerð-j hréfamörkuðum og bönkum. skrifstofur. Hann sagði ekki tíma- bært að ræða það hvað hann kynni að gera ef Arnarflug næði flugvél- inni ekki heim fyrir fimmtudag. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Amarflugs sagði að búið væri að greiða umsamdar greiðslur til leigusalans í Banda- ríkjunum og að afskrá vélina í Bandaríkjunum. Von væri á flugvél- inni nú í kvöld til íslands. Hann sagði aðalástæðu þess að flugvélin kom ekki á tilsettum tíma þá, að á henni hvíldi lán sem ný lánastofnun var að taka yfir. Það hefði reynst tíma- frekara en gert var ráð fyrir, en Arnarflug hefði ekki getað innt af hendi greiðslur til leigusalans fyrr en þetta hefði verið komið á hreint, og sú töf hefði kostað Amarflug stórfé. Amarflug fékk Boeing 737 flugvél frá Flugleiðum á leigu í gær til að flytja farþega sem áttu bókað til og frá Amsterdam. Samgönguráðherra sagðist óttast að langvarandi fjárhagserfiðleikar Amarflugs myndu hafa varanleg áhrif. Hann sagði að stjórnarformað- urinn hefði gert grein fyrir þeirri vinnu sem stæði yfir við endurfjár- mögnun Arnarflugs, bæði við að fá felldar niður skuldir og fá nýtt fé inn í hlutafélagið. Þar væri um að ræða 200 milljónir og þar af ættu 50 millj- ónir að koma strax en 150 milljónir síðar. Sagði Steingrímur að menn væru vongóðir um að þetta tækist á næstunni. Flugfélagið SAS hefur, eins og Flugleiðir, sagt upp samningi við Arfiárflug um gagnkvæm farmiða- skiþti. Knstlhii' Sigtrýggssón "ságði” að Arnarflug væri skuldlaust við SAS, og skuld Arnarflugs við Flug- leiði væri óveruleg, þannig að það væri varla ástæðan fyrir þessu. Þá sagðist Kristinn ekki enn hafa feng- ið skýringar á því að hollenska flug- félagið KLM néitaði að taka miða frá Amarflugi gilda um síðustu helgi. Listahátíð í Reykjavík: Samninga- viðræður við Bob Dylan LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefur borist upplýsingar frá umboðs- manni Bob Dylan um að hann kynni að fallast á að leika hér á landi fyrir upphæð, sem er all- miklu lægri en áður hafði verið nefiit. Vonir standa til að hann haldi hér tónleika sem einskonar Listahátiðarauka i kringum 24. júní, ef samningar takast. Listahátíð sóttist eftir því fyrir nokkm að Bob Dylan héldi tónleika á Listahátíð, en umboðsmaður hans taldi á því ýmsa vankanta og gerði kröfu um fimmtán milljónir króna þókhun fyrir vikið. Það hefði þýtt að heildarkostnaður við tónleikana hefði orðið um tuttugu milljónir króna hið minnsta og að því gat ' Listáhatíð'ékki gengið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.