Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 8

Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 T TT Apersunnudagur 20. maí, 5. sd. eftirpáska. Bæna- 1 U ivvJTdagur þjóðkirkjunnar. 140. dagurársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 2.09 ogsíðdegisflóð kl. 14.54. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.58 og sólarlag kl. 22.53. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.24 og tunglið er í suðri kl. 19.37. (Almanak Háskóla íslands.)_________ Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða. (Sálm 22, 25.) ÁRNAÐ HEILLA ára afinæli. Á morgun, 21. maí, er sjötug frú Hrefha Sigurðardóttir, Flúðarseli 88, hér í Rvík. Hún verður að heiman. ára afinæli. í dag, 20. maí, er 85 ára Jónas Pétursson, Hjarðatúni 2, Ólafsvík, fyrrum bóndi á Arnarstapa. Kona hans er Lydia Kristófersdóttir frá Skjaldartröð á Hellnum. Hann er að heiman. ára afinæli. Á morgun, 21. j_).m., er sextugur Þórarinn Öskarsson, Eiðis- torgi 15, Seltjarnarnesi. Hann er deildarstjóri hjá vamarliðinu. Kona hans er frú Sjöfn Haraldsdóttir. Þau taka á móti gestum í félags- heimili Seltjarnarness á morgun, afmælisdaginn kl. 17-20. FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1944 hófst þjóðaratkvæðagreiðslan um lýðveldisstofnuna á Þing- völlum 17. júní. í dag er Bænadagur þjóðkirkjunnar. MANNSHVARF. í nýlegu Lögbritingablaði er birt tilk. um mannshvarf. Um er að ræða franskan mann. Það er óvenjulegt að sjá slíka tilk. hér á landi. Tilk. er svohljóð- andi: Samkvæmt beiðni dag- settri 21. desember 1989 árit- aðri af saksóknara franska lýðveldisins, er þess farið á leit við yfirrétt Lyon-borgar (Tribunal de Grande Instance de Lyon) að hann lýsi yfir hvarfi Bernhard Journet sem er fæddur er 9. júní 1946 í Amberieu en Bugey (Ain). Síðast var B.J. búsettur í Reykjavík á íslandi. Hefur hann ekki birst á heimili sínu né látið frá sér heyra síðan 12. maí 1969. Þessi tilk. er í Lögbirtingi undirrituð af lög- manni að nafni Marc Jeantet, lögmanni á lögmannsstofunni Docrot Jeanetet og Verriere, skráðir lögmenn við dómstóla Lyon-borgar, 90 Rue Presid- ent Edouard Herriot 69002 Lyon. NESKIRKJA: Næstkomandi þriðjudag er „Mömmumorg- un“. Opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. STYRKATARFÉLAG lam- aðra og fatlaðra. Kvenna- deildin verður í dag með pönnukökukaffi á boðstólum í Reykjadal í Mosfellssveit, kl. 15. Ágóðinn á að renna til sundlaugarbyggingarinnar þar. EINSTEFNA. í dag verður lögleiddur einstefnuakstur á Hávallagötu hér í Vestur- bænum, frá Hofsvallagötu að Bræðraborgarstíg og í Aust- urbænum á Vitastig frá Hverfisgötu að Skúlagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík tilk. þetta í Lögbirtingi sem kom út í síðustu viku. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð. Opið hús nk. þriðjudagskvöld kl. 20-22 í LÁRÉTT: — 1 öflug, 5 kála, 8 aular, 9 hundur, 11 trítla, 14 ekki marga, 15 skræfa, 16 konu, 17 á húsi, 19 súrefni, 21 mjúka, 22 þátt- takan, 25 mergð, 26 arinn, 27 handsami. LÓÐRÉTT: — 2 spil, 3 rönd, 4 þrástaglast á, 5 skrattans, 6 púki, 7 mánuður, 9 þvætting, 10 tilfinningar, 12 tekinn höndum, 13 þvaðr- aði, 18 slæmt, 20 greinir, 21 rómversk tala, 23 ending, 24 lést. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 nauts, 5 barti, 8 eklan, 9 damla, 11 unn- um, 14 lin, 15 lítil, 16 illan, 17 inn, 19 tæla, 21 egni, 22 eldkúla, 25 leg, 26 átu, 27 Rín. LÓÐRÉTT: — 2 ala, 3 tel, 4 skalli, 5 baunin, 6 ann, 7 tíu, 9 dálítil, 10 mátuleg, 12 nálægar, 13 montinn, 18 nekt, 20 al, 21 el, 23 dá, 24 úu. Ólína Þorvaröardóttir Vorhreingerningar ~ ÍborgarstjÓm! ® v/per _ ría í O --rr/. X Uss. — Þetta er nú meiri sóðaskapurinn. Oj-bjakk upp um alla veggi. ÞETTA GERÐIST 20. maí safnaðarheimili Laugarnes- kirkju. Á sama tíma er veittar uppl. m.m. í síma 34516. FÉLAG eldri borgara. í dag kl. 14 er opið hús í Goðheim- um við Sigtúni kl. 14. Frjáls spilamennska og tafl. Dansað kl. 20. LYFJAFRÆÐINGAR. í tilk. í Lögbirtingi frá heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneyt- inu segir að það hafi veitt þessum lyfjafræðingum starfsleyfi: Regínu Hall- grímsdóttur, Páli Snæ- björnssyni og Guðrúnu Dóru Gísladóttur. KVENFÉLAG Seljasóknar heldur kökubasar og flóa- markað í dag í kirkjumiðstöð- inni að lokinni guðsþjónustu. ÓVEITT prestaköll. Sam- kvæmt tilk. frá biskupi ís- lands í Lögbirtingi eru nú laus til umsóknar 5 prestaköll á l'indinu og setur biskup um- sóknarfrest til 5. júní nk. Þessi prestaköll eru: Grindavíkurprestakali (Grindavíkur- og Kirkjuvogs- sóknir), Kársnesprestakall (Kópavogi) sem tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi Setbergsprestakall í Snæ- fellsnes- og Dalaprófasts- dæmi (Grundarfjörður), Stað- arprestakall vestur í Súg- andafirði og Árnesprestakall á Ströndum. Það tilheyrir Húnavatnsprófastsdæmi. HANDAVINNUSÝNING. Hin árlega handavinnusýning úr félagsstarfinu á vegum Reykjavíkurborgar verður á eftirtöldum stöðum: Bólstað- arhlíð 43, Gerðubergi, Hvassaleiti 56-58 og Vestur-, götu 7. Sýnd verður handa- vinna frá 9 félagsmiðstöðvum aldraðra hér i borginni. Sýn- ingin stendur yfir í dag og á morgun kl. 13.30-17 báða dagana. Kaffisala verður á sýningarstöðunum. Sýning- arnar eru opnar öllum al- menningi og er inngangur ókeypis. LAUSAGANGA hrossa. í nýlegum Lögbirtingi tilkynnir oddviti Kjósarhrepps að hreppsnefnd Kjósarhrepps hafi gert samþykkt þess efnis að lausaganga hrossa í hreppnum er bönnuð og er hrossaeigendum og umráða- mönnum hrossa skylt að hafa hrossin í öruggri vörslu árið um kring. Bannið hefur þegar tekið gildi. SKIPIN_______________ RE YK JA VÍKURHÖFN: Á morgun er Brúarfoss væntanlegur að utan og tog- arinn Ásbjörn er væntanleg- ur inn til löndunar og togarinn Brettingur kemur _þann sama dag til viðgerðar. I gær kom hingað danskt skemmti- ferðaskip Disco frá Alaborg. Er þetta fyrsta skemmti- ferðaskipið sem kemur á sumrinu. Með því voru um 70 farþegar. Það hafði dag- langa viðdvöl. Á morgun er færeyska feijan Norröna væntanleg. Þetta mun vera sýningarferð. Mun skipið leggjast að bryggju hér í gömlu höfninni og vera í eina tvo daga. Á morgun er einnig væntanlegt Grænlandsfarið Magnus Jensen. Það er á leið til Grænlands og heldur áfram um kvöldið. Nú um helgina var skip væntanlegt sem fer að bryggju Áburðar- verksmiðjunnar. Það heitir Ilka. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í dag er Hvítanes væntanlegt af ströndinni. I gær fóru tveir grænlenskir togarar sem komu til að landa rækjuafla, Regina C. og Ludevig. Þá eru báðir norsku togararnir sem komu til að taka veiðarfæri fyrir djúp- karfamiðin farnir út aftur. ERLENDIS: 1799:NapoIeon Bonaparte hættir við umsátrið um Tyrki í Acre. 1882: ítalir ganga í bandalag Austurríkismanna og Þjóð- veija sem verður Þrívelda- bandalagið. 1920: Carranza forseti í Mex- íkó ráðinn af dögum. 1927: Charles A. Lindbergh fer í fyrstu flugferð eins manns án viðkomu yfir Atl- antshaf. — Bretar viðurkenna sjálfstæði Saudi-Arabíu með Jedda-sáttmálanum. 1943: Bandaríkin og Bretland staðfesta samning sem af- nemur réttindi'þeirra í Kína. 1956: Fyrstu bandarísku vetnissprengjunni varpað á eyna Bikini. 1971: Níu sovézkir gyðingar dæmdir í Leningrad. 1978: Tveir sovézkir starfs- menn SÞ teknir fyrir njósnir. HÉRLENDIS: 1840: Boðskapur um stofnun Alþingis. 1870: Jón Ólasson dæmdur fyrir meiðandi ummæli um Dani í „íslendingabragi". 1893: Ásmundur Sveinsson myndhöggvari fæddur. 1918: Siglufjörður fær kaup- staðarréttindi. 1944: Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit og stjórnar- skrá (til 23/5). ORÐABÓKIIU AÖ fara til ísraels ísrael og ísraelsmenn eru oft nefndir í fjölmiðlum. Eitt sinn mátti heyra í frétt- um Ríkisútvarpsins talað um að fara til Israel og var það tvítekið, en svo var tal- að um /srae/sher í sömu frétt. Virðist það vera að aukast í ræðu og riti að failbeygja ekki ýmis landa- heiti, og er margt af því bæði í ósamræmi við beyg- ingarkerfi málsins og eins forna venju.. ísrael er hk.orð, sem endar á sam- hljóða, eins og t.d. Portú- gal, Japan og Ekvador, en þau eiga öll að fá s í ef. í samræmi við það fara menn til ísraels, tii Portúgals, til Japans, til Ekvadors, en ekki til ísrael, Portúgal, Japan o.s.frv. Hið sama ætti einnig að gilda um landaheitin Afganistan, Alsír, E1 Salvador, Gíbralt- ar, Hindústan, írak, íran, Jemen, Líbanon, Nepal og Pakistan. Menn halda því til íraks, til írans, til Lfban- ons, Pakistans o.s.frv., en ekki til íran, Líbanon eða Pakistan, svo að dæmi séu tekin. Nokkuð fast virðist vera orðið að láta sum ofan- greindra landaheita og ýmis önnur haldast óbeygð í íslenzku, ekki þá sízt þau, sem sjaldan eru í fréttum í íslenzkum íjölmiðlum. Þrátt fyrir það er æskilegt að ‘ halda hér í heiðri íslenzkar beygingarreglur um þessi landanöfn og eins mörg önnur. — JAJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.