Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 10

Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 eftir Kristjón Þorvaldsson myndinBjarni Eiríksson NEI, ÞAÐ getur ekki verið þetta hús. Útilokað. Flókagata 53? Það stendur svart á hvítu ... Slíkar hugsanir vöknuðu, þegar blaðamaður kom að dagvistarheimilinu Hlíðabæ og hugðist kynna sér málefni vistmanna. Hlíðabær er ósköp venjulegt hús í Hlíðunum. Þegar litið er upp í gluggana er Qarri að álykta, að um venjulega stofnun sé að ræða. Einungis skilti við innganginn staðfestir, að ókunnugur hafi ratað á réttan stað, í Hlíðabæ, þjónustudeild Múlabæjar, sem er dagvistun fyrir einstaklinga með Alzheimer-sjúkdóm eða skylda sjúkdóma. Leikfimin er fastur liður. Vissara að vita hvar maður á að borða og rifja upp nöfiiin í leiðinni. stakling. Frá stofnun hafa 80 ein- staklingar dvalið í Hlíðabæ. Starfs- menn eru níu en stöðugildi 8,4, auk bílstjóra, sem flytur flesta vistmenn til og frá heimilinu. Jón Snædal, sem er starfandi læknir á Öldrunar- Með stofnun Hlíðabæjar í mars árið 1986 varð mikil breyting á högum margra sjúklinga með heilabilun og aðstand enda þeirra. Dagvistunin er starf- rækt 5 virka daga vikunnar, frá klukkan 8.00 til 16.00. Að jafnaði er gert ráð fyrir 18 vistmönnum á dag. Um er að ræða tveggja til fímm daga vistun fyrir hvem ein- Iækningadeild Landspítalans í Há- túni, vitjar vistmanna vikulega. Allir lögðust á eitt Hlíðabær er afrakstur þrotlausr- ar vinnu áhugafólks og starfs- manna við umönnun aldraðra. Að- dragandinn var skammur, miðað við það sem almennt gerist í kerf- inu. Eftir að almenn dagvist hafði verið starfrækt í Múlabæ í Ármúla um nokkurt skeið, var ljóst að minn- isskert fólk einangraðist frá öðrum og að því þurfti að sinna sérstakf lega og á annan hátt en hinum, Umræður um þarfír þessa fólks leiddu smám saman til stofnunaf FAAS, Félags aðstandenda Alz- heimer-sjúklinga, 14. mars árið 1985. Félagið beitti sér fyrir umbót- um fyrir heilabilað fólk ásamt þeim aðilum sem standa að rekstri Múla- bæjar, sem eru Samtök aldraðra, SÍBS og Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Þessir aðilar sneru sér til borgaryfirvalda sem brugð- ust skjótt við og keyptu hið fallega hús undir starfsemina á Flókagötu 53. FASS lét síðan ekki sitt eftir liggja og með hjálp Rásar 2 og al- mennings var húsið frágengið með húsgögnum og öllu tilheyrandi. Það eru ekki hvað síst húsmunirnir, sem koma hver úr sinni áttinni, sem setja heimilislegan svip á Hlíðabæ. ’ „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan,“ segir Hugrún Þórðar- dóttir, sjúkraliði, sem frétti af stofn- un Hlíðabæjar um það leyti sem 12ÚÍ- 14ÍÍ Mtm MEÐ HEILÁBILUH - þar al era 700-800 meú Meimer TIL AÐ lýsa einkennum sem áður voru neftid kölkun, eru nú gjaman notuð hugtök eins og elliglöp og heilabilun. Latneska heitið er de- mentia. Þessi sjúkdómseinkenni geta haft ýmsar orsakir, en algeng- asta orsökin er Alzheimer-sjúkdómurinn, sem er hrörnunarsjúkdómur í heila. Ætla má að um 5% þeirra sem eru eldri en_65 ára hafi heila- biiun. Þetta svarar til þess að 1200-1400 manns á íslandi hafi heilabil- un af einhveiju tagi, þar af 700-800 með Alzheimer, en flestir hinna með blóðrásartruflun, heilabilun eftir endurtekna blóðtappa í heila. Aðaleinkenni eru minnisskerðing, tjáningarörðugleikar og verk- stol, sem lýsir sér í vangetu sjúklingsins til að framkvæma jafn- vel einföldustu verk, og tjáningar- örðugleikar. Fleiri einkenni eru einnig þekkt, sem stafa beint af truflunum í heila. Þá er mjög al- gengt að fram komi ýmis geðræn einkenni, svo sem kvíði, þunglyndi, ofsóknarhugmyndir og svefntrufl- anir. „Við náum oft ágætum ár- angri við að meðhöndla geðrænu einkennin, en það er Iítið hægt að gera varðandi önnur einkenni,“ seg- ir Jón Snædal, læknir, sérfræðingur á Öldrunarlækningadeild Landspít- alans í Hátúni. Alzheimer er sjúkdómur ellinnar, en þeir yngstu eru á sextugsaldri þegar einkennin byrja. Síðan fjölgar tilfellum mjög í efri aldurshópum og segir Jón að hérumbil megi margfalda með 10 á hveijum ára- tug. Meðal þeirra sem eru sjötugir, er hlutfallið ‘A-l prósent, en um 30-40 prósent þeirra sem ná 95 ára aldri fá sjúkdóminn. Árið 1906 lýsti þýski læknirinn Alois Alzheimer fyrst sjúklingi með dementia, heila- bilun, og sýndi fram á ákveðnar breytingar í heilanum samfara þess- um einkennum. Þessar lýsingar eru enn í fullu gildi og sjúkdómurinn hlaut nafn sitt af lækninum. Alzheimer-sjúkdómurinn þróast yfírleitt jafnt og þétt, en dagamunur getur verið hjá sjúklingunum. Jón segir algengustu þróunina að við- komandi eigi fyrst erfltt með að leggja á minnið, nöfn, skilaboð og ýmis erindi sem hann ætli að sinna. „Fólk verður sem sagt gleymið, en það getur verið erfitt að vita hvort' um er að ræða góðkynja ástand, sem getur gerst hjá öllum, eða byijun á sjúkdómnum." Eftir því sem tíminn líður, verður minnistapið greini- legra. Það fer að heyra til undan- tekninga að viðkomandi muni eitt- hvað sem hann reynir að leggja á minnið. Eftir því sem minnistapið ágerist, fer sjúklingurinn meira og minna að upplifa sig eins og fyrir 20-30 árum. Áttræður maður fer t.d. að tala eins og hann sé í fullri vinnu og með konuna og krakkana heima. Ef þetta ágerist, þá fer hann jafnvel að tala eins og hann sé enn yngri. Þá hafa síðustu áratugirnir þurrkast út. Á seinni stigum sjúkdómsins er algengt að sjúklingar eigi erfitt með að framkvæma hin einföldustu verk, að klæða sig, borða með hníf og gaffli. „Sjúklingurinn áttar sig ekki á því lengur hvemig hann á að beita verkfærunum, hvort buxurnar til- heyra efri eða neðri hluta líkamans, eða hvort hálsmálið eða ermin er fyrir höfuðið. Þetta er kallað verk- stol og getur þróast það langt, að hann hætti frumstæðum athöfnun, eins og t.d. að ganga. Þegar svo er komið er sjúkdómurinn langt genginn og viðkomandi bundinn við stól eða rúm.“ Hjá sumum verður tjáningin snemma brengluð, en hjá flestum síðar. Fyrst eiga menn erfitt með heiti, nafnorðin. Setningar verða styttri og einfaldari og sjúklingurinn „Það vantar umræðu um umönn- unarform fyrir fólk sem ekki get- ur verið lengur heima,“ segir Jón Snædal læknir. þarf að umsegja hlutina oft. Hann finnur ekki réttu orðin og þeir sem eru í kringum hann eiga erfitt með að skilja. Sumir bregðast þannig við, að þeir búa til orð í eyðurnar og þá koma út allskyns nýyrði og undarlegheit. Aðrir kunna að bregð- ast við með þögninni, missa hæfi- leikann til að tala. Ef sjúklingurinn lifir fram á loka- stig sjúkdómsins, þá er þannig kom- ið fyrir honum, að hann þarf hjálp við nánast allar athafnir, getur ekki gengið, þarf hjálp við að borða, getur jafnvel ekki snúið sér í rúmi, hefur ekki stjórn á þvaglátum. Ef hrörnunin verður mikil þá bregst Iífsnauðsynleg starfsemi eins og kynging, þá er lungnabólga ofl á næsta leiti, enda algengasta dánar- orsökin. Hjá mörgum er sjúkdómur- inn það hæggengur, að þeir í’ara aldrei á þetta lokastig. Jón bendir t.d. á að í Hlíðabæ eru sjúklingar sem sáralítil breyting hefur verið á í 2-3 ár. Alzheimer er ekki hægt að greina svo öruggt sé á meðan sjúklingurmn lifir, en nýjar rannsóknir gefa vonir um að það verði hægt. Það er þVJ ekki fyrr en við krufningu sem í ljós koma breytingar í heila, sem kallað- ar eru elliskellur og taugaklippi virðast vera úrgangsefni sem frum- unum hefur ekki tekist að losa sig við. Þessi efni hlaðast upp °S skemma frumurnar. Ennfremur eru oft greindar eggjahvítuútfellingar 1 æðum heilans og víðar. Nokkuð hefur verið rætt um umhverfislegar ástæður sjúkdóms- ins, en ekkert hefur verið sannað. „Það eru til ættir, þar sem Alzheim- er-sjúkdómurinn er algengur, en það er ekki vitað hvernig hann erf- ist. Það sem menn hafa fyrst og fremst verið að athuga eru umhverf- isþættir, eins og t.d. ál, veirusjúk- dómar og truflun í ónæmiskerfi Ifka- mans. Engin af þessum skýringum þykir sennileg í dag.“ Ástæðan fyr- ir því að áhrif áls eru könnuð sér-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.