Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 13 Sigurgeir Sigurðsson oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi: Kjósendur vita að hverju þeir ganga í 28 ár hefiir Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartauminn á Seltjarnarnesi. Þar af hefur Sigurgeir Sigurðsson verið bæjar- sljóri í 25 ár. „Andstæðingarnir segja að flokkurinn hafi verið of lengi við völd og ég of lengi bæjarstjóri. Eg held hins vegar að Seltirningar horfi frekar til þess hvað gert hefiir verið á þess- um árum heldur en hvað þau eru mörg,“ segir Sigurgeir. „Hvers vegna að breyta ef reynslan er góð?“ Morgunblaðið/Þorkell Sigurgeir Sigurðssson, bæjarstjóri og efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi. Sigurgeir var í fyrstu inntur eftir því sem helst hefði verið unnið að á kjörtímabilinu. „A þessu kjörtímabili höfum við tekið á umhverfismálum, uppgræðslu og útivist. Gerð hefur verið áætlun um og hafist handa við hreinsun fjörunnar, markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu útivistar- svæða víðsvegar á nesinu og átak hefur verið gert í því að vernda og byggja upp græn svæði í bæn- um. Lokið var við að skipuleggja allt svæðið frá Nesvegi og vestur að Bakkavör, svo og hefur Val- húsahæðin verið skipulögð. Vel hefur verið haldið á spöðunum í íþrótta- og æskulýðsmálum. Nýtt íþróttahús var tekið í notkun 1988 og verið er að stækka íþróttavöll- inn í þijá knattspyrnuvelli. í mál- efnum aldraðra hefur verið um miklar framfarir að ræða; var síðari áfangi af íbúðum aldraðra tekinn í notkun á árinu 1988, þannig að vernduðum íbúðum fyr- ir aldraða hefur fjölgað um 22 á árinu.“ Landakaup og skólabyggingar Sigurgeir benti og á að bærinn hefði staðið í miklum landakaup- um á kjörtímabilinu; hefðu verið fest kaup á stóru landsvæði vest- an við Lindarbraut fyrir liðlega 120 milljónir króna. „Er þetta lið- ur í því að bærinn geti skipulagt svæði innan bæjarmarkanna án utanaðkomandi afskipta." Bæjar- stjórinn telur heiisugæslumálin vera í mjög góðu lagi; heilsu- gæslustöðin þjóni langt út fyrir bæjarmörkin. „I dagvistarmálum eru Seltirningar einnig vel settir; tekinn var í notkun tveggja deilda leikskóli að Selbrekku og í Mýrar- húsaskólanum eldri var sett á laggirnar skóladagheimili. Er nú svo komið að í bænum eru 46 dagvistarrými, 150 leikskólarými og 26 rými í skóladagheimili. Það er því ekki hægt að tala um neina biðlista á Seltjarnarnesi." Sigur- geir gat þess og að lokið væri við miklar framkvæmdir í Kolbeins- staðamýri og snemma á kjörtíma- bilinu hefði verið lokið við fram- kvæmdir við Eiðistorg. Einnig væri verið að byggja smábátahöfn í Bakkavör. Lægstu fasteignagjöldin Að sögn Sigurgeirs eru fjármál bæjarfélagsins eitt af aðalsmerkj- um sjálfstæðismanna. „Hjá okkur hafa aldrei verið nein vandræði með fjármálin. Langtímaskuldir bæjarfélagsins eru aðallega vegna byggingar íþróttahúss og landa- kaupa. Við ætlum okkur hins veg- ar að greiða þessar skuldir upp hratt.“ Sigurgeir segir heildar- skuldir bæjarfélagsins vera um 50% heildarárstekjum þess. „Þrátt fyrir miklar framkvæmdir og góða þjónustu, höfum við haldið opin- berum gjöldum í algeru lágmarki. Við keyrum enn á því að veita 25% afslátt á fasteignagjöldum, þannig að hvergi á landinu eru lægri fasteignagjöld. Við höfum haldið okkur í 7% útsvari, sem er um meðaltal og við höfum ekki lagt á holræsagjald, sem gæti séð bænum árlega fyrir 15 milljóna króna tekjum." Umhverfismálin í brennidepli Aðspurður um helstu verkefnin framundan segir Sigurgeir að mörg spennandi verkefni bíði sjálfstæðismanna, fái þeir áfram- haldandi umboð til að stjóma bænum. „Eitt af stærstú verkefn- unum er holræsaáætlun fyrir bæinn til ársins 1996; með tug- milljóna fráveituframkvæmdum er koma til með að standa yfir í sex ár og enda í lokatakmarkinu; hreinum sjó umhverfis nesið. Á þessu ári verður lokið við sam- tengingu útrása í Strandahverfi og gerð dælustöðvar og yfirfalls við Tjarnarstíg og Fornuströnd. 1991 verður lokið við gerð yfir- falla við Fornuströnd, 1992 dælu- stöð og yfírfall við Eiðistorg, 1993 lýkur samtengingu útrása frá Byggarði til Barðastrandar. 1994 verða samtengdar útrásir frá Lindarbraut að Steinavör og yfir- fall þar, 1995 samtenging útrása frá Steinavör að Tjarnarstig og á árinu 1996 verður fráveitukerfið tengt við dælustöð er dælir frá- rennslinu 3,5 km á haf út. Verkefni eru einnig óþijótandi í sjóvörnum enda er strandlengjan mjög viðkvæm víða. Við höfum þegar komið upp varnargörðum á eiðinu út í Suðurnesið og hluti af suðurströndinni er búinn. Sjálf- stæðismenn ætla sér að gera stór- átak í þessum málum á næsta kjörtímabili.“ Uppbygging í skóla- og öldrunarmálum „Sjálfstæðismenn ætla sér einnig stóra hluti í skólamálum. I sumar byijum við að byggja við Mýrarhúsaskólann. Þegar þessari viðbyggingu er lokið, verðum við með einsetinn og samfelldan skóladag á Seltjarnarnesi og um verður að ræða varanlega lausn á skólamálum Seltirninga. Við stefnum að því að klára fyrsta áfanga af þremur á kjörtímabil- inu. Þessi áfangi kemur m.a. til með að hýsa yfirstjórn skólans, mötuneyti fyrir nemendur og fé- lagsaðstöðu nemenda. Við stefnum einnig að mikilli uppbyggingu á aðstöðu aldraðra. Nú standa yfir samningar við Reykjavík og samtökin Skjól, DÁS og Blindravinafélagið um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Tvö slík hjúkrunarheimili eru fyrirhuguð. í heilsugæslu verður það helsta verkefni kjörtímabilsins að að stækka heil- sugæslustöðina, það er að segja að innrétta allt húsnæðið, en til þess hefur skort fé. Reiknað er með að þessari stækkun ljúki á næsta ári, þannig að allt hf'ilsu- gæslusvæðið mun þá njóta þjón- ustu heilsugæslustöðvar Seltjarn- arness.“ Reynsla Seltirninga góð Sigurgeir var inntur eftir horf- unum fyrir komandi kosningar, en að þessu sinni bjóða andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins fram saman. „íbúar Seltjarnarness hafa reynslu af áratuga stjórn sjálfstæðismanna. Okkur hefur gengið vel að byggja upp þetta bæjarfélag og erum stolt af okkar vinnu. Sjálfstæðismenn vinna vel að framfaramálum, án ofsköttun- ar eða ofstjómar. Eg hef ekki trú á því að Seltirningar vilji táka áhættu með því að veita öðrum brautargengi, allra síst þegar framboðið er hannað sérstaklega af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, eins glæsileg og þeirra verk eru,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnamesi. „Höfum fengiö góðar mót- tökur hjá bæjarbúum“ - segir Ellert Eiríksson sveitarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Keflavík Keflavík. „KOSNINGARNAR leggjast vel í mig persónulga. Við sem erum í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn höfum verið ákaflega sam- stiga og fengið góðar móttökur hjá bæjarbúum á þeim liðlega 100 vinnustaðafúndum sem við höfum verð með að undanförnu,“ sagði Ellert Eiríksson sveitarstjóri sem skipar efsta sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Keflavík, en þar hefur flokkurinn verið í minnihluta síðasta kjörtímabil. Ellert sagði að markmiðið væri að fella meirihluta Alþýðuflokksins, en það yrði náttúrlega á valdi kjósenda hversu mikinn meðbyr Sjálfstæðisflokkurinn fengi á laugardaginn. Ellert sagði að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hefðu farið nýjar leiðir til að ná til kjósenda. „Við byijuðum með vel auglýsta fundi sem voru með hringborðs- umræðusniði. Fólk kom og ræddi við okkur eins og það sæti heima í eldhúsi með kaffibolla fyrir framan sig. Þarna náðum við góðu og mikilvægu persónulegu sam- bandi við borgarana og ég get sagt um þessa fundi eins og krakkarnir segja: „Þetta var meiriháttar gott.“ Síðan lukum við fundaherferðinni með atvinnu- málaráðstefnu sem tókst vel í alla staði og þar fengum við einnig ýmsar gagnlegar ábendingar.“ Ellert sagði að áberandi hefði verið hversu miklar áhyggjur Keflvíkingar hefðu af fjármálum bæjarins og að menn legðu mikið uppúr að þar þyrfti að taka til hendinni. „Mikið var um að fólk segði: „Komið fjármálunum í Keflavík í gott lag - og ef þið getið staðið við það loforð erum við ánægð.“ Enda ekki nema von að Keflvíkingar hafi áhyggjur af fjármálum bæjarins sem nú greið- ir 100 þúsund kr. á dag í refsi- vexti. Á síðasta ári greiddi Keflavíkurbær 8,3 milljónir í dráttarvexti af langtímalánum og um 32 milljónir af skammtímalán- um. Fjármál bæjarins eru því mjög til umræðu og þar höfum við lofað að ráða bót á. í því sambandi höfum við lofað að lækka fast- eignaskatta um 10% og fólk spyr hvernig við ætlum að fara að því? Svarið okkar er: „Við ætlum að hætta að borga dráttarvexti." Þarna væri um að ræða 8,3 millj- ónir eða sömu upphæð og bærinn greiddi í dráttarvexti á síðasta ári af langtímaskuldum. Með því að ná tökum á fjármálunum gætum við lækkað fasteignaskatta um Ellert Eiríksson sveitarstjóri skipar efsta sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. 10% og auk þess fengjust 24 millj- ónir til framkvæmda í bænum. Einnig bendum við á að endur- heimta þarf viðskiptavild sem Keflavíkurbær hafði, en hefur víða misst að undanfömu. Mötuneyti í Holtaskóla er brennandi mál hjá mörgum for- eldrum sem við höfum rætt við og fyrir því ætlum við að beita okkur. Þá viljum við að gert verði iðnaðarskipulag í Helguvík fyrir minni eða millistóran iðnað svo sem fiskimjöl, þilplötu- eða ísframleiðslu. Einnig viljum við að nafni og hlutverki atvinnu- málanefndar verði breytt. Hún verði kölluð sölu- og markaðs- nefnd og að verkefni hennar yrði að kynna og selja Keflavík sem atvinnusvæði. Við viljum hafa fmmkvæðið í stað þess að bíða eftir að einhver hringi. Málefnin eru mörg sem við höfum á stefnuskránni og erfitt að koma þeim öllum að en ég vil þó nefna nokkur að Iokum. Við erum stöðugt að leita að leiðum til að ná til þeirra ferðamanna sem um Reykjanesskagann fara og þar eru uppi ýmsar hugmyndir. Við viljum að sett verði upp tjaldstæði og þjónustumiðstöð og einnig að hægt yrði að kaupa svefnpoka- pláss í Holtaskóla. Ráðstefnuhald í Keflavík er góður kostur sem kynna þarf betur. Hér er góð að- staða til íþróttaiðkana og við höf- um komið með þá hugmynd að reka körfuboltaskóla á sumrin og koma á nokkurs konar landsmóti í minnibolta í líkingu við Tomma- mótið í knattspyrnu í Vestmanna- eyjum og Andrésar andarleikana á skíðum á Akureyri. Þá þarf að skipuleggja og bæta almenningss- amgöngur á svæðinu og þar ber að taka sérstakt tillit til ferða- manna. Einnig vil ég nefna að við höf- um lengi haft áhyggjur af Reykja- nesbrautinni og leggjum áherslu á að þungavörum verði skipað upp í Keflavík og Njarðvík, en ekki í Reykjavík og henni síðan ekið til Suðurnesja. Tugir þúsunda tonna eru þannig fluttir á hveiju ári um Reykjanesbraut og þar má nefna að allt eldsneyti til farþegaflugs í millilandaflugi er flutt með tank- bílum frá Reykjavík. Það er álit margra að hjólförin sem myndast hafa á veginum séu að mestu til- komin vegna þeirra miklu þunga- flutninga sem þar hafa átt sér stað.“ Ellert Eíríksson er nú í fram- boði til bæjarstjórnar Keflavíkur í fyrsta sinn. Hann hefur undan- farin ár starfað sem sveitarstjóri í Garði og setið á Alþingi sem varaþingmaður Reyknesinga. Ell- ert sagði að það væri ekkert laun- ungarmál að hann sæktist eftir að verða bæjarstjóri í Keflavík fengi hann umboð til þess. Tals- verð uppstokkun var nú gerð á lista Sjálfstæðisflokksins frá síðustu kosningum. Ellert sagði að hann hefði ekki getað fengið betri samheija sem kæmu úr hin- um ýmsu þjóðfélagsstéttum. Gott jafnvægi væri á milli yngri og eldri, karla og kvenna - og endur- speglaði hann samfélagið í Keflavík. „Þar sem fer samhentur fram- boðslisti og góð stefnuskrá þar sem grundvallarhugsjón sjálf- stæðisstefnunnar er viðhöfð, tel ég lista Sjálfstæðisflokksins lang- besta kost sem kjósendum býðst í Keflavík," sagði Ellert Eiríksson að lokum. BB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.