Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 55

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 55 Þórsmerkurganga Útivistar eftir Gunnar Hjálmarsson Á þessu ári er raðganga Utivist- ar frá Reykjavík til Goðalands í Þórsmörk. Gangan hófst í janúar við skrifstofu ÍJtivistar í Grófinni 1 og gengin var gamla þjóðleiðin út úr bænum um norðan- og austan- vert Skólavörðuholt um Oskjuhlíð, Bústaðaháls sunnanverðan upp að Ártúni ofan Elliðaár og áfram að Árbæ _þar sem fyrsta áfanganum lauk. í næstu göngum var gömlu þjóðleiðinni fylgt áfram austur fyrir íjall með örlitlum frávikum þó, vegna óveðurs. I þessum áföngum fengu þátt- takendur að kynnast því hvernig forfeður okkar hafa þurft að brjót- ast áfram þessa leið í hríðarbyl og þungu færi. Sæluhúsin komu sér þá oft vel og okkur fannst líka notalegt að koma úr blindbyl inn í Litlu kaffistofuna í Svínahrauni og fá hressingu. Vitað er að árið 1703 var sælu- hús undir Húsmúla og líklegt að þar hafi verið sæluhús um aldir áður en það var flutt upp á Kolviðar- hól laust fyrir miðja síðustu öld. Á árunum 1877-1878 var síðan byggt gestgjafahús úr steini á hólum og var þar oft þröngt setinn bekkurinn á meðan menn biðu af sér veður. „ Að taka þátt í göngu- ferð eins og Þórsmerk- urgöngunni er holl og góð íþrótt sem skapar andlega og líkamlega vellíðan og er góð vörn gegn streitu sem dag- legt amstur veldur.“ yfir Hellisbrúna sem er vegagerð yfír mýrina frá Ingólfsfjalli niður að gamla feijustaðnum við Ölfusá gegnt Laugardælum. Þetta mun vera ein elsta vegagerð á Suður- landi. Ekki var ferjandi yfir ána nú vegna ísskara og jakaburðar í ánni. Á því var heldur ekki brýn þörf þar sem litlu neðar er brú sem hægt er að fara yfir. Þessi brú var ekki til staðar þeg- ar Matthías Jochumsson var hér á ferð ásamt vinnumanni sínum á leið austur í Odda á Rangárvöllum í janúar 1884. Hann sótti það fast að vera feijaður yfir þrátt fyrir að ófeijandi væri. Hann fékk því fram- gengt en ekki var feijað aftur yfir Úr Þórsmerkurgöngu Útivistar. á þessum stað fyrr en á útmánuðum það ár. Nú er lokið átta áföngum og gönguhópurinn kominn austur yfir Flóann í fylgd fróðra heimamanna að Feijunesi gegnt Sandhólaferju við Þjórsá. Níundi áfangi sem verð- ur farinn 27. maí hefst á því að þátttakendur verða feijaðir yfir Þjórsá að aldagömlum sið. Vitað er að þarna var feija á tíundu öld og sennilega alla tíð síðan eða þar til brúin við Þjótanda leysti feijumenn af hólmi. Hún var byggð árið 1895. Þegar austur yfir Þjórsá kemur verður haldið áfram um lönd Odda- veija og söguslóðir Njálu en göngunni lýkur þann 22. september í Básum í Goðalandi við skála Úti- vistar með veglegri grillveislu. Allmargir þátttakendur hafa far- ið í alla áfangana og eru forföll þeirra ekki tekin gild nema framvís- að sé læknisvottorði. Nýliðar eru samt meira en velkomnir enda 9 áfangar eftir og þrátt fyrir geysi- mikla þátttöku í þeim ferðum sem búnar eru er alltaf pláss fyrir fleiri. Að taka þátt í gönguferð eins og Þórsmerkurgöngunni er holl og góð íþrótt sem skapar andlega og líkamlega vellíðan og er góð vörn gegn streitu sem daglegt amstur veldur. Það eykur skilning á nátt- úru landsins, veðurfari, staðháttum og þjóðlífinu í heild. Á söguslóðum verða liðnir atburðir raunverulegir og við skynjum þá á jafnréttis- grundvelli þar sem vegalengdir verða þær sömu og forðum en tækni og hraði nútímans órafjarri. Þessir dagar verða síðan innistæða í „gleðibanka“ okkar þar sem sífellt bætist við þann höfuðstól sem ekki er hægt að skerða en vel hægt að lifa á vöxtunum góðu lífi. Höfiindur er þátttaknndi í Þórsmerkurgöngunni. Sjötíu ára afmæli átti 16. apríl Óli Kristjánsson á Skútustöðum í Mývatnssveit. Foreldrar hans voru Kristján Helgason og Soffía Jóns- dóttir frá Klömbur í Aðaldal. Þau bjuggu fyrst í Haganesi hér í sveit og síðan á Skútustöðum. Óli hefur ætíð stundað búskap í félagi við bræður sína og frænd- ur. A afmælisdaginn bauð hann miklum fjö'da v>na sinna í Mý- vatnssveit til fagnaðar á heimili Kristjáns Yngvasonar og Sigrúnar Jóhannsdóttur. Þar var veitt af mikilli rausn og myndarskap og skemmt sér við söng og gleðskap fram á nótt. Óla er margt til lista lagt. Á síðustu árum hefir hann töluvert fengist við að sauma út og gert marga sérlega fallega hluti. Þá hefur hann málað fjölda landslags- mynda, sumar gullfagrar. Óhætt er að. segja að þar hafí hann náð ótrúlegum árangri, algerlega sjálf- menntaður á þessari braut. Hann segist vera búinn að láta af hendi tugi málverka sinna. Margir hafa enda sóst eftir þeim, ekki síst til gjafa. Óla eru hér með færðar bestu árnaðaróskir frá sveitungum hans í tilefni þessara tímamóta. Von- andi fær hann tækifæri til að vinna áfram að hugðarefnum sínum. Kristján Þórhallsson Gegnum árin gestafjöld gengu að vísu bóli, er ferðalúnir komu um kvöld Kolviðar að hóli. Nú er risin önnur öld ekki sála á róli. Er þreyttir gestir koma um kvöld Kolviðar að hóli. Hellukofinn á heiðarbrúninni of- an Hellisskarðs var byggður fyrir meira en 150 árum og stendur enn enda lystilega vel hlaðinn úr hraun- hellum. Alfaraleið lá þá um skarðið. Við Fóelluvötn var einnig byggt sæluhús um svipað leyti og stóð það fram á þess'a öld. í fimmtu göngunni var gengið frá Reykjum í Ölfusi austur með hlíðinni, hjá Ingólfsfjalli og áfram A&næliskveðja: Óli á Skútu- stöðum sjötugur UIIII > I Vr Hrafn í borgarstjórn! Bubbi Morthens Halldóra Jónsdóttir Nýr vettvangur UNGT FOLKISOKN!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.