Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Hvaða steftiu hefur for-
maður lræðsluráðs?
eftir Svavar Gestsson
Ragnar Júlíusson formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur skrifar
grein í Morgunblaðinu 17. maí sl.
þar sem hann ræðst af offorsi gegn
menntamálaráðuneytinu. Er það
raunar ekki nýtt en greinin er opin-
ber staðfesting á vinnubrögðum
formannsins og er það vissulega
alvarlegt mál þegar formaður eins
fræðsluráðsjns tekur árásir á
menntamálaráðuneytið og
fræðslustjórann í Reykjavík fram
yfir faglegt samstarf.
Allt frá því að undirritaður kom
til starfa i menntamálaráðuneytinu
hefur Ragnar Júlíusson gert það
sem hann hefur getað til þess að
gera menntamálaráðuneytinu er-
fitt fyrir í Reykjavíkurumdæmi.
Verst hefur þó endurtekin atlaga
hans að fræðslustjóranum í
Reykjavík verið; þar hefur hver
tilraunin rekið aðra til þess að
veikja stöðu fræðslustjórans. Fyrst
er þess að geta að stofnað hefur
verið skólamálaráð í Reykjavík sem
hefur enga lagalega stöðu. En
mörg fleiri dæmi mætti nefna eins
og Ólduselsskólamálið þar sem
Ragnar lagðist gegn íbúum Öldus-
elsskólahverfis og starfsmönnum
Ölduselsskóla.
En þessi grein er ekki skrifuð
til þess að troða illsakir vegna lið-
ins tíma. Greinin er skrifuð til þess
að svara rangfærslum í grein
Ragnars Júlíussonar.
1. RJ kvartar undan því að
ákveðið hefur verið að lengja skóla-
dag yngstu barnanna í haust með
því að sex ára bekkurinn verður
lögskyldur og kennsluvikan í 7 og
8 ára bekkjunum er lengd. Þessi
íenging veldur RJ bersýnilega von-
brigðum því þar með hljóðnar nið-
urskurðarkórinn sem hann stjórn-
aði allt sl. ár.
Staðreyndin er sú að það að
taka inn 6 ára árganginn sem
skólaskyldan og það að lengja um
leið skólaviku 7 og 8 ára barna
vegur að fullu upp þann sparnað
sem efnt var til á sl. ári.
2. En auk þessarar lengingar
og þess kostnaðarauka sem af
henni leiðir hefur verið tekin
ákvörðun um marga þætti í skóla-
starfi sem munu án vafa skila sér
í betra skólastarfi og kosta ein út
af fýrir sig meira en nam sparnað-
inum sem ákveðinn var í fyrra.
Ég nefni aðeins árganga- og fag-
stjóm og þróunarsjóð grunnskóla
sem dæmi. Það er því ljóst að þeg-
ar saman kemur þá hefur sparnað-
urinn sem ákveðinn var í fyrra
skilað sér aftur — tvöfalt!
3. í grein sinni kvartar RJ sér-
staklega yfír því að menntamála-
ráðherra gerði tillögu um það á
sl. þingi að Reykjavíkurborg yrði
skipt upp I skólahverfi. Þessi til-
laga menntamálaráðherra og ríkis-
stjórnarinnar í heild byggðist
reyndar á tillögu sem þingmenn
úr öllum flokkum, líka Sjálfstæðis-
flokknum, fluttu á alþingi í hitteð-
fyrra. Rökin fyrir tillögunni era
þau að með því að hafa skólahverf-
in með mest 10 þúsund íbúum sé
auðveldara fyrir aðstandendur,
foreldra, að fylgjast með skóla-
starfinu. En það er einmitt það sem
er eitur í beinum íhaldsins eins og
hundruð dæma sanna.
4. RJ gagnrýnir það einnig sér-
staklega að í grunnskólaframvarp-
inu er gert ráð fyrir því að grann-
skólar verði ekki stærri en svo að
þar verði 650 börn. Er Ragnar
Júlíusson með þessu að lýsa það
eðlilegt ástand sem er í Seljaskóla
að börnin þar séu á annað þúsund?
Eða hvað? Vill formaður fræðslu-
ráðs Reykjavíkur ekki hafa fram-
farastefnu í skólamálum? Á allt
að vera eins og það er? Hefur borg-
arstjórnaríhaldið fundið hina end-
anlegu fullkomnu skólaskipan?
5. Ragnar Júlíusson gagnrýnir
það stefnumið frumvarpsins að
koma skuli á einsetnum skóla á tíu
árum. Samkvæmt gildandi lögum
eiga sveitarfélögin að kosta bygg-
ingar skóla. Þau hafa varið til þess
350 millj.kr. á ári, t.d. sl. ár en
þá voru heildarframlög til skóla-
bygginga grunnskóla um 700
millj.kr. á vegum ríkis og sveitarfé-
laga. Með þeim ijármunum er
hægt að ná einsetningu á styttra
tímabili en á 10 árum þannig að
hér er ekki gert ráð fyrir því að
íþyngja sveitarfélögunum frá því
sem verið hefur. Er formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur að lýsa
því yfir að ekki verði haldið áfram
með framkvæmdir í grunnskólum
í Reykjavík svo sem verið hefur?
Er hann að bjóða það að það muni
hægja á grunnskólaframkvæmd-
um í Reykjavík á komandi árum?
Hver er stefna formannsins?
íslensk skólastefha
Undanfarin misseri hefur verið
unnið markvisst að mótun íslenskr-
ar skólastefnu í menntamálaráðu-
neytinu í samstarfi við samtök þau
sem hlut eiga að máli og fjölmarg-
ar stofnanir. Ekki verður gerð
grein fyrir þeirri stefnumótun í
heild hér en minnt á eftirfarandi:
1. Fyrir liggja frumvörp til leik-
skólalaga sem gera ráð fyrir því
að leikskólinn verði hluti af hinu
almenna uppeldiskerfi landsins
með beinum tengslum við grann-
skólann og undirbúning fyrir hann.
Þessar tillögur sýna einnig fram á
það hvernig unnt er að fjármagna
átak í dagvistarmálum þannig að
leikskólarými tvöfaldist í landinu á
tilteknu árabili uns þvi marki er
Svavar Gestsson
„Undanfarin misseri
hefiir verið unnið mark-
visst að mótun íslenskr-
ar skólastefhu í
menntamálaráðuneyt-
inu í samstarfi við sam-
tök þau sem hlut eiga
að máli og fjölmargar
stofiianir.“
náð að 80% barna geti átt aðgang
að leikskólum.
2. Fyrir liggur ný aðalnámskrá
grunnskóla og frumvarp til grunn-
skólalaga og teknar hafa verið
ákvarðanir í málefnum grunnskól-
ans sem breyta þegar miklu um
skólastarf. Skiptir þar mestu lög-
festing 10 ára skólaskyldu og leng-
in skólatíma yngstu barnanna
strax í haust.
Á sl. ári var unnin könnun um
forgangsverkefni í skólamálum
sem er mikilvægur leiðarvísir fyrir
yfirvöld menntamála á komandi
árum um það sem skólasamfélagið
telur mikilvægast.
4. Framhaldsskólinn hefur
breyst verulega. Hann á nú að
vera fyrir alla. Ótal breytingar
hafa þegar átt sér stað í framhalds-
skólunum og unnið er að víðtækum
breytingum á námsframboði sem
skapar framhaldsskólanum for-
sendur til þess að uppfylla þessar
lagaskyldur.
5. Háskólastefna ráðuneytisins
hefur breyst í grundvallaratriðum.
Sjálfstæði háskólans hefur verið
aukið, nýtt stjórnkerfi Háskóla ís-
lands hefur verið staðfest, sjávar-
útvegsbraut Háskólans á Akureyri
er farin af stað og Kennaraháskól-
inn undirbýr nú fjögurra ára kenn-
aranám sem hefst haustið 1991.
6. Fullorðinsfræðsla og endur-
menntun er að breytast í veruleg-
um mæli. Sjóðir kennarasamtak-
anna munu skipta miklu máli í því
sambandi en um þá var samið á
sl. ári.
7. Grandvallarstefnan er: Vald-
dreifing, lýðræði og þróun og þessa
sér alls staðar stað í þeim ákvörð-
unum sem teknar hafa verið. Dæmi
um það síðastnefnda eru þróunar-
sjóðir á öllum skólastigunum þrem-
ur — leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla — en þessir sjóðir
voru ekki til þegar breytt var um
áherslur í menntamálaráðuneytinu
haustið 1988.
Þessi breytta stefna liggur fyrir
í meginatriðum og ætlunin er að
kynna hana í heild í haust. En
framkvæmdin ræðst af mörgu.
Hún ræðst auðvitað af fjármunum.
Okkur hefur tekist þrátt fyrir erfið-
leika í efnahagsmálum að auka við
þessa ijármuni. En stefnan ræðst
líka af því hvernig unnið er að
framkvæmd hennar og það lofar
því miður ekki góðu sem birtist í
grein formanns fræðsluráðs á dög-
unum.
En sem betur fer eiga Reyk-
víkingar kost á því á laugardaginn
kemur að stilla betur saman
strengina í fræðslumálum ríkis og
borgar.
Höfundur er menntamálaráðherra
og þingmaður
Alþýðubandalagsins í Reykja vík.
Gagnkvæm virðing
kynslóðanna
eftir Kristínu A.
Ólafsdóttur
Það skemmtilegasta við kosn-
ingabaráttu er að hitta fjöldann
allan af fólki sem að öðru jöfnu
verður ekki á vegi manns. Hressileg
samtöl og athyglisverðar reynslu-
sögur eru okkur frambjóðendum
ómetanlegur sjóður fyrir komandi
tíð.
Tvö mannamót í síðustu viku eru
mér einkar hugleikin, fundur með
Félagi eldri borgara og hátíð Nýs
vettvangs með fullorðnum Reyk-
víkingum, sem haldin var í
Glæsibæ. Krafturinn og lífsgleðin
sem fólkið býr yfir er mikil og verð-
ur að fá að njóta sín, ekki síst með
og fyrir okkur sem yngri erum. Við
sem vorum svo heppin að hafa afa
og ömmu búandi í foreldrahúsum
vitum hvaða andleg auðæfí felast
í því.
Samneyti allra aldurshópa
Nýr vettvangur setur fram hug-
myndir um hvemig má búa svo í
haginn að samneyti allra aldurs-
hópa verði sjálfsagðara en nú er
raunin. Við sjáum fyrir okkur sam-
komustað í hverju hverfí, hverfis-
hús, þar sem allar kynslóðir ættu
erindi til þess að njóta félagsskapar
annarra hverfísbúa. Einangrun og
einsemd era fylgifískar þéttbýlis,
það er gjarnan styttra á milli manna
í litlum samfélögum. Kosti „þorps-
ins“, má kalla fram með því að
leggja ríkari áherslu á það sem
sameinar fólk sem íbúa sama hverf-
is. Margt barnið myndi áreiðanlega
fínna „afa og ömmu“ í hverfíshús-
inu og þeir eldri myndu sjálfsagt
þiggja félagsskap og aðstoð ef þörf
væri á hjá yngri nágrönnum.
Við á Nýjum vettvangi viljum
endurskoða þá stefnu að byggja
fjölda íbúða fyrir gamalt fólk sem
einangrað fyrirbæri. Hvernig væri
að yngri kynslóðir fengju tækifæri
til þess að búa í fjölbýli innan um
þær þjónustuíbúðir sem eldra fólkið
hefur? T.d. námsmenn eða annað
ungt fólk sem er að hefja búskap.
Hér er ég að tala um Ieigu- og hlut-
deildaríbúðir og minni á nýsam-
þykkt lög sem eiga að auðvelda
fólki að komast í húsnæði á viðráð-
anlegu verði, hvort sem er í gegnum
samtök eins og t.d. Búseta eða með
atbeina sveitarfélagsins.
2.000 nýjar íbúðir
Nýr vettvangur hefur ákveðið að
á næsta kjörtímabili verði félagsleg-
um íbúðum í borginni fjölgað um
2.000, fái hann til þess styrk kjós-
enda. Þess munu bæði eldri og yngri
Reykvíkingar njóta. í þessu sam-
hengi er nauðsynlegt að hafa í huga
að eldra fólk þarfnast samneytis
við annarra kynslóða fólk og við
sem yngri erum þörfnumst sam-
neytisins við gamla fólkið jafnvel
enn meira.
Stefna Nýs vettvangs er að fólk
geti búið á eigin heimili eins lengi
og það vill og treystir sér til. Þá
verður líka heimaþjónustan að
styrkjast frá því sem nú er. Því er
nauðsynlegt að bæta verulega kjör
þeirra sem sinna henni, en heimilis-
hjálpin í Reykjavík hefur verið I
vandræðum með að fá nógu margt
starfsfólk. Það er auðvitað engin
hemja að Reykjavíkurborg hafí
kommist upp með það að launa sitt
starfsfólk mun verr en önnur sveit-
arfélög í landinu.
Brýnasta þörfin
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn hefur brugðist þeim
úr hópi elstu Reykvíkinganna sem
búa í ótryggu eða óhentugu hús-
næði og þeim sem eru orðnir það.
famir að heilsu að þeir þurfa á
hjúkrunarvist að halda. í september
sl. vora á svokölluðum neyðarlistum
450 aldraðir Reykvíkingar sem
þurfa húsnæði, hvort sem er trygg
leiguíbúð, þjónustuíbúð eða vist-
heimili. Söluíbúðirnar, sem Sjálf-
stæðismenn hælast af, geta ekki
allir keypt, jafnvel þótt þeir leggi á
móti aleiguna, enda kosta þær
minnstu um 6 milljónir króna. Það
er eitthvað bogið við það að
Reykjavíkuríbúðirnar skuli vera
mun dýrari en þær sem byggðar
eru í öðram sveitarfélögum. Ein
skýringin er án vafa sú að borgar-
stjórnarmeirihlutinn neitar að bjóða
út þessar framkvæmdir, tillögu um
slíkt felldu Sjálfstæðismenn fyrir
nokkru. Tvö verktakafyrirtæki sitja
ein við þennan „kjötketil". Á öllu
kjörtímabilinu hefur ekki ein ein-
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Nýr vettvangur setur
fram hugmyndir um
hvernig má búa svo í
haginn að samneyti
allra aldurshópa verði
sjálfsagðara en nú er
raunin. Við sjáum fyrir
okkur samkomustað í
hverju hverfí, hverfis-
hús, þar sem allar kyn-
slóðir ættu erindi til
þess að njóta félags-
skapar annarra hverfis-
búa.“
asta ný sérhönnuð leiguíbúð fyrir
gamalt fólk verið tekin í notkun á
vegum borgarinnar.
Á neyðarlista ellimáladeildar
borgarinnar (í brýnum forgangi)
voru í september 150 manns sem
þurfa að komast á hjúkrunarheim-
ili, en ætla má að hátt í 200 Reyk-
víkinga vanti nú slíkt úrræði, því
sumir liggja rúmfastir á almennum
deildum sjúkrahúsanna. Fram að
aldamótum má búast við að 200
manns í viðbót komist í þörf fyrir
hjúkrunarpláss. B-álma Borgarspít-
alans getur sinnt hluta af þessari
þjónustu, en enn er eftir að ganga
frá 3 hæðum hennar sem verða
fyrir 80 manns. Álman hefur verið
í byggingu í 13 ár, og ef sami
hægagangurinn á áfram að líðast
verður verkið tilbúið uppúr 2020!
Þarna hefur ríkið dregið lappirnar,
en meirihlutinn í borgarstjórn hefur
ítrekað fellt tillögur um að borgin
fari framúr lögboðnum framlögum
til þess að tryggja þessa bráðnauð-
synlegu aðstöðu. Sjálfstæðismenn
hafa líka neitað að setja nema brot
af þeim fjárhæðum sem minnihlut-
inn hefur lagt til að færi I byggingu
hjúkrunarheimila.
Þeir sem lögðu undirstöðuna
Á öllu kjörtímabilinu hafa Sjálf-
stæðismenn varið jafn miklu fé til
framkvæmda I þágu aldraðra og
kostað hefur að byggja veitingahús-
ið á Öskjuhlíð, eða tæpan milljarð
á núvirði. Þetta þykir okkur á Nýj-
um vettvangi vera lítil virðing við
þá kynslóð sem byggði upp Hita-
veitu Reykjavíkur sem og aðra und-
irstöðu borgarlífsins sem við, næstu
kynslóðir, byggjum á í dag.
Nýr vettvangur ætlar að sinna
málefnum elstu Reykvíkinganna
með það að leiðarljósi að hver ein-
staklingur njóti virðingar og örygg-
is, fái þá þjónustu sem þörf er á
og hafí möguleika á að gefa og
þiggja í samneyti við yngri kynslóð-
ir sem og jafnaldra.
Höfundur er borgarfulltrúi og 2.
maður & H-lista Nýs vettvangs.