Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 25

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 25 Iþróttahöll í Kópavogi Bréf til Óla eftir Hjörleif Hringsson Kæri Óli! Alveg er það makalaust hvað menn eins og þú sem hafa notið handleiðslu traustra leiðbeinenda á sviði íþróttamála geta látið hafa sig í að skirfa um í anda offors eins og greinarkorn þitt í DV þann 18. maí ber bersýnilega vott um. Að setjast í dómarasæti er alltaf nokkuð brothætt hlutskipti og er þar hver sinnar gæfu smiður. Ég fæ ekki betur séð af skrifum þín- um en að þú hafir ákveðið að af- skrifa hlutverk stærsta stjórnmál- aflokks bæjarins með tómu hugar- flugi þínu og þíns flokks hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og æskulýðsmálum. Annars er það nokkuð kostuleg uppákoma að þið kratar í Kópa- vogi teljið ykkur yfir alla aðra flokka hafnir hvað varðar umíjöll- un um íþróttamál, nákvæmlega eins og kommar telja það einka- mál sitt að fjalia fagurlega um umhverfismál. Þetta er að sjálfsögðu barna- skapur og þessu trúir ekki nokkur maður sem fylgist með málum í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn er víðsýnn flokkur með heill allra í huga og ber að sjálfsögðu vel- ferð ungra sem aldraðra fyrir bijósti. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem ekki missir fótfestuna í hugaræsingi augnabliksins, þar ræður rökhyggjan ferðinni og þess vegna eru mál vegin en ekki ruðst áfram í blindni. Til upplýsinga fyrir þig og vegna vangaveltna þinna um skoð- anir Sjálfstæðisflokksins skal hér áréttað eftirfarandi. • Sjálfstæðisflokkurinn vill end- urskoða samning ríkis og Kópa- vogsbæjar vegna byggingar íþróttahallar. Skýring: Við teljum að þinn flokkur hafi samið af sér við ríkið og að það samkomulag sem gert var steypt bæjarfélaginu í ótrúlegar skuldir til að skapa ykkur betri ásýnd fyrir kosningar. • Það má hveijum manni vera ljóst að framkvæmdafé hlýtur að rýrna vegna óhagstæðs samnings við ríkið ekki síst þar sem mun meira mun kosta að reisa húsið en áætlað var. Skýring: Það kann að vera að þú vitir það ekki en nýjar kannanir sem gerðar hafa verið á teikningum íþróttahallar sýna að húsið fullnægir ekki kröf- um byggingarreglugerðar um meðal annars brunavarnir. • Sjálfstæðisflokkurinn styður hverskonar uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála og að halda öðru fram er hreinn uppspuni og vísa ég .dylgjum þínum til föðurhús- anna. Skýring: Sjálfstæðismenn studdu eindregið þann samning sem gerður var við Ungmennafé- lagið Breiðablik. Það að þú skulir láta hafa þig út í foraðið með þeim galdraskrif- um sem eftir þig birtast er lyginni líkast. Nei, Óli minn, sjálfstæðis- menn eru vanari fjármálastjórn en það að það þurfi krata til að segja til um með hvaða hætti ætti að birta sannleikann. Uppbygging á heilbrigðu starfi æskulýðs þessa bæjar er höfuðmarkmið í stefnu Sjálfstæðisflokksins og við fyrir- VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! „Við teljum að þinn flokkur hafi samið af sér við ríkið og að það samkomulag sem gert var steypt bæjarfélag- inu í ótrúlegar skuldir til að skapa ykkur betri ásýnd fyrir kosningar.“ verðum okkur ekki fyrir það, en sé það hins vegar markmið ykkar að fá sem minnsta gagnrýni á störf ykkar þá skuluð þið ekki búast við neinni linkind af hálfu sjálfstæðismanna, við þorum að gagnrýna og munum gera það svo lengi sem okkur þykir hallað á bæjarbúa í þessum bæ. Það sýnir Hjörleifúr Hringsson bæði kjark og þor að sjálfstæðis- menn í Kópavogi skuli gagnrýna flausturslega framsetningu á byggingu íþróttahallarinnar títt ræddu. Það ber vott um víðsýni að sjálf- stæðismenn skuli skoða málin til enda en ekki með þeim pólitísku gleraugum sem þú kýst að setja á nef þér. Það verður að flokka það undir húsbóndahollustu þegar ungur óreyndur fulltrúi meirihlut- ans skrifa með þessum hætti þín- um flokki til varnar. Kópavogsbúar, látið ekki slá ryki í augu ykkar með dæmalaus- um blekkingum á kostnað sjálf- stæðismanna því þeir þora, þeir yilja og þeir geta með ykkar stuðn- ingi. Kjósum nýja ferska forustu í Kópavog, x-D. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Vorskokk IR DAGUR: Fimmtndagur 24. maíkl. 13.00. STAÐUR: Frjálsíþróltavöllurinn í Laugardal (Valbjarnar- völlur). SKRÁNING: Sama slaö jrá kl. 12.00. ÞÁTTTÖKUGJALD: 300 kr.fullorÖnir/200 kr. börn (Það rennur óskipt tilstyrktar utanferðar kvennaliðs IR í Evrópubikarkeppni félagsliða íAusturriki í júni). GÓÐIRSKÓR: T.d. Nike. GOTT VEÐUR: Vonandi. GÓÐA SKEMMTUN: Að sjálfsögðu. Air Max fyrir konur Air Max jyrir karla \ » J I ó A í') \h) r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.