Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 41

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 41 allettsins NATTHRAFNAÞJH Mannlíf lýsir trylltu Reykjavíkurborgar SfJR ORÐIÐ Á f'É UNDANHALDI Hvað einkennir þjóðmák umræðuna á íslandi Í, 1 Eiga útivistarsvæði ekki rétt á sér? eftir Önnu Margréti Einarsdóttur Kæru borgarbúar! Er ekki kominn tími til að við hugum að þeim svæðum innan borgarmarkanna, sem kjörin eru til útivistar áður en það verður um seinan? Eitt þeirra svæða, sem vegna legu sinnar og náttúrugæða er eitt ákjósanlegasta útivistar- svæðið okkar, er Fossvogsdalurinn. Um hann má segja, að hann sé einn hlýjasti og gróðursælasti reit- urinn á suðvesturhorninu. Við sem þekkjum Fossvogsdalinn og höfum notið hans á vetrum til skíðagöngu og á sumrin til venjulegra göngu- ferða megum ekki til þess hugsa að dalurinn verði malbikinu að bráð og bíllinn taki þar völdin með allri þeirri loft- og hávaðamengun, sem honum fylgir. Er ekki komið að því að við veltum því fyrir okkur hvað við viljum láta sitja í fyrirrúmi í lífi okkar, eins og við gerðum til_ dæm- is með íslenskuna? Þegar við íslend- ingar áttuðum okkur loks á því að móðurmálið okkar átti í vök að verj- ast fyrir enskri tungu varð það okkar meginmarkmið að hefja íslenskuna til vegs og virðingar á ný. Og nú er það þannig að verði manni á að sletta erlendum orðum, sem voru orðin nær sígild í málinu, fær maður einkennilegar augnagot- ar! Hvernig er það með umhverfis- málin, hafa þau ekki mátt sæta því að vera hornreka í okkar annars ágæta þjóðfélagi? Mun ekki landið fjúka út í hafsauga ef ekki verður tekið snarlega í taumana. Hvemig er með höfuðstaðinn okkar, hvað hefur haft forgang þar? Jú, stað- reyndin er sú, að það eru fáar borg- ir í Evrópu þar sem græn svæði eru eins fá og í Reykjavík en þar eru græn svæði um 140 hektarar og eru þar meðtaldar grænar eyjar á milli akbrauta en 740 hektarar hafa farið undir steinsteypu og malbik. Það má geta þess, að það kostar um áttatíu þúsund krónur að rækta hvern hektara af grængresi, það er því spurning hvort við höfum efni á því að eyðileggja það, sem náttúran hefur þegar veitt okkur svo ríkulega eins og Fossvogsdal- inn. Það hefur verið rætt ijálglega um það að við íslendingar ættum að auglýsa land okkar og afurðir sem fyrirmynd annarra hvað varðar hreinleika, því landið okkar sé eitt af fáum, sem enn þá geti státað af tæru lofti og nokkurnveginn ómenguðum sjó við strendurnar. Hvers vegna ekki að sýna gott for- dæmi og framsýni með því að skapa hér afbragðs aðstöðu til útivistar innan borgarmarkanna með því að mynda órofa tengingu útivistar- svæða eins og hugmyndir hafa ver- ið uppi um, þessi svæði eru Hljóm- skálagarður, Vatnsmýrin, Öskjuhlíð, Fossvogsdalur, Elliðaár- dalur, Heiðmörk og Bláfjöll. Mönnum er að skiljast æ betur hve það er manninum nauðsynlegt að stunda hvers kyns líkamsrækt ■ Á UPPSTIGNINGARDAG, 24. maí, býður safnaðarstjórn HafnarQarðarkirkju öldruðum sérstaklega til kirkju líkt og gerst hefur undanfarin ár á þessum kirkjudegi og að guðsþjónustu lok- inni til kaffisamsætis í Alfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Prestur verður séra Þórhildur Ólafs. Guðný Arnadóttir, messósópran, syngur einsöng í guðsþjónustunni og syngur svo líka í kaffisamsætinu í Alfafelli. Þar mun Hanna Eiríks- dóttir einnig lesa ljóð um lífið og vorið. Rúta verður í förum til og frá kirkju og mun koma við á öldr- unarstofnunum auk þess sem einka- bílar verða einnig til ráðstöfunar. Þeir sem óska eftir bílferð hafi sam- band við Eggert Isaksson, safnað- arfulltrúa, Arnarhrauni 39 eða Sigþór Sigurðsson, sóknarnefnd- armann, Mávahrauni 18 eða presta kirkjunnar. og útiveru. Menn finna líka þörfina fyrir að vera í snertingu við sjálfa móður náttúru. Finna mjúkt grasið undir fótum sér og teyga ilminn af gróðrinum og hlusta á fuglakvak. En í Fossvogsdál er einmitt fjöl- breytt fuglalíf. Það eru ekki allir í þeirri aðstöðu að geta ekið út fyrir borgarmörkin, þegar þráin eftir náttúrlega umhverfi sækir á. Það er ansi snautt til lengdar að fara í gangstéttargönguferðir þar sem steinsteypt húsin eru eina útsýnið, svo langt sem augað eygir. Þetta þekkja þeir, sem iðka gönguferðir daglega eins og til dæmis mæður með börn í vagni og eldri borgarar Reykjavíkur. Menn eru líka að átta sig á því að það verður að halda ákveðnu jafnvægi á milli grænna svæða og „Leggjum ekki hrað- braut eftir Fossvogs- dalnum, stuðlum frem- ur að betri samskiptum mannsins við náttúr- una. Tökum höndum saman og verndum líf í FossvogsdaI.“ byggðs bóls, því það er frá grænu plöntunum sem við fáum súrefnið, það er því ekki að ástæðulausu sem grænu svæðin á hnettinum hafa verið kölluð lungu jarðar. Það eru fáir staðir í Reykjavik, þar sem skjól er eins mikið og í Fossvogsdal. Það er ekki síst það sem gerir dalinn eftirsóknarverðan til útivistar, því eins og við vitum er veðurfar hér afar umbreytinga- samt og hér blása óbilgjarnir vind- ar. Eins og áður segir hef ég notið útivistar í Fossvogsdal um langt . árabil. Ég hef því ákveðnar óskir Fossvogsdalnum til handa. Að hann megi verða útivistarsvæði allra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þar verði að finna vellýsta gangstíga og við hlið þeirra brautir fyrir hjólastóla því í dalbotninum ætti að vera auð- velt fyrir fólk í hjólastólum að kom- ast leiðar sinnar. Þarna mættu vera bekkir til að hvílast á og aðstaða fyrir þá sem vilja snarla sig, jafn- vel grillaðstaða. Ég sé líka fyrir mér boltaveili og aðstöðu til ann- arra íþróttaiðkana eins og til dæm- is tennis, en einn slíkur völiur er þar þegar. Á vetrum gætu menn farið um dalinn á gönguskíðum og brekkurnar eru til valdar fyrir byrjendur á skíðum svo ég taii ekki um sleðaferðir. Ég sé fyrir mér fjöl- skrúðugt mannlíf í Fossvogsdaln-' um, þar sem menn una glaðir við sitt á svæði sem allir hafa aðgang að en ekki aðeins fáir útvaldir. I Fossvogsdalinn gætu kennarar komið með nemendur sína í vett- vangsferðir en rannsóknir á lífríkinu í dalnum hafa bent til þess að það sé mjög fjölbreytt. Leggjum ekki hraðbraut eftir Fossvogsdalnum, stuðlum fremur að betri samskiptum mannsins við náttúruna. Tökum höndum saman og verndum líf í Fossvogsdal. Gleðilegt sumar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. SIGRAÐI HEIMINN DANSANDI - Helgi Tómasson, stórdansari og stjórnandi San Fransisco ballettsins, í persónulegu einkaviðtali þar sem hann ræðir um lífið á tindi frægðarinnar, bernskuna heima á íslandi og heimsókn á komandi Listahátíð. EKKI DEYJA ÚR FÁFRÆÐI - Sláandi úttekt á stöðu eyðni á íslandi og umfjöllun um þann ógnvænlega spádóm lækna að nýr faraldur meðal gagnkynhneigðra sé í uppsiglingu. NEI, RÁÐHERRA - Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, í viðtali. ORÐIÐ Á UNDANHALDI - Vangaveltur um eðli þjóðmálaumræðu á íslandi. NÁTTHRAFNAÞING - Fjörug lýsing á trylltu næturlífi í Reykjavík. FRÓÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.