Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 71
SVIÞJOÐ
Landslidsbún-
ingum stolið
Hundrað æfinga- og keppn-
isbúningum, sem voru sér-
saumaðir á sænska landsliðið í
knattspyrnu fyrir HM á Ítalíu,
var stolið á Ar-
landaflugvellin-
um við Stokk-
hólm á sunnu-
daginn. Það
vakti ekki mikla kátínu hjá for-
ráðamönnum sænska knatt-
spyrnusambandsins, sem báru
sig aumlega og sögðu að ljóst
væri að Svíar yrðu að leika í
gömlum búningum á Ítalíu.
Það var greinilegt að þjófarn-
ir hafa fengið samviskubit þegar
þeir fréttu að ieikmenn sænska
landsliðsina yrðu að leika í göml-
um búningum. Þeir skiluðu nýju
sérsaumuðu búningunum til
sænska knattspyrnusambands-
Frá
Þorsteini
Gunnarssyni
i Sviþjóð
ms 1
gær.
Morgunblaöið/Sigurgetr
Kristján Jónsson og Tómas Tómasson beijast um knöttinn í Eyjum.
Meidsli Gunnars
tóku sig upp
Gunnar Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu,
mun ekki geta leikið með íslandi gegn Al-
baníu. Gunnar lék ekki með Hácken gegn Djurg-
arden í gærkvöldi í úrsiitaleik sænsku bikarkeppn-
innar. Gunnar stóðst ekki læknis-
skoðun á mánudagskvöldið - meiðsli
hans tóku sig upp, en Gunnar
meiddist á læri á dögunum.
Vörn Hácken var eins og gata-
sigti gegn Djurgarden, sem vann, 3:0. Það var
greinilegt- að ■Gautaborgarliðið saknaði Gunnars...
Frá
Þorsteini
Gunnarssyni
i Sviþjóö
Gunnar G.
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR MíðVIfC’uÍjÁGUR
23. MAI 1990
„Krístján lék
vel í Eyjum"
- segir Bo Johannsson, landsliösþjálfari, sem
hefur valið Knstján Jónsson í landsliðshóp sinn
Kristján Jónsson er á ný kom-
inn í landsliðshóp lslands.
Bo Johannsson, landsliðsþjálfari,
var mjög hrifinn af leik Kristjáns
með Fram í Vestmannaeyjum á
laugardaginn og valdi hann (
tandsliðshóp sinn eftir leikinn.
Bo hugsar eflaust svo að Kristj-
án geti tekið hlutverk Gunnare
Gíslasonar, ef Gunnar verður ekki
klár í slaginn gegn Albönum.
„Kristján lék mjög vel með Fram
í Vestmannaeyjum og hafði góðar
gætur á Tómasi Tómassyni, ein-
um hættulegasta sóknarleikmanni
Eyjamanna. Þegar ég var úti í
Eyjum á dögunum til að horfa :i
leiki í móti þar, lék Tómas :njög
vel. En þegarTómas mætti Kristj-
áni átti hann aldrei möguleika.
Kristján hélt hbnum algjörlega
niðri," sagði Bo.
Kristján, sem hefur klæðst
landsliðspeysunni Uu sinnum, lék
síðast í febrúar 1987 S ’.eik gegn
Kuwait - þegar island gerði jai'n-
tefli, 1:1, í Kuwait, þannig ið það
eru rúm þijú ár slðan hann lék
síðast með landsliðinu.
Marteinn hefur valið
Ólympíulandsliðid
Marteinn Geirsson, _þjálfari
Ólympíulandsliðs Islands,
hefur valið landslið sitt sem leikur
gegn Albaníu í undankeppni ÓL á
þriðjudaginn kemur. Undankeppni
ÓL er einnig undankeppni Evrópu-
keppni 21 árs landsliða.
Landsliðshópurinn er skipaður
þessum leikmönnum: Anton
Markússon, Fram, Bjarki Péturs-
son, Akranesi, Bjarni Benediktsson,
Stjörnunni, Grétar Steindórsson,
Breiðabliki, Haraldur lngólfsson,
.AkrtthfigL__Helgi... Björgyinsson,
Víkingi, Ingóífur Ingólfsson,
Stjörnunni, Kristján Finnbogason,
KR, Kristján Halldórsson, ÍR, Ólaf-
ur Pétursson, Keflavík, Ríkharður1*"
Daðason, Fram, Rúnar Kristinsson,
KR, Steinar Adólfsson, Val, Steinar
Guðgeirsson, Fram, Valdimar Kri-
stófersson, Stjörnuunni og Þormóð-
ur Egilsson, KR.
Þar sem hópurinn var valinn áður
en Steinar Guðgeirsson meiddist, á
Marteinn eftir að velja leikmann í_
hans stað.
„Við munum sækja
grímmt að Albönum“
- segirBoJohansson, landsliðsþjálfari íslands. íslendingarleika sinn 200. lands-
leik þegar leikið verður gegn Albaníu á Laugardalsvellinum 30. maí
„VIÐ munum leika til sigurs
gegn Albönum og ég hef trú á
að við náum að leggja Albani
að velli. Það verður ekki auð-
velt verk, en ef strákarnir gefa
allt í ieikinn á það að takast,"
sagði B9 Johansson, landsliðs-
þjálfari íslands, þegar lands-
liðshópur hans fyrir
Evrópuleikinn gegn Albaníu á
Laugardalsvellinum 30. maí var
tilkynntur í gær.
Íslendingar eiga marga góða leik-
inn, en það er verst hvað þeir
geta sjaldan komið saman. Flestir
af bestu leikmönnum íslands leika
víðs vegar um Evrópu. Ég hef til
dæmis ekki enn séð Guðmund
Torfason leika nema á myndbandi
frá leik íslands gegn Austurríki í
undankeppni heimsmeistarakeppn-
innar,“ sagði Bo, sem sagði að hann
myndi alltaf velja bestu leikmenn
Islands að hans mati til að leika.
„Það er þá sama hvort þeir leika
með Breiðabliki eða Stuttgart."
Hópur Bos er byggður upp á jafn
mörgum varnar- og sóknarleik-
mönnum. „Þetta er svona á
pappírnum, en í hópnum eru marg-
ir leikmenn sem geta leikið margar
stöður. Arnór Guðjohnsen, Sigurður
Grétarsson og Þorvaldur Örlygsson
geta jafnt leikið á miðjunni, .sem í
fremstu víglínu. Þá getur Ólafur
Þórðarson jafnt leikið á miðju og í
vörn. Það að er aðeins spumingin
] hvernig jafnvægi er á leik liðsins
hveiju sinni,“ sagði Bo Johansson.
„VerAurm að sækja
framarlega"
„Það er nauðsynlegt að við sækj-
um á Albani framarlega. Við mun-
um sækja fram til að vinna knöttinn
framarlega á vellinum og byggja
leik okkar upp þar. Albanir eru
ekki auðveld bráð. Leikmenn þeirra
eru mjög leiknir og snjallir að leika
saman. Þeir leika yfirleitt varnar-
leik á útivelli, þar sem átta menn
mynda múr fyrir framan markið,
og geysast síðan fram í skyndisókn-
ir. Þeir reyna að nýta sér breidd
vallarins. Það er okkar að koma í
veg fyrir að þeir fái tækifæri til að
leika knettinum á milli sín á eigin
vallarhelmingi."
„Veittu Svíum harða keppni“
Albönum hefur farið mikið fram
Asgeir. Atli.
Mm
FOLK
■ LANDSLEIKURINN gegn
Albaníu verður 200. landsleikur
íslands í knattspyrnu.
■ PÉTUR Pétursson mun leika
sinn fertugasta landsleik gegn
Albaníu á Laugardalsvellinum.
Arnór Guðjohnsen mun ná að
leika sinn þrítugasta landsleik.
■ FORSETI Islnnds, frú Vigdís
Finnbogadóttir, verður heiðurs-
gestur á leiknum. Hún mun mun
heilsa leikmönnum liðanna fyrir
ieikinn._
■ KSÍ hefur boðið Asgeiri Sigur-
vinssyni og eiginkonu hans Astu
Guðmundsdóttur til landsins í
sambandi við landsleikinn. Ásgeir
verður sæmdur gullmerki KSÍ fyrir
leikinn.
■ McKNlGHT frá Skotlandi
mun dæma leikinn, en eftirlitsmað-
ur verður Wharton frá Skotlandi.
■ MICHEL Platini, landsliðs-
þjálfari Frakklands mun mæta á
leikinn og einnig koma hingað
„njósnarar" frá Spáni og Tékkó-
slóvakiu.
■ ATLI Eðvaidsson nálgast
landsleikjamet Marteins Geirsson-
ar, sem er 67 landsleikir. Atli leik-
ur landsleik nr. 61 gegn Albaníu.
Sævar Jónsson er næst leikreynd-
asti leikmaðurinn í landsliðhópnum
nú - hefur leikið 54 landsleiki.
Bo Johansson, landsliðsþjáifarí í knattspyrnu.
á undanförnum árum. Þeir náðu
að veita Svíum liarða keppni í und-
ankeppni heimsmeistarakeppninn-
ar. Þá léku þeir vamarleik í Svíþjóð
og þeir koma hingað til að veijast.
Þeir lifa í voninni um að ná að vinna
sinn fyrsta leik í heimsmeistara-
keppni eða Evrópukeppni á útivelli
hér í Reykjavík. Við erum aftur á
móti ákveðnir að leggja þá að velli
og margir knattspyrnuunnendur
hér á landi hafa beðið lengi eftir
þessum landsleik. Það er langt síðan
að landslið íslands hefur leikið hér
á landi,“ sagði Bo, sem lofaði
skemmtilegum leik.
Landsliðshópurínn
Bo Johansson hefur valið
þessa leikmenn til að leika
fyrir hönd íslands gegn
Albaníu:
Bjami Sigurðsson, Valur
Birkir Kristinsson, Fram
Atli Eðvaldsson, Genglebirci
Guðni Bergsson, Tottenham
Gunnar Gislason, Háckén
Kristján Jónsson, Fram
Ormarr Örlygsson, KA
Sævar Jónsson, Val
Ólafur Þórðarson, Brann
Pétur Ormslev, Fram
Þorvaldur Örlygsson., Nott. For.
Sigurður Grétarsson, Luzern
Pétur Pétursson, KR
Guðmundur Torfason, St. Mirren
Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart
Amór Guðjohnsen, Anderlecht
■Ef meiðsli koma upp mun Bo gera
breytingar á hópi sinum um helgina.
Nú þegar er ljóst að Gunnar Gíslason
getur ekki leikið.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ