Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 61

Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 61 búast við löndunartöfum í austan- tjaldslöndum, þvi það er ekki óal- gengt að skip megi bíða úti á legu svo dögum og jafnvel vikum skipti. Þetta var auðvitað bæði hagur skipshafnar og útgerðar. Aflanum var nú að mestu pakkað í frysti- húsi Norðurstjörnunnar og síðan eitthvað í ísbirninum í Reykjavík og í frystihúsinu í Þorlákshöfn, og síðan sendur með frystiskipum til Ventspils. Loftur fískaði alltaf á fjarlæg- um miðum meðan hann var með skipið og það gerði Helgi líka eins og að framan greinir að undan- teknum einum túr, eftir að fryst- ing hófst um borð. A§ sjálfsögðu fískaði Helgi jöfnum höndum á Islandsmiðum og á Grænlandsmið- um eins og aðrir þegar fiskað var í ís. Veiðisvæðið sem þeir stun- duðu, Helgi og Loftur, var allt frá 100 sjómílum austur af New York og norður undir Baffínsland og við Vestur-Grænland allt frá Hvarfi og norður í Diskóbugt. Veiðisvæðið spannaði þúsunda sjómílna svæði. Á vordögum 1966 tekur Auð- unn Auðunsson skipstjóri við Narfa og fer að físka á heimamið- um og við Austur-Grænland og aflar vel. Auðvitað styttust túrarn- ir til muna við það að þurfa ekki að fara á fjarlæg mið. Gunnar Auðunsson tekur skipið á móti bróður sínum og fara þeir til skipt- is með skipið. Seinnipart vetrar 1967 er Guð- mundi bolað út af fiskmarkaðnum í Rússlandi. Þar áttu hlut að máli Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SÍS. Þeir þurftu að nota kvótann fyrir heilfrystan fisk í sína þágu. íslensk stjórnvöld gengu í málið og Guðmundi var úthlutað kvóta, að mig minnir 1.000 tonn eða 500 tonn frá hvorum aðila. Upp í þenn- an kvóta var búið að fiska seinni- part sumarsins og frystingu þar með hætt. Þarna var búið að drepa niður atvinnuveg sem skilaði dijúgum hagnaði og Guðmundur hafði af forsjálni verið fyrstur til að koma á laggirnar og síðar átti eftir að sanna ágæti sitt. Narfi var nú aftur orðinn venjulegur ísfísktogari, sem landaði afla sínum hér heima og erlendis eftir því sem verkast vildi. Skipið aflaði vel á þessum árum og setti þríveg- is sölumet erlendis. í apríl 1971, 291,2 tonn £ 30.883, og í maí 1972, 232,8 tonn £ 31.669. Þegar Auðunn hætti á Narfa og tók skuttogarann Hólmatind árið 1970 kom Gunnar Hjálmars- son sem skipstjóri á móti nafna sínum Gunnari Auðunssyni og var á skipinu í þijú ár. Gunnar Auð- unsson hætti í október 1973 og tók skuttogarann Otur og Gunnar Hjálmarsson hætti í nóvember sama ár og tók skuttogarann Suð- urnes. _ Þráinn Kristinsson tekur við Narfa af þeim nöfnum og setur sölumet eftir áramótin 1973-74, 109,8 tonn í Grimsby og selur fyrir £ 39.614. Nú var Guðmund- ur sterklega farinn að hugsa um það að breyta Narfa í skuttogara. Þann 6. júni 1974 siglum við Narfa til Harlingen í Hollandi, en þar átti breytingin að fara fram. Narfi er því fyrsti íslenski togarinn sem breytt er í skuttogara. Áhöfnin var send heim með flugvél, að undan- skildum vélstjórunum, sem urðu eftir til að vinna við vélahreinsun skipsins. Við Þráinn skipstjóri flugum út til Amsterdam í endaðan október. Þar beið Guðmundur okkar hress að vanda á flugvellinum ásamt Óskari Matthíassyni útgerðar- manni úr Vestmannaeyjum en hann ók okkur um kvöldið til Harl- ingen. Morguninn eftir sýndi Guð- mundur okkur skipið ánægður með nýju breytingarnar. Skipið var ekki ferðbúið fyrr en um mánaðamótin nóvember-des- ember og unnum við Þráinn að ýmsum lagfæringum um borð meðan á biðinni stóð. Narfi var afbragðs sjóskip og ekki versnaði sjóhæfni skipsins við þessa breyt- ingu, þar leið öllum vel í hvaða veðri sem var. Það var mikill hægðarauki og til stórbóta að nú þurfti ekki að bæta trollið ofan- dekks, nú var það dregið undir þiljur stjórnborðsmegin fram undir hvalbak og bætt og splæst á milli- dekkinu. Aðgerðin fór nú fram undir þiljum bakborðsmegin á millidekkinu framan við brúna og fískurinn rann á færibandi frá fískmóttöku fram á borðin til að- gerðarmannanna. Einn var þó ókosturinn, það var hversu stutt var frá skutrennu að brú svo að nær ógerlegt var að innbyrða stór hol. Narfi fór í sína fyrstu veiðiferð sem skuttogari þann 7. desember. Það verður að segjast eins og er að eftir breytingarnar fiskaði skip- ið ekki mikið. Hvað sem því hefur valdið skal ósagt látið, en eitt er víst að menn brutu mikið heilann um það hvað valda mundi. Afli fór lítið yfir 200 tonn í túr, oftast 120-180 tonn. Þó var góð sala eftir áramótin 1974-75 í Grimsby, 198 tonn fyrir £ 30.514. Það voru góð ár, sem ég átti á útgerð Guðmundar vinar míns Jör- undssonar. Honum hélst vel á fólki á skipum sínum og á skrifstofu, margir störfuðu um langt árabil á Narfa og nokkrir svo að segjá all- an tímann, sem hann gerði skipið út. Þegar öðlingurinn Bijánn Jón- asson hætti sökum veikinda þá kom til starfa sem skrifstofustjóri Kristmann Hjörleifsson, en það var síðsumars árið 1967. Hann átti það sameiginlegt með Bijáni að hafa ódrepandi áhuga á útgerð- inni. Þeir voru ávallt mættir með Guðmundi til skips hvort heldur var að nóttu eða degi bæði við komu og brottför skipsins. Þeir eru nú báðir hallir úr heimi. Krist- mann starfaði hjá Guðmundi til dauðadags 3. maí 1977 og Bijánn lést 16. júlí 1989. Ég hætti á Narfa haustið 1975, en sá um viðhald á loftskeyta- og siglingatækjum skipsins að nokkru leyti, og síðast þegar Guð- mundur lét breyta skipinu fyrir loðnuveiðar. Árið 1978 seldi Guð- mundur Narfa austur til Eskiijarð- ar og er skipið gert út þaðan og ber nafnið Jón Kjartansson. Eftir að Guðmundur hafði selt sitt góða skip hætti hann útgerð og þeirri erfiðu umsýslu, sem þessari at- vinnugrein fylgir. 22. október 1938 kvæntist Guð- mundur valinkunnri sæmdarkonu, Mörtu Sveinsdóttur (f. 11. nóvem- ber 1915) Jóakimssonar og k.h. Þórunnar Kristjánsdóttur frá Steindyrum á Látraströnd, en þau voru þá flutt til Hríseyjar. Það má með sanni segja um Mörtu að hún hafi alla þá kosti, sem góða konu prýða, hún hefur reynst Guðmundi ómetanlegur styrkur í öllum hans miklu umsvifum og síðast en ekki síst i veikindum hans nú síðustu árin. Þeim hjónum varð 5 barna auðið en þau eru: Sigurður fyrrv. stýrimaður, núver- andi skrifstofustjóri, f. 1940, k. Ingibjörg Aradóttir. Ævar vél- stjóri, f. 1945, k. Sigrún Óladótt- ir, Sveinn fisktæknir, f. 1951, k. Sigurveig Sigmundsdóttir. María BA, kennari, f. 1954, m. Kjartan. Jóhannesson. Jörundur heimspek- ingur og bókaútgefandi, f. 1957, k. Jakobína Þórðardóttir. Allt er þetta mesta myndar- og atgervis- fólk og foreldrum sínum til sóma. Þau Marta og Guðmundur bjuggu sér fagurt heimili og þ_ar er gott að koma og vel veitt. Ég minnist þess að skömmu eftir 50 ára afmæli Guðmundar var allri skipshöfninni boðið á heimili þeirra hjóna til síðdegisdi-ykkju. Og á sextugsafmæli hans bauð hann allri skipshöfninni ásamt mökum . til hófs í IOOF-húsinu við Tjarnar- götu og hann gerði betur, frestaði brottför skipsins um sólarhring svo þeir sem vildu gætu farið út að dansa um kvöldið, eins og hann komst að orði í ræðu sinni. Eins og að framan greinir var mér þröngur stakkur skorinn við skrif þessarar minningargreinar um vin minn Guðmund Jörunds- son, því eru margir endar lausir, sem mig hefði langað að hnýta, en það kernur i hlut annarra. Mér er efst í huga innilegt þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessum góða dreng og fá að starfa hjá honurn, manninum sem < sá alltaf björtu hliðarnar á til- verunni, þó að útlitið hafi verið dökkt stundum í útgerðarmálum, bæði til sjós og lands. Marta mín, ég sendi þér, börn- unum og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður. Ingveldur Stefáns- dóttir — Minning Fædd 1. maí 1906 Dáin 16. maí 1990 Nú hefur frænka mín, Ingveldur Stefánsdóttir frá Kleifum í Gils- firði, fengið hvíld. Það er margs að minnast þegar hugurinn leitar til baka. Hvað það var gott að mamma átti systur sem gat allt. Því snemma skildist mér að hún var ekki bara stóra systir hennar, heldur hafði hún líka, ásamt Ástu elstu systur þeirra, gengið henni og Gittu í móðurstað og kennt henni svo margt. í veislunum á Laugavegi 114 hjá henni og Bergi. Þar fann ég best hlýjuna sem streymdi frá þeim og þessa endalausu gjafmildi. Allir jólakjólar bernskunnar saumaðir úr dýrindis bútum. Allt lék í höndum hennar hvort sem hún pijónaði, heklaði, orkeraði, saumaði eða hvað það nú heitir. Dúkar, sjöl, teppi, stólar, upphluts- skyrtur. ía gat gert þetta allt. Á langri viðburðaríkri ævi fór hún til Danmerkur og menntaðist þar. Það er hægt að skrifa margt fallegt um íu. Ég ætla að stoppa hér og vona að henni líði vel þar sem hún er nú og þakka fyrir hvað hún var okkur Karsten og börnunum alltaf góð. Guð blessi son hennar, Stefán, og hans ijölskyldu. Anna Káradóttir, Karsten Iversen, Bjarki, Kjartan og Margrét. í dag verður til grafar borin Ing- veldur Stefánsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði. Foreldrar hennar voru Anna Eggertsdóttir og Stefán Eyj- ólfsson, sem bjuggu allan sinn bú- skap að Kleifum. Að þeim stóðu sterkir stofnar, Anna var ættuð úr Breiðafjarðareyjum, afkomandi Eggerts Ólafssonar í Hergilsey en Stefán kominn í beinan karllegg frá Bjarna Pálssyni landlækni. Foreldr- ar Önnu, Ingveldur og Eggert, bjuggu allan sinn búskap á Kleifum en foreldrar Eyjólfs, Jóhanna og Eyjólfur, bjuggu að Múla í Gilsfirði. Ungu hjónin, Anna og Stefán, settust í myndarlegt bú og héldu því merki hátt á lofti. Börn þeirra sem náðu fullorðinsárum voru 9, Eyjólfur, Sigvaldi, Eggert, Sigur- karl, Ástríður, Ingveldur, Jóhannes, Margrét og Birgitta. Nú eru tvær systur og tveir bræður á lífi. Á Kleifum var mannmargt heimili. Foreldrar Önnu, Eggert og Ingveid- ur, dvöldu hjá dóttur sinni til dauða- dags. Eyjólfur, faðir Stefáns, flutt- ist til sonar síns á efri árum. Eyjólf- ur var kátur og glaðsinna og eftir- læti barnanna sem kölluðu hann ætíð Nafna, en elsti bróðirinn hét eftir honum. Kristín, hálfsystir Önnu, dvaldist í skjóli systur sinnar á Kleifum alla ævi. Þrátt fyrir heilsuleysi aðstoð- aði hún systur sína eftir föngum og var barnahópnum sem önnur móðir og þau systkinin minntust hennar ætíð með mikilli hlýju. Mörg börn voru alin upp á Kleif- um. Jón Theodórsson, sonur hálf- systur Önnu, var alinn upp hjá afa sínum og ömmu. Jóhanna, systur- dóttir Stefáns, kom stálpuð til Kleifa og ólst þar upp til fullorðins- ára. Ingveldur, systurdóttir Önnu, ólst sömuleiðis upp á Kleifum og Benedikta frænka Önnu, var tekin í fóstur tæplega ársgömul. Að auki var á Kleifum sumarlangt fjöldi barna og unglinga, sum árum sam- an. Ingveldur var fædd 1. maí 1906. Þegar hún kom í heiminn var henni ekki hugað líf, en hún fæddist 6 vikum fyrir tímann og vó 5 merk- ur. En vegna einstakra umönnunar dafnaði hún vel og varð hraust og tápmikið barn. Hún var látin bera nafn Ingveldar ömmu sinnar, sem var mikil skörungskona, en til að- greiningar frá henni var hún kölluð la. Það nafn vildi hún eingöngu nota og sagði Ingveldar nafnið allt of stórt fyrir sig, en ía var alla ævi lítil vexti. Á Kleifum var mikill gestagang- ur, Kleifarhjónin voru höfðingjar heim að sækja og Stefán góður bóndi. Hann var þekktur um allt Vesturland fyrir hesta sína og hestamennsku og var mikið til hans leitað þegar þurfti að sækja lyf eða lækni eða aðstoða ferðamenn. var hann því mikið að heiman. Anna var heilsuveil og þurfti oft að leita lækninga utan heimilis. Hún lét það ekki buga sig og gegndi húsmóður- störfum með miklum myndarbrag. Hún var mikil hannyrðakona og kenndi dætrum sínum fagrar hann- yrðir, vandvirkni og útsjónarsemi og var la góður nemandi. Hún lærði bæði fatasaum, prjónaskap og út- saum hjá móður sinni. Skólaganga Iu var takmörkuð en hún átti létt með að læra. Á heimilinu var mikið sungið og ort og hún lærði það sem aðrir kváðu og kunni sæg af vísum og þulum, sem hún hafði alla ævi yndi af að fara með. Anna á Kleifum lést 49 ára á afmælisdagi Iu þegar hún var 18 ára. Systurnar fylltu húsmóðursætið eftir bestu getu og naut Ástríður, elsta systirin, dyggrar aðstoðar íu. Sumarið sem hún varð 25 ára veikt- ist hún mjög af bráðri liðagigt og var lengi rúmföst en sá sjúkdómur átti eftir að fylgja henni alla ævi. Næstu árin eftir að hún náði heilsu var hún heima á Kleifum en 27 ára fór hún fyrst að vinna utan heimil- is. Var hún 4 sumur í kaupavinnu en dvaldist á vetrum í Reykjavík. ía saumaði mikið, fyrst fyrir Sigríði mágkonu sína og vinkonur hennar, en einnig saumaði hún í húsum í 3 vetur. Þegar hún var þrítug bauðst henni vetrardvöl í Danmörku. Hún stundaði þá nám í Köbenhavns til- skærerakademi og lauk þaðan prófi með láði um áramótin. Fram á vor vann hún á hraðsaumastofu, sem vann fyrir hið þekkta Illum magas- in. ía fékk vinnuna með því skilyrði að hún fengi laun ef hún næði sama vinnuhraða og hinar saumakonurn- ar. Þessu náði hún á viku. Þegar ía kom aftur til íslands settist hún að í Reykjavík, seldi reiðhestinn sinn, sem var mikill gæðingur og keypti saumavél. Hun tók sauma heim í tæpt ár en þá bauðst henni vinna á saumastofunni á Laugavegi 20. Þar vann hún í nokkur ár. Á saumastofunni unnu margar ungar stúlkur og þar knýtt- ust vináttubönd sem entust alla ævi. Þær vinkonurnar gerðu sér margt til gamans og fóru í margar ævintýraferðir. ía giftist 14. október 1939. Mað- ur hennar var Guðbergur Guðjóns- son frá Ásgarði í Grímsnesi. For- eldrar Guðbergs, Guðjón Gíslason og Guðrún Grímsdóttir, bjuggu í Ásgarði í Grímsnesi. Guðbergur vann heimili foreldra sinna uns hann kvæntist. Fyrst gekk hann eingöngu að bústörfum en tæplega tvítugur hóf hann sjóróðra á vetr- um, eins og faðir hans hafði jafnan gert. Guðbergur var á sjó í 15 ver- tíðir. Hann var stór maður og sterk- ur en á unga aldri bilað heilsa hans þótt hann hlífði sér hvergi. Eftir að Ia og Bergur giftust stundaði hann almenna verka- mannavinnu en síðar vann hann einkum við smíðar, en hann var góður smiður. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau í Bergstaðastræti en fengu síðan á leigu litla risíbúð á Njálsgötu_72 þar sem þau bjuggu til 1952. ía vann á saumastofunni fyrst eftir giftinguna. Fyrsta barn- ið, telpa, fæddist andvana, eftir miklar þjáningar, en einkasonurinn Guðjón Stefán, sem var látinn heita eftir báðum öfum sínum, fæddist 1943. Eftir það varð heimilið vinnu- staður íu en hún tók sauma heim. • Guðbergur veiktist af lömunárveiki 1945 og af Akureyrarveikinni 1948. Þá kom menntun og vinnuharka íu í góðar þarfir þegar hún þurfti að sjá heimilinu farborða. Þegar Guð- bergur var að byija að ná sér eftir veikindin, veiktist ía svo af liðagigt að hanni var ekki hugað líf. Þá var einkasonurinn, Stefán, tæplega 7 ára. Þegar Guðbergur hafði fengið nokkurt starfsþrek hóf hann störf á skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur en 1952 varð hann húsvörður Tryggingastofnunar ríkisins. Starfinu fylgdi íbúð og fluttust þau þangað. Sinnti ía hús- varðarstarfinu með manni sínum eftir því sem þörf var á og unnu - þau vel og samviskusamlega. Mikill gestagangur var ætíð á heimilinu, bæði leit starfsfólk Tryggingastofn- unarinnar oft við og vinir og ætt- ingjar, sem oft dvöldu hjá þeim um lengri tíma, en ía og Bergur voru bæði mjög gestrisin. Húsvarðar- störfunum sinntu þau uns Guðberg- ur var rúmlega sjötugur. Nokkru áður fluttust þau í eigin íbúð í Nóatúni 28. Guðbergur lést 7. des- ember 1987. Þá hafði hann dvalist 11 ár á Hrafnistu, lengst af á sjúkradeild. Ia var mjög ættrækin og kunni góð skil á ætt sinni og uppruna og hafði yndi af að tala um það. Hún unni sveitinni sinni mjög. Hún vildi' öllum ráð gefá og liðsinna og það voru ófáir kjólarnir, sem hún töfr- aði fram fyrir vinkonur og fjölskyld- una. Ia var hannyrðakona svo af bar. Gjafir hennar, sem oft voru hannyrðir, prýða heimili margra vina og ættmenna og heimili þeirra hjóna var mjög fallegt. Fjölmargir listgripir móðurinnar prýða nú heimili sonarins. ía var mannblend- in kona óg átti létt með að blanda geði við ókunnuga. Hún var glað- lynd og hjartahlý og laðaði fólk að sér. Hún var einstaklega góð amma og unni sonarsonunum, Hirti, Bergi og Hlyni mjög. Eins var hún góð og tillitssöm tengdamóðir. Síðustu 4 árin dvaldist hún á vistheimilinu Seljahlíð þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar. Það er góð kona sem verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 23. mai, kl. 13.30. Tengdadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.