Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 36

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Loforð o g efiidir sjálfstæðismanna Fulltrúar á aðalfundi SÍF á Hótel Sögu. Fyrir átta árum tók Sjálf- stæðisflokkurinn upp þá nýbreytni í kosningabaráttu hér á landi að auglýsa fyrir kosningar skýr og afmörkuð kosningaloforð, sem hann myndi efna á næstu fjórum árum fengi hann stuðning til meirihlutastjórnar í Reykjavík. Þessi aðferð var endurtekin í borgarstjómarkosningunum 1986 og nú í þriðja sinn með auglýsingu hér í blaðinu í gær. Það eitt að stjórnmálaflokkur skuli geta staðið þannig þrisvar að kynningu á kosningastefnu sinni sýnir, að hann hefur stað- ið við fyrri fyrirheit. Enginn sem hefur verið staðinn að því að svíkja loforð sín getur geng- ið með þessum hætti fram fyr- ir kjósendur. Kannanir benda til þess að Nýr vettvangur sé höfuðand- stæðingur sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni í höfuð- borginni. Hann hefur að sjálf- sögðu einnig birt ýmis kosn- ingaloforð, þótt barátta hans hafi einkum byggst á nei- kvæðri afstöðu í garð sjálf- stæðismanna. Sá er hins vegar mesti munurinn á aðstöðu og afstöðu sjálfstæðismanna og frambjóðenda Nýs vettvangs, að hinir síðarnefndu hafa ekki nein ve"k að verja. Þeir segjast hafa hreinan skjöld í borgar- málum. Ástæðan fyrir því er ósköp einföid: Þeir hafa aldrei þurft að bregða skildi fyrir neitt. Sjálfstæðismenn hétu því fyrir kosningar 1982 að lækka fasteignagjöld og útsvar í Reykjavík, hætta við áform vinstri flokkanna um byggð á Rauðavatnssvæðinu og byggja í staðinn í Grafarvogi, leggja niður svokallað punktakerfi við úthlutun íbúðarlóða og full- nægja eftirspurn eftir lóðum og taka umdeilda Ikarus-stræt- isvagna úr umferð, svo að nokkuð sé nefnt. Öll þessi kosn- ingaloforð voru efnd. Með því að efna fyrirheitið um að full- nægja eftirspum eftir lóðum og afnema pólitíska skömmtun á lóðum varð í raun bylting í stjórn og þróun Reykjavíkur, sem hefur skilað glæsilegum árangri. Meðal loforða fyrir kosning- arnar 1986 var að fullgera Við- eyjarstofu, koma upp húsdýra- garði í Laugardal, byggja út- sýnishús með hreyfanlegum veitingastað í Öskjuhlíð, Ijúka við Borgarleikhúsið, opna ekki færri en 10 dagvistarstofnanir á kjörtímabilinu, opna tvær nýjar heilsugæslustöðvar, byggja tvær nýjar bifreiða- geymslur í miðbænum og hækka ekki skatta borgarinnar umfram verðlag. Við allt þetta hefur verið staðið og unnið samkvæmt áætlun að öðrum framkvæmdum, sem tíundaðar vora í loforðaskránni. Þessir loforðalistar sjálf- stæðismanna hafa lengst með árunum og nú eru gefin fyrir- heit um 25 atriði, sem að sjálf- sögðu vega misþungt og snerta ekki alla borgarbúa með sama hætti. Þegar litið er yfír listann í ár blasir þó við, að enginn getur með nokkrum rökum haldið því fram að sjálfstæðis- menn í Reykjavík sinni ekki „mjúku málunum" svonefndu. Grunnþættir eru hinir sömu og áður, skattar verða ekki hækk- aðir og áfram á að tryggja að lóðaframboð svari eftirspurn. Hugað verður að menningu og listum, hag eldri og yngri borg- ara og átak gert til að fegra og bæta umhverfið. Eins og áður sagði varð bylt- ing eftir 1982, þegar tekið var til við að framkvæma stefnu sjálfstæðismanna í lóðamálum. Takist þeim að hrinda í fram- kvæmd öllu því, sem þeir lofa núna verða mikil umskipti á mörgum sviðum. Mesta breyt- ingin sem ekki er unnt að kenna við annað en byltingu verður þó, þegar þessu atriði á loforða- listanum hefur verið hrundið í framkvæmd: „Ákvörðun tekin um fyrirkomulag greiðslu til foreldra sem kjósa að annast börn sín á dagvistaraldri heima.“ Er ljóst, að það þarf hugrekki til að gera tillögu í þessa átt og sýnir sterkan vilja til að stuðla að breytingum en halda ekki fast í eitthvað eitt kerfi. Áður var minnst á aðstöðu- mun Sjálfstæðisflokksins og Nýs vettvangs nú fyrir kosn- ingarnar; annar hefur heiður að veija en hinn ekki neitt. Vilji kjósendur veita þeim styrk sem þeir þekkja og vita að hafa staðið vel að stjórn Reykjavíkur leggja þeir Sjálf- stæðisflokknum lið til að halda áfram meirihlutastjórn á skýr- um forsendum. Þeir sem vilja sundurlausa stjórn með óljósa stefnu í Reykjavík kjósa and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins. Styrkir til sjávarútvegs í EB 37 inilljarðar króna í ár - segir Magnús Gunnarsson firamkvæmdastjóri „SÍÐAN Evrópubandalagið endurvakti saltfisktollana árið 1986, í fjög- ur ár, hafa verið greiddir tollar af íslenskum saltfiski, sem nemur tæplega 3,4 milljörðum króna á núgildandi verðlagi," sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda, á 57. aðalfundi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda á Hóteí Sögu í gær. Magnús sagði að í ár væru styrkir til sjávarútvegs í Evrópubandalagslöndunum (EB) 37 milljarðar króna, í Noregi 10,5 milljarðar króna og í Kanada 6 milljarðar króna en þar kæmu byggða- styrkir til viðbótar. Magnús Gunnarsson sagði á fundinum að SÍF hefði selt 11 af 12 Iöndum Evrópubandalagsins vörur á undanförnum árum fyrir 180-230 milljónir Bandaríkjadala (10,8-13,8 milljarða króna) en 97% af útfluttum saltfiski hefðu farið til Evrópubandalagsins. Magnús sagði að söluskrifstofa hefði verið opnuð á Spáni fyrir rúmum tveimur árum og fyrir nokkrum dögum hefði formlega verið gengið frá stofnun fyrirtækis á Spáni. í samstarfi við kaupendur á Spáni hefði verið lögð vinna og fjármagn í auglýsingaher- ferð þar í landi, sem þegar hefði skilað árangri, og sams konar aug- lýsingaherferð væri í undirbúningi á Ítalíu og öðrum markaðslöndum. Magnús sagði að SÍF hefði á undanförnum árum fyrst og fremst selt í Bandaríkjadölum með svokall- aðri SDR-tryggingu til að veija sig innbyrðis gengissveiflum. Fram til þessa hefðu innbyrðis tollar, höft og takmarkanir í viðskiptum milli Evrópubandalagslandanna hindrað að fiskurinn ætti greiða leið á milli landa. Á sama tíma hefðu allir út- flutningspappírar)- samningar um ábyrgðir og greiðslufresti, heil- brigðisvottorð og annað, sem þyrfti til að flytja út til landanna, verið mjög mismunandi í hvetju landi fyrir sig. Allar hindranir horfh- ar eftir árið 1992 „Þegar hinn innri markaður er genginn í garð innan Evrópubanda- lagsins eftir árið 1992 eru allar þessar hindranir horfnar," sagði Magnús. „Þá verða samræmdar kröfur um öll útflutningsskjöl og vottorð og gerí er ráð fyrir að öll slík viðskipti geti átt sér stað í tölvu- tæku formi. Með samræmdri geng- isstefnu og myndun sameiginlegs gjaldmiðils, ECU, sem nú þegar er farið að nota mikið í viðskiptum, verður mismunun á milli landa vegna gjaldeyrissveiflna úr sög- unni. Þess vegna verður tiltölulega auðvelt fyrir aðila að flytja fisk frá Portúgal til Ítalíu og frá Ítalíu til Spánar,“ sagði Magnús. Hann sagði að SÍF hefði unnið markvisst að því í tvö ár að und- irbúa saltfiskframleiðsluna fyrir breytingarnar innan Evrópubanda- lagsins og það hefði að sjálfsögðu verið gert með það í huga að það sölufyrirkomulag, sem hefði við- gengist á undanförnum 58 árum, héldist. Þannig hefðu afurðirnar Andvaraleysið er mesta hættan nú eftir Birgi ísleif Gunnarsson Kosningabaráttan fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar er nú senn í enda. Þótt úrslit séu áhugaverð í mörgum sveitarfélgöum, beinist að venju áhugi manna mjög að Reykjavík. Kosningabaráttan hér hefur um margt verið sérkennileg. Osannfærandi gagnrýni Hún hefur verið afar róleg á yfir- borðinu, enda hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins á engan hátt náð sér á strik. Þeir hafa ekki náð neinum málefnaiegum tökum á sinni baráttu. Gagnrýni þeirra er ósannfærandi. Fólk sér í gegnum áróður frambjóðenda sem telja sig geta gert allt fyrir alla — aðeins ef þeir ná völdum. I vinstra liðinu er hver höndin uppi á móti annarri, flokkar eru þverklofnir og það eina sem þeir virðast sameinast um er að níða niður Sjálfstæðisflokkinn og stjórn hans á Reykjavík. Sporin hræða Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra, enda er Reykvíkingum það í fersku minni þegar vinstri menn stjórnuðu borginni. Þá réði sundur- lyndið ríkjum. Baktjaldamakk og hrossakaup einkenhdu það tímabil — alveg á sama hátt og við sjáum hjá landsstjórninni í dag. Ekkert mál er svo heilagt að það verði ekki dregið niður í það svað. Reynsl- an varð og sú að vinstra tímabilið einkenndist af stöðnun og afturför. Á engum stað í landinu eru fram- farir eins glæsilegar og í Reykjavík. Því veldur traust forysta. í Reykjavík er við stjórnvölinn sam- hent fólk, undir forystu dugmikils borgarstjóra. Þessu munu Reyk- víkingar ekki vilja kasta frá sér og kjósa yfir sig óvissu vinstra liðsins. Nóg er nú samt í landsstjórninni. „Reynslan sýnir að allt- of oft hafa menn vaknað upp við vondan og óvæntan draum, ef þeir hafa sofið á verðinum. Þess vegna verða nú allir að leggjast á eitt og ge ra sigur Sjálfstæð- isflokksins glæsilegan í þessum kosningum.“ Vakna ekki við vondan draum Sú hætta sem steðjar að Reykjavík í þessari kosningabaráttu er andvaraleysið. Skoðanakannanir sýna yfirburðastöðu Sjálfstæðis- flokksins. Það eru því allt of marg- ir sem yppta nú öxlum og hugsa sem svo: Nú er öllu óhætt, það þarf ekkert á mér að halda. Þetta er hættulegur hugsunarháttur. Reynslan sýnir að alltof oft hafa Birgir ísleifur Gunnarsson menn vaknað upp við vondan og óvæntan draum, ef þeir hafa sofið á verðinum. Þess vegna verða nú allir að leggjast á eitt og gera sigur Sjálfstæðisflokksins glæsilegan í þessum kosningum. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfslæðisflokkinn í Roykjavíkurkjördæmi og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 37 verið skilgreindar og samræmdar eftir einum gæðastaðli en ekki lönd- um. Einnig hefði verið reynt að samræma verðskrána, þannig að ein verðskrá væri fyrir öll Evrópu- bandalagslöndin. „Við höfum kannað hvort hag- kvæmt sé að breyta fyrirkomulag- inu á sölusamningunum og færa okkur úr sölu í Bandaríkjadölum með SDR-viðmiðuninni yfir í ECU. í samráði við banka og sérfræðinga á þessu sviði höfum við komist að þeirri niðurstöðu að slík sala er möguleg og hagkvæmt sé fyrir SÍF að selja i ECU. Þá höfum við haft samráð við Seðlabankann og kann- að hvort mögulegt sé að taka af- urðalán í ECU og er ekkert því til fyrirstöðu." Magnús sagði að frá því að Afla- miðlun hefði byrjað að afgreiða leyfi til útflutnings á flöttum, ferskum fiski, 9. apríl síðastliðinn, hefðu verið veitt útflutningsleyfi fyrir 1.500 tonnum af flöttum, ferskum fiski. Til Danmerkur hefðu farið 87% af þessum fiski og til Bret- lands 8%. „Það er að segja 95% fara til frekari vinnslu í fiskvinnslu- bæjum innan Evrópubandalagsins. Á sama ttíma skortir íslensku fisk- vinnsluna hráefni," sagði Magnús. Hann sagði að útflutningur SÍF fyrstu 5 mánuðina í ár yrði um 25 þúsund tonn, eða um 4 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla á blautverkuðum þorski fyrstu 5 mánuði þessa árs yrði hins vegar væntanlega um 30% minni en á sama tíma í fyrra, eða 21 þúsund tonn. Magnús sagði að þorskaflinn hefði verið 16% minni fyrstu fjóra mánuðina í ár en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á fiski til fiskvinnslu innan Evrópu- bandalagsins hefði hins vegar auk- ist um 45% frá síðasta ári og 16% af þorskaflanum fyrstu fjóra mán- uðina í ár hefðu verið flutt út til fiskverkenda í Evrópu. „Það er eðlilegt að stjórnvöld hiki við að grípa til aðgerða þegar hægt er að benda á að meirihluti þeirra, sem flytja út óunninn fisk, eru fiskvinnlufyrirtækin sjálf. Skýr- ingin liggur meðal annars í því að erlend fiskvinnsla hefur einfaldlega meiri greiðslugetu en sú íslenska. Samkeppnisskilyrðin eru ekki þau sömu milli erlendrar og íslenskrar fiskvinnslu. Þeir samkeppnisþættir, sem einkum halla á okkur, eru af- leiðingar sjávarútvegsstefnu Evr- ópubandalagsins, sem er fyrst og fremst fólgin í innflutningstollum bandalagsins og opinberum styrkj- um til sjávarútvegsins innan þess, svo og opinberum styrkjum í sam- keppnislöndum okkar, til dæmis Noregi og Kanada," sagði Magnús. 57. aðalfiundur SÍF hófst í gær: Liggur í loftinu að aðr-. ir fái útflutningsleyfi - segir Dagbjartur Einarsson sljórnarformaður „NÚ liggur í Ioftinu yfirlýsing utanríkisráðherra uni að útflutnings- leyfi á saltfíski verði gefin öðrum aðilum en SIF. Hvernig mætum við þessari atlögu stjórnvalda á hendur íslenskuni saltfiskiðnaði? Ég get nefiit fjóra kosti, sem við í stjórn SÍF höfúm mikið rætt undanfarnar vikur og mánuði. Sá fyrsti er að halda óbreyttu ástandi og gera ekki neitt. Annar kostur er sá að loka SIF og gera það upp. Þriðji kosturinn er að halda óbreyttu félagsformi en hreinsa til innan SÍF. Fjórði kosturinn er að breyta SÍF í hlutafélag,“ sagði Dagbjartur Einarsson sljórnarformaður á 57. aðalfúndi Sölusam- bands íslenskra fískframleiðenda, sem hófst á Hótel Sögu í gær. Dagbjartur Einarsson sagði að ef haldið yrði óbreyttu ástandí þýddi það að SÍF héldi áfram í óoreyttu félagsformi og félagar í SÍF gætu einnig flutt út ferskan, flattan fisk og jafnvel hluta af sínum saltfiski með öðrum útflytjendum og þannig látið á það reyna hvers SÍF væri megnugt. Dagbjartur sagði að ef SÍF yrði lokað, og það gert upp, gætu framleiðendurnir farið hver sína leið. Þeir, sem vildu vinna sam- an, gætu hins vegar stofnað saman nýtt útflutningsfyrirtæki eða leitað á náðir heildsalanna í Reykjayík. Hagsmunagæslan myndi þá flytjast, yfir á önnur samtök. Hann sagði að þriðji kosturinn væri sá að halda óbreyttu félags- formi en hreinsa til innan SIF. „Þeir, sem seldu framhjá SIF, hvort sem um flattan, ferskan fisk eða saltfisk væri að ræða, fengju ekki þjónustu af hálfu SÍF, með öðrum orðum að þeir yrðu reknir úr sam- tökunum,“ sagði Dagbjartur. „Eftir stæði fámennara en ef til vill sam- hentara SIF. Ýmsir félagsmenn eru þó þeirrar skoðunar að núverandi félagsform yrði of veikt við breyttar aðstæður. Óljóst er hvað yrði um suma þætti hagsmunagæslunnar." Dagbjartur sagði að fjórði kost- urinn, sem hann vildi nefna, væri sá að breyta SÍF I hlutafélag, sem yrði rekið í samstarfi við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og sjávaraf- urðadeild Sambandsins, líkt og SÍF hefði gert fram til þessa. Skuldbind- ingar samtakanna yrðu gerðar upp og það, sem eftir stæði í séreignar- sjóðum félagsmanna, yrði breytt í hlutafjáreign viðkomandi aðila og ef einhveijir félagsmenn vildu ekki eiga hlutabréf í þessu nýja hlutafé- lagi gætu þeir selt bréf sín. Þetta nýja félag myndi síðan marka stefnu sína í sölu- og markaðsmál- um og taka um leið afstöðu til þeirra félagsmanna sinna, sem hygðust stunda „framhjáhald" í sölu á flöttum, ferskum físki eða saltfiski. Allir þættir, sem lytu að hagsmunagæslu, féllu hins vegar niður eða flyttust yfir á önnur sam- tök innan sjávarútvegsins. Morgunblaðið/Þorkell Dagbjartur Einarsson flytur ræðu sína á aðalfundi SÍF. Við borðið sitja ennfremur framkvæmdastjórarn- ir Magnús Gunnarsson og Sigurðar Haraldsson og Sigurður Markússon stjórnarmaður. Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ á fimdi með eistneskri íþróttaforystu í Tallinn: Upphafið að formlegum íþrótta- samskiptum við Eistlendinga „HÉR höfum við verið að ræða við eistneska íþróttaforystu um samstöðu með Eistlendingum og hugsanlegt samstarf á íþróttasvið- inu. Ég held þetta sé bara fyrsta skrefið og að þessi fúndur sé upphafið að formlegum íþróttasamskiptum við Eistlendinga,“ sagði Sigurður Magnússon, framkvæmdastjór Iþróttasambands íslands (ISI) í símtali frá Tallinn í Eistlandi í gær. Þar dvelst hann ásamt framkvæmdastjórum hinna norrænu íþróttasambandanna. Sigurður sagði að fram- kvæmdastjórar norrænu íþrótta- sambandanna hefðu farið til Tall- inn áð beiðni eistneskra íþrótta- yfirvalda. „Þeir vildu kynna sig og kynnast starfi norrænu íþrótta- sambandanna enda sækjast þeir mikið eftir samstarfi við Norður- lönd á íþróttasviðinu og segja það vera vera innlegg í sjálfstæðisbar- áttusína. „Á fundum hérna hafa Eistlend- ingar_sett fram ósk um að fá áheyrnarfulltrúa á árlegan full- trúafund norrænu íþróttasam- bandanna. Verður afstaða til þeirrar óskar tekin á næstunni. Við höfum látið í ljós jákvætt við- horf til óska og áhugamála Eist- lendinga á fundunum hér. Þeir hafa sagt að íþróttasamtökin í Lettlandi og Litháen vilji fara sömu leið og koma á formlegu íþróttasamstarfí við Norðurlönd. í þá átt líti ríkin þrjú fyrst þegar um samstarf við önnur ríki er að ræða.“ „Við vorum boðaðir til hádegis- verðarfundur í dag með Arnold Ruutel, forseta Eistlands, en á síðustu stundu var hann kallaður til Moskvu til viðræðna við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta. í staðinn áttum við fund með Arno Allman, ritara forsetans er sér um sam- skipti við aðrar þjóðir. Lét hann í ljós þakklæti forsetans til norrænu íþróttasamtakanna fyrir að sýna Éistlendingum og málstað þeirra áhuga og sagði forsetann mikinn áhugamann um samstarf við Norðurlönd.“ „Eistlendingar munu stofna íþróttasamband í næstu viku og ætla þeir að taka upp sama fyrir- komulag og er á Vesturlöndum þ.e. fijáls og óháð félagasamtök. Þeir munu leggja niður íþrótta- nefnd Eistlands sem var þröngvað upp á þá fyrir 50 árum og er hluti af pólitísku stjórnkerfi Sovétríkj- anna. Væntanlegur formaður eistneska íþróttasambandsins, Mati Nakki, hefur farið fyrir nefndinni sem við höfum átt við- ræður við hér. Áhugi hans og allra annarra á nánu samstarfi við Norðurlöndin leyndi sér ekki í við-" ræðunum," sagði Sigurður. Aðspurður sagðist Sigurður ekki telja að sérstakur samningur urn samstarf á íþróttasviðmu sem í gildi væri milli ÍSÍ og íþrótta- nefndar Sovétríkjanna gæti orðið til þess að koma í veg fyrir að íþróttasamband íslands viður- kenndi eistnesku íþróttasamtökin og tæki upp formleg samskipti við þau. „Ég sé engin vandkvæði á þessu. Sovétmenn eru að minu mati fijálslyndari í þessum efnurn en á pólitíska sviðinu," sagði Sig- urður. „Bæði iþróttaleiðtogar og stjórnmálamenn sem við höfuir hitt tala af mikilli yfii'vegun og ákveðni um framtíð landsins. Þeii segja hiklaust að það sé aðeins spurning um tíma hvenær það öðlist fullt sjálfstæði,“ sagði Sig- urður Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.