Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 57

Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 57 Um hvað snýst Grafarvogsdeilan? eftirAlfreð Þorsteinsson í för skipulagsnefndar Reykja- víkur til Bandaríkjanna á síðasta ári, kom ótvírætt í ljós i samtölum við skipulagsyfii’völd í stórborgum þar vestra, að óhugsandi væri að breyta samþykktu skipulagi með óvæntum uppákomum eftir á. Ibú- ar ættu að geta treyst því, að stað- ið væri við forsendur skipulags, enda væru miklir hagsmunir ein- staklinga og fyrirtækja í húfi. Skilningsleysi borgarstjórans Þetta rifjast upp vegna umræð- unnar um staðsetningu sorpbögg- unarstöðvar í Reykjavík, en svo virðist sem borgarstjórinn í Reykjavík skilji ekki þau grundvall- arsjónarmið, sem liggja að baki mótmælum íbúa í Grafarvogi og áður í Árbæjarhverfi gegn staðsetn- ingu stöðvarinnar í nálægð íbúðar- byggðar. Fyrir íbúana er um það að tefla, að þessi starfsemi truflar þeirra „Málið verður heldur ekkert betra fyrir borg- arstjóra, þó að Sigurjón Pétursson og Bjarni P. Magnússon hafí stutt ráðagerðir hans í þessu máli.“ nánasta umhverfi og rýrir hugsan- lega eignir þeirra. Hér er því ekk- ert smámál á ferðinni og mættu íbúar annarra íbúðarhverfa í Reykjavík setja sig í spor þeirra, sem fyrir þessu verða. Fúkyrði í garð Árbæinga Borgarstjórinn í Reykjavík hefur af sinni alkunnu hógværð sent mér fúkyrði á öldum ljósvakans og í prentuðu máli fyrir þá áfstöðu mína að berjast gegn staðsetningu sorp- böggunarstöðvar í nálægð íbúðar- byggðar. Sömuleiðis sendi hann íbúum Árbæjarhverfis fúkyrði á síðasta ári, þegar þeir risu upp og Alfreð Þorsteinsson mótmæltu ákvörðun hans. Líkti hann mótmælum þeirra við för bænda fyrr á öldinni, er þeir mót- mæltu lagningu símastrengs til ís- lands. Málið verður heldur ekkert betra fyrir borgarstjóra, þó að Siguijón Pétursson og Bjarni P. Magnússon hafi stutt ráðagerðir hans í þessu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista framsóknarmanna íReykjavík. Gjöld fyrir gagnaflutning eftir Þorvarð Jónsson Svar við greininni „SURÍS - dijúgar upphæðir fara til Pósts og síma“, sem birt var í Morgun- blaðinu 13. maí 1990. I þessari grein, sem er viðtal blaðamanns við Pál Jensson, pró- fessor, formann SURÍS, er gefið í skyn bæði í fyrirsögninni og í sjálfri greininni að Póstur og sími taki til sín of háar upphæðir fyrir gagnaflutning milli Islands og annarra landa. Sannleikurinn er sá að með til- komu almenna gagnaflutnings- netsins stórlækkaði þessi kostnað- ur enda var gjaldskráin fyrir notk- un netsins höfð eins lág og nokkur kostur var, en miðað var við að hún stæði undir fjárfestingu gagnanetsins. Við opnun netsins fékk stofnunin hrós frá notendun- um fyrir lág gjöld, enda voru okk- ar gjöld verulega lægri en þau gjöld, sem giltu hjá nágrannalönd- um okkar og er svo enn. Gjöld fyrir gagnaflutning milli landa er „Gjöld fyrir gagnaflutn- ing milli landa er samið um á milli landanna og fær ísland venjulega minna en helming gjaldsins í sinn hlut.“ samið um á milli landanna og fær ísland venjulega minna en helming gjaldsins í sinn hlut. Gjöld fyrir gagnaflutning eru þannig byggð upp að greitt er gjald fyrir hveija samtengingu, síðan er greitt gjald fyrir hveija mínútu tengitímans og síðan er gi’eitt gjald fyrir gagnaflutningsmagnið mæltu í gagnasneiðum, sem hver er 64 bæti (64x8 bitar). Sé um mikla notkun að ræða borgar sig vissu- lega að leigja fasta línu gegn ákveðnu föstu mánaðargjaldi eins og fram kemur í blaðagreininni. Póstur og sími hefur boðið SURÍS slíka leigulínu milli Reykjavíkur og Stokkhólms, en leigan hefur því miður verið háð því að heila tallínu ásamt tilheyrandi mótöld- um hefur þurft fyrir þetta. Nýlega var sambandinu við Norðurlönd breytt úr hliðrænum í stafrænar tallínur og við það opnast mögu- leiki á að nýta eina stafræna tallínu fyrir nokkrar gagnaflutn- ingslínur. Af þessum sökum hefur Póstur og sími lækkað verulega gjöldin fyrir leigðar gagnaflutn- ingslínur milli Islands og hinna Norðurlandanna og einnig gert þau háð þeim gagnaflutnings- hraða sem línan ber. Nordunet, samstarfsfélagsskapur SURÍS, hefur nú pantað leigulínu fyrir þessa þjónustu og mun hún verða tengd einhvern næstu daga. Pósti og síma var nýlega boðið á fund til SURÍS þar sem rætt var um framhald þessa starfs og var Pósti og síma formlega boðin þátttaka í SURÍS. Það mál er nú i athugun hjá stofnuninni. Höfundur er framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma. Engar skoðanir í ellinni? eftir Garðar Jóhann Guðmundsson Enn heldur Morgunblaðið upp- teknum vana fyrir kosningar. Skoðanakannanir þær sem blaðið pantar hjá Félagsvísindastofnun Háskóla íslands eru framkvæmdar á þann hátt, að fólkið, sem byggði upp þjóðfélagið okkar, er ekki spurt. Ef þú ert eldri en 75 ára, hefur þú ekki skoðun á borgarmál- um, hvað þá þjóðmálum. Við kosningar til Alþingis fyrir þrem árum var sömu aðferðum beitt, og þá jafnvel farið niður í 70 ára aldur. Á þeim tíma mót- mælti ég, og fleiri, þessum aðferð- um. Mér er ekki kunnugt um að kosningarétturinn hafi verið tek- inn af þessu fólki, en Morgunblað- ið vill greinilega sem minnst vita um skoðanir þess, þetta fólk á bara að mæta á kjörstað. Min reynsla er sú, að þessi aldurshópur er sá sem hefur hvað fastmótað- astar skoðanir. En hver er ástæð- an fyrir þessum ótta Morgunblaðs- ins við eldri borgara þessa lands? Getur verið að Morgunblaðið óttist að þessi aldurshópur sé ekki hallur undir fijálshyggjuna? Þetta fólk, sem er eldra en 75 ára, hefur unnið hörðum höndum Garðar Jóhann Guðmundsson við að koma okkur yngra fólkinu inn í 20. öldina, og það hefur því tekist með þeim ágætum að nálg- ast einsdæmi. En nú á þetta fólk bara að sitja hjá, og taka þvi sem að höndum ber, án þess að hafa opinberar skoðanir. Mér finnst þessi afstaða Morg- unblaðsins ómanneskjuleg, og er þvi ánægja að styðja framboð Nýs vettvangs, sem gert hefur sér ferð á flest, ef ekki öll, elliheimili borg- „Nýr vettvangur mun einnig gera meira fyrir þetta fólk en Morgun- blaðið og fylgifiskar þess hafa gert á undan- förnum árum.“ arinnar til þess að hlusta á skoðan- ir þess fólks, sem er eldra en 75 ára. Nýr vettvangur mun einnig gera meira fyrir þetta fólk en Morgunblaðið og fylgifiskar þess hafa gert á undanförnum árum. Þess vegna er ég sannfærður um að þessi aldurshópur mun greiða götu Nýs vettvangs í komandi borgarstjórnarkosningum. Höfundur er í kosningastjórn Nýs vettvangs. Aths. ritstj.: Skoðanakannanir Félags- vísindastofnunar eru á ábyrgð þeirrar stofnunar. Morgunblaðið hefur engin afskipti af því, hvern- ig þær eru unnar. Greinarhöfund- ur verður því að beina athuga- semdum sínum þangað. Gæti nú ekki kosningastjórn Nýs vettvangs lyft áróðri sínum á örlítið hærra Stúdentastjarnan, 14 karat gull,hálsmen eða prjónn Verð kr. 3.400 Skðrtpipaverzlim LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK SÍMI 13383 Vorlilboðá BV-handtjðkkum Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast. IR. JQ Eigum ávallt fyrirliggjandi ! hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI672444 TELEFAX672580 150 Lftra KÆLISKÁPAR /////• RÖNNING V/f// SUNDABORG 15. S:84§00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.